Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 46
UMRÆÐAN
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í áramótaþætti Egils
Helgasonar á Skjá ein-
um lét ég þau orð falla
að ég hefði áhyggjur af
því að stór hluti þjóð-
arinnar væri sinnulaus
um þjóðmál og að þeir
sömu væru ginnkeypt-
ari fyrir hömlulausum
áróðri hagsmunaaðila
og peningaafla en aðr-
ir. Ég nefndi ungt fólk
sérstaklega í þessu
sambandi. Í Morgun-
blaðinu 4. janúar birtist
,,Viðhorf“ Kristjáns G.
Arngrímssonar þar
sem hann vísar til um-
mæla minna og færir
rök fyrir þeirri skoðun sinni að til-
gangur lífsins sé leitin að hamingj-
unni og að hamingjan hafi mest lítið
með pólitíkina að gera, heldur eigi
hver og einn að rækta sinn garð.
Kristján leiðir fram helstu hugsuði
mannkynssögunnar máli sínu til
stuðnings, þá Aristóteles, Sókrates
og John Stuart Mill.
Er lýðræðið virkt?
Vissulega getur fólk verið fullkom-
lega hamingjusamt án þess að hafa
minnsta áhuga á þjóðmálum – og ég
vona að sem flestir séu það. Ég er
ekkert að gagnrýna eftirsókn fólks
eftir veraldlegum gæðum, ég vil að
menn rækti garðinn sinn og ég held
því ekki fram að áhugi á þjóðmálum
sé einhver nautn öðrum nautnum
,,æðri“.
Ég velti því hins vegar fyrir mér
hversu virkt lýðræðið í landinu getur
verið, ef stærstur hluti þjóðarinnar
er í þeirri hamingjuleit sem Kristján
lýsir, en lætur sig þjóðmálin litlu
varða. Ég hef áhyggjur af því að
þeim fari ört fjölgandi, sérstaklega
meðal ungs fólks, sem alls ekki fylgj-
ast með mikilvægum málefnum sam-
félagsins og eru þess vegna engan
veginn í stakk búnir til að taka af-
stöðu, hvorki til manna né málefna,
sem máli skipta fyrir heildina. Þetta
skapar jarðveg fyrir loddarahátt og
óhæfileg áhrif áróðurs og auglýs-
inga, sem iðulega eru kostuð og knú-
in fram af fjársterkum sérhags-
munahópum, sem vilja stýra
málefnum samfélagsins – ekki í al-
menningsþágu, heldur í þágu sinna
eigin sérhagsmuna. Í þeirri viður-
eign dugir hamingju-
leitin skammt.
Hamingja
fyrir heildina
Sinnuleysið sem ég
nefndi er eðlileg afleið-
ing firringar nútímans;
fólk glatar heildarsýn
vegna stöðugs áreitis
sem enginn kemst und-
an. Mér virtist Matthías
Johannessen ritstjóri
vera að viðra sömu
hugsun í sínu síðasta
Reykjavíkurbréfi, þar
sem hann lýsir því
hvernig samfélagið er
að sundrast í markhópa
fyrir fjölmiðla og auglýsendur. Þjóð-
málin snúast um heill og hamingju
heildarinnar – þjóðarinnar fremur en
einstaklingsins. Er hægt að tala um
að sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafi
verið ein samfelld hamingjuleit
þeirra hugsjónamanna sem fyrir
henni stóðu? Aldamótamennirnir
voru ekki einungis að leita að ham-
ingju sjálfum sér til handa heldur
höfðu þeir óbilandi metnað til að
vinna þjóð sinni gagn. Þeim var það
betur ljóst en Kristjáni að stjórnmál
eru lífið sjálft, eins og Frakkar hafa
löngum haft að orðtæki. Sinnuleysi
um hlutskipti þeirra sem troðast und-
ir í sókn hinna eftir hamingju og alls-
nægtum er hættulegt fyrir það sam-
félag sem ég vil búa í og berjast fyrir.
Viðhorf –
andsvar
Margrét K.
Sverrisdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins.
Hamingja
Aldamótamennirnir
voru ekki einungis
að leita að hamingju
sjálfum sér til handa,
segir Margrét K.
Sverrisdóttir, heldur
höfðu þeir óbilandi
metnað til að vinna þjóð
sinni gagn.
Gullsmiðir
hefst 10. janúar nk.
Kvöld- og helgarnám.
Upplýsingar og innritun í síma
897 2350 og 511 1085
virka daga kl. 13—17.
Nuddskóli Guðmundar,
Hólmaslóð 4, Reykjavík.
NUDDNÁM
HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 – TIL LEIGU
Á einum besta stað í Smáranum er til leigu glæsilegt 8.000 fm verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði í tveimur fimm hæða lyftuhúsum á hornlóð við Smáralind.
Um er að ræða Hlíðasmára 1, ca 3.700 fm, og Hlíðasmára 3, ca 4.400 fm, ásamt
tengingu milli húsa.
Grunnflötur hæða frá 450 til 1.150 fm. Mjög góð aðkoma. 260 bílastæði.
Eignin afhendist fullbúin að utan, sameign fullbúin innan sem og utan, lóð fullbúin
og malbikuð bílastæði. Frábær framtíðarstaðsetning.
Byggingaraðili Byggir ehf.
Valhöll – sími 588 4477
Eignamiðlun – sími 588 9090
Byggir ehf. – sími 848 2769
MIG langar til að
svara grein Óskar
Harrýs sem birtist í
Morgunblaðinu undir
fyrirsögninni „Í góðum
höndum“ þann 22.
september síðastliðinn.
Í greininni skrifar Ósk
um samþykkta og
ósamþykkta snyrti-
skóla og tekur sérstak-
lega fram að Fjöl-
brautaskólinn í
Breiðholti sé eini skól-
inn á landinu sem hefur
lögmæta viðurkenn-
ingu frá menntamála-
ráðuneytinu. Það mun
hafa verið rétt hjá Ósk
á þeim tímapunkti, en strax í byrjun
október bættist Snyrtiskóli Íslands í
hóp samþykktra snyrtiskóla þegar
hann fékk löggildingu menntamála-
ráðuneytisins. Þess má einnig geta
að nám við Snyrtiskóla Íslands er að
fullu námslánahæft og hefur sam-
þykki LÍN fyrir námslánum.
Ég tek heilshugar undir það með
Ósk að það er ávallt varhugavert
þegar fólk tekur að sér að með-
höndla aðra og selja vinnu sína án
þess þó að hafa menntun eða kunn-
áttu til. Slíkt kann aldrei góðri lukku
að stýra. Þó ber að hafa í huga að
vissulega getur verið fræðandi og
jafnframt spennandi fyrir áhuga-
sama að kynna sér nýjungar og not-
færa sér þannig stutt námskeið sem
undirbúning fyrir frek-
ara nám þegar viðkom-
andi hefur fengið nasa-
sjón um hvað málið
snýst. Alltaf skal þó
minnast mikilvægi
þess að fá greinargóð-
ar upplýsingar um
hvar sá sem kennir
námskeiðið hefur feng-
ið sinn lærdóm og
hversu mikla reynslu
hann hefur í faginu.
Fyrir hinn hefð-
bundna viðskiptavin,
sem pantar sér tíma á
snyrtistofu, er leikur
einn að komast að því
hvort viðkomandi með-
ferðaraðili sé með réttindi sem
snyrtifræðingur, en snyrtifræðin er
löggilt iðngrein.
Auðveldast er að spyrja viðkom-
andi meðferðaraðila hreint út og fá
að sjá sveinsbréf, meistarabréf eða
annan vitnisburð, sem alltaf ætti að
vera sýnilegur viðskiptavinum. Á
slíkum vitnisburði sést ávallt hvar
hefur verið lært, hversu lengi námið
stóð yfir og hvaða réttindi viðkom-
andi hefur öðlast.
Mér finnst rík ástæða til að vara
fólk við að fara inn á snyrtistofur þar
sem fólk úr heilbrigðisgeiranum hef-
ur gengið í störf snyrtifræðingsins.
Hjúkrunarfólk hefur sérmenntun
í að hjúkra og annast veikt og slasað
fólk en hefur afskaplega takmarkaða
þekkingu á húð og húðmeðhöndlun.
Snyrtifræðingar eru hins vegar
sérmenntaðir í meðferð húðar og
húðgreiningar þar sem að námið
stendur og fellur með því hvort
snyrtifræðinemar geti húðgreint
rétt og leiðbeint viðskiptavinum sín-
um um rétta húðumhirðu, vörunotk-
un eða fegrunaraðgerðir.
Í Snyrtiskóla Íslands er kennd
hefðbundin snyrtifræði ásamt öllum
nýjustu meðferðarúrræðum sem
unnið er með á stofum í dag. Þannig
er lögð áhersla á almenna snyrti-
fræði, andlitsböð, húðgreiningar,
húðhreinsanir, húðslípun, glycolic-
sýrumeðferðir, micromeðferðir, nú-
tíma handsnyrtingar og fótsnyrting-
ar. Að auki eru á námsskránni
litanir og plokkanir, augnháraperm-
anent og ótal aðferðir við förðun,
bæði fyrir daglegt amstur en einnig
fyrir ljósmyndatökur auk hátísku-
og mikillar förðunar, airbrush og
gervineglur. Líkamsmeðferðir eru
kenndar og þar ber helst að nefna
heildrænt nudd, slökunarmeðferðir,
leirmeðferðir, cellómeðferðir og hár-
eyðingu en skólinn leggur á það
þunga áherslu að hafa öll nýjustu
meðferðarúrræði sem eru á boðstól-
um í snyrtigeiranum. Í öllum bók-
legum greinum sem tengjast snyrti-
fræðinni, svo sem sölutækni og
sjálfsstyrkingu, heilbrigðisfræði og
líffæra- og lífeðlisfræði, erum við
með örugga og góða kennara. Mark-
mið Snyrtiskóla Íslands er að út-
skrifaðir nemendur geti strax hafið
störf úti á vinnumarkaðnum, sem
nemar í starfsþjálfun, og haft góðan
grunn að byggja á. Námið tekur tíu
mánuði og kennt er fimm daga vik-
unnar frá 09-17 og laugardaga frá
09-13.
Ég bendi á að Snyrtiskóli Íslands
er hraðferðarskóli þar sem lögð er
áhersla á að kenna heildrænt nám í
snyrtifræði á sem hentugasta máta
og á sem skemmstum tíma. Þannig
er námið byggt upp fyrir nútíma-
konur sem vilja ná sér í spennandi
og haldgóða menntun á stuttum
tíma. Í dag gera flestir sér grein fyr-
ir því að tíminn er dýrmætur og svo
hægt sé að nýta hann sem best er af-
ar vænlegt að eiga þess kost að velja
hvort viðkomandi vilji fara inn í al-
menna menntakerfið og læra snyrti-
fræði á þremur árum eða taka námið
á tíu mánuðum í skóla sem sérhæfir
sig í að útskrifa nemendur inn á at-
vinnumarkaðinn með gott sjálfs-
traust og góða menntun í farteskinu.
Fyrir áhugasama er frekari upp-
lýsingar um Snyrtiskóla Íslands að
finna á www.snyrting.is
Snyrtiskóli Íslands -
löggiltur fagskóli
Hanna Kristín
Diðriksen
Fagmenntun
Snyrtiskóli Íslands er
hraðferðarskóli, segir
Hanna Kristín
Diðriksen, þar sem
lögð er áhersla á að
kenna heildrænt nám
í snyrtifræði á sem
hentugasta máta.
Höfundur er snyrtifræðimeistari og
skólastjóri Snyrtiskóla Íslands.
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri