Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 6
Flugvöllur á Lönguskerjum dýrasti kosturinn KOSTNAÐUR við gerð nýs flug- vallar á Lönguskerjum í Skerjafirði er langdýrasti kosturinn af þeim fimm sem metnir eru í greinargerð um flugvallarhugmyndir á höfuð- borgarsvæðinu, sem lögð var fram í borgarráði Reykjavíkur í gær. Nú er rætt um að greidd verði atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar 17. mars næstkomandi. Embætti borgarverkfræðings vann greinargerð um flugvallarhug- myndirnar fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið. Gerðar voru athuganir á fjórum útfærslum Reykjavíkurflug- vallar í Vatnsmýrinni og þeir bornir saman við þann kost að flytja mið- stöð innanlandsflugs til Keflavíkur- flugvallar, byggingu nýs flugvallar fyrir allt innanlandsflug í Vatns- leysustrandarhreppi, rétt sunnan Hafnarfjarðar, og byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum í Skerja- firði. 1.750 íbúðir og störf Aðeins tveir kostir voru taldir koma til greina í Vatnsmýrinni, völl- urinn samkvæmt núgildandi skipu- lagi og síðan færsla austur-vestur- brautarinnar út í Skerjafjörð, eins og sést á meðfylgjandi korti. Við báða þessa kosti sparast nokkurt land enda er gert ráð fyrir flutningi allrar flugvallarstarfseminnar á austurhluta flugvallarsvæðisins, meðal annars flugstöðvarinnar og flugskýlanna. Áætlað er að 31 hekt- ari verði til ráðstöfunar við óbreytt- an völl og 75 ha við flutning ann- arrar flugbrautarinnar út í sjó. Talið er að á 75 ha svæði megi byggja 1.750 íbúðir og aðstöðu fyrir 1.750 störf. Eins og fram kemur á meðfylgj- andi töflu þarf að leggja í minnstan kostnað við flutning innanlands- flugsins til Keflavíkur og að byggja upp Reykjavíkurflugvöll samkvæmt gildandi aðalskipulagi, eða milli 4 og 5 milljarðar kr. Dýrast yrði að byggja nýjan völl á Lönguskerjum, liðlega 13 milljarðar kr. Í greinargerðinni er einnig tekið tillit til ávinnings af því landi sem fæst undir lóðir við breytingar á Reykjavíkurflugvelli á núverandi stað eða flutningi hans annað auk þess sem metinn er til kostnaðar aukinn ferðatími til flugvallar og fleira. Þannig er ávinningurinn af brottflutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni metinn á 2,7 millj- arða kr. Að teknu tilliti til þessara liða verður uppbygging og áfram- haldandi starfræksla Reykjavíkur- flugvallar ódýrasti kosturinn, liðlega 4 milljarðar kr. Lönguskerjaflug- völlur er talinn dýrastur, tæplega 11 milljarðar kr. Hinir kostirnir þrír, það er að segja Reykjavíkurflugvöll- ur með núverandi norður-suður- braut en nýrri austur-vestur-braut úti í sjó, nýr flugvöllur sunnan Hafn- arfjarðar og flutningur miðstöðvar innanlandsflugs til Keflavíkur eru taldir kosta svipað eða í kringum 6 milljarða kr. Aðeins tveir kostir Skýrsla borgarverkfræðings var kynnt í borgarráði í gær og eftir viku verður þar kynnt skýrsla sér- fræðihóps borgarinnar sem vinnur að undirbúningi almennrar at- kvæðagreiðslu meðal borgarbúa um flugvallarmálið. Fram kom hjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra á blaðamannafundi í gær að ekki hefur verið ákveðið hvernig spurt verður í atkvæðagreiðslunni og heldur ekki hvenær atkvæða- greiðslan fer fram. Í umræðunni er að hún verði 17. mars, að undan- genginni umfangsmikilli kynningu á þeim kostum sem lagðir verða fyrir. Spurð um hugsanlega valkosti í at- kvæðagreiðslu segir borgarstjóri að í raun verði þeir ekki nema tveir, á flugvöllurinn að vera í Vatnsmýrinni eða fara. Síðan megi hugsa sér ein- hverjar útfærslur á því. Ekki sé á færi borgarinnar að leggja fyrir í at- kvæðagreiðslu möguleika á flugvöll- um í öðrum sveitarfélögum. Flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar Ingibjörg Sólrún segir að það hafi komið sér á óvart hvað möguleikinn á flugvelli sunnan Hafnarfjarðar kæmi sterkt út í samanburðinum, kostnaðurinn við þá útfærslu væri ekki mikið meiri en við uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Hún tekur þó fram að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi þennan valkost. Umræddur völlur yrði í Vatns- leysustrandarhreppi, rétt sunnan við sveitarfélagamörkin við Hafnar- fjörð. Í nýlegri skýrslu sem Airport Research Center og verkfræðistof- an Línuhönnun hafa gert fyrir Sam- vinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið er við það miðað að völlur sunnan Hafnarfjarðar yrði byggður upp í þremur áföngum, þannig að hver áfangi nýtist að fullu fyrir þann næsta. Í fyrsta áfanga yrði aðstaða fyrir snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi. Annar áfangi yrði að koma upp aðstöðu fyr- ir almennt flug, það er að segja allt flug nema áætlunarflug, og við þriðja áfanga yrði völlurinn fullgild- ur innanlandsflugvöllur. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Árni Þór Sigurðsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins, kynntu greinargerð um flugvallarhugmyndir á blaðamannafundi í gær. FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL meirihluti borgarbúa er hlynntur því að bera flug- vallarmálið undir atkvæði borgarbúa og telur líklegt að hann taki þátt í atkvæða- greiðslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ákvörðun um að efna til atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkur- flugvallar hafi mælst vel fyrir og verið jákvæð. Hún hafi vak- ið athygli á skipulagsmálum og umræðu um þau. Orðið til þess að skoðanaskipti eru nú fjör- legri um stóru línurnar í skip- lagsmálum borgarinnar. Reykjavíkurborg fékk Gallup til að kanna hug borgarbúa til atkvæðagreiðslunnar. Í úrtaki voru 887 íbúar og svöruðu 63% þeirra. Spurt var hvort rétt væri að bera flugvallarmálið undir atkvæði og voru 82% svarenda hlynnt því og 10% andvíg. Þá töldu 77% líklegt að þau myndu taka þátt í atkvæða- greiðslunni en 17% ólíklegt. Ingibjörg Sólrún segir að taka verði niðurstöðurnar sem vísbendingu, ekki sé hægt að fullyrða á grundvelli þeirra að borgarbúar muni almennt mæta á kjörstað. 82% fylgjandi atkvæðagreiðslu                                            ! "   "    "       #             $                # %   &!'( $ !'(      &      ) *+, *-, ./, 0+, ),, ) -,,  /+,  .+, *,, ! - 1,, *-, ./, 0+, ),, ) -,, "#$ /+,  * ,,, ),, $ 2 ),, ),, ++, +,, ./, 0+, *+, ) -,, *,, +, *,, !!"  * /,, ),,  "" ) 1,, +,, -/, 01, ./, 0+, *+, ) -,, *+, +, *,, $!%  * /,, ) /,, -,, #"% -,, ./, *+, ) -,, %"% ) +,,  * /,, 0 +,, 1,, #&%  (34      5  $                  6(  $ #  6  7  8                   4 7 #       7"    $        !  #$ $ Rætt um að atkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði 17. mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.