Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTIR 14 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ WEST Ham mætir Manchester Un- ited í fjórðu umferð bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins á Old Trafford í dag. Kanouté hefur þegar stigið í tvígang á svið í Leik- húsi draumanna – og minningarnar eru ekki góðar. „Annar leikur minn fyrir West Ham var á Old Trafford. Ég var borubrattur eftir að hafa skorað í fyrsta leik og ætlaði mér stóra hluti. Það var eitthvað annað. Við steinlágum – 7:1. Þetta var algjör martröð – ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég hef ekki í annan tíma beðið svo stóran ósigur. Mér fannst ég gagnslaus.“ Annað tap, 3:1, kom svo fyrir skemmstu. „Við byrjuðum afar illa í þeim leik en hefðum átt að ná jafn- tefli í lokin. Frammistaða okkar olli vonbrigðum og þegar ég minnkaði muninn í 3:1 fann ég fyrir reiði en ekki gleði. United er stórlið, hefur fljótari og sterkari leikmenn en við. Menn mega samt ekki óttast orð- sporið.“ Er dagur hefnda þá runninn upp? „Við verðum að gera betur í þess- um leik og í bikarnum getur allt gerst. Við verðum að mæta jákvæð- ir til leiks og láta þá ekki taka okk- ur í bólinu eins og síðast. Við þurf- um að þjarma að þeim.“ Leikurinn verður í beinni útsend- ingu á Sýn í dag og hefst kl. 14. Hrollvekja í leikhúsinu En það eru ekki bara franskirlandsliðsmenn, svonefndir þrí- litungar, sem láta að sér kveða í Eng- landi. Fjölmargir aðrir hafa staðið í stórræðum. Nú síð- ast Frédéric Kano- uté hjá West Ham United. Æðisgengin antilópa. Þess- um 23 ára gamla framherja fylgdi óverulegt orðspor þegar hann hóf leik með „Hömrunum“ fyrir tæpu ári en nú er hann á hvers manns vörum. Sparkunnendur halda vart vatni. Harry Redknapp knattspyrnu- stjóri West Ham er fyrstur til að skrýða Kanouté orðum. „Freddy [eins og Englendingar kalla flesta Friðrika] er miklum hæfileikum gæddur. Hann er eldfljótur og flink- ur. Hæglátur maður sem verðskuldar upphefðina.“ Kanouté fór þó hægt af stað í haust. Var ekki alveg klár á því hvar netmöskvana var að finna. Síðan hrökk hann í gang. Hefur gert níu mörk á skömmum tíma. Alls hefur hann komið tuðrunni tíu sinnum í netið í 24 leikjum. „Ég kann enga skýringu á því hvers vegna ég fór allt í einu að raða inn mörkum. Ég hef ekki breytt leikstíl mínum en finn að sjálfstraustið kraumar í mér fyrir framan markið. Liðið leikur líka vel, menn að leggja sig alla fram. Þetta gengur vel,“ segir hann. Skoraði í fyrsta leik Forveri Kanoutés í framlínu „Hamranna“, Kostaríkumaðurinn Paulo Wanchope, gerði fimmtán mörk í fyrra og margir veðja nú á að Frakkinn skáki honum. „Það leit ekki vel út með það í haust en nú yrði ég vonsvikinn ef ég næði ekki fimmtán mörkum. Annars er ég ekki í neinni keppni við Paulo. Við erum tveir ólík- ir leikmenn.“ Það finnst ekki öllum. Báðir eru þeir lunknir og leggjalangir. Meira býr þó í Frakkanum. Kanouté kom til West Ham sem lánsmaður frá Olympique Lyonaise í Frakklandi í febrúar 2000. Hann skoraði strax í fyrsta leik, gegn Wimbledon, og gaf tóninn. Sýndi góð tilþrif fram á vorið og Harry Red- knapp hikaði ekki við að gera vista- skiptin varanleg síðastliðið sumar. Dró fjögur hundruð og fimmtíu ís- lenskar milljónir upp úr veskinu. Og þykist góður. „Við fengum hann á heildsöluverði. Mörkin eru farin að flæða.“ Það hefur líka sýnt sig. Kappinn hefur snarhækkað í verði og í nóv- ember segir sagan að Chelsea, ná- grannar West Ham í Lundúnum, hafi verið reiðubúnir að greiða helmingi hærri upphæð fyrir krafta hans. Redknapp ræskti sig pent: „Nei, takk!“ Hefur tólf kónga vit, karlinn. Hinn ungi maður hefur einnig ver- ið orðaður við Liverpool og jafnvel Manchester United. Eftir honum var meira að segja haft í ensku götublaði á dögunum að hann hefði þegar tekið ákvörðun um að fara frá West Ham. Þetta segir hann út í hött. „Það fauk í mig þegar ég las greinina. Blaða- menn setja niður við svona lagað. Ég hef þúsund sinnum sagst vera ánægður á Upton Park – og það stendur. Það vita stuðningsmenn West Ham. Það er einfaldlega rangt að ég hyggist hoppa frá borði. Það er vissulega ánægjulegt til þess að vita að félög af þessari stærðargráðu vilji fá mig, mér er heiður sýndur, en ég má hins vegar ekki láta vangaveltur af þessu tagi slá mig út af laginu. Ég fer inn í sérhvern leik með sama hug- arfari; að hann sé minn fyrsti og ég verði að gera mitt besta. Þannig loða lappirnar á mér við jörðu.“ Stöðugleiki er takmarkið En gæti hann hugsað sér að leika fyrir stærra félag? „Ekki að svo stöddu. Hvers vegna ætti ég að yfirgefa West Ham fyrir Chelsea eða Liverpool, þar sem ég fengi að spila þriðja hvern leik? Ég er hæstánægður hjá West Ham. Straumarnir eru góðir. Ég geng ekki af göflunum þótt ég eigi tvo, þrjá góða leiki. Ég verð að sanna mig á heilli leiktíð. Stöðugleiki er takmark- ið.“ Svona nú. En síðar meir? „Auðvitað gæti ég vel hugsað mér að leika fyrir félög á borð við Liv- erpool og Chelsea. Það mun ég aftur á móti ekki gera fyrr en ég hef greið- an aðgang að byrjunarliðinu. Ég hef engan áhuga á því að leika bara síð- ustu tuttugu mínúturnar í leikjum. Allt hefur líka sinn tíma. Ég á margt ólært og langar að bæta mig hjá West Ham.“ Í fyrrnefndu viðtali var haft eftir Kanouté að hann gæti ekki hugsað sér að leika fyrir lið í Norður-Eng- landi, þar sem þar sé „kalt, vott og krökkt af litlum húsum“. „Blaðamað- urinn spurði hvort mér líkaði lífið í Lundúnum og ég játaði því, þar sem ég hef alla tíð búið í stórborg. Þar er margt að sjá og mér líður betur í borg en úti á landi. Ég veit ekki hvaðan þetta með litlu húsin kemur en ég lét svo sannarlega engin niðrandi orð falla um fólkið fyrir norðan. Ég er sannfærður um að það er upp til hópa vel gert. Það veldur mér vonbrigðum þegar blöðin birta bull af þessu tagi og ég mun hugsa mig um tvisvar næst þegar götublöðin biðja um við- tal.“ Og Kanouté færði hollustu sína í letur er hann skrifaði undir nýjan samning við West Ham í lok nóvem- ber sem gildir til ársins 2005. Þar með skaust hann upp að hlið Stuarts Pearce og Paolo di Canios sem tekju- hæsti leikmaður West Ham. Er ekki á horleggjunum lengur, pilturinn. Hafi hann þá verið það. Raunar fram- lengdi Kanouté gildandi samning að- eins um eitt ár en hitt er meira virði, út fór klásúla þess efnis að honum væri frjálst að fara til annars félags byði það ákveðna fjárhæð. Vænkaðist því hagur „Hamranna“. Kung Fu, rapp og hnefaleikar Kanouté fæddist 2. september 1977. Á franska móður og malískan föður. Hann hneigðist ungur til knattspyrnuiðkunar, fæddist með tuðrutær, og skar sig fljótt úr hópn- um á grasbölunum í Sainte-Foy-lès- Lyon, þar sem hann ólst upp. Fimm- tán ára hóf hann nám við ungmenna- akademíu stórliðsins Olympique Lyonnais. Þar mætti hann aga og stífum æfingum. Og ekki var metn- aðinum fyrir að fara. „Þarna tóku menn sig fullalvarlega fyrir minn smekk. Það hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að verða atvinnumaður í faginu. Ég var þarna til að skemmta mér. Njóta unglingsáranna,“ segir Kanouté og nefnir áhugamál á borð við körfuknattleik, Kung Fu, rapp og hnefaleika. Allt tók þetta sinn tíma. Það fór þó svo að OL, eins og heimamenn kalla lið sitt, bauð honum nýliðasamning. Pilturinn beit á jaxl- inn – hvattur til dáða af móður sinni, heimspekikennaranum – og nítján ára gamall var hann kominn í aðal- liðshópinn. Það var þó ekki fyrr en vinur hans, Christian Bassila – sem nú er líka kominn til West Ham – braust inn í liðið skömmu síðar að Kanouté sá ljósið – „hei, ég get orðið atvinnumaður í knattspyrnu“, upp- götvaði hann allt í einu. Ekki varð aft- ur snúið. Af öðrum félögum hans hjá OL á þessum tíma má nefna Kamer- únann Joseph-Désiré Job sem nú er á mála hjá Middlesbrough og gamla brýnið Abedi Pelé sem heillaði Kano- uté með framgöngu sinni innan vallar sem utan. „Fínn náungi,“ er einkunn hans. Árið eftir kom líka stóra tækifærið. Framherjar OL, Florian Maurice og Franck Gava, voru seldir á einu bretti og skyndilega var leið þeirra Kano- utés og Jobs greið. Þeim fór fram við hvert skref og Kanouté var valinn í landslið Frakklands skipað leik- mönnum 21 árs og yngri. „Það voru drjúg laun erfiðisins.“ En knattspyrnan er hverflynd kerling. Veturinn eftir, 1998–99, glímdi Kanouté við slæm nárameiðsl og missti af mestöllu tímabilinu. Og OL blómstraði án hans, hafnaði í sjötta sæti í frönsku deildinni. Þar með var hurðinni skellt í lás. Kemp- urnar Sonny Anderson og Tony Vair- elles voru fengnar til félagsins og framlínan var fullmönnuð. „Það var hvergi rými fyrir mig nema á vara- mannabekknum. Auðvitað átti ég að taka hatt minn og staf strax en þráað- ist við fram eftir vetri. Það voru mis- tök. Þremur mánuðum fyrir lok tíma- bilsins var mælirinn þó fullur. Þá var England eina landið sem á þeim tíma leyfði félagaskipti leikmanna.“ Halelúja, segja „Hamrarnir“. Frédéric Kanouté, enn einn Frakkinn, slær í gegn í ensku knattspyrnunni Ævintýri antilóp- unnar FRANSMENN eru fyrirferðarmiklir í ensku knattspyrnunni. Eric Cantona var kóngur krýndur, David Ginola hefur snúið á mann og annan – við mismiklar vinsældir – og Patrick Vieira á sér fáa jafn- oka. Ekki má heldur gleyma mönnum á borð við Marcel Desailly, mannlegum múr, Fabien Barthez, sköllótta skrautfuglinum, og hin- um tígulega Thierry Henry. Velgengni þessara manna þarf svo sem ekki að koma á óvart – Frakkar eiga besta landslið í heimi. Allsport Kanouté er eins og antilópan, grannvaxinn og frár á fæti. Orri Páll Ormarsson skrifar Gelgja í gættinni EINS og Frédéric Kano- uté hefur leikið í vetur þarf hann ekki að óttast um sæti sitt í liðinu. Hon- um er þó hollara að vera áfram uppi á táberginu. Bæði festi West Ham kaup á Titi Camara frá Liverpool á dögunum og svo stendur átján ára gelgja, Jermain Defoe, glottandi í gættinni. Miklar vonir eru bundnar við Defoe sem West Ham keypti fyrir hálfu öðru ári frá Charlt- on Athletic eftir nokkurt moldviðri. Hann skoraði í sínum fyrsta leik með að- alliðinu, í deildarbik- arnum gegn Walsall í september síðastliðnum. Sigurmarkið. Síðan var pilturinn lán- aður til Bournemouth í annarri deild, þar sem hann hefur gengist fyrir mikilli flugeldasýningu. Skráði sig meira að segja í metabækur í vikunni þegar hann skoraði í tí- unda leiknum í röð. Það hefur aðeins einn annar maður gert í ensku deildakeppninni frá stríðslokum, Billy Mc- Adams, Manchester City, leiktíðina 1957-58. Nú hefur Defoe sett stefnuna á met „gullskósins“ sjálfs, Dixie Deans, sem skoraði í tólf leikjum í röð fyrir Everton, 1930-31. Tony Carr, unglinga- liðsþjálfari West Ham, furðar sig ekki á þessu. „Jermain er sperrt ung- menni. Þegar flautað er til leiks hugsar hann ekki: Mun ég skora, heldur hve- nær skora ég. Þetta á eft- ir að fleyta honum langt.“ Defoe á örugglega eftir að klæðast búningi „Hamranna“ á ný áður en langt um líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.