Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 29 EVA Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleik- ari kemur fram á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Með henni leikur Svetlana Gorokhovitsj píanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Sergei Prokofiev, Ernest Bloch og Piotr Tsjajkovskíj. „Þetta verður á rússnesku nót- unum hjá okkur, bæði mjög falleg og krefjandi tónlist. Við byrjum á krefjandi verki, Sónötu í d-moll op. 94 a eftir Prokofiev. Þá leik- um við Nigun eftir Bloch. Ákaf- lega ástríðufullt verk. Loks flytj- um við tvö falleg verk eftir Tsjajkovskíj, Serenade mel- ancolique og Meditation Scherzo,“ segir Eva Mjöll en fiðluleikur hennar þykir einmitt bera keim af hinum austur-evrópska og rúss- neska skóla sem er þekktur fyrir slípaðan og fíngerðan en jafn- framt tilfinningaþrunginn tón. „Þessi hefð hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Það er eitt- hvað sem býr í mér – hún hentar mínum persónuleika vel.“ Taka upp geislaplötu Efnið sem stöllurnar leika á tónleikunum verður hljóðritað á næstu dögum og gefið út á geisla- plötu síðar á árinu. Eva Mjöll og Svetlana fluttu sömu efnisskrá á tónleikum í Islamabad í Pakistan á dögunum en þar hefur Eva Mjöll einmitt verið búsett undanfarin tvö ár. „Þar var okkur afskaplega vel tekið.“ Eiginmaður Evu Mjallar starfar hjá Þróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna og áður hafa þau búið í Afríku og Japan. Á vormán- uðum liggur leið þeirra til Nepal. „Við flökkum töluvert í sambandi við hans starf. Þetta er voðalega spennandi líf. Ég hef kannski ekki mikinn stuðning, listrænt séð, í þessum löndum en á móti kemur að ég hef mikið næði og tíma. Ég er eini starfandi fiðluleikarinn í Islamabad en þar er enginn píanóleikari,“ segir Eva Mjöll. Enginn stuðningur við listir í Pakistan Hún segir listir almennt ekki ofarlega á baugi í Pakistan. „Þetta er múhameðstrúarland og fyrir vikið er enginn stuðningur við listir. Þeirra tónlistarhefð kemur frá Indlandi en maður verður lítið var við að þar sé ein- hver vöxtur á sviði menningar og lista. Þannig voru flestir, sem sóttu tónleikana okkar Svetlönu, útlendingar. Þeir eru þyrstir í viðburði af þessu tagi og voru al- veg ofboðslega þakklátir. Þarna voru líka Pakistanar og það er mjög gaman að spila fyrir þá – þeir eru svo áhugasamir áheyr- endur. Taka virkan þátt í því sem fram fer og eru ekkert hræddir við að sýna hrifningu sína. Þannig heyrðum við iðulega húrrahróp og klapp inni í miðjum verkum.“ Eva Mjöll hélt aðra tónleika í Islamabad fyrir um ári, ásamt dóttur sinni, Andreu Kristins- dóttur, sem er ellefu ára. Hún leikur líka á fiðlu. „Það voru styrktartónleikar með verkum eftir Bach en þarna er mikil fá- tækt. Það er því mjög vel þegið ef maður vill leggja sitt af mörkum.“ Léku í Carnegie Hall Eva Mjöll og Svetlana kynntust í New York fyrir fjórum árum og hafa haldið góðu sambandi síðan. „Árið 1998 gáfum við út geisla- plötu og héldum af því tilefni fjöl- marga tónleika, þar á meðal í Carnegie Hall. Einnig í Washing- ton og Kanada, auk þess að við komum hingað heim. Þar sem Svetlana býr í New York hittumst við sjaldan. Hún kom til Pakistan til að undirbúa þessa efnisskrá með mér og svo hittumst við hér. Þetta er auðvitað mikið ferðalag en hún var fús að leggja þetta á sig.“ Svetlana er fædd í Kazan, Rúss- landi. Hún ólst upp við hina ög- uðu hefð í píanóleik og lauk námi frá tónlistarháskólanum í Péturs- borg með hæstu viðurkenningu og doktorsnafnbót. Fyrir níu árum flutti hún til Bandaríkjanna, þar sem hún er virk sem einleikari, kennari og þátttakandi í flutningi kammertónlistar. Eini fiðluleikar- inn í Islamabad Morgunblaðið/Kristinn Svetlana Gorokhovitsj og Eva Mjöll Ingólfsdóttir koma langt að. Eva Mjöll Ingólfsdóttir á fiðlutónleikum í Salnum MAÓRÍABÖRN frá Nýja-Sjálandi sjást hér dansa hefðbundinn maóría- dans fyrir Jóhannes Pál páfa II í Vatíkaninu á dögunum. Börnin tóku þar þátt í hátíðarhöld- um sem efnt var til í tilefni af því að nú lýkur árslangri hátíð í Páfagarði vegna 2000 ára afmælis Krists. AP Dansað í Páfagarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.