Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 22

Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44 Sérverslun með íslenskt góðmeti Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök, sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður. Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur. Orðsending til þorrablótsnefnda: Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig þorrabakka. Sendum um land allt. Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718 ÚTSALA Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott verð fara saman... Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Mikið úrva l - mikill a fsláttur Stórlækka ð verð! Glæsilegu r kvenfatn aður Kuldagalla r Barnafatn aður Geisladisk ar í úrvali Raftæki Peysur Úlpur Skyrtur Feðgarnir Olliver og Philip Paul frá Þýskalandi voru staddir á Laugaveginum þar sem þeir voru að skoða útivistarfatnað. „Það er mjög erfitt að finna eitthvað á góðu verði á Íslandi,“ sögðu þeir. „Þótt vörur séu á góðum afslætti eru þær samt sem áður alltaf dýr- ari en í Þýskalandi og því borgar sig ekki fyrir okkur að versla hér.“ Þeir sögðust þó hafa heyrt af einni útivistarbúð þar sem góður afsláttur væri í boði og ætluðu sér að kíkja þangað. „Vetrarfatnaður er almennt mjög vandaður í versl- unum hér og ég er ekki búinn að gefa upp alla von um að finna eitt- hvað á góðu verði,“ sagði Olliver. Aðspurður sagðist hann ekki geta kvartað yfir kuldanum sem ríkt hefði á landinu að undanförnu enda væri almennt mun kaldara í Þýskalandi á þessum tíma árs. „Við erum því ekki að leita að vetrarfatnaði til þess að klæðast á Íslandi, heldur þegar við förum aftur til Þýskalands,“ sögðu þeir. Dýrt að versla á Íslandi Edda Elíasdóttir, verslunarmaður frá Akranesi, var stödd á Lauga- veginum skömmu eftir að útsölur hófust. Hún sagðist þó ekki hafa gert sér sérstaka ferð til Reykja- víkur til þess að kanna vöruúrval og afslætti enda væri af nógu af taka í heimabæ hennar, Akranesi. Hún rekur tískuvöruversl- unina Ósk á Akranesi en sagðist ekki selja sjálf úti- vistarfatnað og því hefði hún notað tækifærið og fjárfest í skíðabuxum með verulegum af- slætti. „Ég var mjög ánægð með verðið á þeim,“ sagði hún. „Þær lækkuðu úr rúmum 12.000 krónum niður í 4.990, sem er nokkuð gott.“ Aðspurð sagði hún útsölurnar á Akranesi yfirleitt mjög góðar og vöruúrval mikið og því hefðu Skagamenn enga þörf á að gera sér far til Reykjavíkur til þess að sækja heim útsölurnar þar. Selur ekki útivistarfatnað Rita Didriksen, var að koma úr Vinnufatabúðinni á Laugaveginum þar sem hún hafði keypt buxur á eiginmanninn með 20% af- slætti. Hún hafði kíkt í margar búðir að eigin sögn og fannst ótrúlegt hve búðir gætu lækkað verð mik- ið. „Það eru áber- andi miklar verð- lækkanir í búðum og það fær mann til að hugsa hvort venjuleg álagning kaupmanna sé ekki óeðlilega mikil fyrst hægt er að lækka verð svo mikið á útsölum,“ sagði hún. „Mér finnst reyndar fólki ekki gefast miklir möguleikar á því að skipta vörum eftir jólin. Það er rétt búið að opna aftur eftir jól og hefur verið lokað í mörgum verslunum vegna vörutalningar og útsölur eru hafnar nú þegar.“ Hún bætti því þó við að hún ætl- aði að forðast búðir eins og Hag- kaup næstu dagana því þar yrði ef- laust ekki þverfótað fyrir fólki á útsölunni. Ótrúlegt hve búðir geta lækkað verð mikið Ásdís Geirdal er búsett á Hvann- eyri í Borgarfirði og gerði sér far í höfuðborgina til þess eins að gera kostakaup á útsölum. Hún hafði verið í Kringlunni og sagðist ánægð með afrakst- urinn. „Ég keypti aðallega föt á sjálfa mig og fékk það sem mig vant- aði með allt að 40% afslætti,“ sagði hún. Aðspurð sagði hún það með ráðum gert að bíða með að versla það sem hún þarfnaðist þar til útsölurnar hæfust en auk þess að kaupa föt á sjálfa sig hefði hún notað tækifærið og verslað nokkr- ar afmælisgjafir. Hún sagðist nokkuð ánægð með úrvalið að þessu sinni og þóttir af- sláttur í flestum verslunum góður. Gerði sér far í borgina ÚTSÖLURNAR í janúar hafanáð að festa sig í sessi und-anfarin ár enda er hægt að gera góð kaup víða um land þar sem afsláttur nemur allt að 70% í ýmsum verslunum. Morgunblaðið ræddi við þó nokkra vegfarendur í Reykjavík sem flestir virtust sammála um að útsölurnar í ár væru með besta móti. Mörgum þótti úrval gott og afsláttur ríflegur og höfðu þó nokkrir geymt sér að versla ýmsan varning þar til útsölurnar hæfust. Verslunarmenn virtust þó al- mennt samróma um að það tæki fólk flest nokkra daga að átta sig á því að útsölur væru byrjaðar, en straumur fólks í verslanir ykist dag frá degi. Útsölur hefðu ekki byrjað samtímis í öllum verslunum en þeim færi sömuleiðis fjölgandi. Þeir sögðu jafnframt að augljóst væri að margir kæmu í verslanir í leit að tiltekinni vöru og að margir biðu eftir janúarútsölunum í þeirri von að geta gert góð kaup. Aldrei vitað jafn mikið útsöluæði Auk hefðbundins tískufatnaðar var áberandi mikill afsláttur af úti- vistarfatnaði þrátt fyrir að vetur konungur hafi svo að segja ekki gengið í garð fyrr en tiltölulega ný- verið enda voru ófáir vegfarendur með í pokum útigalla á börnin og snjógalla á sjálfa sig sem eflaust á eftir að koma að góðum notum það sem eftir lifir vetrar. Í útivistarversluninni Nanoq í Kringlunni var mikill handagangur í öskjunni á öðrum degi útsölunnar enda nær allar vörur í versluninni seldar með um 40%–60% afslætti. Christian Hyldetoft, verslunarstjóri Nanoq, var sérstaklega ánægður með viðtökur viðskiptavina og sagði þær mun betri en hann hefði þorað að vona. Hann hóf störf í október og er þetta því fyrsta stóra útsalan hans í versluninni. „Það hefur verið ofboðslega mikið að gera síðan út- salan hófst og bjóst ég ekki við jafn miklu æði og raun ber vitni, sér- staklega þegar litið er til þess hve jólasalan var góð hjá okkur. Ég er nú reyndur verslunarmaður frá Noregi og vanur útsölum þaðan en hef aldrei séð jafn mikið brjálæði og í Íslendingum. Þetta er alveg frá- bært enda mikil stemmning og greinilegt að landsmenn kunna að notfæra sér góða afslætti,“ sagði hann. Líkt og í öðrum verslunum er út- salan í Nanoq að sögn Christian til þess gerð að hægt sé að grynnka á lager verslana og rýma fyrir nýjum sendingum en hún mun að öllum líkindum standa yfir í nokkrar vik- ur. 40–60% afsláttur algengur Morgunblaðið/Þorkell Janúarútsölurnar hafnar um land allt og víða möguleiki á kostakaupum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.