Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 47
Hvernig væri að framlengja golfsumarið við kjöraðstæður?
Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita,
borða góðan mat,
leika golf á 4 góðum golfvöllum.
Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 10 daga golfferð til Túnis,
þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Sagt eftir seinustu ferð:
Gestur Sæmundsson, Golfklúbbi Ólafsfjarðar: „Golfvellirnir einstaklega skemmtilegir.“
Hafliði Þórsson, Golfklúbbnum Odda: „Öll þjónusta til fyrirmyndar.“
Haukur Þórisson, Golfklúbbnum Leyni: „Loftslagið ákaflega þægilegt.“
Hörður Þórleifsson, Golfklúbbi Akureyrar: „Maturinn bæði góður og ríkulegur.“
Vilhjálmur Hjálmarsson, Golfklúbbi Reykjavíkur: „Sérlega áhugaverður menningarheimur.“
Brottför 16. febrúar. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Brottför 27. apríl. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Verð kr. 116.800 á mann í tvíbýli að viðbættum flugvallarsköttum, innifelur:
Flug, fararstjórn, akstur, gistingu á fyrsta flokks hótelum,
hálft fæði, 7 vallargjöld og skoðunarferð til Karþagó.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.
Túnis býður ekki aðeins upp á góða golfvelli.
Saga og menning, loftslag og staðsetning
landsins við Miðjarðarhafsströndina gera
Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar.
G LF
í Túnis
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
ÞVÍ miður hefur
lengi tíðkast að kenn-
arar Háskóla Íslands
skili einkunnum nem-
enda of seint. Slík
seinkun kemur illa nið-
ur á mörgum stúdent-
um. Röskva hefur á
undanförnu ári í aukn-
um mæli þrýst á kenn-
ara að skila einkunn-
um á réttum tíma og
meðal annars komið á
fót sérstakri einkunna-
skilaheimasíðu Stúd-
entaráðs sem hefur
vakið mikla athygli og
vakið reiði sumra
kennara.
Einkunnaskila-
heimasíða
Samkvæmt reglugerð skólans
hafa kennarar 4 vikur eftir haust-
próf og 3 vikur eftir vorpróf til að
fara yfir úrlausnir nemenda. Þessar
reglur hafa því miður verið þver-
brotnar og þeim engan veginn nægi-
lega vel fylgt eftir af hálfu háskóla-
yfirvalda. Stúdentar hafa hins vegar
margoft ítrekað kröfur sínar um að
þessar reglur séu virtar.
Síðastliðið vor setti Röskva fram
þá hugmynd að koma einkunnaskil-
um kennara á Netið. Í þessum til-
gangi var hönnuð sérstök undirsíða
heimasíðu Stúdentaráðs þar sem
einkunnaskilin voru birt. Síðan vakti
mikla athygli, bæði innan Háskólans
og í fjölmiðlum. Ljóst var að aukinn
þrýsingur hafði myndast á kennara
en sumir þeirra fundu þessu fram-
taki Röskvu allt til foráttu. Er það
miður enda stafa þessar aðgerðir af
biturri reynslu stúdenta af slæleg-
um einkunnaskilum. Er of mikils
krafist af kennurum að þeir fari eft-
ir reglum skólans og skili einkunn-
um á réttum tíma?
Þriðjungi skilað of seint
Þegar allar voreinkunnir lágu fyr-
ir kom í ljós að þriðjungi einkunna
var skilað of seint. Í sumum deildum
var ástandið afar
slæmt og rúmlega
helmingi einkunna skil-
að of seint. Ekki má þó
gleyma því að stór
hluti kennara stendur
sig með sóma og skilar
ávallt einkunnum á
réttum tíma. Það er
miður að þeir kennarar
sem draga lappirnar í
þessum efnum komi
óorði á þá sem standa
sig vel. Af þessum sök-
um ættu kennarar og
nemendur að leggjast
á eitt um að koma ein-
kunnaskilum innan
Háskólans í lag.
Stúdentar settir
í vanda
Sein einkunnaskil leiða til ýmissa
vandkvæða fyrir stúdenta. Lán frá
Lánasjóði íslenskra námsmanna eru
ekki greidd fyrr en einkunnir liggja
fyrir. Bið eftir einkunnum er því um
leið bið eftir lánum fyrir fjölmarga
stúdenta. Þá getur orðið töf á braut-
skráningu kandídata vegna þess að
einkunnaskil dragast á langinn.
Þetta er því mikið hagsmunamál
stúdenta og óforsvaranlegt af kenn-
urum að brjóta skýrar reglur skól-
ans með þessum hætti.
Röskva mun halda kröfum sínum
á lofti og ekki láta deigan síga fyrr
en nemendur fá einkunnir á réttum
tíma eins og reglur skólans kveða á
um.
Einkunnir á
réttum tíma
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
Höfundur situr í Stúdentaráði
Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu.
Einkunnagjöf
Röskva mun halda kröf-
um sínum á lofti, segir
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, og ekki láta
deigan síga fyrr en nem-
endur fá einkunnir á
réttum tíma.
www.mbl.is