Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Um hádegisbil síð-
asta dags aldarinnar
lést hún amma okkar í
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur í Fossvogi eftir stutt
veikindi, en það var í fyrsta skipti í
tæp 100 ár sem sú gamla útvegaði
heilbrigðisþjónustunni í landinu eitt-
hvað að gera.
Það var einmitt dæmigert fyrir
ömmu. Hún var alltaf einhvern veg-
inn meira að hafa fyrir okkur og öðr-
um en hún lét hafa fyrir sér.
Við þekktum ömmu aðeins lítinn
hluta af ævi hennar og eitt af því
fyrsta sem við munum eftir er þegar
hún kenndi okkur mannganginn.
Hún hafði mjög gaman af öllum spil-
um og fórum við oft með henni í Gúttó
að spila félagsvist, auk þess að oft var
setið heima og lagður kapall, eða spil-
aður „Manni“ eða „Rússi“. Einnig
fóru ófáar stundir í Lesbók Moggans
en þar var fastur liður í hverri viku.
Nefnilega krossgátan.
Ómissandi var flatkökubaksturinn
á hverju hausti auk þess sem fjöl-
skyldan hittist öll á hverjum jóladegi
á Hverfisgötunni og alltaf stækkaði
hópurinn.
Það er svolítið skrítið að amma á
Hverfó skuli vera horfin því þarna
stóðu dyrnar alltaf opnar fyrir alla þá
er inn vildu. Og þannig hefur það allt-
af verið. Hún prjónaði flíkur á hálfan
Hafnarfjörð og prjónaði hún síðustu
lopapeysuna rétt fyrir jólin. Einnig
var mikill gestagangur hjá henni og
bjuggu ófáir í húsinu hennar og afa
um lengri og skemmri tíma.
Amma tók virkan þátt í uppeldi
okkar barnabarnanna og sú stað-
reynd að hún fór aldrei og sótti hrísl-
una, þótt stundum hefði verið full
ástæða til, lýsir því hversu góð hún
SIGRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Matthildur Sig-ríður Magnús-
dóttir fæddist á Gilj-
um í Mýrdal,
V-Skaftafellssýslu
14. nóvember 1901.
Hún lést 31. desemb-
er síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 5. janúar.
var við okkur og sótt-
umst við alltaf í að vera
hjá henni.
Seinna þegar við fór-
um að koma með börnin
okkar til hennar voru
þau alltaf svo góð og fal-
leg alveg sama hversu
stillt þau voru. Reyndar
átti hún einstaklega
auðvelt með öll sam-
skipti við börn því alltaf
dugði henni að horfa í
augun á þeim ef þau
voru með einhver læti.
Við söknum hennar
sárt.
Hallfríður, Páll, Emil og Ásgeir.
Ég var nítján ára þegar fyrsti son-
ur minn fæddist. Móðir hans, Guðrún
Pálsdóttir, var aðeins átján ára svo
bæði vorum við ung og óreynd. Guð-
rún bjó hjá foreldrum sínum þeim
Páli Hjörleifssyni og Sigríði Magn-
úsdóttur. Ég hafði að sjálfsögðu
kynnst þessum afbragðshjónum þótt
föst kynni okkar Guðrúnar yrðu ekki
löng. Það fór þannig að Ragnar sonur
okkar var alinn upp af Páli og Sigríði
eftir að Guðrún fór að heiman svo að
heimsóknir mínar til Ragnars voru
ávallt á heimili þeirra hjóna á Hverf-
isgötu 46 Hafnarfirði.
Páll hafði verið sjómaður lengst af
en þegar hann kom í land fór hann að
vinna við fiskvinnslu í landi. Páll var
hár og þrekinn. Hann var þögull og
hógvær maður en athugull og var
mér sagt að hann hafi verið mikill
atorkumaður til vinnu, ósérhlífinn og
hjálpsamur. Páll lést um nírætt og
man ég eftir því hvað Ragnar tók það
nærri sér sem von var.
Sigríður var vel þekkt fyrir sínar
prjónavörur sem hún vann heima og
svo vinsælar voru flíkur hennar að
hún hafði sjaldan undan. Þegar hún
hætti að vinna á vélar sínar prjónaði
hún í höndunum og var ávallt að. Síð-
asta peysan var kláruð rétt fyrir jól
fyrir Hafdísi langömmubarnið dóttur
Ragnars.
Sigríður var ótrúlega vel gerð
kona. Sérlega gaman var að tala við
hana um öll heimsins mál. Alls staðar
var hún heima og skipti engu máli
þótt árin færðust yfir hana hún var
alltaf skörp og hafði skoðanir á flestu.
Hún var hæg og ljúf en ákveðin.
Hægt er að segja að hún hafi verið
sjálfmenntaður ættfræðingur. Hún
vissi deili á flestu fólki svo að með
ólíkindum var. Mér var sagt að þegar
hún lá nú síðast á spítalanum hafi hún
verið búin að vita um allar ættir þess
hjúkrunarfólks sem annaðist hana.
Hún var snillingur í að ráða kross-
gátur og dró ekkert úr þeirri snilli
með aldrinum. Sigríður hafði mjög
ákveðnar pólitískar skoðanir. Hún
var hafnfirsk alþýðuflokkskona af
gamla skólanum og mikill baráttu-
maður fyrir bættum kjörum þeirra
sem minna máttu sín í þjóðfélaginu.
Það var mikið gaman að ræða við
hana um pólitík.
Með sanni má segja að Sigríður og
Páll hafi verið alþýðufólk í fyllstu
merkingu þess orðs. Þau voru af
gamla skólanum, nægjusöm, ósérhlíf-
in, hjálpsöm og vinnusöm. Þessir eig-
inleikar voru og eru kjölfesta þessa
þjóðfélags. Þau voru hvunndags-
hetjur sem því miður njóta sjaldan
viðurkenndingar.
Ég er þeim Sigríði og Páli innilega
þakklátur fyrir að ala upp drenginn
minn. Hann fékk að mínu mati besta
uppeldi sem hægt var að fá. Hann
fékk ómældan kærleika og um-
hyggju. Honum voru kenndar þær al-
þýðlegu dyggðir sem áður eru nefnd-
ar og býr hann að þeim enda sjálfur
ósérhlífinn, harðduglegur og hjálp-
samur með afbrigðum. Ekki var sjálf-
gefið að mér væri tekið af þeim eins
og raun bar vitni. En aldrei fékk ég
annað er ljúfmannlegt viðmót, hlýju
og skilning á þeim aðstæðum sem
urðu til, sem raunar urðu öllum til
gæfu og gleði.
Sigríður mín. Við vorum ef til vill
ekki alltaf sammála um eilífðarmálin
en núna veist þú það sem ég veit ekki
og ég trúi að þú og Páll séuð aftur
saman sem áður og er það gott. Ég
sakna þess mest núna að hafa ekki
haft meira samneyti við þig í lifanda
lífi en ég get bætt úr því þegar ég
kem heim.
Gullý, Raggi minn og Lára, Biggi
og Hafdís, Matthildur, Friðrik, Jói
litli og Lára Rós. Þið eigið öll arfleifð í
stórkostlegri konu og minningar sem
eru mikils virði og aldrei fyrnast. Guð
blessi minningu Sigríðar Magnús-
dóttur.
Guðlaugur Bergmann.
Sögufrægasti dalur
sem ég hef komið í er
Hvolsdalur. Stórfeng-
lega fagur tengir hann með Svínadal
Hvammsfjörð við Gilsfjörð þar sem
langþráð brú hefur loks fært falleg-
an Króksfjörðinn að bæjardyrum
Saurbæinga. Saurbær er hreppur
sem skartar án efa einu fegursta
fjallahéraði landsins, stórkostlegum
fjörðum, lax- og silungsám og ná-
grönnum eins og náttúruperlum
Hvammsveitar, Barðastrandarsýslu
og Breiðafjarðareyja. Út frá þessum
magnaða dal ganga fjölmargir aðrir
og er Hvítidalur þar með en þar
fæddist Sigurjón, minn góði kunn-
ingi, sem ég verð vissulega ekki einn
um að sakna. Það getur ekki farið
hjá að svo mikilfenglegt umhverfi
sem Hvolsdalur og nágrenni móti
mannsálirnar og svo mun Sigurjóni
hafa farið, enda bjó hann þar alla
sína ævi. Þessum góða dreng lá ekk-
ert á að göslast í gegnum lífið með
stressi og látum, hann naut þess ein-
faldlega á sinn hógværa og látlausa
SIGURJÓN FANN-
DAL TORFASON
✝ Sigurjón Fann-dal Torfason
fæddist í Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu
7. febrúar árið 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Staðarhóls-
kirkju í Saurbæ 2.
desember
hátt. Allt umhverfis
okkur er fólk sem böðl-
ast með offorsi gegnum
lífið og ætlar svo sann-
arlega ekki að missa af
neinu. Gönuhlaup slík
lét Sigurjón ekki raska
ró sinni og sigldi innan
skerja sæll og glaður. Í
hans augum voru auð-
æfin fólgin í fólkinu
sjálfu. Maður er manns
gaman var hans lífssýn.
Hann var maður orðs
og skilnings og naut sín
best í viðræðum og var
hæfileikum hans á því
sviði við brugðið. Sigurjón bjó yfir
góðlátlegum húmor og hafði það í sér
að glæða tilveruna glettinni lífsgleði.
Hann var ríkur af því sem svo marga
sárlega vantar, það er innri gleði.
Einn af sonum mínum var í
bernsku sumarlangt hjá Sigurjóni og
hefur síðan oft haft á orði mannkosti
hans. Minnisstæðar eru mér við-
ræðustundir okkar Sigurjóns og
hvað frásagnargáfa hans var
heillandi. Af innri ljóma þessa góða
drengs gátu margir lært. Hann fegr-
aði hinn andlega garð sem svo marg-
ir ýta til hliðar fyrir fánýta peninga-
hyggju. Sigurjón var lítillátur maður
og hafði ekki áhyggur af því hvort
aðrir væru honum ríkari. Hans innri
maður var vissulega vel gerður frá
náttúrunnar hendi og fann ég til
tómleika við fráfall hans. Það munu
margir sakna vinar í stað og veit ég
að vini mínum Eysteini í Bersatungu
er fráhvarf Sigurjóns mikið áfall.
Sigurjón var sannkallað náttúrubarn
og minnir í mörgu á Stefán frænda
sinn sem kvað:
Langt til veggja, heiðið hátt.
Hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt,
mundi ég leggjast út á vorin.
Vinátta og velvild eru mannsins
bestu eiginleikar og er góður vinur
Guðs gjöf. Sigurjón var eiginlega
allra vinur. Líka þeirra sem ekki
gerðu sér það ljóst.
Nú þegar misrétti og spilling fara
ört vaxandi, gerir maður sér betur
ljóst hve góðmenni á borð við það
sem Sigurjón var, eru mikil gersemi
fyrir samfélagið. Mér kemur í hug
fyrsta erindi í frægu þakkarljóði
Hjálmars Jónssonar frá Bólu.
Víða til þess vott ég fann,
þótt venjist oftar hinu,
að Guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.
Það verður tómlegra í Hvolsdaln-
um án Sigurjóns, en sárast Elsu og
Torfa sem ég sendi mínar bestu
kveðjur.
Albert Jensen.
!
! "#
!
"#
"$$%
!" #! !
$! "" % & ' ( )
!"#
$% ""&"
$% "" '"( "&"
!" "#
$"!
$"!%!
% &"!'
!! !" ##
$%
&
"
# $ %
&' " ( )
*
( &' )
$ %
&' " +
!
"! # $% ! #%&&!'