Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Helgi Garðasson Loðnu landað úr Hákoni ÞH í Neskaupstað í gær. GÓÐ loðnuveiði hefur verið um 50 mílur fyrir austan Norðfjarðarhorn síðan á sunnudagskvöld en mikil ljósáta er í loðnunni og hún því ekki frystingarhæf. Hákon ÞH varð fyrstur til að landa loðnu á öldinni, kom með um 750 tonn til Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaup- stað skömmu eftir hádegi í gær. Loðnan var góð en vegna átunnar fór hún öll í bræðslu. Gott veður var á miðunum og veiði góð, einkum í flott- roll, en bátar með flottroll geta veitt allan sólarhring- inn. Til dæmis var Hólma- borg SU komin með um 800 tonn síðdegis í gær en Guð- rún Þorkelsdóttir SU fékk um 400 tonn í nótina í fyrri- nótt. Fjöldi skipa va á miðunum og er búist við góðri veiði haldist veður skaplegt. Góð loðnuveiði fyrir austan land Loðnan er ekki frysting- arhæf  Loðnan farin/24 FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út auglýsingu í Stjórnartíðindum varðandi regl- ur um námsframvindu nemenda í framhalds- skólum, þar sem kemur fram að kennslu vor- annar skuli vera lokið 1. júní en haustannar þann 2. febrúar. Þar segir enn fremur að þrátt fyrir ákvæði aðalnámskrár um að nemandi skuli ljúka 9 einingum á önn hið minnsta eða ná fullnægjandi námsárangri í námi sem svarar til 18 kennslustunda á viku, sé skólameisturum heimilt að víkja frá því ákvæði vegna yfirstand- andi skólaárs í ljósi hinna sérstöku aðstæðna er uppi eru vegna verkfalla framhaldsskólakenn- ara á haustönn. Ráðuneytið hefur sent bréf til framhalds- skóla um ráðstafanir til þess að tryggja náms- framvindu nemenda á skólaárinu 2000-2001. Þar segir meðal annars: „Þeim tilmælum er beint til framhaldsskóla að þeir grípi til ráðstafana til þess að tryggja námsframvindu nemenda á skólaárinu eins og kostur er innan þess ramma sem tilgreindur er hér að neðan. Námsmat verði viðaminna Gert er ráð fyrir að úrræðin felist í viða- minna námsmati, án þess að slakað sé á kröfum um lokamarkmið námskrár og hraðari yfir- ferðað hluta. Einnig er gert ráð fyrir sem svar- ar til allt að 9 daga til viðbótarkennslu og prófa, á tímabilinu frá verkfallslokum til þess að áður áætluðum starfstíma lýkur. Ekki er al- mennt gert ráð fyrir að kennt verði á laug- ardögum, í ljósi fyrri reynslu. Gert er ráð fyrir að kennslu og námsmati vegna haustannar ljúki eigi síðar en 2. febrúar að meðtöldum sjúkra- og endurtektarprófum. Gert er ráð fyrir að kennslu og námsmati vor- annar verði lokið 1. júní nk. en brautskráning geti farið fram utan þessara tímamarka. Ráðuneytið hefur einnig beint þeim tilmælum til þeirra sem annast sveinsprófahald í umboði þess að sveinspróf fari fram að lokinni braut- skráningu á haustönn. Samkvæmt því verða sveinspróf haldin í byrjun eða um miðjan febrú- ar og tryggt að þeir nemendur er ljúka iðnnámi á yfirstandandi önn eigi þess kost að gangast undir sveinspróf þá.“ Skólahaldi í framhaldsskólum á að vera lokið þann 1. júní Ekki kennt á laugardögum STARFSMENN gatnamálastjóra í Reykjavík eru nú í óða önn við að hirða jólatré sem prýddu stofur borgarbúa um jólin. Þeir Andri Guðmundsson, 10 ára, og Eiður Eyþórsson, 8 ára, hafa komið mönnum gatnamálastjóra til að- stoðar og hafa safnað um 100 jólatrjám í Heimahverfinu í Reykjavík. Trjánum hafa þeir staflað við biðskýli strætisvagna við Sólheima og er skýlið orðið mjög jólalegt fyrir bragðið. Afkasta- miklir jólatrjáa- safnarar Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍBÚAR á Akranesi voru hvattir til þess að fara sparlega með vatn um helgina, þar sem minnkað hafði í vatnsbóli Akranesveitu og útlit var fyrir þurrt og kalt veður áfram. Þá hafa bændur á nokkrum bæjum á norðan- og vestanverðu landinu átt í erfiðleikum með að ná í nægilegt magn af köldu vatni, eftir litla úr- komu og frost undanfarnar vikur. Í gær var vatnsstaðan komin í þokkalegt horf í vatnsbóli Akurnes- inga, að sögn Gissurar Ágústssonar hjá Akranesveitu. Hann sagði litlar líkur á að vatnsskortur yrði úr þessu, þar sem spáð væri úrkomu um miðja vikuna. „Hins vegar tókum við eftir því fyrir helgina að vatnið í efstu stífluþrónni hjá okkur, sem er í raun- inni birgðageymir, var farið að lækka töluvert. Í ljósi þess gripum við til ráðstafana og hvöttum fólk til að fara eins sparlega og vel með vatnið og mögulegt var. Og við náð- um að fylla í þessa þró um helgina og afhendum vatn með eðlilegum hætti í dag.“ Hjá vatnsveitunni í Borgarnesi var vatn farið að minnka og voru starfsmenn veitunnar búnir að lækka vatnsþrýsting örlítið á bæn- um. Ekki hefur þó reynst nauðsyn- legt að biðja fólk um að spara vatnið. Spáð hlýindum og rigningu Á miðvikudag er gert ráð fyrir hlýnandi veðri með suðlægri átt, 5- 10 m/sek og skýjuðu með köflum. Frá fimmtudegi og fram á sunnudag er síðan gert ráð fyrir suðvestlægri átt og þá mun rigna víðast hvar á landinu, sérstaklega vestan til. Hiti verður allt að 7 stigum. Að sögn Sig- rúnar Karlsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofunni, lítur jafnframt út fyrir frekar milt veður á mánudag og áframhaldandi úrkomu, en síðan mun að líkindum fara að kólna aftur. Vatn minnkar í vatnsbóli Akurnesinga FJÖGUR tilboð bárust í eignir þrota- bús Nasco Bolungarvík hf. og þar af tvö í rækjuverksmiðjuna með öllum vélum og tækjum. Bæði tilboðin í rækjuverksmiðjuna eru háð ákveðn- um fyrirvörum, að sögn Tryggva Guðmundssonar, skiptastjóra. Um miðjan desember ákváðu veð- kröfuhafar að fela skiptastjóra þrota- búsins að auglýsa eignir þess til sölu- .Tryggvi segir að tvö tilboð hafi borist í rækjuverksmiðjuna í Bolungarvík, annars vegar frá AG-fjárfestingu hf., sem Agnar Ebenesersson og Guð- mundur Eydal standa að, fyrir hönd óstofnaðs félags og hins vegar frá Agli Guðna Jónssyni fyrir hönd óstofnaðs félags, en Egill stofnaði móðurfélagið og var stjórnarformað- ur þess. Veðskuldir eru um 450 milljónir króna og eru helstu veðkröfuhafar Ís- landsbanki-FBA, Sparisjóður Bol- ungarvíkur, Sjóvá-Almennar trygg- ingar og Byggðastofnun, en í gær boðaði Tryggvi veðhafafund, sem verður í Bolungarvík á morgun. „Þá gefst tækifæri til að sýna veðhöfum eignirnar og taka næstu skref í mál- inu,“ segir hann. Fjögur tilboð í eignir Nasco STARFSHÓPUR, sem forsætis- ráðherra skipaði til að fjalla um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins gegn Trygginga- stofnun, skilaði forsætisráðherra skýrslu í gærmorgun. Skv. upplýs- ingum sem fengust í forsætisráðu- neytinu verður álit starfshópsins kynnt á næsta ríkisstjórnarfundi . Starfshópurinn var skipaður til að meta áhrif hæstaréttardóms- ins, fjalla um viðbrögð við honum og undirbúa frumvarp til breyt- inga á almannatryggingalögunum til að fylgja dómnum eftir. Í starfs- hópnum voru Jón Steinar Gunn- laugsson hrl., formaður, Jón Sveinsson hrl., Baldur Guðlaugs- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, og Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Dómurinn í máli Öryrkjabandalagsins Álit starfshóps kynnt ríkisstjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.