Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 33 BJARNI Gissurarson líkti góðri konu við sólina. Hið sama gerir Björn Guðni í kvæð- inu Lífs míns sól. Það er jafnframt játninga- róður þar sem skáldið kannast við að sér hafi skrikað fótur á gæfuleiðinni með þeim afleiðingum að »hjartans innsta þrá- in kól.« En öll él birt- ir upp um síðir eins og máltækið segir. Og þeim mun betur kunni skáldið að meta birtu og yl ljósgjafans þegar erfiðleikarnir voru að baki. Engu að síður eru kvæði Björns Guðna laus við trega og eftirsjá. Þau lýsa fremur atorku og eindregnum vilja til að takast á við lífið. Björn Guðni skrifar eins konar eftirmála sem prentaður er aftan á kápu. Þar skýrir hann stuttlega frá uppruna sínum; kveðst hafa al- ist upp með hagyrðingum og þá strax hafi kviknað með sér áhugi á ferskeytlunni. Hann gefur og í skyn að kvæði sín séu ekki aðeins ætluð til skemmtunar heldur líka til umhugsunar. Óþarft er að taka fram að kvæði Björns Guðna eru ort með rími og ljóðstöfum og öllum þeim kröfum sem hefðbundinn kveðskapur út- heimtir. Skáldið virðir bragregl- urnar og fylgir þeim dyggilega. Ferskeytlan, sem hann nefnir í eftirmála, setur þó lítinn svip á bókina. Björn Guðni hefur metnað til að takast á við stærri verkefni. Kvæðin eru ort undir ýmsum bragarháttum og flest löng. Yrk- isefnin eru af ýmsu tagi. Skáldið hugsar til sögunnar, lífsins og til- verunnar og hefur áhyggjur af ör- lögum móðurmálsins. Björn Guðni kveður skýrt að orði. Og tæpi- tungulaust. Þá er líka síður að vænta lipurðar og léttleika. En hvað er að vera hagmæltur? Í því felst ekki aðeins að finna orð sem rímar á móti orði. Rímorðin mega ekki vera svo langsótt að textinn líkist ekki eðlilegu mæltu máli. Ennfrem- ur þarf að huga að blæbrigðum orðanna ekki síður en grófri merkingu. Það verður helst að kveðskap Björns Guðna fundið að honum tekst misvel að leyna erfiði sínu. Rímið hefur of mikil áhrif á orðavalið. Langbest tekst honum upp í einföldum nátt- úrulýsingum, t.d. í kvæðinu Bær þar sem hann hugsar til bernskunnar í sveitinni. Þar er meðal annars þetta erindi: Þetta allt ég þekki vel þar í huga löngum dvel, ljúfir ætíð endurfundir átti ég þar margar stundir, barn að leik með legg og skel, í lautu grænni ásnum undir út við gróðursnauðan mel. Að mínum dómi hefði Björn Guðni mátt rækja ferskeytluna betur en láta stóru verkefnin bíða hentugri tíma. En honum er mikið niðri fyrir. Í kvæðinu Íslensk tunga beinir hann réttlátri reiði sinni að þeim sem níðast á móð- urmálinu. Kvæðið hefst með þess- ari ljóðlínu: »Hnignun í talmáli veldur mér ómældum ótta …« Síð- ar í kvæðinu skírskotar hann til slanguryrða sem fara vægast sagt illa í íslensku máli. Hugvekjan er sannarlega tímabær. Kvæði Björns Guðna sanna að íslensk kveðskaparhefð lifir enn með hluta þjóðarinnar. Sum kvæði hans hefðu eins getað verið ort snemma á öldinni sem leið. Fer- skeytlan, sem er aðeins einn hinna gömlu rímnahátta, á sér enn sterka lífsvon. Hvað komandi öld ber í skauti sér? Því getur hvorki Björn Guðni né nokkur annar svarað. En hann gerir sitt besta til að halda í arfleifð bundins máls. Hugsjón og hagmælska BÆKUR K v æ ð i Eftir Björn Guðna Guðjónsson. 59 bls. Prentun: Svansprent. 2000. LÍFS MÍNS SÓL Erlendur Jónsson Björn Guðni Guðjónsson BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur gert samning um útgáfu á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, við spænska bókafor- lagið Siruela sem hefur höfuð- stöðvar í Madríd. Ætlunin er að gefa bókina út í flokknum „Tres Edades“ eða „Þrjú ríki“ en það er bókaflokkur á Spáni hugsaður fyrir aldurs- hópinn 8–88 ára. Í þessum flokki hafa verið gefnir út fjölmargir kunnir höfundar og mun Þorvald- ur m.a. vera þar meðal rit- höfundanna Jo- steins Gaard- ers, Magnusar Enzensbergers og Carol Hugh- es. „Útgáfustjóri Siruela hafði á orði í samn- ingaviðræðum við Bjart að Blíðfinnur bæri sterka persónu sem hann væri sannfærður um að yrði fagnað af spænskum lesendum. Auk þess væri þetta afbragðs leið til að kynna Ísland og íslenskar bók- menntir þar í landi,“ segir í frétt frá Bjarti. Sagan af Blíðfinni mun koma fyrir augu Spánverja í þýðingu síðla næsta árs. Bókin hefur einn- ig verið seld til Rosinante í Dan- mörku og Bertelsmann í Þýska- landi en auk þess standa nú yfir samningaviðræður við grískt for- lag um útgáfu. Þorvaldur Þorsteinsson Blíðfinnur til Spánar NÚ stendur yfir málverkasýning Reynis Katrínarsonar í Heilsugarði Gauja litla, Brautarholti 8. Reynir lauk námi við Myndlistar- skóla Íslands árið 1980 og hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis sem og erlendis. Sýningin verður opin til 1. mars. Málverka- sýning í Heilsu- garðinum Kringlunni, sími 588 0079 ÚTSALAN hefst í dag kl. 10.00 ÚTSALAN hefst kl. 9.00 VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 SUÐURLANDSBRAUT 54,(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY). SÍMI 533 3109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.