Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 13 ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að ástæða þess að bærinn greiðir ekki niður leikskóla- kostnað barna námsmanna undir tveggja ára aldri, eða annarra barna á þeim aldri, sé sú að bærinn leggi höfuð- áherslu á að sinna skyldum sínum samkvæmt leikskóla- lögum gagnvart börnum eldri en tveggja ára. Hins vegar er ráðgert að frá 1. september nk. taki bærinn þátt í dagvist- arkostnaði 1-2 ára barna með 11.000 kr. greiðslu á mánuði. Í Morgunblaðinu á laugar- dag var greint frá því að allt að 20 þúsund krónum á mán- uði muni á leikskólakostnaði foreldra sex mánaða til tveggja ára barna á leikskól- anum Sólgarði, sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta, eftir því hvar á höfuðborgar- svæðinu foreldrar barnanna eru búsettir. Vegna niður- greiðslna Reykjavíkurborgar er gjaldið fyrir Reykvíkinga rúmar 32 þúsund krónur á mánuði en 52 þúsund kr. sé fjölskyldan búsett í Garðabæ eða Hafnarfirði en hvorugt þeirra sveitarfélaga tekur þátt í kostnaðinum. Mál tveggja ára og eldri fá forgang Ásdís Halla sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Garðabær liti á það sem skyldu sína að sjá öllum börn- um tveggja ára og eldri fyrir leikskólaplássi. „Við reynum að sinna því eins vel og hægt er og m.a vegna þess er það svo að biðlistar eftir leik- skólaplássi hér eru mjög litl- ir,“ sagði Ásdís Halla og upp- lýsti að um áramót hefðu 54 börn tveggja ára og eldri ver- ið á biðlista eftir leikskóla- plássi í bænum, eða 13% ald- urshópsins, og taldi að samkvæmt því væri staðan betri en víðast annars staðar á svæðinu. Hún sagði að bærinn væri að taka í notkun nýjan leik- skóla í sumarbyrjun „og þess vegna sýnist okkur að næsta haust verði nánast engir bið- listar eftir leikskólaplássum í Garðabæ.“ Hún sagði jafn- framt að það stefndi í að flest þau börn sem verða tveggja ára á árinu komist á leikskóla. „Við setjum í forgang að sinna lagalegum skyldum okkar gagnvart elsta aldurs- hópnum.“ Bæjarstjórinn sagði að þegar því marki væri náð að engin börn eldri en tveggja ára biðu eftir plássi hygðist bærinn taka þátt í dagvistar- kostnaði yngri barna og frá 1. september nk. væri áætlað að taka þátt í kostnaði vegna 1-2 ára barna. 11 þús. kr. á mánuði Það fyrirkomulag, sem á að taka gildi 1. september nk., gerir ráð fyrir því að greiddar verði 11 þúsund krónur á mánuði vegna dagvistunar 1-2 ára barna, hvort sem er vegna vistar hjá dagmóður eða á einkareknum leikskól- um. Samkvæmt því verður kostnaður námsmanna, sem búa í Garðabæ og hafa barn á námsmannaleikskólanum Sól- garði, um 41 þúsund krónur, eftir að niðurgreiðslur hefj- ast, en um 32 þúsund krónur hjá reykvískum námsmönn- um og um 34 þúsund krónur hjá þeim sem búa í Kópavogi. Ásdís Halla sagði að í því tilviki væri miðað við einn dýrasta leikskóla á höfuð- borgarsvæðinu. „Ég veit ekki hvernig það skýrist en held að þeir sem standa að rekstri hans þurfi að skoða það sér- staklega.“ Hún sagði að kostnaður hjá dagmæðrum væri væntan- lega um 34-38 þúsund krónur á mánuði eða um 23-27 þús- und að teknu tilliti til vænt- anlegra niðurgreiðslna. „Við viljum að jafnræði sé sem mest í bæjarfélaginu,“ sagði Ásdís Halla og sagði að bærinn vildi láta niður- greiðslur nema fastri fjárhæð sem fylgdu hverju barni en væru ekki breytilegar eftir því hvar foreldrar barnsins kysu að leita því vistunar. Garðabær greiðir vegna 1–2 ára barna næsta haust Garðabær Munur á leikskólakostnaði barna námsmanna á höfuðborgarsvæðinu SKIPULAGSSTOFNUN hef- ur hafið athugun á umhverf- isáhrifum vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Hring- vegar og Víkurvegar og lagn- ingar Reynisvatnsvegar að Reynisvatni í Reykjavík. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðarafköst vegakerfisins vegna vaxandi umferðar og jafnframt að draga úr slysahættu. Reynis- vatnsvegur er talinn nauðsyn- legur til aðkomu að nýjum íbúðarhverfum í Grafarholti. Ráðgert er að byggja mislægu gatnamótin í fjórum áföngum og er áætlað að unnið verði við byggingu 1.–3. áfanga á árun- um 2001–2008. Ef þörf krefur er áætlað að byggja 4. áfanga árið 2024. Ráðgert er að leggja Reynis- vatnsveg í tveimur áföngum á árunum 2001 og 2002. Leitað hefur verið umsagnar Reykja- víkurborgar, Náttúruverndar ríkisins, veiðimálastjóra og Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur. Framkvæmdaraðilar eru Vegagerðin og Reykjavíkur- borg, en ráðgjafi fram- kvæmdaraðila er Almenna verkfræðistofan hf. Þrengt að Úlfarsá Umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar og áherslur við mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar snúa einkum að náttúrufarsþáttum, loft- gæðum og hljóðstigi. Fram- kvæmdin mun þrengja nokkuð að Úlfarsá en fjölskrúðugt fugla- og dýralíf er við ána og á vatnasviði hennar finnast allar fimm tegundir ferskvatnsfiska sem lifa og tímgast í fersku vatni á Íslandi. Vistkerfi ár- innar sem heild er talið við- kvæmt fyrir raski, bæði fyrir mengun og breytingum á rennsli. Tilkoma mislægra gatna- móta er sögð munu minnka út- blástur bifreiða miðað við óbreyttan umferðarþunga og loftmengun við Hringveginn fram til ársins 2024 verði vel undir leyfilegum mörkum. Mótvægisaðgerðir Í matsskýrslu kemur fram að jarðvegsraski utan veg- stæðisins verður haldið í lág- marki og verður það lagfært og grætt upp í verklok. Sér- stakrar varúðar verður gætt við vinnu nálægt Úlfarsá til að koma í veg fyrir spjöll árbakka og mengunar árinnar. Til að koma í veg fyrir að mengun frá umferð berist til Úlfarsár verður afrennslisvatni af veg- um veitt í niðurföll og síðan um ræsi í settjarnir áður en það rennur í viðtaka sem er Úlf- arsá og Grafarvogur. Reiknað er með að mest mengun sé á fjölförnustu götunum og því verður Úlfarsá hlíft við vatni frá þeim og því vatni veitt um settjarnir í Grafarvog. Fylgst verður reglulega með efna- innihaldi vatns sem rennur frá settjörnum til Úlfarsár svo og lífríki árinnar. Í matsskýrslu kemur einnig fram að gripið verði til sérstakra ráðstafana, á takmörkuðu svæði, til að verja íbúðarbyggð hávaða- mengun. Verður það gert með byggingu hljóðmana eða mót- un lóða. Ekki er talin þörf neinna mótvægisaðgerða vegna loftmengunar. Frestur til að gera athugasemdir Matsskýrslan liggur til 16. febrúar í Foldasafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur við Fjörgyn, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Almenningur hef- ur sex vikur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 16. febrúar nk. Skipulagsstjóri kannar umhverfisáhrif vegna mislægra gatnamóta Hringvegar og Víkurvegar Mislæg gatna- mót byggð í fjórum áföngum Grafarholt TALIÐ er að um 2000 manns hafi sótt þrett- ándabrennu í Mosfellsbæ á laugardag. Mikið var um dýrðir í Mosfellsbæ á þrett- ándanum. Gengið var fylktu liði í blysför frá miðbænum og að brennunni. Skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Birgis Sveins- sonar fór í fylkingarbrjósti og Mosfellskórinn hélt uppi fjöldasöng í göngunni. Álfakóngur og Álfa- drottning voru við brenn- una ásamt Grýlu, Leppa- lúða og þeirra skylduliði. Björgunarsveitin Kyndill hélt flugeldasýningu við brennuna en að henni lok- inni hélt Leikfélag Mosfells- sveitar þrettándaskemmtun í bæjarleikhúsinu þar sem ókeypis var inn á fjöl- breytta dagskrá. Mosfell- ingar kvöddu svo jólin á þrettándaballi í Hlégarði. Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi fylgdist með þrettándabrennunni. Þótt svalt væri í veðri klæddu brennugestir sig vel og fylgdust með brennunni og flugeldasýningunni. Ýmsar furðuverur voru við brennuna. Flugeldasýningin gerði lukku hjá ungum sem gömlum Mosfellingum. Fjölmenn þrettánda- brenna Mosfellsbær NÝJAR tillögur gatnamála- stjóra um úrbætur á ofan- vatnsmálum í Reykjavík liggja nú fyrir hjá embætti borgarverkfræðings og verða skoðaðar vandlega á næstunni. En eins og kom fram í máli Guðjóns Magn- ússonar, á skrifstofu for- stjóra Orkuveitu Reykjavík- ur, síðastliðinn laugardag, hefur verið mjög erfitt fyrir Orkuveituna að taka á mál- um varðandi affall í Elliða- árnar, vegna þess að þau eru í höndum borgarverk- fræðings. Þegar Morgunblaðið hafði í gær samband við Ólaf Bjarnason hjá embætti borgarverkfræðings, til að kanna hvar umrædd mál væru stödd í kerfinu, feng- ust þau svör, að gatnamála- stjóri hefði um miðjan des- ember lagt fram mikla skýrslu, þar sem gerðar væru sundurliðaðar tillögur um úrbætur á ofanvatnsmál- um í Elliðaárdalnum, og sem yrðu skoðaðar nánar og um þær fjallað á allra næstu dögum og vikum og síðan væntanlega á grundvelli þeirra gerð tímasett fram- kvæmdaáætlun. Skýrslan verður lögð fram í borgar- ráði í dag. Nýjar tillögur liggja fyrir Reykjavík Ofanvatnsmál Elliðaáa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.