Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 56
FRÉTTIR 56 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alhliða snyrtistofa sem býður upp á mikla möguleika. ● Snyrtifræðingar ● Förðunarfræðingar ● Naglafræðingar ● Nuddarar ● Fótaaðg.fr. ● Hársnyrting Upplýsingar í síma 899 8090. Til sölu úr þrotabúi blikksmiðju Til sölu eru blikksmíðavélar og -verkfæri ásamt nokkrum lager úr þrotabúi KK BlikkSmiðju ehf. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon hrl., skiptastjóri þrotabúsins, á skrifstofutíma í síma 561 9505. HÚSNÆÐI Í BOÐI Montpellier — Frakkland Rúmgóð 3ja herb. íbúð (80 fm) til leigu frá 1. febrúar. Upplýsingar á kvöldin í síma 552 9345. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Ólafstún 12, Flateyri, þingl. eig. Hjálmur ehf., gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Ísafjarðarbær, föstudaginn 12. janúar 2001 kl. 10.50. Ránargata 2, Flateyri, þingl. eig. Kjartan Kristjánsson og Kristján Jóhannesson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær, föstudaginn 12. janúar 2001 kl. 11.00. Verkst.bygg. Skeiði (a.e.), Ísafirði, þingl. eig. Jón og Magnús ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga, föstudaginn 12. janúar 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 8. janúar 2001. STYRKIR Endurmenntun kennara — val á námskeiðum Sókrates/Comeníus endurmenntunarnám- skeið í ESB-löndum fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi eru að finna á eftirfar- andi slóð: (http://europa.eu.int/comm/education/socrates/ comenius/cat2001-2002/en.html). landsskrifstofa Sókratesar veitir endurmennt- unarstyrki til kennara. Vinsamlegast athugið að einungis takmarkaður fjöldi umsækjanda kemst á hvert námskeið. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk. Nánari upplýsingar í síma 525 4311, rz@hi.is, www.ask.hi.is . SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa, hóptímar/ einkatímar. Námskeiðin hefjast 18. janúar. Sími 699 2676. Æfingar Regnbogakórsins hefjast 15. janúar kl. 18.00 í Bolholti 4. FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6001010919 I I.O.O.F.Rb.1  150198-  EDDA 6001010919 III  HLÍN 6001010919 VI Þriðjudagur 9. janúar kl. 20.00 Tunglskinsganga — Blysför á fullu tungli Nýju ferðaári fagnað á slóðum álfa og trölla í Heiðmörk. Mæt- ing á eigin vegum kl. 20.00 á áningarstaðinn hjá Hrauntúns- tjörn (ekið um Rauðhóla). Ekkert þátttökugjald, blys kr. 300. Kjörin fjölskylduganga. Sjá heimasíðu utivist.is (á döfinni) og textavarp RUV bls. 616. Kvöldganga á fullu tungli 9. jan. kl. 19.30. Gengið um Heiðmerkurstíga, verð 800 kr. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Myndasýning 10. jan. kl. 20:30. Guðmundur Páll Ólafsson (höfundur bókar- innar Hálendið) kynnir nátt- úru Íslands í máli og mynd- um. Aðgangseyrir 500 kr., kaffi- veitingar í hléi. Allir velkomnir. Herdísarvík 14. jan. kl. 11.00. Fararstjóri Páll Sigurðsson. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. S. á skrifstofu 568 2533. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU RAÐAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is JÓFRÍÐUR Benediktsdótttir, klæðskera- og kjólameistari, stóð fyrir þriðja námskeiðinu í Búð- ardal í þjóðbúningasaum. Þátt- takendur voru sex og saumuðu allar peysuföt nema ein sem saumaði upphlut. Tvær höfðu verið áður á námskeiði og voru að sauma fleiri búninga. Hrefna Ingibergsdóttir, Erla Karlsdóttir, Ásta Ósk Sigurð- ardóttir og Guðrún Ingvarsdóttir saumuðu á sig peysuföt. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir saumaði á dótt- ur sína, Guðrúnu Hrefnu Guð- mundsdóttur, peysuföt og Áslaug Finnsdóttir saumaði á dóttur sína, Ingibjörgu Jónasdóttur, upphlut. Þær Guðrún Hrefna og Ingibjörg ætla að fermast í bún- ingunum. Hrefna Ingibergsdóttir, Erla Karlsdóttir, Ásta Ósk Sigurðardóttir, Guð- rún Hrefna Guðmundsdóttir og Guðrún Ingvarsdóttir skarta nýju peysufötunum. Kennsla í þjóð- búninga- saum VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf hefur sent frá sér eftirfarandi: „Fundur í stjórn Verkalýðsfélags- ins Hlífar, haldinn 29. desember 2000, lýsir yfir ánægju sinni með ný- uppkveðinn dóm Hæstaréttar í mál- efnum öryrkja og væntir þess að stjórnvöld hlíti þeim dómi og tefji ekki réttmætar greiðslur til þeirra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar hafa tekjur öryrkja verið skertar umfram það sem heimilt er í lögum og beri að leiðrétta það þegar í stað. Fundurinn telur kjör öryrkja vera skammarlega léleg og ekki síst bæti það ástandið að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rýra þau ennþá meira. Verkalýðs- hreyfingin verður að hafa meiri af- skipti af málum öryrkja og bein- tengja þau betur eigin kjarabaráttu. Heildarsamtök launafólks og aðild- arfélög þeirra eiga stanslaust að knýja á stjórnvöld um lagfæringar á bágum kjörum þessa fólks, bæði með þrýstingi við gerð kjarasamninga og stöðugum áróðri þess í milli. Tak- markið á að vera að kjör öryrkja séu ekki lakari en þess fólks sem félögin semja fyrir. Sama gildir um stóran hóp aldr- aðra en mikill fjöldi þeirra hefur ein- ungis opinberan lífeyri til fram- færslu auk takmarkaðs framlags úr eigin lífeyrissjóði. Þetta fólk er tekjulega engu betur sett en öryrkj- arnir þannig að tryggja verður því einnig mannsæmandi lágmarkslaun. Því leggur fundurinn til: Að opinber elli- og örorkulífeyrir verði aldrei lægri en almennir launa- taxtar verkafólks og fylgi launaþró- un í landinu, að frítekjumark hækki verulega, að tekjutenging við laun maka öryrkja og lífeyrisþega verði afnumin, að elli- og örorkubótaþegar fái árlega desembergreiðslu og or- lofsuppbót eins og verkafólk fær samkvæmt kjarasamningi við at- vinnurekendur. Hlíf fagnar dómi Hæstaréttar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Aðföng- um: „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert athugasemdir við Aðföng þar sem fyrirtækið hefur ekki farið eftir fyrirmælum reglug. nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni. Aðföng hafa af þessu tilefni og í samráði við Heilbrigðiseftirlitið ákveðið aðgerðir og betrumbætur á merkingarkerfi sínu sem munu í senn auka gæðaeftirlit fyrirtækisins og tryggja að allar vörur á þess veg- um séu rétt og löglega merktar. Vill fyrirtækið með þessu taka höndum saman við Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur og starfsmenn þess í því átaki sem nú fer fram fyrir rétt- um vörumerkingum. Í því skyni munu Aðföng m.a. efla enn frekar fræðslu til starfsmanna á þessu sviði í samvinnu við Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur. Staðið verður fyrir námskeiðum um merkingar fyrir alla starfsmenn sem koma að innkaupum á merkingarskyldum vörum á vegum fyrirtækisins. Ráðgert er að í janúar muni allt innkaupa- og lykilfólk í verslunum fara á slíkt námskeið. Námskeið þetta verður undirbúið af matvæla- fræðingi og heilbrigðisfulltrúa sem jafnframt sinna kennslu. Þá hafa Aðföng tekið í notkun nýtt og fullkomið merkingarkerfi í vöruhúsi sínu sem tryggir að allur eigin innflutningur fyrirtækisins standist reglugerðir um merkingar auk þess sem eftirlit inni í vöruhús- inu sjálfu hefur verið stórbætt. Sjálfvirkt eftirlitskerfi við vöru- móttöku gerir Aðföngum kleift að hafna móttöku ranglega merktrar vöru. Aðföng munu framvegis neita móttöku vara frá innlendum birgj- um, inn í vöruhús sitt, sem ekki upp- fylla merkingarreglugerðir. Þessu til áréttingar munu Aðföng senda öllum sínum birgjum bréf, þar sem málavextir eru skýrðir, ítrekað mik- ilvægi góðs samstarfs við heilbrigð- isyfirvöld í þessum málum og birgj- um gefinn frestur til 1. febrúar nk. til að koma öllum sínum merkingar- málum í lag. Að þeim tíma loknum munu Aðföng hafna öllum vörum sem ekki standast merkingarreglu- gerðir.“ Aðföng hyggjast bæta gæða- eftirlitskerfi fyrirtækisins Í yfir hundrað ár hafa Fljótshlíðing- ar komið saman við Goðaland á þrettándanum, kveikt þar bálköst þar sem álfar, púkar, tröll og aðrar vættir dansa og grípa til ýmissa uppátækja. Allir sem vettlingi geta valdið mæta til brennunnar, taka þátt og skemmta sér dáindis vel. Fjölda fólks drífur að úr öllum áttum, af Reykjavíkursvæðinu og víðar, til að taka þátt og njóta þessarar góðu skemmtunar. Sem sjá má eru þátt- takendur í þrettándafagnaðinum í Fljótshlíð skrautlegir til fara og á ýmsum aldri. Morgunblaðið/Önundur Björnsson Þrettándabrenna að Goðalandi í Fljótshlíð Yfir hundrað ára hefð Fljótshlíð. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.