Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ         MYNDASERÍA Spessa, Bensín, var opnuð á Kjarvalsstöðum í mars 1999, samhliða útgáfu Bensín-bókarinnar sem inniheldur seríuna. Nú hefur Spessi fest kaup á gömlu fiskvinnslu- húsi á Kársnesinu og gert það að vinnustofu sinni. Úr eldhúsi í frystihús „Mig langaði í eigin vinnustofu þar sem ég gæti unnið að mínu í friði. Ég hafði lengi leitað að hentugu hús- næði þegar mér var bent á þetta frystihús á Kársnesinu. Fyrst leist mér ekkert á þá hugmynd að flytja í Kópavoginn en þegar ég var kominn á staðinn upplifði ég stemmningu sem ég kunni mjög vel við, stemmn- ingu eins og er í miðbæ Grindavíkur. Eins konar Grindavík á Kársnesi. Ég er uppalinn á Ísafirði og þess vegna komst ég ekki hjá því að vinna í fiski. Mér fannst frábært að hús- næðið á Kársnesinu væri gamalt fiskvinnsluhús en annars er orðið frystihús líka svolítið skemmtilegt. Áður kallaði ég fyrirtækið mitt Eld- hússtúdíó. Nú hef ég gefið því nýtt nafn, „Frystihúsið“.“ Bensínævintýrið „Ég byrjaði að vinna að Bensíninu árið 1996. Meðan á vinnsluferlinu stóð hitti ég Eirík Þorláksson sem sýndi verkefninu áhuga og bauð mér þess vegna að sýna það á Kjarvals- stöðum vorið 1999. Í beinu framhaldi kom út bókin Bensín í samvinnu við olíufyrirtækin á Íslandi og Kjarvals- staði. Í upphafi síðasta árs fór ég svo til New York að kynna verkið. Í New York þræddi ég galleríin í algeru vonleysi, vegna þess að það eru svo margir um hituna. Eftir viku, tíu daga, þegar ég var að því kominn að gefa þetta upp á bátinn, rölti ég fyrir rælni inn í Roebling Hall-galleríið í Williamsburg, Brooklyn. Ég hitti þar fyrir annan eiganda gallerísins og hann var til í að skoða bókina mína. Þá kom í ljós að hann hafði ein- mitt verið að skoða Bensín-bókina fyrir nokkrum dögum og ásamt sam- starfsmanni sínum hafði hann verið að spá í hvernig þeir gætu náð í mig! Þeir voru að setja saman samsýn- ingu undir nafninu World-trade og buðu mér að taka þátt. Hálfu ári síð- ar opnaði ég einkasýningu á Bensín- inu í þessu sama galleríi. Sú sýning fékk mjög góðar viðtökur. Til dæmis fékk hún umfjöllun í New York Tim- es. Bensín er viðamesta verk sem ég hef gert. Því er ekki að neita að það hefur haft áhrif á frama minn sem ljósmyndara og ekki sér enn fyrir endann á því ferli. T.d. verður sýn- ingin sett upp á Lydmar Hotel í Stokkhólmi. Hótelið hefur staðið fyr- ir sýningum á ljósmyndum eftir ýmsa þekkta ljósmyndara, t.d. Nan Goldin. Svo er ég náttúrulega kom- inn inn í þetta gallerí í New York og kem til með að sýna þar aftur eftir eitt ár. Líklega munu svo forsvars- menn þess koma mér á sýningar annars staðar.“ Framlengingarsnúra, pottablóm og Jón Múli „Ef ég lít yfir farinn veg þá hef ég verið að fást mikið við portrett og gert ýmsar tilraunir með það. Ég hef bæði gert klassísk portrett og „objektíf“. Með „objektíft portrett“ á ég við að portrettið sé algjörlega snautt allri stemmningu. Ég nálgast svo t.d. bensínstöðvar mjög svipað því þegar maður myndar mann- eskju. Það sem ég kem til með að sýna í New York á næsta ári eru myndir sem ég kalla Nature Morte. Þetta eru kyrralífsmyndir af ýmsum hlutum eins og framlengingarsnúru, pottaplöntu og páskaliljum. Þetta eru allt myndir sem ég tók fyrir Blómaval í dagblaðaauglýsingar. Sumar myndirnar hef ég valið úr og ætla að nota á sýningu. Þetta eru fullkomlega objektívar myndir með hvítum bakgrunni, gjörsneyddar allri stemmningu en um leið og þær eru komnar inn í gallerí, metra sinn- um metra á stærð, eru þær orðnar að list. Hún er alltaf skemmtileg, þessi barátta um hvort eitthvað sé list eða ekki. Um þetta snýst þetta verk svo- lítið, rétt eins og með bensínstöðv- arnar. Það verða tíu myndir sem verða á sýningunni. Ég hef valið þær á tveimur árum úr mörg hundruð myndum af mörg hundruð hlutum. Af því sem ég er að fást við í augnablikinu þykir mér mest spenn- andi plötuumslag eitt sem ég er að vinna. Það er fyrir plötu með Óskari Guðjónssyni saxafónleikara hvar hann spilar tónlist eftir Jón Múla Árnason. Ég er búinn að vinna eitt sem kom út fyrir jólin þar sem Óskar spilar með hljómsveit sinni Delerað. En nú er ég að vinna að öðru um- slagi, þar sem Óskar og Eyþór Gunnarson spila lög eftir Jón Múla. Þetta eru mjög spennandi verkefni enda frábærir listamenn sem eiga í hlut.“ Frystihús á Kársnesinu Sigurþór Hallbjörnsson ljósmyndari, eða Spessi eins og hann er oftast kallaður, er mörgum kunnur hér á landi fyrir verk sín. Spessi ræddi við Ólöfu Helgu Einarsdóttur um nýleg og komandi verk- efni, „Frystihúsið“ og áframhald bensín- ævintýrisins sem teygir anga sína til New York og Stokkhólms. Ljósmynd/Ólöf/SpessiSpessi í móttökunni með mál- verk af Dolly Parton, sem Jón Magnússon vinur hans málaði. Ljósmynd/Spessi Nature morte: Páskaliljur í vasa Rætt við ljósmyndarann Spessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.