Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 21

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 21 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Tilboð Sturtuhorn úr öryggisgleri m. segullæsingu. Allar gerðir fáanlegar í hvítu eða með stáláferð. Kantað horn Stærðir: 65 til 80 cm 75 til 90 cm Verð frá kr. 15.900,- stgr. Rúnnað horn úr sveigðu öryggisgleri. 4 eða 6 mm. Stærðir 80x80 eða 90x90 cm. Verð frá kr. 27.750,- stgr. H ön nu n & u m b ro t eh f. © 2 00 0 – D V R 05 4 - trygging fyrir l águ verði! VINNUSTAÐUR Ístaks í Smára- lind hlaut nýverið viðurkenningu Trésmiðafélags Reykjavíkur fyrir aðbúnað á vinnustað en aðbún- aðarnefnd félagsins hefur á und- anförnum vikum verið að störfum og skoðað ýmis fyrirtæki og beint athyglinni að stórum útivinnustöð- um. „Í ár varð vinnustaður Ístaks í Smáralind fyrir valinu. Öll aðstaða, s.s. kaffistofa, hreinlætisaðstaða og fatageymsla er til mikillar fyr- irmyndar. Öll umgengni á vinnu- svæðinu sjálfu góð, notkun per- sónuhlífa og öryggisatriði, s.s. handrið, lokun opa og annað, eins og best verður á kosið. Þessir hlut- ir eru skoðaðir sérstaklega í því ljósi að fallslys eru ein algengustu og alvarlegustu slysin í bygging- ariðnaði. Það er annað við þennan vinnustað sem ber að vekja sér- staka athygli á. Á vinnustaðnum er virk öryggisnefnd sem fylgist með öryggismálum frá degi til dags, fer yfir það sem betur má fara og gerir fyrirbyggjandi ráðstafanir,“ segir í upplýsingum frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Aðbúnaðar- og ör- yggismál hafa verið meðal baráttu- mála Trésmiðafélags Reykjavíkur um langa hríð. Með samstilltu átaki félagsins, Vinnueftirlits ríkisins og annarra aðila hefur ástand aðbún- aðar, umgengni á vinnustað og ör- yggisþátta batnað á undanförnum árum til muna. „Þó verður að segja að í því þensluástandi sem verið hefur undanfarið hafa komið inn á markaðinn annars vegar rekstr- araðilar sem má segja að búið hafi verið að leggja vegna óhæfni til rekstrar fyrirtækja og hins vegar nýir aðilar sem þurfa aðeins ögun og meiri skilning á aðbúnaðar- og öryggismálum. En þetta eru fáir svartir sauðir. Heildin hefur batn- að til muna.“ Morgunblaðið/Kristinn Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, og Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, skoðuðu vinnusvæði Ístaks í Kópavogi. Ístak fær viðurkenn- ingu fyrir aðbúnað BANDARÍSKI bílaframleiðandinn General Motors, GM, ætlar að loka tímabundið átta verksmiðja sinna í Bandaríkjunum og Kanada þar til fyrirtækið hefur losað sig við 1,3 milljónir óseldra bifreiða sem til eru á lager. Miðað við sölu í des- embermánuði þýðir það rúmlega þriggja mánaða birgðir en tveggja mánaða birðir teljast eðlilegar í þessum iðnaði. Þeir starfsmenn verksmiðjanna sem tilheyra sam- tökum bandarískra starfsmanna í bílaiðnaði munu fá 95% launa sinna greidd en kanadískir starfsmenn fá 65% sinna launa. Búist er við að Ford Motor og Chrysler muni einn- ig hefja lokanir á næstu dögum og vikum en bílasala hefur minnkað mikið að undanförnu og ekki þykir sýnt að hún aukist aftur á komandi mánuðum. GM lokar átta verksmiðjum AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.