Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 20
VIÐSKIPTI
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR allra helstu
seðlabanka heims tilkynntu eft-
ir fund sinn í Sviss í gær að bú-
ist væri við hægum hagvexti í
alþjóðahagkerfinu á árinu 2001
en samdráttur væri að þeirra
mati afar ólíklegur.
Fundarmenn voru sammála
um að þrátt fyrir hrakspár
margra um samdrátt í banda-
ríska hagkerfinu, sem er það
stærsta í heimi, þá benti allt til
þess að það væri einungis að
hægja á sér og myndi ná
„mjúkri lendingu“ á þessu ári
eftir að hafa náð miklu flugi á
fyrri hluta ársins 2000.
Hagvöxtur ársins
á bilinu 1,5 til 3%
Á fundinum kom fram að
framleiðni hefur aukist í Banda-
ríkunum og sé enn að aukast, en
væntanlega muni væntingar
fjárfesta verða raunhæfari aft-
ur þegar hagvöxturinn minnk-
ar. Flestir fulltrúar seðlabank-
anna telja að tveggja til þriggja
prósenta hagvöxtur verði í
Bandaríkjunum á árinu, sem er
um helmingur þess sem var á
fyrri hluta síðasta árs.
Þá er talið að vegna áhrifa frá
Bandaríkjunun minnki hag-
vöxtur lítillega á evrusvæðinu,
eða niður í u.þ.b. 3%. Hagvöxt-
ur í Japan verður áfram lítill,
líklega 1,5 til 2%, en ólíklegt er
að um samdrátt verði að ræða.
Áfram
hagvöxtur
um allan
heim
Reuters
VELTA kreditfærslna hjá Europay
Ísland um færslusöfnunarkerfi var
24,3 milljarðar króna á árinu 2000, en
árið 1999 var veltan 18,3 milljarðar
króna. Aukningin milli ára er því
32,5%, en var 38,3% árið áður.
Færslufjöldi í færslusöfnunarkerf-
unum nam 5,9 milljónum færslna og
jókst um 9,1% milli ára. Í tilkynningu
frá Europay kemur fram að aukn-
ingin árið 2000 var mest í viðskiptum
milli fyrirtækja. Utan þessara talna
eru boðgreiðslur, raðgreiðslur, hrað-
bankaúttektir og kortanotkun Ís-
lendinga erlendis. Hins vegar er
velta af kortanotkun erlendra kort-
hafa hér á landi meðtalin.
Velta Maestro-debetfærslna
banka og sparisjóða í færslusöfnun-
arkerfum nam 33,8 milljörðum króna
í fyrra og jókst um 16,6% milli ára.
Færslumagn Maestro-debetkorta
nam 10,1 milljón færslna og jókst um
15,8% milli ára. 58% af fjárstreymi
um færslusöfnunarkerfi árið 2000
voru debetfærslur og 60% af færslu-
magni árið 2000. Árið 1999 voru deb-
etfærslur 59% af færslumagni.
Velta kreditfærslna í desember
var 2,6 milljarðar króna og er það
24,8% aukning milli ára, en meðal-
velta á mánuði í fyrra var 1,8 millj-
arðar króna. Velta debetfærslna var
3,8 milljarðar króna og er það 12,3%
aukning milli ára, en meðalvelta á
mánuði árið 2000 var 2,8 milljarðar.
Veltuaukningin 32,5%
milli ára hjá Europay
GOÐI HF. mun á næsta ári setja á
laggirnar eina stærstu kjötvinnslu-
stöð landsins með sameiningu fjög-
urra kjötvinnslna í eigu félagsins, í
eina. Gert er ráð fyrir að hin nýja
kjötvinnsla og höfuðstöðvar félagsins
verði í nýju húsnæði í Mosfellsbæ.
Kjötvinnslurnar sem um ræðir eru
kjötvinnsla Goða á Kirkjusandi í
Reykjavík, kjötvinnsla Nóatúns í
Faxafeni í Reykjavík, kjötvinnslan
Höfn á Selfossi og Borgarnes-kjöt-
vörur í Borgarnesi.
„Þetta er í beinu framhaldi af sam-
einingu félaganna á síðasta ári“, segir
Kristinn Þór Geirsson, framkvæmda-
stjóri Goða, og vísar til þess þegar
Goði hf. varð til við sameiningu Borg-
arness-Kjötvara ehf. í Borgarnesi,
sláturhúss og kjötvinnslu Kaupfélags
Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötum-
boðsins hf. í Reykjavík, Norðvestur-
bandalagsins hf. á Hvammstanga og
Þríhyrnings hf. Þá keypti félagið í
nóvember sl. tvær kjötvinnslur af
Kaupási, kjötvinnsluna Höfn á Sel-
fossi og kjötvinnslu Nóatúns.
„Markmiðið er að ná fram öllum
þeim hagræðingarmöguleikum í
þessum geira sem þessi stærð gefur
færi á og til að það gangi eftir þarf að
sameina kjötvinnslurnar á einn stað“,
segir Kristinn Þór og bætir við að
fyrirtækið muni einnig þurfa að hag-
ræða í slátruninni.
Fyrirtækið hefur áhuga á flytja
sameinaða kjötvinnslu í nýtt húsnæði
í Mosfellsbæ en að sögn Kristins Þórs
standa viðræður við bæjaryfirvöld
enn yfir. Þá hafi ekki verið gengið frá
samningi við byggingarverktaka um
nýja húsnæðið en viðræður þess efnis
standa einnig yfir.
„Við munum hefja sameininguna
sem fyrst og áætlum að geta flutt upp
úr næstu áramótum, ef allt gengur
vel. Verði hins vegar einhverjir
hnökrar á sameiningarferlinu þá tef-
ur það vitanlega fyrir. Það má því
segja að flutt verði á fyrri helmingi
ársins 2002.“ Ákveðið hefur verið að
bjóða starfsmönnum sem nú starfa
við kjötvinnslu á Selfossi og í Borg-
arnesi að starfa áfram hjá fyrirtæk-
inu í Mosfellsbæ og verða þeir fluttir
til og frá vinnustað kvölds og morgna.
Kristinn Þór segist þó gera ráð fyrir
því að einhverjir starfsmanna kjöt-
vinnslnanna fjögurra muni segja upp
störfum við sameininguna.
Fjórar kjötvinnslur
Goða sameinaðar
AMERICAN Airlines (AA), annað
stærsta flugfélag Bandaríkjanna, á
nú í viðræðum um kaup á Trans
World Airlines (TWA), sem er átt-
unda stærsta flugfélagið, að því er
fram kemur í The Wall Street Journ-
al. TWA hefur átt í fjárhagserfiðleik-
um að undanförnu og mun sam-
komulag um kaupin vera skammt
undan.
Jafnframt hefur AA samþykkt að
kaupa 20% af eigum US Airways,
sem er sjötta stærsta flugfélag
Bandaríkjanna. Kaupin á þessum
20% koma sér vel fyrir stærsta flug-
félag Bandaríkjanna, United Air-
lines (UA), sem hyggst kaupa US
Airways, en eiga á hættu að sam-
keppnisyfirvöld hindri þau áform.
Líkur á að samkeppnisyfirvöld geri
athugasemdir við kaupin eru taldar
minnka við sölu á þessum 20% hluta.
Ef af öllum þessum viðskiptum
verður, munu AA og UA bera höfuð
og herðar yfir önnur flugfélög í
Bandaríkjunum. UA verður áfram
stærst, með um 26% markaðshlut-
deild í stað 19% nú, og AA verður
áfram í öðru sæti, með um 25%
markaðshlutdeild í stað 17% nú. Í
þriðja sæti verður Delta Air Lines
með um það bil 15% markaðshlut-
deild.
Frekari samruni
hugsanlegur
Að því er fram kemur í The Wall
Street Journal er talið að frekari
samruni flugfélaga kunni að fylgja í
kjölfarið ef af þessum verður, því
stærð skipti máli í flugrekstri líkt og
mörgum öðrum atvinnugreinum.
American Airlines og United Airlines
Stærstu flug-
félögin stækka
Reuters
American Airlines (AA), annað
stærsta flugfélag Bandaríkjanna, á
nú í viðræðum um kaup á Trans
World Airlines
SÆNSKA símafyrirtækið Telia hef-
ur hafið samstarf við einn helsta
keppinaut sinn um rekstur UMTS-
farsímakerfis í Svíþjóð. Umsókn
Telia var óvænt hafnað þegar fjórum
leyfum til reksturs á farsímakerfum
var úthlutað í desember. Í gær var
tilkynnt að Telia og Netcom, eigandi
farsímafyrirtækisins Tele2, myndu
stofna sameiginlegt fyrirtæki um
rekstur á UMTS-farsímakerfi. Tele2
var eitt fjögurra fyrirtækja sem fékk
úthlutað leyfi í desember. Fyrirtæk-
in tvö munu hafa jafnan aðgang að
Netinu, en keppa um viðskiptavin-
ina. Þau munu geta nýtt að nokkru
leyti stöðvar og möstur í GSM-síma-
kerfum sínum, en kostnaði vegna
uppbyggingar á nýjum stöðvum
munu þau skipta á milli sín. Sam-
starfið þykir vera áfall fyrir fyrir-
tækið Europolitian HI3G, sem fékk
einnig úthlutað UMTS-leyfi, en talið
var að það væri líklegasti samstarfs-
aðili Telia. Forsvarsmenn Telia
segja á hinn bóginn að áætlun Euro-
politian HI3G um uppbyggingu kerf-
isins sé óraunhæf. Umsókn Telia um
leyfið var á sínum tíma hafnað vegna
þess að fyrirtækið þótti ekki lofa
nógu mikilli og hraðri uppbygginu.
Telia kærði í kjölfarið úthlutun leyf-
anna og þeirri kæru verður haldið til
streitu þrátt fyrir samstarfið við
Netcom. Hlutabréf í bæði Telia og
Tele2 hafa hækkað í kjölfar sam-
starfsyfirlýsingarinnar. Frá þessu
segir í netútgáfu blaðsins Dagens
Nyheter.
Telia og Netcom í samstarf