Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ É g á sólgleraugu, ægi- lega fín. Þetta eru svona gleraugu með lituðum glerjum – bleikum – og grannri stálumgjörð sem er fer- hyrnd. Mér finnst þetta dáldið kúl sólgleraugu, þau eru líka í tísku og hafa verið frá því í sumar. Helsti kosturinn er að hægt er að vera með þau inni líka, því skyggðu glerin eru gagnsæ. Eig- inlega er ég meira með þau inni en úti, ég á nefnilega bleikan topp sem sólgleraugun passa vel við og buxur með bleikum bryddingum. Þannig er mjög smart að vera. Það er í tísku. Ég er alltaf að sjá svona gleraugu í búðum, í tímarit- um, í tónlistarmyndböndum; Madonna á svona gleraugu, Lenny Kravitz líka og stelpurnar í myndband- inu hans Robbie Willi- ams. Stundum eru glerin reyndar meira eins og appelsínugul, en það kem- ur út á eitt. Málið er að þetta eru sólarupprásarlitir, litir sem skil- greina lífið sem dans á rósum í pastellitum. Breyta veröldinni í bleikt ský. Ég þakka fyrir að hafa ekki verið uppi á tímum þar sem aðrir litir sjónglerja nutu vinsælda. Til dæmis svartur. Ég hefði aldrei meikað það. En mér er sagt að reglulega í veraldarsögunni hafi komið fram hópar sem ekkert hafi séð nema svartnættið, ekkert hafi numið nema skuggana af hlutunum. Þeir hafi sífellt mænt upp í himin, helltan fullan af myrkri. Sagt er að stundum hafi menn líka dottið í það að sjá veröldina í bláum skugga. Af broshýrum reyk, sennilega. Svo eru það þeir sem hafa ein- ungis og alla tíð séð rautt, gjarn- an í gegnum vinstra glerið. Leitað að roðanum í austri. Á stundum hefur heimurinn líka þótt litlaus og eins á öllum hæðum. Hrímfölur og grár. Þá hlýtur nú að hafa verið skárra þegar stjörnurnar birtust, allt varð skemmtilegt og diskólit- irnir tóku völdin. Fjólublátt ljós við barinn. Allir þessir litir og fleiri til gengu aftur til skiptis á öldinni sem nú er nýliðin. Sumir jafnvel á kreiki samtímis. En sem betur fer eru þessi gleraugu öll farin úr tísku og líka tímarnir þegar eng- inn gekk með gleraugu og allir hvesstu augun. Raunsæistímabil- in. Nú er, gott fólk, runnin upp öld hinna bleiku sjónglerja. Skál fyrir því. Nýr tími þar sem allt rennur saman í rósrauðan bjarma og enginn sér lengur böl eða ógnir, hvernig sem starað er. Ég gleymdi nefnilega að taka það fram áðan að ég er ekki ein um það að eiga svöl gleraugu. Margir eiga svona sólgleraugu og ég hef tekið eftir því að flestir þeirra eru jafnaldrar mínir. Yfir tvítugu, undir þrítugu. Punktur.is- kynslóðin. Þetta er voðalega hentugt þeg- ar við hittumst í partíum – þá skiljum við hvert annað svo geð- veikislega vel því við sjáum heim- inn öll í sama ljósi. Á afstöðu okk- ar er bara stigsmunur en ekki eðlis; bleikt, bleikara bleikast... Sögulegar aðstæður styðja líka þessa bleiku heimssýn. Ekkert okkar þekkir heimsstyrjöld af eigin raun og kalda stríðið er lítið annað en bernskuminning um Bréfsnef í sjónvarpinu og nokkur atómljóð í skólanum. Kreppa er hugtak sem við tengjum ekki við niðursveiflur eða örbirgð – í versta falli minnir það okkur á sundkennslu í sex ára bekk: Beygja, kreppa, út og saman. Mannskæðir faraldrar eru líka utan þess sem við nemum með sjónglerjunum, berklar minna bara á bringuplástur í átta ára bekk og spánska veikin hlýtur að hafa verið gómuð af útlendinga- eftirlitinu fyrir okkar dag. Við vit- um heldur ekkert um holdsveiki. Við höfum aldrei þurft að spara, við höfum aldrei ræktað okkar eigin kartöflur, við höfum aldrei þurft að berjast fyrir sjálf- stæði, verkfallsrétti eða mann- réttindum. Við höfum ekki einu sinni lært að flokka rusl eða minnka notkun hárlakks sem skemmir ósonlagið, við nennum ekki að hugsa um afdrif heimsins. Ár trésins leið þannig að við lék- um okkur inni í herbergi með Barbie, hún var alltaf í svo bleik- um fötum og henni vegnaði svo vel. Svo fórum við fram og horfð- um á Dolla dropa í sjónvarpinu, hann bjó á skýi undir regnboga. Á þeim arfi byggðum við okkar eig- in veröld, bleika og mjúka. Allt er gott og við sjálf auðvitað best. Það versta sem getur komið fyrir er að uppáhaldsliðið okkar í enska boltanum tapi leik eða glansstígvélin í Sautján seljist upp. Öll erum við sannfærð um að hlutabréfin okkar í framafyr- irtækjunum eigi eftir að snar- hækka á árinu, helst strax með vorinu. Við erum alltaf örugg. Og við þökkum engum fyrir þessar aðstæður sem við búum við. Aðstæður sem hafa spillt okk- ur svo rækilega að við myndum ekki kunna að draga fram líftór- una einn dag á eyðieyju. Hvað þá hálfan dag á togara. Ekki einu sinni fram að hádegi í fjósi norður í landi. Okkur þykja þetta sjálfsögð þægindi, að hafa helst ekkert verksvit, treysta bara á tæknina, að hugsa bara um okkur sjálf og hirða ekki um aðra. Þetta er nú einu sinni 21. öldin, skárra væri það nú að þurfa að fara að hugsa eitthvað æðislega djúpt. Komm- on, hvað yrði þá um hrukkuleysið í andlitinu? Nei, nei. Við sjáum engar hætt- ur, engar blikur á lofti. Fátt getur raskað ró okkar því ekkert kemst inn í sjónsvið bleiku sólgler- augnanna sem við viljum ekki sjá. Við getum eingöngu Séð og heyrt það sem okkur þykir smart að sjá og heyra. Þar ber hæst allar hinar stjörnurnar sem eiga líka bleika toppa og bleik sólgleraugu. Við viljum ekki vesen eins og pólitík, trú, sögu, gagnrýni, siðfræði... Við höfum allt sem við viljum hafa við aldamót. Ekki dagsljós sem lýsir upp eða sundurgreinir, ekki norð- urhjarasól sem varpar skuggum. Nei. Við kjósum bleikan bjarma sem er eins og sólarupprás, barmafull af fyrirheitum um frá- bæra daga. Fyrir frábært fólk. Bleik sól- gleraugu Ung og átakanlega bláeyg stúlka lýsir sólgleraugunum sínum (og sendir stuð- kveðjur til allra.is sem hún hitti í smartpartýinu á gamlárskvöld!). VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur ✝ Ólafur WalterReynir Kratsch fæddist í Reykjavík 25. apríl 1922. Hann lést á heimili sínu 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Ólafsdóttir Kratsch, f. í Reykjavík 23. desember 1902, d. 30. apríl 1992, og Walter Kratsch, f. í Dresden, Þýskalandi, 21. október 1899, d. 12. júlí 1969. Systkini Reynis eru Ester, f. 6. janúar 1924; Osvald, f. 16. maí 1925, og Mar- teinn, f. 18. júní 1931. 26. apríl 1947 kvæntist Reynir Guðrúnu Þorbjörgu Jónsdóttur, f. 20. júní 1925. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Óladóttir, f. 14. maí 1896, d. 6. nóvember 1982, og Jón Jóhannesson, f. 4. september 1889, d. 15. september 1927. Börn: 1) Ellý, f. 19. maí 1946, gift Þresti Jónssyni, f. 15. janúar 1945. Þeirra börn eru Þóra, f. 1967, gift Tómasi Ragnarssyni, f. 1965, þau eiga þrjú börn. Guðrún Svava, f. 1971, og á hún einn son. Reynir Örn, f. 1971, og á hann einn son. 2) Þorsteinn Óli, f. 13. júlí 1955, kvæntur Rósu Frið- riksdóttur, f. 18. júlí 1957, þeirra börn eru Friðrik, f. 1983, Oddný, f. 1990, og Reynir, f. 1992. 3) Jón Aðalbjörn, f. 17. apríl 1961, kvæntur Unni Óladóttur, f. 26. mars 1961, þeirra börn eru Ólöf Birna, f. 1983, og Davíð Örn, f. 1989. 17 ára gamall hóf Reynir störf hjá Kolum og salti, fyrst við út- keyrslu og síðan við stjórn kolakr- anans Hegra við Reykjavíkurhöfn á meðan hann var í notkun ásamt öðrum störfum hjá fyrirtækinu. Starfaði síðan hjá Hegra sem bif- vélavirki við viðgerðir á þunga- vinnuvélum óslitið til ársins 1989. Útför Reynis fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég varð skotinn í dóttur hans Reynis þegar ég var sextán ára en kynntist honum ekki fyrr en ég var á átjánda ári því að ég gerði mig ekki heimakominn í Skeiðarvoginum fyrr en eftir nokkra mánuði. Það var helst þegar þau Reynir og Guðrún voru ekki heima og Ellý að passa yngri bræður sína að ég þorði að koma í heimsókn. En það var mér ekki nóg því hrifningin á dótturinni óx og smám saman varð ég einn af fjöl- skyldunni. Þá kynntist ég því hversu góður og trúr maður hann var og ég skildi að Ellý var augasteinninn hans enda frumburður og ein í níu ár eða þar til Þorsteinn Óli fæddist og síðan kom Jón Aðalbjörn en hann var níu mánaða þegar ég kom til sögunnar. Árin liðu og við Ellý giftumst, og fyrsta barnabarnið leit dagsins ljós, þegar við eignuðumst Þóru og okkar búskaparbasl byrjaði. Þá reyndist tengdapabbi okkur vel og var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Sérstaklega ef eitthvað bilaði í bíld- ruslunni enda var hann viðgerðar- maður í eðli sínu. Þar var hann svo sannarlega á heimavelli. Hann þoldi ekki að hlutirnir væru í ólagi og gerði við allt það, sem mögulegt var að lag- færa. Reynir var sannur fjölskyldu- maður og heimilið, konan og börnin voru hans líf. Annan félagsskap en fjölskylduna virtist hann ekki þurfa, hann gaf henni alla sína ást og um- hyggju. Fjölskyldan stækkaði, við Ellý eignuðumst tvíburana Guðrúnu Svövu og Reyni Örn, og synirnir kvæntust og eignuðust börn, nú eru afabörnin átta talsins og langafa- börnin fimm og alltaf var faðmurinn nógu stór og hjartarýmið ótakmark- að. Kæri tengdapabbi, takk fyrir að gefa mér dóttur þína og fyrir allar góðu stundirnar í faðmi fjölskyldunn- ar. Elsku Gunna mín, Guð styrki þig í sorg þinni og missi. Þröstur Jónsson. Fyrir tæpum þremur vikum sat ég við stofuborðið heima hjá mér og skrifaði minningargrein um góðan vin sem lést langt um aldur fram. Þegar ég hafði lokið því hugsaði ég með mér að þetta hefði verið fyrsta minningargreinin sem ég skrifaði á ævinni og velti því um leið fyrir mér að hún væri sjálfsagt ekki sú síðasta. Mig grunaði þó ekki að eftir einungis þessar þrjár vikur sæti ég við sama borðið, með sama pennann að skrifa fleiri kveðjuorð. En allt er í heiminum hverfult eins og sannaðist snemma morguns á nýársdag þegar móðir mín hringdi í mig og tilkynnti mér að afi Reynir væri dáinn. Það tók mig smá- stund að átta mig á þessu því afi og amma höfðu verið hjá okkur einungis nokkrum klukkustundum áður að borða góðan mat á gamlárskvöld, skála fyrir nýju ári og skjóta upp flugeldum. Afi var fílhraustur fram á síðasta dag sem endurspeglaðist í öllu sem hann gerði, s.s. að dytta að húsinu, þrífa bílinn eða bara fá sér bíltúr með ömmu til einhvers í fjöl- skyldunni, því má segja að andlát hans hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég er þakklátur fyrir árin tuttugu og níu sem ég fékk með afa mínum, þakklátur fyrir bíltúrana með honum og ömmu, næturnar sem við systkinin áttum í Skeiðarvogin- um. Þakklátur fyrir það að afi skyldi fá sjötíu og átta góð ár hér á jörðinni sem hann deildi bróðurlega með ömmu og fjölskyldu sinni. Þó er fátt eins mikils virði fyrir okkur sem stóð- um honum næst og að hann skyldi fá að eyða síðustu dögum ævi sinnar með okkur yfir hátíðarnar, hlæjandi og brosandi með barnabörnin og barnabarnabörnin í fanginu. Ég á eftir að sakna hans afa, en ætla þó að muna þau orð að dauðinn er einnig önnur fæðing, fæðing inn í breiðan og bjartan faðm Guðs, sem nú hefur tekið á móti afa mínum. Elsku afi, þar færð þú endalaus góð ár til viðbótar. Ég veit að þú munt vaka yfir ömmu og okkur öllum sem elskuðum þig af öllu hjarta. Vertu sæll, afi minn. Reynir Örn Þrastarson. Elsku afi, þetta er hún Tóta þín, eins og þú kallaðir mig stundum, sem situr hér hálfringluð og varla búin að átta sig á því að þú er farinn frá okk- ur, það varð svo snöggt. Annars er ég aldrei kölluð Tóta, mér þykir það nafn ekkert sérstaklega flott, en þú máttir alveg kalla mig Tótu því að hvernig þú sagðir það hljómaði svo vel með þessu litla orði, „mín“, sem alltaf fylgdi á eftir, í því orði bjó öll sú umhyggja og kærleikur sem þú barst til mín og varst óspar á að sýna, hvort heldur var með hjálpsemi þinni eða faðmlagi. Þegar ég fór til útlanda urð- uð þið amma að fá reglulega fréttir, annars voruð þið ekki róleg. Það var í raun alveg sama hvað ég tók mér fyr- ir hendur, þið fylgdust vel með og báruð hag minn fyrir brjósti. Þegar ég kynntist Tómasi var hann fljótt tekinn inn í fjölskylduna og þið voruð alla tíð góðir félagar og höfðuð gaman hvor af öðrum. Börnin fæddust og þið amma voruð alveg jafnspennt og við foreldrarnir, voruð mætt eins fljótt og hægt var til að sjá þau nýfædd og þau fljót að laðast að þér og ömmu. Ég var svo lánsöm að þegar Ellý litla þurfti pössun á daginn voruð þið hætt að vinna og komuð þá og pössuðuð fyrir okkur og sú stutta ljómaði þegar þið komuð, leikfélaginn var mættur, hún dró afa sinn inn í herbergi og svo var farið að leika, ekki í nokkrar mín- útur heldur allan eftirmiðdaginn, þol- inmæðin var óþrjótandi og þennan vetur hugsa ég að þú hafir verið REYNIR KRATSCH ✝ Axel Vatnsdal,sjómaður, síðar starfsmaður Útgerð- arfélags Akureyr- inga, fæddist á Akur- eyri 18. september 1908. Hann lést á heimili sínu, Lund- eyri á Akureyri, að kvöldi nýársdags síð- astliðins. Foreldrar hans voru Páll Vatns- dal Gíslason, f. 8. apr- íl 1879 á Reyðarvatni, Rangárvallahr., Rang., d. 1. septem- ber 1946 og kona hans Fanney Jósefsdóttir Vatns- dal, f. 9. desember 1885 í Sandvík í Bárðardælahr., S-Þing., d. 23. mars 1938. Eiginkona Axels var Guðrún Dór- óthea Kristinsdóttir, f. 1. apríl 1915 á Siglufirði, d. 21. október 1976. Börn þeirra: Sigurður, f. 28. október 1939; Rafn, f. 2. júlí 1942; Páll, f. 26. janúar 1946; Oddný Björg, f. 15. október 1950; drengur, f. 10. nóv- ember 1953, d. í sama mánuði; Þröst- ur, f. 18. maí 1959. Útför Axels fer fram frá Gler- árkirkju á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns Axels Vatnsdal með nokkr- um orðum. Leiðir okkar Axels lágu saman í tæp fjörutíu ár frá því að við Sigurður sonur hans kynntumst. Axel var sjómaður fyrri hluta ævi sinnar og var lengst af á Súlunni frá Akureyri en hann var að mestu leyti hættur á sjónum og kominn í land þegar ég kom til sögunnar, en þá vann hann sem vaktmaður við tog- ara Útgerðarfélags Akureyringa og kom hann þá gjarnan í heimsókn til okkar hjónanna þegar hann var á leið á vaktina og var þá spjallað um alla heima og geima. Það var mikið áfall fyrir Axel þegar hann missti Guðrúnu konu sína eftir langvar- andi veikindi langt fyrir aldur fram árið 1976. Eftir að Axel var orðinn einn og börnin uppkomin fór hann að gera það sem hann langaði til, að ferðast til útlanda og fór hann nán- ast á hverju ári og þá oftast til Kanaríeyja. Þegar árin fóru að fær- ast yfir og hann að minnka við sig vinnuna fann hann sér alltaf eitt- hvað til að dunda við og fór þá að smíða módel af burstabæjum til að hafa í görðum og gaf þá börnum sín- um og var þá fólk sem sá þetta oft að biðja hann að smíða fyrir sig og fyrr en varði voru þeir komnir í garða víða um land. Þá hafði hann gaman af að fylgjast með íþróttum í sjónvarpinu og þá helst með ensku knattspyrnunni. Elsku Axel minn, þegar litið er yfir farinn veg kemur þetta vers upp í huga minn: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Axel minn, ég og fjölskylda mín þökkum allar samverustundirnar meðan við fengum að hafa þig hjá okkur. Björk Árnadóttir. AXEL VATNSDAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.