Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur í dag og fer á morgun, Svanur kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12.30 baðþjónusta. Bankaþjónusta Bún- aðarbanka Íslands þriðjudaginn 30. janúar kl. 10.15–11. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á mið- vikudögum á vegum Rauða krossdeildar Mos. Pútttímar eru í Íþróttahúsinu að Varmá kl. 10–11 á laug- ardögum. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos., eru á Hlaðhömrum á fimmtu- dögum kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586- 8014 kl. 13–16. Tíma- pöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, er í s. 566-8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18 s. 554-1226 Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10 fóta- aðgerðastofan opin, kl. 13 spilað (brids). Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæj- arútgerðinni í fyrra- málið kl. 10–12. Tréút- skurður í Flensborg kl. 13. Félagsvist í Hraun- seli kl. 13.30. Skráning á Örkina, 5 nætur 4.–9. mars, stendur yfir. Félag eldri borgara Garðabæ. Söngraddir óskast í Samkór eldri borgara Garðabæ. Æf- ingar fara fram í Kirkju- hvoli á mánudögun kl. 17.30. Söngstjóri Kristín Pjétursdóttir. Nánari upplýsingar í síma 565- 6424 hjá Hólmfríði. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagsvist í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánu- dagur: Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Danskennsla fyrir fram- hald kl 19 og byrjendur kl. 20.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 1. febrúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Leikhópurinn Snúður og Snælda munu frumsýna 4. febrúar „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Tillaga kjör- nefndar um formann og aðra stjórnarmenn félagsins liggur frammi á skrifstofu FEB. Til- lögur félagsmanna um einstaka menn til stjórn- arkjörs skulu berast skrifstofu FEB eða kjörnefnd fyrir 9. febrú- ar nk. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10 til 16. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ koma í heimsókn eftir hádegi, umsjón Svanhildur Þorkels- dóttir, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska, kl. 17 myndlist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl.13 hárgreiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Þorrablót verður haldið föstudaginn 2. febrúar kl. 19, húsið opnað kl. 18.30. Þorrahlaðborð, kaffi og konfekt, skemmtiatriði. Ræðu- maður kvöldsins Kol- brún Halldórsdóttir al- þingismaður, taílenskur dans, Borgardætur syngja við undirleik Ey- þórs Gunnarssonar. Ólafur B. Ólafsson leik- ur á harmónikku og pí- anó og leiðir söng. Sig- valdi stjórnar dansi. Upplýsingar og skrán- ing í síma 588-9335. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Á morg- un er fótaaðgerð- arstofan opin frá kl. 9– 14, bókasafnið opið frá kl. 12–15, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrj- endur, kl. 13 kóræfing. Fimmtudaginn 1. febrú- ar verður þjónustu- miðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undirbúnings þorrablóts sem hefst kl. 17.30. Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 10.30 er helgistund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar, dóm- kirkjuprests, kór félags- starfs aldraðra syngur undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu í Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 16. febrúar kl. 19. Miða- og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000. Kvenfélag Lágafells- sóknar Aðalfundurinn verður haldinn mánu- daginn 5. febrúar í Hlé- garði, næting kl. 19.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. Hana-nú Kópavogi. Spjallkvöld verður í Gjá- bakka mánudagskvöldið 29. janúar kl. 20. Rætt verður um upphaf og sögu Hana-nú og mögu- leika á að skrásetja hana. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. Framkonur. Aðalfundur Framkvenna verður haldinn í Íþróttahúsi Fram við Safamýri mánudaginn 5. febrúar kl. 20. Venjuleg aðal- fundarstörf. Félags- fundur verður haldinn á eftir þar sem gestafyri- lesari ræðir um bein- þynningu. Kaffveit- ingar. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Í dag er sunnudagur 28. janúar, 28. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Dæm mig eftir réttlæti þínu, Drott- inn, Guð minn, og lát þá eigi hlakka yfir mér. (Sálmarnir 35, 24.) ÞESSI orð stóðu á kassa, sem ég fékk í fermingar- gjöf fyrir margt löngu. Enda sá kassi smíðaður af einu mesta prúðmenni sem ég hefi kynnst. Mér detta þessi orð stundum í hug, þegar ég hlusta á öll stór- yrðin og írafárið út af ör- yrkjamálinu. Og satt að segja finnst mér oft nóg um. Það skal tekið fram að ég er bæði öryrki og ellilíf- eyrisþegi, sem virðist reyndar eitt og hið sama, örorkubætur falla niður, þegar ellilífeyrir tekur við, hvort sem rétt er eða dálít- ið rangt. Það skal einnig tekið fram að ég tilheyri heldur ekki neinum stjórn- málaflokki, enda sjálfsagt hvor sem annar þegar kom- ið er í stólana, þó fallega sé talað fyrir kosningar. En mér hefur oft blöskrað sú mikla heimtufrekja og stór- yrði sem fallið hafa á báða bóga út af þessu máli. T.d. fannst mér óþarfa ágengni af öryrkjum og þeirra fólki að ráðast inn á Trygginga- stofnun strax 2. janúar sl. og heimta peningana sína samdægurs, annars... Dugnaður og framtak Garðars Sverrissonar skal þó ekki vanmetið og víst er að taka þurfti virkilega á þessum málum öllum. En skyldi nú ekki vera vænleg- ast í þessari stöðu og nota þetta einstæða tækifæri til að hrista ærlega upp í þess- um málum öllum og þrýsta vel á um leiðréttingu mála allra bótaþega, sem minnst hafa, en samt sýna hóg- værð og stillingu? Við erum jú öll um þennan sameig- inlega sjóð okkar, ríkissjóð. Kannski yrði það til meiri árangurs fyrir komandi tíð, en allur þessi hávaði og úlf- úð. Anna Árnadóttir. Íslandspóstur ÉG fór með lítinn pakka á pósthúsið við Grensásveg, sem átti að fara til Bíldu- dals. Ég vildi senda pakk- ann með flugi, en stúlkan í afgreiðslunni sagði að það væri ekki hægt. Ég var bú- in að afla mér upplýsinga um að það væri hægt, en hún stóð á því fastar en fót- unum að það gengi ekki. Ég fékk að tala við yfirmann hennar, sem baðst afsökun- ar og sagði að sjálfsögðu vera hægt að koma pakk- anum í flug. Ég fékk nótu fyrir pakkanum og á henni stóð, að þetta væri rúm- frekur póstur 500 g að þyngd, en í pakkanum voru tvær segulbandsspólur! Áróra. Læknasetrið á Þönglabakka GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri kvörtun vegna þess, að mjög erfitt er að ná sambandi við Læknasetrið á Þöngla- bakka. Maður hlustar endalaust á tónlist og inn á milli kemur rödd sem segir að allar línur séu uppteknar og símtölum verði svarað eftir röð. Það er gjörsam- lega vonlaust að ná sam- bandi við einhvern þarna. Er ekki hægt að bæta úr þessu? Ljótt er ef satt er BÖRN með klumbufót fá tvenna skó á ári frá Trygg- ingastofnun, en ef vel ætti að vera, þyrftu þau fimm pör af skóm. Börn vaxa hratt og mér finnst ekkert mikið þó Tryggingastofnun léti þau hafa fleiri en tvö pör á ári. Guðrún. Tapað/fundið Kassi glataðist í flutningum KASSI með snyrtidóti, skartgripum, handklæðum og alls konar baðdóti tap- aðist í flutningum í júni 1999 á milli Grensásvegar 56 og að Eimskip. Þaðan átti hann að fara til Ísa- fjarðar. Kassinn gæti hafa verið merktur Anna Lára. Ef einhver veit um afdrif kassans, vinsamlegast haf- ið samband í síma 456-3123 eða 456-4669. Hvar er leigu- bílstjórinn? KVENMANNSGLER- AUGU töpuðust í leigubíl aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar sl. Bíllinn var pantaður að Players í Bæj- arlind í Kópavogi á nafni Neergaard. Bíllinn keyrði þaðan í Hagasmára 1 og svo í Tungusel í Breiðholti. Leigubílstjórinn er vinsam- legast beðinn að hafa samb- and í síma 868-6880. Dýrahald Hann Tígri er týndur TÍGRI hvarf frá Víðihlíð 25 og er sárt saknað. Hann er bröndóttur högni með hvítar loppur og blett á nefi, rauða ól og nafnspjald. Ef einhver hefur orðið hans var eða veit hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast hafið samband við Soffiu í síma 553-2533. Hundur í óskilum SVARTUR labradorblend- ingur (tík) um 1 árs er í óskilum í Hundahótelinu Leirum. Eigandi vinsam- lega vitjið hennar strax. Upplýsingar í síma 566- 8366 og 698-4967. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hógværð hefur mikið vald Víkverji skrifar... VÍKVERJI undirbjó ferð til Ak-ureyrar á dögunum og hugðist kanna á Netinu hvað bærinn hefði upp á að bjóða. Á annars góðum vef bæjarins, Akureyri.is, var hins vegar engar upplýsingar að finna um Leik- félag Akureyrar og fleira í menning- arlífinu sem Víkverji hugðist skoða. Og þegar hann tengdist upplýsinga- vef á ensku, eyjafordur.is, var ekk- ert um að vera á menningarsviðinu í bænum þennan mánuðinn. Er ekki ráð að kippa þessu í liðinn? x x x ATHYGLISVERÐUR pistill semvakti ómælda ánægju Víkverja birtist á dögunum á heimasíðu KKDÍ, Körfuknattleiksdómara- félags Íslands. Víkverja finnst pist- illinn eiga erindi til sem flestra og leyfir sér því að birta hann hér í heild. Fyrirsögnin var Jákvæðu at- vikin vilja gleymast, og pistilinn var svohljóðandi: „Störf dómara eru með þeim hætti að þeir skera úr um hvort leikmaður hafi brotið reglurnar og ef svo er ber að refsa honum samkvæmt því. Dómarar fá því miður ekki tækifæri á að umbuna fyrir góða eða rétta frammistöðu. Í mannlegum sam- skiptum er hrós eða jákvæði fyrir frammistöðu svo miklu sterkari en refsing fyrir ranga hegðun. Þess vegna langar KKDÍ.is að segja frá tveimur nýlegum atvikum þar sem leikmenn gerðu meira en til er ætl- ast. Fyrir atvik sem þessi eru veitt prúðmennskuverðlaun úti í heimi, en þetta er okkar háttur. Í leik í vetur á Sauðárkróki áttu dómararnir erfiðan dag og leikmenn og áhorfendur margoft búnir að missa stjórn á skapi sínu. Þá gerðist atvik þar sem leikmenn Tindastóls fóru aftur fyrir miðju með knöttinn. Dómarinn dæmdi réttilega leikbrot, en áhorfendur mátu stöðuna öðru- vísi (enda þessi regla ekki sú auð- veldasta) og hreinlega slepptu sér. Þá gekk fram fyrir skjöldu Ómar Sigmarsson, bakvörður Tindastóls, og bað áhorfendur um að sýna still- ingu því dómarinn hefði haft rétt fyrir sér. Við það róaðist leikurinn mjög. Í úrslitakeppninni í KR-heimilinu í vor gerðist það að boltinn er sendur fast fram völlinn meðfram hliðarlín- unni þar sem KR-áhorfendur sátu. Boltinn fór útaf og dæmdi dómarinn andstæðingum KR boltann enda hans mat að Magni Hafsteinsson, KR-ingur, hafi snert boltann örlítið á leiðinni útaf. KR-áhorfendur risu úr sætu og bauluðu á dómarann en Magni rétti upp hendi til dómarans til merkis um að dómurinn væri rétt- ur og benti áhorfendum á að fá sér sæti. Framkoma Ómars og Magna er gott dæmi um frábæran íþrótta- anda.“ Rétt er það að framkoma þeirra tvímenninga er til fyrirmyndar og Víkverji er líka ánægður með dóm- arana að koma þessu á framfæri. x x x ÁHEIMASÍÐU KKDÍ, sem áðurer nefnd, er lítill dálkur sem heitir Orð dagsins. Þar birtist ný speki daglega, eins og nafnið gefur til kynna. Víkverji má til með að birta það sem var í dálki þessum síð- astliðinn þriðjudag: „Í upphaflegu sögunni um Öskubusku voru skórnir úr feldi. Þeir breyttust í glerskó vegna þýðingarvillu.“ K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 talar fátt, 4 sjaldgæf, 7 dáin, 8 trylltar, 9 skepna, 11 sjá eftir, 13 vaxa, 14 sárið, 15 sorg, 17 sund, 20 bókstafur, 22 meðalið, 23 baunin, 24 áma, 25 skjóða. LÓÐRÉTT: 1 valur, 2 vinnur, 3 geð, 4 í fjósi, 5 hremmir, 6 kaka, 10 rotnunarlyktin, 12 ve- sæl, 13 sendimær Friggj- ar, 15 trútt, 16 glufan, 18 sett, 19 rás, 20 skriðdýr, 21 klæðleysi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 litarhátt, 8 fljót, 9 kofan, 10 rok, 11 sunna, 13 agnar, 15 hregg, 18 strók, 21 rík, 22 lygna, 23 akkur, 24 landskunn. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 aftra, 4 hakka, 5 tófan, 6 ofns, 7 knár, 12 nóg, 14 get, 15 hæla, 16 eigra, 17 grand, 18 skark, 19 rokan, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.