Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 23
Bjarni Bjarnason var á Laugaveg-
inum ásamt félögum sínum en hafði
ekki komið sérstaklega í tilefni útsöl-
unnar. „Ég þurfti
að skipta flík sem
ég fékk í jólagjöf
og var mjög
ánægður með
þjónustuna sem
ég fékk í versl-
uninni,“ sagði
hann. „Útsalan
var rétt nýbyrjuð
en það var samt sem áður ekkert mál
að fá að skipta. Ég fékk meira að
segja vöruna sem ég skilaði endur-
greidda á fullu verði og gat tekið út
nýja vöru á útsöluverði. Það má eig-
inlega segja að ég hafi grætt á
þessu.“
Þegar hann er spurður að því hvort
það séu ekki vonbrigði að líta í búð-
arglugga í janúarbyrjun og sjá vörur
á hálfvirði sem keyptar hafi verið á
fullu verði fyrir nokkrum vikum til
jólagjafa segir hann svo óneitanlega
vera. „Það bætir þó örlítið fyrir það
þegar maður græðir á því að skipta
jólagjöfinni,“ sagði hann og brosti.
Ánægður með
skiptin
Kristjana Óskarsdóttir sagðist bara
rétt vera að kíkja á útsölurnar en
hafði samt keypt kápu á sjálfa sig
með 40% afslætti
og buxur á eig-
inmanninn með
20% afslætti. „Ég
var reyndar búin
að ákveða fyr-
irfram að kaupa
hvort tveggja og
var mjög ánægð
með það sem ég fékk,“ sagði hún.
Þegar hún var spurð um úrvalið í
verslunum sagðist hún verulega
hissa yfir vöruúrvalinu og hve útsöl-
urnar væru góðar. „Það kemur mér
mjög á óvart hvað það er ótrúlega
mikið af góðri vöru og mikill af-
sláttur af mörgu á útsölunum í ár.“
Hún sagðist hins vegar vera búin
að ljúka ætlunarverkinu og hafa
keypt það sem hana vantaði og hún
ætlaði sér ekki á fleiri útsölur að
þessu sinni.
Bara rétt að kíkja
Birgir Júlíusson var á leið í upp-
áhaldsbúðina sína á Laugaveginum
en hafði komið við í símabúð á leiðinni
og keypt sér síma
á tilboðsverði.
Hann sagðist
almennt ekkert
sérstaklega dug-
legur að versla á
útsölum en hafði
samt beðið eftir
þeim vísvitandi að
þessu sinni. Hann
sagðist ekki láta verð og afslætti
stjórna því hvar hann verslaði eða
hvað hann keypti. „Ég fer í upp-
áhaldsbúðirnar mínar ef það er út-
sala þar og kaupi það sem mig vantar
og finnst flott,“ sagði hann.
Aðspurður sagði hann að GK á
Laugaveginum væri ein þeirra búða
og hann væri einmitt á leið þangað í
leit að buxum og skóm.
Á leið í uppáhalds-
búðina sína
Eva Mjöll Einarsdóttir og Rakel
Pétursdóttir höfðu eytt fjórum
klukkustundum á Laugaveginum og
voru á heimleið. Þær höfðu keypt sér
bol og peysu og sögðust hafa ákveðið
áður en þær lögðu af stað hvað þær
vantaði.
Þær voru nokkuð ánægðar með út-
sölurnar og sögðu vel hægt að gera
góð kaup. „Sums staðar eru góðir af-
slættir og mikið úrval þótt útsöl-
urnar séu ekki byrjaðar alls staðar,“
sögðu þær.
Aðspurðar sögðust þær yfirleitt
kíkja á útsölurnar þegar þær væru í
gangi en það væri afar misjafnt hve
þær keyptu sér mikið.
Búnar að vera í
fjóra tíma