Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinunn HelgaBjörnsdóttir fæddist á Akureyri 23. september 1930. Hún lést á gjör- gæsludeild FSA 28. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Oddný Jónsdóttir, f. 18. maí 1903 í Skaga- firði, og Björn Er- lendur Einarsson, f. 17. nóvember 1900 í Skagafirði. Systkini hennar eru Stefanía Ruth, f. 13. maí 1924, búsett í Reykjanesbæ, Jó- hannes Þorsteinn, f. 29. sept- ember 1925, búsettur í Reykja- nesbæ, Einar Jón, f. 29. desember 1927, búsettur á Ak- ureyri, og Oddný Erla, f. 1. des- ember 1931, búsett á Akureyri. Steinunn Helga giftist 1. janú- ar 1950 Kristjáni Helga Bene- diktssyni málarameistara, f. 23. október 1923. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 28. október 1954, lést í apríl 1955. 2) Oddný Ragnheiður, f. 9. febrúar 1956, kennari á Akureyri, sonur henn- ar er Helgi, f. 25. september 1978. 3) Einar Birgir, f. 13. júní 1959, kvæntur Ás- dísi Sigurvinsdótt- ur, f. 12. mars 1960, búsett á Ak- ureyri, þau eiga tvö börn: Kára, f. 21. júlí 1989, og Gígju, f. 31. október 1992. 4) Steinlaug, f. 25. mars 1962, gift Steingrími Helga Steingrímssyni mál- arameistara, f. 13. september 1960, búsett á Akureyri, þau eiga þrjú börn: Gunnhildi, f. 14. júní 1980, Ísak, f. 27. desember 1985, og Steinunni, f. 29. sept- ember 1991. 5) Eygló, f. 27. júní 1965, gift Hafsteini Sigfússyni, f. 15. apríl 1960, búsett á Greni- vík, þau eiga fjögur börn: Krist- ján Helga, f. 30. ágúst 1983, Há- kon, f. 22. mars 1991, Hlyn, f. 28. júní 1995, og Guðrúnu Erlu, f. 4. febrúar 1999. Kristján og Steinunn bjuggu á Akureyri fyrir utan árin 1955– 1960 sem þau stunduðu búskap í Litlagerði í Dalsmynni. Útför Steinunnar Helgu fór fram frá Akureyrarkirkju 8. janúar. Kæra amma Lilla. Það er sorg- legt að hugsa um að þær ham- ingjustundir sem við áttum saman verða ekki fleiri. En þú ert farin til himnaríkis og þaðan gætir þú okkar hinna, sem syrgjum þig á jörðu niðri, af jafnmikilli væntumþykju og alúð sem þú gerðir meðan þú lifðir. Þótt aðeins séu liðnar nokkrar vik- ur er ég strax farinn að sakna þín af öllu hjarta. Ég gat nú samt getið mér til um að þessi dagur myndi á endanum koma en alls ekki á þess- ari stundu. Það er aldrei hægt að vera tilbúinn gagnvart dauðanum. Þó hafði ég vitað lengi að einhvern tíma myndir þú, ástkær amma mín, sem veittir mér svo mikla ást og hlýju, yfirgefa mig í þessu lífi en ég passaði mig á því að nefna það ekki. Þegar endalokin nálgast hjá ein- hverjum sem maður elskar svona mikið á ekki að velta fyrir sér hversu langur eða stuttur tími er að endalokunum, heldur að njóta þeirra stunda sem eftir eru. Ég vona bara að ég hafi staðið mig í að nota þessar stundir til fullnustu. Ég kveð þig nú í hinsta sinn er við leggjum þig til hinstu hvílu. Ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert og að þú vakir yfir mér. Guð blessi þig og sofðu í friði. Þinn Ísak. Elsku mamma mín, nú er þínu langa veikindastríði lokið og þú ert komin í aðra og betri veröld þar sem þjáningar og veikindi eru úr sögunni. Þar munu líka taka á móti þér allir þeir sem þér þótti svo vænt um, langafi og langamma, afi og amma úr Byggðaveginum, tengdaforeldrar þínir og síðast en ekki síst litlu dæturnar þínar tvær sem þið pabbi misstuð. Nú mun þetta fólk umvefja þig ást og þú umvefja það til baka af allri þeirri væntumþykju sem þú áttir til. Ég tók sérstaklega eftir hvað þér var hlýtt til tengdaforeldra þinna og hefur mér alltaf fundist að ég og systkini mín hafi farið mikils á mis að hafa misst af því að vera sam- vistum við afa Benedikt og ömmu Steinlaugu á Jarlsstöðum í Höfða- hverfi en þau dóu þegar tvö elstu systkini mín voru lítil börn. Þið pabbi náðuð þeim merka áfanga 1. janúar 2000 að eiga gull- brúðkaup og komum við saman af því tilefni og áttum góða stund sam- an þar sem við borðuðum tertu með brúðkaupsmyndinni af ykkur pabba. Húmorinn hjá ykkur pabba var í góðu lagi eins og svo oft áður þegar þið töluðuð um að þetta væri niðurskurður eins og hjá ríkis- stjórninni. Steinunn nafna þín var samt ekki á því að borða myndina af ykkur þótt hún væri úr marsip- ani. Í sumar varð ég 35 ára eða á sama aldri og þú varst þegar þú áttir mig, aldrei datt mér í hug að þetta væri allur tíminn sem okkur var ætlaður saman, þó að ég sé þakklát fyrir þessi ár þá vildi ég að æðri máttarvöld hefðu gefið okkur lengri tíma saman. Þú spurðir mig að því vorið áður en ég átti dóttur mína hvort ég væri ófrísk en ég neitaði því. Ég vildi fá að vita hvers vegna þú spyrðir að því og þú sagðir að þig hefði dreymt að ég væri að sauma út í appelsínugult sængurver og hafði ég gert vitleysu í sauma- skapnum, þú vildir að ég rekti upp vitleysuna en ég vildi það ekki, sagði að þetta yrði allt í lagi, þetta myndi allt blessast. Við hlógum að þessu því ég vissi ekki þá að ég væri ófrísk en þetta var rétt hjá þér, það kom í ljós mánuði seinna. Þú varst svo glöð þegar Guðrún Erla fæddist, að ég skyldi fá dóttur eftir að hafa eignast þrjá stæðilega stráka, þó aðalltaf væri fyrir öllu að börnin væru heilbrigð. Ekki var gleði þín minni þegar við skírðum hana Erlu í höfuðið á yngstu systur þinni. Hún er yngsta barnabarnið þitt, ekki orðin tveggja ára. Ég hefði viljað að þú hefðir getað verið lengur hjá henni til að sjá hana vaxa og dafna en ég veit að þú munt fylgjast með henni úr betri stað. Í haust áttir þú stórafmæli, varðst sjötug og sameinuðumst við í því að sjá um veitingar og buðum því allra nánasta til veislu sem heppnaðist mjög vel. Þú varst svo fín í afmælisveislunni, ég tók mjög góða mynd af þér og það verður mjög gott að geta litið á þessa mynd og muna hvað þú varst ánægð, glöð og þakklát með daginn, ég mun geyma minninguna um hann í hjarta mér þann tíma sem ég á eftir. Núna rétt fyrir jólin var Hákon næstelsti sonur minn að spila á jóla- tónleikum Tónlistarskóla Eyjafjarð- ar hér á Grenivík og bauð hann ykkur að koma. Það bjóst enginn við því að þú mundir treysta þér til fararinnar en þú komst öllum á óvart með því að vera harðákveðin í því að fara sem og þú gerðir. Þú ljómaðir af stolti og gleði yfir dugn- aði hans í spilamennskunni og ég er svo glöð að þú skyldir ná að koma og sjá og hlusta á hann og ég veit líka að hann mun geyma það í hjarta sínu alla ævi. Elsku þína og væntumþykju fengum við börnin þín ómælda en enn þá meira barnabörnin, af þeim varstu svo stolt. Kærleikur þinn kom ekki síst fram í gjafmildi þinni. Það var ekki sjaldan sem sokkar, vettlingar, ullarleistar eða annað var sent með þeim heim og heima í Norðurbyggðinni var alltaf til eitt- hvað gott til að stinga upp í litla munna. Margt höfðuð þið pabbi gengið í gegnum saman á þessum rúmlega fimmtíu árum, bæði sorg og gleði, sumt erfiðara en annað, en það var samt alltaf stutt í húmorinn hjá ykkur. Ég hef dáðst að því, sér- staklega núna síðustu árin, hversu djúp og falleg ást ykkar pabba var hvort á öðru. Þegar þið tókuð utan um hvort annað, ástúðlegt augna- tillit, strukuð vanga hvort annars, lítill koss á kinn, meira að segja þögnin varð að ást. Sorg okkar allra er mikil en sorg pabba er mest, ég vona að æðri máttarvöld styrki pabba, okkur systkinin, barnabörn, tengdabörn og systkini þín í þessari miklu sorg. Takk fyrir allt, elsku mamma. Hvíl í friði og góða nótt. Þín dóttir, Eygló og fjölskylda á Grenivík. Þegar Fnjóskáin kliðar á klett- unum neðan við Litlagerði þá er hún að syngja. Hún kann mörg ljóð og ekki færri lög. Við sem þekkjum hana vitum að á söngskránni eru bæði gleðiljóð og sorgarkvæði. Ókunnug- ur sem ekki er af hennar heimi á stundum erfitt með að skilja hvað hún syngur. Kannski veit hún það ekki alltaf sjálf, vegna þess að þeir eru svo líkir bræðurnir kvíði og feg- inleiki. Er þetta gleðisöngur henn- ar, vegna þess að langri leið er lokið og áfangastaður í nánd: Eyjafjörð- ur, friðsæll og glaður, – eða er það söngur um kvíða og ótta við að hverfa frá grónum bökkum og gullnum hlíðum, barnaröddum og hanagali, og safnast saman við sjáv- arföllin, reyna þó að halda lit og lögun langt fram á fjörð en lúta síð- an öldufalli úthafsins? Kannski var Matthías að hugsa um þetta: Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu barni eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Sá sem þetta ritar og getur litið yfir nokkuð langan veg á lífsslóð sinni, og er þó enn í leit að stað á jörðu, vel vitandi um hinn fyrir- heitna stað á himnum, átti um stundir stað við hlið Steinunnar Helgu Björnsdóttur og týndi hon- um aldrei né hún honum þótt vega- mótum fækkaði um sinn. Fátækleg- ur orðakrans fær aldrei vitnað um það sem er kjarni þess, og ekkert nema eilífðin fær endað þá sögu eða rakið alla þræði hennar til lausnar. Steinunn Helga, sem við reyndar kölluðum nú alltaf Lillu, átti stað á jörðu, Akureyri, þar sem hún ólst upp og ól mestallan sinn aldur, fyrir utan árin í Litlagerði. Nú hefur hún kvatt, eftir nokkuð hart stríð. Það er hægt að vera sorgbitinn og dálít- ið glaður um leið. Glaður yfir því að hafa átt þessa konu að vini, og hálf- gildings móður, eins og á sínum tíma sá sem þetta ritar, og margir aðrir hálfgildingar sem um áratuga- skeið fylgdu manni hennar sem lær- lingar og samstarfsmenn. Það þótti mörgum skrítið að þeir sem voru hjá Kristjáni Ben. þurftu ekki hafa með sér kaffi í vinnuna. Það kom aldrei annað til greina en að þeir fengju bæði morgun- og síðdegis- kaffi heima hjá þeim hjónum. Það var ekki uppbót á lærlingsdvöl eða vinnu hjá Stjána – það var hluti af því að vera hjá honum og þar með henni. Hún fann sitt hlutverk í því og deildi þannig kjörum með þeim öllum. Vísur og skrýtlur hlupu um á hlátrasköllunum og börnin fengu gott krydd í uppfræðsluna. Þau Kristján Helgi Benediktsson frá Jarlsstöðum gengu í hjónaband á nýársdag 1950 og settu saman bú sitt á Akureyri. Uppfrá því var ekki venja að nefna annað hvort. Þau voru Lilla og Stjáni, ef ekki – þá Stjáni og Lilla. Þau höfðu yndi af að taka á móti gestum og það var yndi að sækja þau heim.Um fimm ára skeið bjuggu þau í Litlagerði í Grýtubakkahreppi, Það var merki- legur millikafli í ævi þeirra og ekki síður fyrir okkur sem áttum þá um skemmri veg að sækja til þeirra. Það getur hvesst leiðinlega í Dals- mynni og gert afleit veður. En í minningunni var alltaf sól og logn, langir hlátrar í eldhúsinu, nýborin lömb á túni og hundurinn að éta sigtisbotna. Nú er hljótt þar á hlaðinu og hef- ur verið lengi. Þau sem best kunna að binda orðakrans, binda hann úr ljóðstöf- um. Þegar eiginmaður kveður og er líka skáld, þá getum við sem til þekkjum líka tekið þátt í kveðju hans og gert hana að okkar: Það daprast minn hugur er dagurinn hverfur og dimman á veginn fellur, er hrímið leggst yfir lönd og voga og Líkaböng tímans gellur og herðir á göngunni götuna auða, göngu frá lífi að dauða. Ég vildi svo gjarnan stöðva þá strauma er stöðugt hraðara falla, því vinátta þín sem vorsins ylur vermdi manns hugsun alla, vís er ei nokkurra næturstaður, hann nauðþekkir enginn maður. Nú fylgjum við þér í síðasta sinni með sorg í viðkvæmu hjarta, þökkum líf þitt og ljúfar stundir, ljósa minning og bjarta. Við óskum þér góðs á æðra sviði, ástin mín, sofðu í friði. (Kristján Helgi Ben.) Líf okkar mannanna er ævintýri og leyndardómur. Þegar ævintýrið er liðið er merking þess leyndar- dómur. Lífssagan er sett saman úr atvikum sem aðeins að litlu leyti eru atvik þess sem veldur þeim eða lifir þau. Hitt er það sem hjartað geymir – þeirra sem mættu þér eða gengu hjá. Veröldin er ekki rök- hugsun ein eða tölfræði eða tækni – hún er eins og hún birtist hverjum og einum á lífsgöngunni og er hand- an þess sem rökhugsun höndlar. Eins og ljóð. Í því sitjum við Stjáni í brekkum hátt fyrir ofan Litla- gerði, horfum út yfir fjörðinn og hlustum á Fnjóskána syngja söngv- ana sína. Og bráðum förum við heim og fáum kaffi og tertu hjá Lillu. Kristján Valur Ingólfsson. STEINUNN HELGA BJÖRNSDÓTTIR Glaða Sigrún Sóley, ljúfa Sigrún, fallega Sigrún, fyndna Sigrún, hressa Sigrún; Sigrún Sóley sem alltaf var svo klár í kollinum og fljót að ráða fram úr málun- um. Svo greiðvikin, hjálpfús og hlý. Tilfinningaríka, næma Sigrún Sól- ey. SIGRÚN SÓLEY KARLSDÓTTIR WESSELINK ✝ Sigrún SóleyKarlsdóttir Wes- selink fæddist 1. mars 1953. Hún lést í Hollandi hinn 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 23. janúar. Lokaða Sigrún, sem barðist harðri baráttu í allt of mörg ár síns stutta lífs við ólækn- andi hjartasár og mót- læti – á meðan hún brosti framan í heim- inn, jafnvel hló og brá á glens. Geislandi, hamingju- sama Sigrún Sóley á brúðkaupsdaginn, þau Ronald voru yndislegt ástfangið par. Þessi brúðkaupsdagur er ógleymanlegur. Árin með Ronald í Hollandi voru áreiðanlega hamingjuríkasti tími lífs hennar. Þau voru bæði svo blíð og svo samhent. Arnór Ingi naut sín þar vel í skjóli þeirra beggja. Hún Sigrún Sóley systurdóttir mín minnti mig alltaf á fallega postu- línsdúkku; svo fínlega byggð, ljós á húð og með þessar dökku brár, – handsmáa, hýreyga Sigrún. Við- kvæma blóm. Allt þetta sé ég í svip- myndum hugans. Sorgin er svo nístandi sár við frá- fall þessarar ungu konu, sem var svo hjartkær og elskuð. Við sem eftir lifum getum ekkert annað gert en þakkað henni fyrir yndisleg kynni og yljað okkur við minningarnar um Sigrúnu Sóleyju. Megi algóður Guð umvefja Sig- rúnu kærleiksörmum sínum, þar sem allt er gott. Og hugga og styrkja börn Sigrúnar Sóleyjar, Arnór Inga og Svandísi, og Ronald eiginmann hennar, Lillu systur mína, móður hennar, og systkini Sigrúnar, Magn- ús, Sverri og Karl Jökul, Diddu, Palle og fjölskyldur. Og okkur öll, sem einnig syrgjum. Blessuð sé minning þín, elsku Sig- rún Sóley, hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Rafnhildur Björk Eiríksdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.