Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell og Goðafoss koma í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Mannamót Aflagrandi 40. Klukkan 9 leirkerasmíði, kl. 13 postulín, kl. 12.30 bað- þjónusta. Verslunarferð í Hagkaup Skeifunni á morgun miðvikdag kl. 10. Kaffi og meðlæti í boði Hagkaups. Skrán- ing í afgreiðslu í síma 562-2571. Árskógar 4. Klukkan 9 bútasaumur og handa- vinna, danskennsla hefst í dag, þriðjudaginn 9. janúar, kl. 9.30, kl. 9–12 bókband, kl. 13 opin smíðastofan og brids, kl. 10 Íslandsbanki opinn, kl. 13.30 opið hús, spilað, teflt ofl., kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Danskennsla hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 9.30. TAI CHI- leikfimin byrjar eftir jólafrí föstudaginn 12. janúar kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Klukkan 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 sund, kl. 14 dans. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Klukk- an 9 hárgreiðsla og böð- un, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Klukkan 8 böðun, kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi 9. janúar kl. 13.30. Spilað á Álftanesi 11 janúar kl. 19.30. Rútuferðir samkvæmt venju. Innritun á nám- skeið og í vinnuhópa í Kirkjulundi 12. janúar kl. 13, leirlist, glerlist, málun, keramik, tré- skurður, bútasaumur, spænska, tölvunámskeið og leikfimi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumar kl. 13.30. Línudans í fyrra- málið kl. 11. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Skák kl. 13.30. Alkort spilað kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Glæsibæ kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 11. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Hananú – göngu- hópur Félags eldri borg- ara í Kópavogi mætir í Ásgarð í Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa, laug- ardaginn 13. janúar kl. 10, hóparnir ætla að eiga samverustund. Námskeið í framsögn hefst mánudaginn 29. janúar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson, skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Af- greiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588- 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaum- ur, umsjón Kristín Hjaltadóttir, kl. 13 boccia, veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Þriðju- daginn 6. febrúar hefst glerskurður, umsjón Helga Vilmundardóttir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, 9.50 og 10.45, handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Hvassaleiti 56–58. Klukkan 9 böðun, fóta- aðgerðir, leikfimi og silkimálun, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna og hár- greiðsla. Hraunbær 105. Klukkan 9–16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl.12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist, kl. 13–17 hárgreiðsla. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Klukkan 9– 16.30 opin vinnustofa, tréskurður og fleira, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Norðurbrún 1. Klukkan 9–16 fótaaðgerðastofan opin, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 handavinnustofan opin, tréskurður. Vesturgata 7. Klukkan 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur og tréútskurður, kl. 13.30 félagsvist. Vitatorg. Klukkan 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi byrjar 11. janúar kl. 11.20 í Digraneskirkju. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudagskvöldum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Sinawik í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 20 í Sunnusal Hótel Sögu. Gestur kvöldsins er Guðrún Óladóttir reiki- meistari. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Opið hús í kvöld kl. 20.30 í Skógarhlíð 8. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir flytur erindið „Lífs- klukkan“. Allir velkomn- ir. Styrkur og Ný rödd. Þorrablót verður haldið laugardaginn 27. janúar í Kiwanishúsinu, Engja- teigi 11. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður föstudaginn 12. janúar kl. 17–19 í Skógarhlíð 8. Takmarkaður fjöldi miða, miðapantanir í síma 896-5808. Hana-nú í Kópavogi Göngu-Hrólfar bjóða göngugörpum í Kópa- vogi í morgungöngu laugardagsmorgun 13. janúar og morgunhress- ingu á eftir í Ásgarði í Glæsibæ. Rúta frá Gull- smára kl. 10 og Gjá- bakka kl. 10.10. Skrán- ing nauðsynleg fyrir hádegi 12. janúar í Gjá- bakka, s. 554-3400 og Gullsmára, s. 564-5260. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 20 bingó. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar heldur fund miðvikudaginn 10. janúar. Farið verður í heimsókn til Addis ferðaskrifstofu. Lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 20.15. Í dag er þriðjudagur 9. janúar, 9. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mark. 4, 24.) Víkverji skrifar... LEIÐIN um fjallveginn úr Norð-urárdal í Borgarfirði vestur í Dali hefur ávallt verið nefnd Bratta- brekka í daglegu tali þótt vegurinn hafi ekki legið um hina eiginlegu Bröttubrekku í sjötíu ár. Hinn varð- aði vegur lá um Bröttubrekku en þegar bílvegur var lagður í Dalina á árunum 1929 til 1932 færðist leiðin til. Nú liggur vegurinn yfir Bjarnar- dalsá og fram Miðdal vestan Brekk- umúla en ekki um Bröttubrekku, þótt nafnið héldist. Þetta er þekkt nafn sem ávallt hefur verið notað um þessa leið í daglegu tali fólks þótt vakin hafi verið á því athygli á sínum tíma, að minnsta kosti í grein Þor- steins Þorsteinssonar sýslumanns í Árbók Ferðafélagsin 1947, að vegar- stæðið hafi verið fært af fjalls- hryggnum sem ber þetta nafn. Nú hefur verið ákveðið að leggja nýjan veg yfir Bröttubrekku, að mestu leyti á sama stað og núverandi vegur, og vill Vegagerðin breyta nafninu. „Nýr vegur skal því heita Vestfjarðavegur um Dalafjall því það er réttara,“ segir í umfjöllun um veg- inn í Framkvæmdafréttum Vega- gerðarinnar. x x x ÓMAR Arason, sonur Ara Guð-mundssonar vegaverkstjóra í Borgarnesi, sem lagði veginn yfir Bröttubrekku, mótmælti þessari breytingu í lesendabréfi fyrir nokkr- um dögum og vakti athygli á því að örnefnið Dalafjall væri hvergi að finna. Benti hann á að áður hafi það gerst að leiðir hafi verið áfram kenndar við tiltekin örnefni þótt leið- irnar hafi breyst og nefndi Kambana og Bólstaðarhlíðarbrekkuna í því sambandi. Sagði hann að með rökum Vegagerðarinnar fyrir Dalafjalli, það er að segja að menn væru á leið í Dal- ina, mætti alveg eins kalla heiðina Borgarfjall, fyrir þá sem ættu leið úr Dölum í Borgarfjörð. Ómar hvatti til þess að ekki væri flanað að neinu og fjallvegurinn yrði áfram nefndur Brattabrekka, þar til nafn fyndist sem byggðist á réttum örnefnum, ef mönnum þætti það þá knýjandi að breyta nafninu. x x x ÖRNEFNIÐ Dalafjall sést hvergiá þeim landakortum sem Vík- verji hefur aðgang að. Dalanafnið á fjalllendi þarna um slóðir er hins veg- ar til í fornum nafngiftum, eins og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir frá í Árbók Ferðafélagsins 1997: Í fjallhögum milli Mýra og Dala. Dalalönd nefndist í Landnámu svæðið fyrir botni Hvammsfjarðar og Dalaheiði virðist höfundur Laxdælu nefna fjallgarð þann sem lykur um Dalalönd að sunnan og austan. Hann lætur þess þó getið að suður í Borg- arfirði hafi leiðin norður um Bröttu- brekku einnig verið nefnd Dalafjall. Þá segir Árni frá því á öðrum stað í bókinni að í sóknarlýsingu frá 19. öld sjáist þeir dölóttu fjallaklasar sem liggjan vestan Baulu nefndir Dala- fjöll. Eina örnefnið sem virðist vera hægt að tengja beint við umrædda leið er forna heitið Dalaheiði en það nær yfir allan fjallgarðinn sem um- lykur Dalina að hálfu en sjálfsagt þykir ekki ráðlagt að kenna leiðina yfir Bröttubrekku við það. x x x VEGAGERÐARMENN segja aðDalamenn séu almennt jákvæð- ir fyrir því að hætta að nota heitið Bröttubrekku um leiðina því það nafn geti virkað fráhrindandi fyrir ferðafólk. Þá hafi Dalamenn ekki gert athugasemdir við notkun heit- isins Dalafjalls um þessa leið. Víkverji dagsins tekur heils hugar undir skoðanir Ómars Arasonar og leggur til að fallið verði frá því að taka upp þetta Dalafjallsheiti sem veigalítil rök virðast fyrir. Ekki kem- ur til greina að búa til ný örnefni af þeim hvötum sem hér virðast vera að baki. Leiðin liggur skammt frá fjöll- unum Baulu og Bana. Mörgum finnst það asnaleg nöfn. Yrði ekki næsta skrefið að finna almennileg nöfn á fjöllin, svo þau trufluðu síður ferða- fólk? Bröttubrekkunafnið hefur dugað ágætlega og ætti að geta gert það enn um sinn, þar til eitthvert heiti finnst sem réttara getur talist. Er hér með auglýst eftir því. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 geðrík, 8 brestir, 9 starfað, 10 ætt, 11 slitna, 13 afkomenda, 15 höfuð- fats, 18 drengur, 21 kriki, 22 kroppi, 23 vafinn, 24 sljór. LÓÐRÉTT: 2 skarð milli fjalla, 3 böggul, 4 ásynja, 5 at- vinnugrein, 6 espar, 7 starf, 12 hef gagn af, 14 greinir, 15 fornafn, 16 mannsnafn, 17 vitur, 18 áfall, 19 borðhaldinu, 20 framkvæma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flagg, 4 afber, 7 Leifs, 8 úlfúð, 9 súð, 11 rödd, 13 áran, 14 Íraks, 15 fugl, 17 tólf, 20 ess, 22 riðil, 23 kot- ið, 24 kenna, 25 penna. Lóðrétt: 1 falur, 2 aðild, 3 góss, 4 alúð, 5 bifar, 6 rúðan, 10 úrans, 12 díl, 13 ást, 15 fersk, 16 gæðin, 18 óttan, 19 fiðla, 20 elja, 21 skip. SEM einlægur fylgismaður Sjálf- stæðisflokksins þau ár sem ég hef haft kosningarétt, hef ég nú áhyggjur af flokki mínum. Öryrkjar og efnalítið fólk er í augum forsætisráðherra óþurftafólk, og þykir mér nú mælir- inn fullur, þegar hann vill ekki una dómi hæstaréttar um leiðréttingu mála þeirra. Það þýðir ekki að gera Garðar Sverrisson tortryggilegan. Afgreiðsla þessa máls er lýðveldinu Íslandi til skammar. Við ættum að hugleiða hver kom út sem mesta eyðslukló landsins á síðast liðnu ári. Á hvaða leið eru Sjálfstæð- ismenn? Erla. Forsetinn á að blessa land og þjóð ÉG var að hlusta á forsetann, þegar að hann var að flytja nýársávarpið. Ég er óánægð með að hann biðji ekki fyrir landi og þjóð, þegar hann ávarp- ar þjóðina. Samt er hann verndari kirkjunnar. Jóhanna Jónsdóttir. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist GULLARMBAND (spöng) merkt að innanverðu, tapaðist rétt fyrir jól. Finnandi hafi vinsamlega samband í síma 551 3192. Kvenarmbandsúr í óskilum KVENARMBANDSÚR fannst í Álf- heimum laugardaginn 6. janúar sl. Upplýsingar í síma 553 9326. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hneyksluð Í lok mánaðarins kemur út bók um sögu körfuknattleiks á Íslandi. Enn hef- ur ekki tekist að nafngreina alla á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í ÍR- húsinu við Túngötu 21. apríl 1953. Þeir sem gætu hjálpað til vinsamlega hringi sem fyrst í Skapta í 896 3886.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.