Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 30

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI fagnaði fyrstu tón- leikum á nýrri öld í röðinni „Við slag- hörpuna“ á sunnudagskvöldið var. Umsjónarmaður hennar frá upphafi, Jónas Ingimundarson, var framar í sviðsljósi en oft áður, því auk þess sem tónleikarnir hófust með fjórum einleikslögum, lauk þeim með fimm frumsömdum sönglögum píanistans – að vísu utan prentaðrar dagskrár. En vitanlega drógu ekki síður söngvar- arnir ungu að sér margan forvitinn hlustanda, enda á rífandi uppleið, eins og sagt er. Né heldur ber að efast um aðlöðunarafl innsærra lagakynninga frá slaghörpustólnum, sem að þessu sinni voru með alskemmtilegasta móti. Einleikspíanólögin fjögur í upphafi voru dável leikin. Gavotta Lullys var túlkuð sem sönglag eða fíngerður ballett að smekk sólkonungs fremur en sveitadans með rómantískum rú- batóum, sem fóru laginu furðuvel þótt varla hafi mátt kalla í anda upphafs- hyggju. Canope úr „litakassa“ Debussys, Prelúdíum 1. heftis, var leikið af hæfilegri yfirvegun og Scherzo Humoristique eftir Copland með kankvísri glettni sem líktist í mörgu teiknimyndasprelli Tomma og Jenna, eins og Jónas Ingimundarson kynnti það. Loks var brugðið upp svipmynd af dansæfingu ungverskra sígauna í Rhapsódíu Liszts nr. 11 með bifandi cimbalom-kjuðaslætti, er vakti mikla hrifningu, þótt fykju nokkar fínkur hjá þegar mest á gekk. Garðar Thór Cortes flutti Auf Flügeln des Gesanges Mendelssohns af snotrum einfaldleika og síðan þjóðlagaútsetningu Brittens, The Ploughboy, þar sem fullsterkt pí- anó skyggði heldur á talsöngskennda frásagnarkerskni söngvarans, sem enn virðist eiga eftir að sækja í sig meiri kraft, enda ungur að árum. Næst steig á stokk Sesselja Krist- jánsdóttir með hinu meistaralega Chanson Hébraïque Ravels og tveim suðrænum míníatúrum eftir de Falla, El pano moruno og vöggulaginu Nana. Það er kannski stórt upp í sig tekið, en stundum verður að hafa það, og því er hér með blákalt slengt fram, að ekki man undirritaður eftir hljóm- meiri, fallegri og þéttari mezzorödd af íslenzkum einsöngspalli síðari ára- tuga en þessari. Hvað þá með jafn- lýtalausri inntónun. Hér stökk óþekkt söngkona nánast fullsköpuð úr höfði Seifs, og þar sem túlkun hennar var auk þess borin uppi af áþreifanlegu músíkalíteti, þótti einsýnt, að með ör- lítilli meiri sviðsreynslu og sannfær- ingu ætti bein og breið framabraut að blasa við. Svo er bara að vona að söng- konan sýni næga aðgæzlu gagnvart manndrápskröfum óperusviðanna, sem allt of oft virðast farga fegurð fyrir kraft. Ekki stóð heldur skortur á hljóm- fyllingu Ágústi Ólafssyni barýtoni fyrir þrifum, er söng næst Serenötu Don Juan Tsjækovskíjs af karl- mennskuþrótti og hið viðkvæmara Kuin hiipuva Oskars Merikantos, „Kaldalóns þeirra Finna“ eins og Jón- as kynnti, af aðdáunarverðri mýkt. Munaði aðeins hársbreidd að pianiss- imo falsettutónar niðurlagsins næðu fullkomnun. Svipmikil textatúlkun var aðal Huldu Bjarkar Garðarsdótt- ur í Gyngevise eftir hinn norska Eyvind Alnæs og sérstaklega í blóðheitu sígaunalagi Delibes, Les Filles de Cadix. Hún sýndi einnig víða glæsilega drama- tíska hæð, þótt hefði þar sem í stöku seinna lagi sínu mátt vera aðeins bet- ur á varðbergi gagnvart tónsigi, eink- um á endatónum, sem raunar varð einnig vart hjá Garðari endrum og eins. Píanóundirleikurinn í Delibes var glæsilegur og bætti upp fyrir valskenndan handagang Serenötunn- ar skömmu áður. Ugglaust hefur hvarflað að fleirum en mér í kynningum Jónasar á ís- lenzku sönglögunum sem eftir komu, að ekki fyrr væri héðan horfinn meist- aragrallarinn Victor Borge en að vísir að staðgengli hans virtist ætla að rísa á Íslandi. Því þó að umsagnir hans, ásamt tóndæmum, legðu meiri áherzlu á músíkhliðina en skemmti- gildið, var yfir þeim óvenjuléttur blær sem ósjaldan kitlaði hláturtaugarnar á vitrænan hátt, og er varla annað hægt en að vona að þessi gúrú ís- lenzkra einsöngvara þrói þá línu áfram, miðað við hversu vel til tókst. Sesselja söng Nótt Árna Thor- steinssonar afbragsvel með hljómfyll- ingu allt niður á dýpstu nótu, og fáguð þrá var yfir meðferð Garðars á Í fjar- lægð. Hulda Björk söng tvisvar Þú ert Þórarins Guðmundssonar, og túlkun þeirra Jónasar stappaði nærri opinberun í seinna skiptið, þar sem lagt var upp frá hinni oft gleymdu staðreynd, að söngtextinn beinist að kornungu barni. Ágúst tók þvínæst Á sprengisandi Kaldalóns á harða- spretti, og öll fjögur spreyttu sig sam- eiginlega og einraddað á mesta eft- irlætinu, Draumalandi Sigfúsar Einarssonar, sem tilgáta er um, sem gaman væri að fá staðfesta eða af- sannaða, að píanóparturinn sé saminn með aðstoð danska tónskáldsins Aug- ust Enna. Eftir hlé tók stóri heim- urinn við, fyrst með perlukafaradúetti Bizets, sem Garðar og Ágúst gerðu ágæt skil þrátt fyrir að samsöngurinn hefði mátt sýna aðeins breiðara flæði. Sesselja var stórglæsileg Carmen í Sequidillunni þar sem aðeins hái loka- tónninn hefði getað verið ögn ákveðn- ari. Aríurnar þrjár úr Fást Gounods njóta sín áberandi betur í hljómsveit- arútgáfu en í píanóútdrætti, sem þyngist óþarflega af glamrandi trem- ólórithætti, og tókst þar Ágústi hlut- fallslega bezt upp í Avant de quitter, þó að hendingar væru sumar ofurlítið andstuttar. Hulda túlkaði glimrandi vel inntak skartgripaaríunnar, en smá tónhnig dró úr á móti, og Garðar vantaði tilfinnanlega kraft og fyllingu í Salut! demeure chaste et pure, þrátt fyrir afbragðsundirtektir áheyrenda. Hins vegar var ekkert að kostulegum bréfadúett Windsorkvenna Nicolais í meðförum Huldu og Sesselju, sem var afburðavel samstilltur með lífleg- um sjónleik. Kvartettinn Nun näher blöde Mädchen úr Mörtu Flotows var hins vegar sama merki brenndur og Gounod; píanóparturinn var harður og glymjandi, og þetta lengsta atriði kvöldsins náði hvergi sama flugi og Nicolai. Óvænt rúsína í pylsuendanum fólst í fimm litlum sönglögum Jónasar Ingimundarsonar, sem ekki var getið í tónleikaskrá, en sem ein söngkonan kynnti á síðasta augnabliki, nánast líkt og af tilviljun. Það var um leið hið eina vandræðalega við þennan „auka- lið“, því tónlistin sjálf gaf þegar til kom ekki teljandi tilefni til lítillætis. Þó að lögin væru sjaldan átakamikil, báru þau öll með sér víðtæka þekk- ingu höfundar á íslenzka sönglaginu, kostum þess og klissjum, enda tókst Jónasi yfirleitt að sameina íslenzk sérkenni og tímaleysi ólíkra stíl- blandna persónulegum rómi í oftast einfaldri en ávallt skilvirkri og ferskri tjáningu. Söngvararnir fluttu hver fyrir sig lögin af mestu alúð, hið síð- asta þeirra sameiginlega, og þó að ekki sé rúm að sinni til að gera þessari nærri laumulegu „prufukeyrslu“ við- hlítandi skil, virtust lögin flest hafa alla burði til að gera víðreist á hér- lendum söngpalli á næstunni. Óvæntir glaðningar Morgunblaðið/ Kristinn Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Ágúst Ólafsson og Garðar Thór Cortes ásamt Jónasi Ingimundarsyni. TÓNLIST S a l u r i n n Inn- og erlend píanó-, einsöngs- og hópsöngslög. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Garðar Thór Cortes tenór, Ágúst Ólafsson barýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Sunnudaginn 7. janúar kl. 20. VIÐ SLAGHÖRPUNA Ríkarður Ö. Pálsson Á FYRSTU tónleikunum á nýju ári í Hafnarborg voru á efnisskránni kvintettar fyrir gítar og strengja- kvartett. Gítarkvintettar þessir hafa trúlega ekki verið fluttir fyrr á Ís- landi, svo hér bar fyrir eyru eitthvað nýtt, þótt tvö verkanna væru trúlega nærri 200 ára gömul, verkin eftir Luigi Boccherini (1743–1805) og Mauro Giuliani (1781–1829), en síð- asta verkið var frá tuttugustu öldinni, eftir Mario Castelnuovo-Tedesco (1895–1968). Gítarinn var í höndum Arnaldar Arnarsonar en strengjaleik- ararnir voru Sif Tulinius, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Margrét Theodóra Hjaltested og Ásdís Arnardóttir. Tónleikarnir hófust á Kvintett í e- moll, G,451, eftir ítalska sellósnilling- inn Boccherini en hann var eitt af af- kastamestu tónskáldum tónlistarsög- unnar en stóð mjög í skugga Haydns og Mozarts, því klassískur tónstíll hans, sem er sérlega hreinn og lag- rænn, þótti einum of líkjast tónstíl fyrrnefndra meistara. Boccherini var einn mesti sellóleikari samtíðar sinn- ar og reyndi hann fyrst fyrir sér í Par- ís. Tuttugu og sex ára sest hann að í Madríd en sextán árum síðar er hann kominn til Berlínar og starfar í tólf ár hjá Friðriki Vilhjálmi II. Prússakon- ungi. Við lát hans er hann aftur kom- inn til Madrídar og deyr þar átta ár- um síðar í mikilli fátækt og öllum gleymdur. Kvintettinn í e-moll er ein- staklega tær og falleg tónlist, er var að mörgu leyti mjög vel flutt, sérstak- lega jaðarkaflarnir, þar sem tónstutt hljóman gítarsins naut sín best í hröðu samspili við strengina. Stór kvintett, op. 65, eftir ítalska gítarsnill- inginn Mauro Giuliani, er ekki eins samstæð tónlist og hjá Boccherini og þrátt fyrir nafnið er verkið ekki sér- lega stórt í gerð, nema lokakaflinn, sem ber nafnið Polonese. Þótt lítið fari fyrir hinum pólska danshætti er kafli þessi einstaklega skemmtileg tónsmíð og var einnig mjög vel flutt- ur. Giuilani lagði stund á kontrapunkt og sellóleik en varð seinna frægur sem gítarleikari. Vegna fjölda gítar- leikara á Ítalíu fluttist hann til Vínar. Hann samdi yfir 200 verk, þrjá gít- arkonserta og kammertónverk, öll með þátttöku gítars, og einnig ein- leiksverk fyrir gítar og sönglög með gítarundirleik.1819 flúði hann heim til Ítalíu, vegna mikilla skulda. Síðasti kvintettinnin er eftir Cast- elnuovo-Tedesco, ítalskan tónsmið er settist að í Bandaríkjunum 1939. Hann tónsetti öll kvæðin í leikritum Shakespeares, en misskildi oft text- ann og lagði stundum til ráðleggingar um sviðsetningu söngvanna, sem þykja vægast sagt ópassandi fyrir Shakespeare. Tedesco er hins vegar sérstaklega minnst fyrir frábær gít- arverk. Kvintettinn, op. 143, er skemmtilega samið verk, og ritháttur þess einstaklega músíkantískur, ekki sérlega nýstárlegur en leikandi skemmtilegur. Fyrsti kaflinn var besti hluti verksins og sá þriðji sér- kennilegastur. Flutningurinn var ekki alls kostar í jafnvægi og skorti nokkuð á samtaka hrynskerpu, þótt einstaka tónhendingar væru mjög vel leiknar. Í heild voru þetta góðir tón- leikar, og töluvert nýnæmi í að heyra þessi verk, sérstaklega eftir Boccher- ini og Polonesuna eftir Giuliani. Sam- hljóman strengjanna við gítarinn var í mjög góðu jafnvægi en eins og fyrr segir nýtur gítarinn sín best í hröðu samspili við strengina eins og t.d. í lokakafla kvintettsins eftir Boccherini og Polonesunni, en þar var leikurinn einstaklega glæsilegur. Töluvert nýnæmi TÓNLIST H a f n a r b o r g Fluttir voru kvintettar fyrir gítar og strengjakvartett, eftir Boccher- ini, Giuliani og Tedesco. Sunnudag- urinn 7. janúar, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson GILDI samsýningar þeirra Guðbjargar Lindar, Guðrúnar og Kristínar felst í samræminu milli verka þeirra og sameiginlegri áætlun að bregða upp mynd af vetrinum. Hversu oft fara ekki samsýningar út um þúfur af þeirri einföldu ástæðu að engin ástæða finnst fyrir samsýning- unni önnur en hagsmunaleg? Að vísu má segja að oss skáni því smám saman virðist renna upp ljós fyrir æ fleiri listamönnum að salarkynni gera sig illa þegar þau eru full af marklausum tæt- ingi, sínum úr hverri áttinni, nema því aðeins að ætlunin með sýningunni sé að lýsa markleysu og tætingi. Og þó svo að sýningin í MAN búi ekki yfir lúðrablæstri í véfréttastíl, heldur sé á afar hógværum nótum – jafnvel full- hógværum – virðast þær stöll- urnar hafa tekið fullt tillit til þess markmiðs sem þær einsetja sér; nefnilega að draga fram kyrrð og látleysi vetrarins. Annað sem vekur athygli er augljós nálgun sýnenda við heim listiðna og handverks. Það má svo sem segja að Kristín sé sprottin úr þeim farvegi meðan Guðbjörg Lind og Guðrún hafa gefið sig út fyrir að vera óháðar þeirri hlið myndlistar. Sýningin gefur hins vegar nægilegt tilefni til að ætla að munurinn milli svo- kallaðrar frjálsrar myndlistar og handverkslistar þverri óðum. All- ar eiga þær til að mynda verk sem sett eru saman úr margfeldi eða meira eða minna stöðluðum einingum en þess háttar sam- setning – sem rekja má aftur til hinna kröftugu raðverka Evu heitinnar Hesse á sjöunda ára- tugnum – gengur á sveig við hinn einstæða hlut og ber með sér sterk einkenni listiðna. Oftar en ekki hef- ur handverkið orðið ómaklega fyrir barðinu á gagnrýni þeirra sem leggja stund á það sem þeir kalla frjálsa listtján- ingu. Þegar grannt er skoðað verður þó ekki betur séð en frjáls – réttara væri að tala um óháða list – myndlist sæki eins mikið, ef ekki meira, til listiðna en þær til hennar. Hvað má til dæmis segja um Svisslendinginn John Armleder, Þjóðverjann unga Tobias Rehberger, eða Lygiu heitna Clark, hina undur- samlegu, brasilísku listakonu sem bjó til undraveröld úr dul- arfullum fatnaði? Eru þau ekki öll undir sterkum áhrif- um listiðna og hand- verks? Ef til vill er tilraun Guðbjargar Lindar, Guðrúnar og Kristínar til marks um ákveðna sátt milli áður ósættan- legra sjónarmiða. Ef til vill tekst þetta hjá þeim vegna þess að vetrarþemað er nægilega dempað til að leyfa slíkt stefnu- mót milli handverks og óháðrar myndlistar. Alltént er þetta óvitlaus til- raun og til marks um vilja kvennanna þriggja til að þreifa fyrir sér um nýjar sýningarleiðir. Vetrarstemma Frá sýningu þriggja kvenna í Galleríi MAN við Skólavörðustíg. MYNDLIST G a l l e r í M A N , S k ó l a v ö r ð u s t í g Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 15. janúar. Opið á verslunartíma. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.