Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HANN hafði ekki þetta dæmigerða
kvikmyndastjörnuútlit, J.T. Walsh
bjó hins vegar yfir gnótt leikhæfi-
leika sem voru loks farnir að njóta
sín þegar þessi virti og eftirsótti
leikari féll frá fyrir tæpum tveimur
árum. Í blóma lífsins, aðeins 54 ára.
James Patrick Walsh fæddist í San
Fransisco 1943, en ólst upp í New-
port á Rhode Island, þar sem hann
lauk háskólaprófi frá Rhode Island
University. Þar var hann m.a. for-
maður nefndar sem barðist á móti
íhlutun Bandaríkjanna í Víetnam og
var virkur í leikhúslífinu.
Því næst var stefnan tekin á Evr-
ópu, þar sem hann stundaði m.a.
nám við skóla Jesúíta á Írlandi.
Lagði þó ekki trúarleg störf fyrir
sig og hélt aftur vestur um haf.
Vann fyrir sér sem sölumaður al-
fræðiorðabóka, félagsráðgjafi,
blaðamaður og menntaskólakenn-
ari, áður en hann sneri sér að leik-
listinni, þrítugur að aldri. Walsh var
uppgötvaður fyrir tilviljun af leik-
stjóra sem starfaði við leikhús utan
Broadway, í New York. Þar fór
Wash með hlutverk í nokkrum
stykkjum, áður en hann þreytti
frumraun sína á Broadway í Rík-
harði III., árið 1982, þar sem Al Pac-
ino vann mikinn sigur í titilhlutverk-
inu. Því næst fékk Walsh hlutverk í
Rose, með Glendu Jackson í aðal-
hlutverkið, og í Hamlet Nicols Willi-
amson.
Þá var komið að því að Walsh slær
í gegn, sem átti sér stað í verki Dav-
ids Mamet, Glengary Glen Ross.
Walsh lék einn hinna gjörspilltu
fasteignasölumanna með slíkum til-
þrifum að hann vann Drama Desk
verðlaunin árið 1984, fyrir árang-
urinn. Slíkar vegtyllur bjóða gjarn-
an upp á farseðil til Hollywood, og
sú varð raunin með Walsh. Hann var
því tekinn að reskjast er fyrsta hlut-
verkið bauðst á kvikmyndatjaldinu.
Það var í Power (’86), gerðri af
Sidney Lumet. Ekki skorti mann-
valið; Richard Gere, Julie Christie,
Gene Hackman, E.G. Marshall, og á
meðal ungra og lítt þekktra nýliða,
neðarlega á leikaralistanum gat að
líta tvö nöfn sem áttu eftir að verða
kunnugleg: Denzel Washington og
J.T. Walsh.
Sjálfsagt minnast margir Walsh
hvað fyrst í Good Morning, Vietnam,
fyrir aðeins 14 árum, í hlutverki öf-
undsjúks liðþjálfa. Walsh var í útliti
dæmigerður „WASP“, eða hvítur,
engilsaxneskur mótmæland. Það
var einnig skynsamlegur og e.k.
storkandi blær yfir manninum, sem
leiddi til þess að fyrstu árin var
Walsh nánast njörvaður niður í hlut-
verk „vondu kallanna“. Hafði sam-
stundis mikið að gera, lék í einum 65
kvikmynda- og sjónvarpsmynda-
hlutverkum á sínum örstutta, 16 ára
ferli. Þau voru 8 árið 1990; 6 myndir
árið 1992, 7 árið ’93, 9 ’94, 6 ’95 og 8
’96. Walsh hafði lokið við 6 myndir
sem frumsýndar voru síðasta árið
sem hann lifði. Ótrúlegt afrek sem
segir meira en nokkur orð um af-
kastagetu, dugnað og vinsældir
Walsh og það traust sem kvik-
myndargerðarmenn báru til hans.
Vitaskuld var allur þessi fjöldi af
ýmsum stærðum, gerðum og gæða-
flokki sem áttu það sameiginlegt
flestar, að illyrmið var í færum
höndum Walsh. Það verður því stikl-
að á stóru ufir ferilinn. Walsh er
með tæpast merkjanlegt hlutverk í
Hönnu og systrum hennar, né House
of Games (’86). Heldur vænkaðist
hagur hans í Tin Men (87). Maður
tók hins vegar eftir leikaranum í
Tequila Sunrise (’88), þar sem Mel
Gibson, stjarna myndarinnar, stal
vitaskuld senunni. The Grifters
kemur 1990 og hér fær Walsh lítið
en gott hlutverk mislukkaðs mann-
ræningja. Aftur fékk hann kjarn-
mikið smáhlutverk í stórmyndinni A
Few Good Men (’92), og gerði því
viðhlítandi skil. Svipaða sögu að
segja um Hoffa (’92). Ári síðar var
hann fjallbrattur í Red Rock West,
„film noir“ mynd Johns Dahl og Sig-
urjóns Sighvatssonar og stal í raun
senunni frá aðalleikurunum, Nicolas
Cage og Dennis Hopper. Walsh var
gustmikill John Ehrlichman í Nixon
(’95), og gerði góða hluti í Executive
Decision, ári síðar. Það var ekki síst
honum að þakka hversu Breakdown
(’97), lukkaðist svo eftirminnilega.
Þá átti Walsh góðan sprett í The
Negotiator (’98) og sama ár kom að
Pleasantville, síðustu umtalsverðu
mynd hans. Undarleg og áhugaverð
mynd um systkini sem allt í einu
verða persónur í svart/hvítum sjón-
varpsþáttum frá því á sjötta ára-
tugnum. Þættirnir fá smám saman
lit eftir því sem persónur hans spill-
ast. Virkar vel sem gamanmynd sem
breytist í þjóðfélagsádeilu. Síðasta
mynd stórleikarans J.T. Walsh sem
er firnagóður að venju.
Walsh vann aldrei til Óskars-
verðlauna. Hins vegar tileinkaði
stórleikarinn Jack Nicholson hinum
nýlátna stéttarbróður sínum og vini,
verðlaunin sem hann hlaut fyrir As
Good As It Gets (’98). Það segir sína
sögu.
J.T. Walsh var jafnan í skugga annarra leikara, hér Samuels L.
Jacksons í The Negotiator.
Í félagsskap stórlaxa við gerð myndarinnar Nixon. F.v.: Oliver Stone,
James Woods, Anthony Hopkins og Walsh.
Með Billy Bob Thornton í Sling
Blade.
J.T. WALSH
GOOD MORNING, VIETNAM (1987)
Mjög sérstæð, borin uppi af stjörnu-
leik Williams sem fer á kostum í
löngum einræðum, sem hann spann
meira og minna sjálfur. Leikur plötu-
snúð í bandaríska flughernum, árið
1965 í Víetnam. Snúðurinn álítur að
hans skylda sé að púrra mannskapinn
upp – í óþökk yfirboðaranna. (Kirby
er dásamleg leiðindaskjóða og nöld-
urkerling. Walsh á sömu nótum sem
hæfileikalótill og lágt settur yfirmað-
ur, grænn af öfund). Verður hinsveg-
ar þjóðsagnapersóna meðal her-
mannanna á blóðvellinum. Inn í
skopið blandast raunaleg alvara
stríðsins. Hér eru kaldhæðnislegar
andstæður þessa andstyggilega
stríðs í brennideplinum.
SLING BLADE (1991) Karl (Billy Bob Thornton), er aftur á
leið út í frelsið, eftir að hafa myrt
móðir sína og elskhuga hennar aldar-
fjórðungi áður. Hefur setið af sér
hegningarvistina á geðveikrahæli.
Hrekklaus og og lítillega þroskaheft-
ur hugur hans sagði honum að þau
væru að gera eitthvað ljótt. Hann á
erfitt með að aðlagast þjóðfélaginu
sem nánast hafnar honum, utan tvær
hornrekur, ungur drengur og móðir
hans. Lítil perla, prýdd einkar vel
skrifuðu og óvenjulegu handriti
Thorntons (Óskarsverðlaun) og af-
burðaleik, helst hjá Walsh sem fer
beinlínis snilldarlega með örlítið hlut-
verk sálsjúks morðingja og vistmanns
á hælinu. Sýnir á eftirminnilegan
hátt, hvernig á að gera mikið úr litlu.
THE LAST SEDUCTION (1994)
Þau eru öll í ótrúlega góðum gír,
Linda Fiorentino, Peter Berg og
Walsh, í enn einu snilldarverki Johns
Dahl, sem heldur manna best „film
noir“ forminu á lofti. Fiorentina leik-
ur algjöran kvendjöful. Rænir illa
fenginni peningasummu frá smá-
krimmanum, bónda sínum (sem er í
góðum höndum Bills Pullmans). Flýr
síðan New York og sest að í krumma-
skuði norður undir Kanada. Fer þar
að ráðum lögfræðingsins síns
(Walsh), sem virðist hafa numið það
helst hvernig eigi að brjóta þau. Þar
velgir hún karlkyninu undir uggum,
einkum meinleysisgreyi (Peter
Berg), sem hún vefur um fingur sér.
Pullmann kemst á sporið en engin sér
við Lindu. Ruddaleg skemmtun þar
sem maður heldur frekar með glæpa-
kvendinu en mannlerunum í lífi henn-
ar. Linda er beinlínis ómótstæðilegt
kvenskass og Walsh gerir heilmikið
fyrir myndina, ekki síst húmorinn, í
litlu, veigamiklu hlutverki. Var ein-
hver að tala um að við karlar misnot-
uðum konur?
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
Nýjung - gull í gegn
100 gerðir af eyrnalokkum
3 stærðir
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg Sími 551 3010
Stofnað 1918
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!"
!!# $ "%#& !!# $ "%#&
'
( ) %$
%*%
!"+,-+..& #//"
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
0
%
#//" #//"
#//1
"
(23 45' %
67 %
888+" !# )+ 9 )%%"%:" !# )+
!
"
#$
%
;%%"% / 9<+1= +!"+,>1,?&9 ;+1#+!"+,>1@.+
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fim 11/1 UPPSELT
lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti
sun 14/1 Aukasýning
fim 18/1 Aukasýning
fös 19/1, G&H kort gilda nokkur sæti
lau 27/1 I kort gilda, nokkur sæti laus
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
fös 12/1 kl. 20
lau 20/1 kl. 20
fös 26/1 kl. 20
530 3030
SÝND VEIÐI
fös 12/1 kl. 20
lau 20/1 kl. 20
TRÚÐLEIKUR
fim 11/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 19/1 kl. 20
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
Litla svið
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Mið. 10. jan kl. 20 aðalæfing, miðav. kr. 1000
Fim 11. jan kl. 20 Hátíðarsýning í tilefni af
104 ára afmæli L.R. - UPPSELT
Fös 12. jan kl. 20 Frumsýning - UPPSELT
Þýðandi: Þorgeir Þorgeirson
Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda
Björnsdóttir
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Lýsing: Elfar Bjarnason
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr
Hilmarsson
Leikstjórn: Viðar Eggertsson
Stóra svið
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Sun 14. jan kl. 14
Sun 21. jan kl. 14
Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Lau 13. jan kl. 19
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Lau 3. feb kl. 19
fös. 12 jan. örfá sæti
lau. 13. jan. örfá sæti
fös. 19. jan. laus sæti
lau. 20. jan. laus sæti
fös. 26. jan. laus sæti
lau. 27. jan. laus sæti
fös. 02. feb. laus sæti
lau. 03. feb. laus sæti
Sýningar hefjast kl. 20.00
Það leiðist engum á þessari sýningu
sem bæði bítur og skemmtir. A.E. DV.
Í HLAÐVARPANUM
Eva
bersögull sjálfsvarnareinleikur
5. sýn. í kvöld 9. jan kl 21:00
6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00
7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00
8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00
„...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri
sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna
og taka karlana með...“ (SAB Mbl.)
Stormur og Ormur
22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00
23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00
„Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur)
„Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint
í mark...“ SH/Mbl
Háaloft
geðveikur svartur gamaneinleikur
18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00
19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00
20. sýn f0studag 19. jan kl 21:00
„Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og
vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl)
„... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)
AA,B.AA