Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S tundum er sagt að dómar- ar tjái sig í dómum en ekki öðruvísi. Má finna þessari meginreglu stað í einkamálalögum þar sem segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni. Ennfremur segir í sömu lögum að dómar séu end- anleg úrlausn sakarefnis. Loks eru dómarar lögum samkvæmt bundnir af dómum sínum og mega ekki breyta þeim nema að því er varðar augljósar ritvillur og því um líkt. Fyrir ofangreindri meginreglu eru augljós rök. Dómsniðurstaða er bind- andi meðal annars vegna þess að hún hefur verið fengin í samræmi við rétt- arfarsreglur eftir að hlýtt hefur verið á röksemdir beggja aðila. Það er einnig réttur aðila máls að dómur standi. Yfirlýsingar dómara í fram- haldinu eru ekki bindandi fyrir rík- isvaldið eða aðila en geta haft skaðleg áhrif á það traust sem bera verður til dóma. Þær geta villt mönnum sýn, dregið athyglina frá því að það er dómurinn sjálfur sem á að tala sínu máli og jafnvel vegið að rétti manna til þess að dómur standi. Þessi meginregla kemur ekki í veg fyrir að dómstólar gefi út fréttatil- kynningar um uppkveðna dóma eins og víða tíðkast. Þær þjóna þeim til- gangi að útskýra á skiljanlegu máli fyrir almenningi um hvað dómur snú- ist en eru auðvitað ekki bindandi sem slíkar. Eins tíðkast það til dæmis í Dan- mörku og sjálfsagt víðar að dómarar skrifi fræðilega um merka upp- kveðna dóma. Er ekkert við það að athuga. Óvenjulegt bréf Bréf forseta Hæstaréttar til for- seta Alþingis sem sent var í vikunni er óvenjulegt að því leyti að þar tekur rétturinn að sér að skýra uppkveðinn dóm. Réttmætum vafa um inntak dómsins var eytt. Þetta var hvorki fréttatilkynning gefin út um leið og dómur fellur né innlegg einstaks dómara í fræðilega umræðu. Þarna talaði Hæstiréttur sem stofnun og þar með er komið ærið nærri því að verið sé að endurskoða dóm sem fall- ið hafði, „kippa því í liðinn“ sem hafði farið úrskeiðis. Auðvitað væri engin heimild til slíkrar endurskoðunar. En var bréfið réttlætanlegt út frá hinum sérstöku aðstæðum eins og haldið er fram? Oft er ugglaust erfitt fyrir dómara að halda aftur af sér þegar umræður um dóma þeirra fara út um víðan völl. En þetta atvik sýnir hvað best að það er hyggilegast að halda fast við fyrrgreinda megin- reglu. Á það ekki síst við þegar um það er að ræða að blanda sér í hat- römm pólitísk átök. Hæstiréttur má ekki tefla trausti sínu sem stofnun hafin yfir pólitíska flokkadrætti í hættu. Bréfið kom ríkisstjórninni mjög vel þegar hún var að koma umdeildu lagafrumvarpi yfir síðasta hjallann. Í því fólst vissulega ekki umsögn um fyrirliggjandi frumvarp en samt fer ekki hjá því að túlka megi bréfið þannig að óbeint sé lögð blessun yfir frumvarpið. Svarbréf Hæstaréttar býður heim gagnrýni á að þarna hafi verið á ferð greiðasemi við ríkis- stjórnina og þingmeirihlutann. Það hlaut að kalla á varfærni. Ekki verður séð að nokkra nauðsyn hafi borið til að svara bréfinu efnislega. Engin slík vá var fyrir dyrum að Hæstiréttur yrði að taka til máls. Alþingi var búið að fá á sinn fund marga af helstu lög- spekingum landsins og voru þeir flestir sammála túlkun ríkisstjórnar- innar og sérfræðinefndar hennar á dómnum. Við það var engu að bæta að svo stöddu máli. Fullt ráðrúm var til að svara því síðar í öðru dómsmáli ef svo bæri undir að hve miklu leyti nýja frumvarpið stæðist gagnvart stjórnarskránni og skýra þá um leið hinn fyrri dóm. Upplýsingar sem fram hafa komið um aðdraganda þess að bréfið var sent bæta gráu ofan á svart. Ekki verður betur séð en ráðin hafi verið tekin af þeim sem skipuðu meirihlut- ann í öryrkjamálinu og ákveðið að senda bréf sem skýrir dómsniður- stöðu þeirra. Uns annað kemur ljós verður einungis að vona og ganga út frá að bréfið hafi þó verið í samræmi við efnislegan skilning allra dómar- anna á dómsniðurstöðunni í öryrkja- málinu. Afleiðingar ef mál kemur að nýju fyrir dómstóla Athygli hefur beinst mjög að því hvort þeir dómarar sem stóðu að bréfaskriftunum yrðu vanhæfir ef mál er varðaði stjórnskipulegt gildi nýju laganna kæmi til kasta dóm- stóla. Það er einn angi þessa máls en ekki sá mikilvægasti. Vanhæfi merk- ir að einhverjar aðstæður komi í veg fyrir að dómarar getist talist óhlut- drægir. Það er vissulega álitamál. Í þessu sambandi hefur verið nefndur dómur Mannréttindadóm- stóls Evrópu í máli Procola gegn Lúxemborg, 31. ágúst 1995. Mála- vextir voru þeir að stjórnsýsludóm- stóll landsins hafði það hlutverk að gefa álit á lagafrumvörpum og drög- um að reglugerðum þegar eftir var leitað. Var talið að þar sem nokkrir dómarar í tilteknu dómsmáli höfðu gefið álit á drögum að umdeildri reglugerð væri réttmætur vafi á ferð um óhlutdrægni þeirra þegar að því kæmi að leggja mat á hvort reglu- gerðin stæðist gagnvart grundvallar- reglum stjórnskipunar landsins. 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi taldist því hafa verið brotin. Í öðru máli, McGonnell gegn Bret- landi, 8. febrúar 2000, er lögð áhersla á að „hvers konar virk þáttaka í af- greiðslu lagafrumvarpa eða stjórn- sýslureglna er líkleg til að vekja næg- an vafa um hæfi þess manns sem síðar er kvaddur til að skera úr í þrætu þar sem reynir á hvort víkja megi frá orðalagi laga eða reglna“. Viðkomandi dómari á Guernsey hafði verið í forsæti stjórnsýslustofnunar sem setti þær reglur sem um var deilt. Þar sem hann hafði því bókstaf- lega borið ábyrgð á reglunum var um enn augljósara brot á 6. gr. að ræða en í Procola-málinu. Það verður því ekki fullyrt að af- skipti Hæstaréttar eða þeirra dóm- ara sem áttu hlut að bréfaskriftunum dugi til vanhæfis í síðara dómsmáli. Afskiptin eru ekki jafneindregin og í þessum tveimur dómsmálum frá Strassborg. Samt verður auðvitað að hafa í huga að vanhæfi ræðst meðal annars af því hvort einhver ástæða sé fyrir aðila máls að efast um óhlut- drægni dómara. Lýsi aðili því yfir að hann geti ekki borið traust til tiltek- ins dómara og færir fyrir því haldbær rök þá skiptir það auðvitað máli. Kallar á umræðu um grundvall- aratriði stjórnskipunarinnar Í öllu falli kalla atburðir í kjölfar öryrkjadómsins á umræðu um ýmis grundvallaratriði stjórnskipunarinn- ar. Verða hér fáein nefnd. Í fyrsta lagi þyrfti að endurskoða þær óskráðu reglur sem gilda um mat dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga. Í vissum skilningi eru dómstólar hér á landi stjórnlagadómstólar því þeir hafa heimild til að leggja mat á stjórnskipulegt gildi laga. Það mætti hins vegar athuga hvort koma ætti á fót sérstakri stofnun sem hefði aðal- lega það hlutverk að verja stjórnar- skrána. Þetta fyrirkomulag er við lýði víðast hvar í Evrópu utan Norður- landa og Bretlands. Í litlu þjóðfélagi væri hætt við að skapaðist óheppileg samkeppni milli Hæstaréttar og slíkrar stofnunar. Skynsamlegra virðist að skoða fyrst til þrautar hvort ekki megi gera ein- hverjar lagfæringar á núgildandi kerfi án þess að raska því um of. Sér- staklega verður að leita leiða til að efla sjálfstæði dómstólanna, en það ræðst bæði af reglum og venjum um skipun dómara og um hvernig lausn þeirra úr starfi ber að. Einnig má nefna það praktíska at- riði að í Noregi, þar sem dómstólar hafi einnig verið nokkuð óhræddir við að víkja lögum til hliðar með vísan til stjórnarskrárinnar, gildir sú regla að komi fram við úrlausn dómsmáls í Hæstarétti, sem venjulega fer fram í 5 manna deild, að tveir eða fleiri hæstaréttardómarar álíti að lög stríði gegn stjórnarskránni skuli skjóta þeim þætti málsins til Hæstaréttar fullskipaðs (nú 17 dómarar). Full- skipaður Hæstiréttur leysir þá úr þeim þætti málsins og deildin sem um fjallaði leysir svo úr hinu tiltekna dómsmáli á þeim grundvelli. Eins getur forseti ákveðið að vísa máli strax og þá að öllu leyti til fullskipaðs Hæstaréttar ef honum sýnist mál þannig vaxið. Í grein sem norskur hæstaréttar- dómari, Hans M. Michelsen, skrifaði árið 1998 en er vissulega fróðlegt inn- legg í umræðuna hér á landi (sjá www.domstol.no/hoyesterett/) segir að þessi skipan komi í veg fyrir þá óheppilegu stöðu sem upp gæti komið ef til dæmis 3 dómarar af 5 teldu lög stríða gegn stjórnarskránni. Slík regla stuðlar þannig að því að meiri þungi sé á bak við niðurstöðu æðsta dómstólsins í jafnviðkvæmu máli og þegar lögum er vikið til hliðar. Jafnframt mætti skoða hvort halda eigi áfram á þeirri braut að fela dóm- stólum að meta afstætt hvort lög stríði gegn stjórnarskránni eins og gerðist í öryrkjamálinu og fyrra kvótamálinu 1998. Ef það er niður- staðan þá mælir margt með því að slíkt mat fari fyrst og fremst fram um það leyti sem lög eru sett, það er áður en þau ganga í gildi. Slíkt kerfi fyr- irbyggir að lögum sé vikið til hliðar kannski löngu eftir að þau ganga í gildi með tilheyrandi flóknum álita- málum um uppgjör aftur í tímann. Stuðlar það einnig að réttaröryggi í þeirri merkingu að almenningur, fyr- irtæki og ríkisstofnanir geti treyst því að gildandi lögum verði ekki haggað. Mætti hugsa sér að búa svo um hnútana að skjóta megi nýsam- þykktum lögum beint til Hæstaréttar og þá annaðhvort fullskipaðs eða sér- stakrar stjórnlagadeildar hans þar sem sæti hluti dómara og jafnvel sér- staklega tilkvaddir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar og þjóðaréttar. Þyrfti þá að ákveða hverjir ættu að hafa heimild til slíks málskots. Það gætu til dæmis verið forseti, for- sætisráðherra, umboðsmaður Al- þingis eða tiltekinn hluti þingmanna. Gallinn við slíkt fyrirbyggjandi eft- irlit með stjórnarskránni, eins og það er til dæmis tíðkað í Frakklandi, er sá að sumum lögum er kannski ekki skotið til dómstóla þótt þau stríði gegn stjórnarskránni. Eins kann að koma í ljós við beitingu laga og ekki fyrr að þau fari í bága við stjórnar- skrána. Mörg lönd sem leyfa fyrir- fram eftirlit með stjórnskipulegu gildi laga hafa því kosið að skjóta ekki loku fyrir að dómstólar meti einnig eftir að lög ganga í gildi hvort lög stríði gegn stjórnarskrá og þá eink- um beiting þeirra í tilteknum tilvik- um. Gott dæmi um þetta er Þýska- land þar sem stjórnlagadómstóllinn hefur metið stjórnskipulegt gildi fóst- ureyðingalöggjafar út frá því hver áhrif hún hafi í framkvæmd á fjölda fóstureyðinga – nokkuð sem augljós- lega verður ekki alltaf séð fyrir. Í öðru lagi þarf að huga að hlut- verki forsetans í þessu sambandi. Sú heimild sem hann hefur samkvæmt stjórnarskránni til að neita að und- irrita lög og skjóta þeim þannig til þjóðaratkvæðis er harla óvenjuleg í alþjóðlegum samanburði. Þótt hún hafi ekki verið notuð stuðlar hún að tiltekinni óvissu við afgreiðslu um- deildra lagafrumvarpa og jafnvel taugaveiklun hjá helstu valdastofn- unum landsins. Það þarf alls ekki að vera að skoðun á þessu atriði leiddi í ljós að best væri að svipta forsetann með öllu valdi að þessu leyti. Víða hefur forseti heimild af þessu tagi, en þá ekki til að skjóta málum til þjóð- aratkvæðis, heldur frekar til að vísa þeim aftur til þings til gaumgæfilegri skoðunar eða þá til stjórnlagadóm- stóls eins og fyrr var nefnt. Tekur tíma Þessa endurskoðunarvinnu má ekki afgreiða í sama flýti og gert var þegar mannréttindakafli stjórnar- skrárinnar var endurskoðaður árin 1994 og 1995. Ennfremur er nauðsyn- legt að líta til reynslu þjóða sem hafa endurskoðað stjórnarskrár sínar ný- verið eins og Svisslendinga og Finna svo ekki sé talað um flest Austur- Evrópuríki. Hvað aðferðafræðina varðar má nefna að Evrópusamband- ið hefur hlotið lof fyrir það hversu lýðræðislega það stóð að málum við samningu nýrrar réttindaskrár sem samþykkt var á leiðtogafundinum í Nice í byrjun desember síðastliðins. Skynsamlegast væri að gera lang- tímaáætlun um stjórnarskrárendur- skoðun til fimm ára til dæmis og yrði stefnt að því að í lok þess tímabils yrði ný og endurskoðuð stjórnarskrá borin undir þjóðaratkvæði. Fyrstu árunum þyrfti þá að verja í rækilegan samanburð núgildandi stjórnarskrár við það sem best gerist erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Renna þarf betri stoðum undir stjórnarskráreftirlit dómstóla Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Höfundur er lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru alfarið á ábyrgð höfundar. Vinsam- legast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.