Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 34
MENNTUN
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Mikið af fatnaði í
stórum númerum
Verðdæmi:
Jakkar frá kr. 4.500
Stuttir jakkar frá kr. 5.900
Síðir jakkar frá kr. 6.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 990
Kjólar stuttir og síðir
Blússur
WESPER - umboðið
Sólheimum 26, 104 Reykjavík.
S. 553 4932, fax 581 4932,
GSM 898 9336.
352 CN 6235 k.cal./7 kw. 900 sn/mín. 220V 1F.
353 CN 8775 k.cal./10 kw. 900 sn/mín. 220V 1F.
Eru mjög hljóðlátir.
453 CN 20,727 k.cal./24 kw. 1.400 sn/mín. 380V 3F.*
453 CN 16,670 k.cal./19 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.*
503 CN 30,104 k.cal./35 kw. 1400 sn/mín. 380V 3F.*/a
503 CN 24,180 k.cal./28 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.*/a
*/a Einn og sami blásarinn, en 2ja hraða.
352 CN/353 CN eru því sem næst hljóðlausir og
453 CN langt undir mörkum (53/46 dBA).
Allir WESPER-blásararnir eru með rörum úr
„Cubro Nickle“ blöndu sem er mikið sterkari en eir.
WESPER hitablásararnir
eru til í eftirtöldum stærðum:
Hvað merkir
hugtakið skáld-
ævisaga?
„Þegar verk
Þórbergs Þórð-
arsonar á borð
við Bréf til Láru,
Íslenskur aðall,
Ofvitinn o.fl.
komu út áttu
menn í mestu
vandræðum með
að skilgreina þau því hér var hvorki
um „hreinræktaðar“ skáldsögur né
„venjulegar“ sjálfsævisögur að
ræða. Ég held að hugtakið „skáld-
ævisaga“ eigi mjög vel við þessi
verk, en hugtakið er ættað frá Guð-
bergi og er því nýlegt en að sjálf-
sögðu hafa skáldævisögur verið til
áður en Guðbergur hóf að rita sína
sögu sem þegar hafa komið út tvö
bindi af. Ég er ekki frá því að Þór-
bergur eigi stærstan þátt í þróun
þessa nýja bókmenntaforms, þ.e.
skáldævisögunar, í íslenskum bók-
menntum,“ svarar Soffía Auður
Birgisdóttir sem verður með nám-
skeiðið Meistari Þórbergur hjá EHÍ
á miðvikudögum 7. febrúar til 28.
mars kl. 20:15–22:15 í átta skipti
fyrir 11.500.
Af öðrum höfundum sem hafa
ræktað þetta skemmtilega form má
nefna Málfríði Einarsdóttur frá
Munaðarnesi, að mati Soffíu Auðar.
„Þegar Þórbergur var inntur eftir
sannleiksgildi verka sinna sagði
hann að allt sem hann skrifaði væri
sannleikur, en sannleikur færður
upp í æðra veldi. Þetta „æðra veldi“
er að sjálfsögðu veldi skáld-
listarinnar. Ég ætla að ræða þetta
og ýmislegt fleira á námskeiðinu
um Meistara Þórberg,“ segir hún.
„Um viðhorf Þórbergs til skáld-
sögunnar hefur Pétur Gunnarsson
sett fram skemmtilega kenningu
sem gengur í stuttu máli út á það að
Þórbergur hafi verið í meðvituðu
eða ómeðvituðu andófi gegn veldi
Halldórs Laxness; ægivald hans í ís-
lenskri skáldsagnagerð á tutt-
ugustu öld er slíkt að aðrir höf-
undar þurftu að beita allri sinni
kænsku til að forðast að líkja eftir
honum og aðferð Þórbergs fólst
kannski í því að afneita skáldsög-
unni í sífellu í verkum sínum. Um
þetta verður einnig rætt og skoðað
hvernig Þórbergur afneitar skáld-
sögunni um leið og hann skrifar
meistaralegan skáldskap auðvitað.“
Meistari Þórbergur
Soffía Auður
Birgisdóttir
Skilgreinir þú
manneskjuna
sem trúarlega
veru?
Ég held því
ekki fram að
manneskjan sé
beinlínis trúar-
leg vera, en svo
virðist sem alls
staðar og á öllum
tímum hafi menn
og þjóðir haft einhvers konar
átrúnað. Það hefur verið trúað á
einhvern kraft utan manneskj-
unnar, kraft sem hægt væri að not-
færa sér í lífsbaráttunni, leita til í
nauðum, dýrka með bænum og
fórnum, hugleiða og hafa að fyr-
irmynd. Um hefur verið að ræða
guði, anda, fyrirbæri á himni og
jörð, eða þá huglæg fyrirbæri,“
svarar Haraldur Ólafsson mann-
fræðingur sem verður með kvöld-
námskeiðið Trú og töfrar – guðir
og goðsagnir á mánudögum frá 5.
febrúar til 26. mars, kl. 20:15–22:15
í átta skipti fyrir 11.500 kr.
„Jafnvel þeir sem ekki telja sig
trúaða hafa samt eitthvað sem þeir
trúa á, hvort sem það eru sam-
félagsöfl eða huglægur máttur hið
innra með manneskjunni. Það er
fjölbreytni átrúnaðarins sem mér
finnst heillandi,“ segir hann, „og
ekki síður hve margt er sameig-
inlegt í trúarhugmyndunum um
heim allan. Þá er mjög forvitnilegt
að íhuga hve siðaboð og hugmyndir
um tilveru mannsins í lífi og dauða
tengjast margvíslegum trúar-
hugmyndum.“
Trú og töfrar
Haraldur
Ólafsson
FRAMBOÐ fræðslu fyrir al-menning hjá Endur-menntunarstofnun Há-skóla Íslands hefur aukist
undanfarin ár. Námskeiðin eru iðu-
lega kennd á kvöldin og eru um efni
tengt menningu. Ný námskrá EHÍ
fyrir vormisseri 2001 var að kom út í
gær og má t.d. greina nokkrar nýj-
ungar í kvöldnámskeiðum fyrir al-
menning, meðal annars um hálendi
Íslands, sögu íslenskrar ljósmynd-
unar, nýjar norrænar kvikmyndir,
Þórberg Þórðarson og um söngleik
og óperu.
Í námskránni er hátt á þriðja
hundrað námskeiða í ýmsum öðrum
námsflokkum, t.d. á sviði samskipta,
hugbúnaðar, starfsþróunar, þjón-
ustu og persónulegrar hæfni. Af
öðru sem nefna má er t.d. tungu-
málakennslu, lögfræði, fjármál og
MBA-nám. Hlutfall lengra náms
hefur aukist hjá EHÍ og nemur það
nú 45–50% af starfseminni. Á
fimmta hundrað nemenda er skráð í
lengra nám samhliða starfi og á síð-
asta ári luku nær fimm hundruð
nemendur prófum til réttinda, m.a. á
sviði verðbréfamiðlunar.
Sjá www.endurmenntun.is.
EHÍ er einnig með fagnámskeið
og sérhæfða fræðslu fyrir fyrirtæki
og stofnanir. En hér verður nú gerð
grein fyrir nokkrum kvöldnámskeið-
um sem eru ætluð öllum. Sagt verð-
ur frá námskeiði um Þórberg Þórð-
arson, trú og töfrum og um
karlmennsku.
Stöðnun, ekki afturkippur
Ingólfur V. Gíslason félagsfræð-
ingur verður með kvöldnámskeiðið
„Karlar og karlmennska“ hjá End-
urmenntunarstofnun á þriðjudögum
30. jan.–20. mars kl. 20.15–22.15 eða
í átta skipti og kostar það 11.500 kr.
Hvað þarf til að jafna hlut
kynjanna og tækifæri? Er það eitt-
hvað sérstakt? Fræðsla, reglugerð-
ir...? Hvar skal leita að ráðum?
„Ég held að hvað flest atriði varð-
andi jafnan hlut og jöfn tækifæri
kynjanna snertir séum við komin
með þokkalegt lagaumhverfi. Ég
held að við séum líka með almennt
jákvætt andrúmsloft og þokkalegan
vilja til að mismuna ekki. Það er
enginn núorðið sem stendur upp og
heldur uppi vörnum fyrir það að
konur hafi minni möguleika en karl-
ar. Með þessu er þó að sjálfsögðu
ekki sagt að björninn sé unninn,“
svarar Ingólfur og segir að mikið af
mismunun í dag muni eftir því sem
vel menntuðum konum fjölgar og
fyrirtæki taka í ríkari mæli upp fjöl-
skylduvæna starfsmannastefnu
hverfa sjálfkrafa á næstu árum.
„En við skulum hafa það í huga að
það er ekki mjög langt síðan mennt-
unarbylting kvenna náði því stigi að
þær yrðu fleiri í há-
skólanámi. Einhver ár
munu óhjákvæmilega
líða þar til þess fer að
sjá stað í samfélaginu
sem heild. En það
kemur. Menn verða að
hafa í huga í allri þess-
ari umræðu að við
upplifðum í raun aldr-
ei neinn afturkipp á
síðustu áratugum 20.
aldar. Það er alveg
sama hvort horft er á
háskólanám, vinnu-
markað, stjórnmála-
þátttöku eða æðstu
stöður, alls staðar hef-
ur miðað í áttina, konum hefur fjölg-
að þarna.“
Vissulega mishratt, segir Ingólf-
ur, og að stundum hafi orðið allt að
því stöðnun, en afturkippur hefur
ekki komið, að hans mati, og hann
sér engin merki um slíkt. „Að mínu
mati er það því tvennt sem mestu
skiptir núna,“ segir hann. „Annars
vegar þolinmæðisvinna á mörgum
sviðum til að brjóta niður þær leifar
hugsunarháttar gamla feðraveldis-
ins sem enn eru fyrir hendi. Hitt er
að breyta viðhorfum til þess hvað
karlar geta og hvað karlar vilja.“
Staðreyndin er nefnilega sú,
ályktar Ingólfur, að konur hafa
breikkað samfélagslega möguleika
sína en karlar ekki. Enn er almennt
ríkjandi það viðhorf að karlar geti
ekki eða vilji ekki sinna uppeldis- og
umönnunarstörfum og þeir hafi lít-
inn áhuga á eigin börnum. „Allt er
þetta að mínu mati hreint bull og
ótrúlega lífseigt bull,“ segir Ingólf-
ur. „Því er líka viðhaldið á furðuleg-
ustu stöðum, svo sem hjá þeim sem
tala eins og allir karlar séu ofbeld-
ismenn eða séu sameiginlega sekir
um óhæfuverk.“
„Löggjafinn hefur verið að stíga
skref í þá átt að ýta undir breytingar
hér og koma til móts við óskir
karla,“ segir hann. „Þar
eru náttúrlega fremst
nýju lögin um fæðingar-
og foreldraorlof. Í mín-
um huga er enginn vafi
á því að íslenskir karlar
munu notfæra sér þann
möguleika sem þeim
býðst þar til að sinna
börnum sínum og kynn-
ast þeim. Þessi lög eru
stærsta skrefið sem
stigið hefur verið í jafn-
réttisátt áratugum sam-
an. Síðan kvað Hæsti-
réttur nýlega upp dóm
sem einnig er mjög
merkur þótt þær breyt-
ingar sem hann felur í sér muni ekki
snerta marga með beinum hætti.
Þetta var þegar rétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að það stæðist ekki
ákvæði stjórnarskrár eða Mannrétt-
indasáttmála Evrópu að neita körl-
um um að fara í barnsfaðernismál.
Þessi úrskurður er táknrænn fyrir
þá breytingu sem smátt og smátt er
að verða í íslensku þjóðfélagi til þess
að viðurkenna karla sem fullgóð for-
eldri.“
Umhyggja og hlýja karla
Þessar breytingar skipta bæði
karla og konur máli, og eru lykil-
þáttur í því að ná markmiðinu um
jafna stöðu og jafna möguleika karla
og kvenna, að mati Ingólfs. „Það hef-
ur verið bæði körlum og konum fjöt-
ur um fót að goðsögnin um að konur
einar hafi í sér umhyggjuna og
hlýjuna hefur orðið svo lífseig sem
raun ber vitni. En hún er farin að
hopa og hún mun innan fárra ára
vera jafnheimskuleg og að konur
geti ekki lært verkfræði. Til þess að
reka flóttann þætti mér líka skyn-
samlegt að gerðar yrðu ráðstafanir
til þess að ryðja hindrunum úr vegi
þeirra karla sem vilja verða kenn-
arar, leikskólakennarar eða hjúkr-
unarfræðingar.“
Endurmenntun/ Námskrá Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands kom út í gær en
þar má lesa um á þriðja hundrað námskeiða í ýmsum efnisflokkum. Gunnar Hersveinn
segir hér frá flokknum kvöldnámskeið fyrir almenning og ræðir við nokkra kennara.
Almenningur
fræðist um
menningu
Hvers vegna afneitaði Þórbergur
skáldsögunni í verkum sínum?
Er of öfgafullt að skilgreina
manneskjuna sem trúarlega veru?
Ingólfur V. Gíslason
Ólafur K. Magnússon
Erfitt var í upphafi að skilgreina verk Þórbergs. Voru þau t.d. skáldævi-
sögur? Þórbergur og viðmælandi hans í bókastofu.
Næsti umsóknarfrest-
ur hjá Ungu fólki í Evr-
ópu er 1. febrúar. Þeir
sem ætla að vinna
verkefni á tímabilinu 1.
maí til 30. september
með styrk frá UFE
geta nýtt sér umsóknarfrestinn í
febrúar. Vert er að minna á að UFE
styrkir fjölbreytt verkefni, má þar
nefna ungmennaskipti hópa, sjálf-
boðaþjónustu einstaklinga og frum-
kvæðisverkefni auk ýmiss konar
námskeiða. Sjá nánari upplýsingar á
www.ufe.is.
www.vinnumalastofnun.is
Nýju efni hefur verið bætt við og
síðan hefur fengið andlitslyftingu. Á
nýliðnu ári varð mikil fjölgun EES-
borgara sem komu til vinnu á Ís-
landi, en uppgjör fyrir árið 2000 er í
vinnslu.
Á vettvangi EES-samstarfsins í
atvinnu- og félagsmálum heldur um-
ræðan um stækkun Evrópusam-
bandsins áfram. Stækkun ESB felur
í sér stækkun EES. Nánari upplýs-
ingar er að finna í rafrænu frétta-
bréfi frá aðalstöðvunum.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál