Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 33
greint sig með þeim hætti, þar sem þau töldu
gáfur sínar, menntun og fágun tryggja sér
ákveðna virðingu. „Rétt eins og aðrir fulltrúar
hans kynslóðar gat forsetinn, er var við völd á ný-
liðnum áratug græðginnar, horft á sjálfan sig í
speglinum og verið ánægður með sig.“
Auðvitað orka þessi sjónarmið Francis Fuku-
yama tvímælis, rétt eins og flest annað. Þau eru
hins vegar forvitnilegt innlegg í þær umræður og
það uppgjör, sem nú er að hefjast vegna Clinton-
tímabilsins.
Útrás íslenskra
fyrirtækja
Íslensk fyrirtæki hafa
í stórauknum mæli
verið að hasla sér völl
erlendis með starfsemi
sína á undanförnum árum og telst það vart lengur
til stórtíðinda þegar fréttir berast af slíku.
Í nýlegri bók sem heitir Landnám, útrás ís-
lenskra fyrirtækja, rekur Þór Sigfússon, hag-
fræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Nor-
ræna fjárfestingarbankans í Helsinki, þessa
þróun. Hann segir þar að þegar litið sé til baka
hafi orðið ýmsar breytingar á útrásinni. Í fyrstu
hafi hún falist í því að fisksölufyrirtækin ráku
verksmiðjur og sölustarfsemi á erlendri grundu
en síðan hafi ýmis fyrirtæki byrjað að stofna útibú
í öðrum löndum. „Það sem byrjaði sem útflutn-
ingur og takmörkuð starfsemi söluskrifstofa er-
lendis er í auknum mæli að verða gagnkvæm sam-
skipti fyrirtækja yfir landamæri, fyrirtækjanet og
flutningur þekkingar á milli svæða. Nú við alda-
mót er mun algengara að íslensk fyrirtæki kaupi
fyrirtæki í öðrum löndum, sem verði síðan dóttur-
fyrirtæki þeirra eða komi á samstarfi við erlend
fyrirtæki,“ segir Þór í bók sinni.
Árið 1995 nam íslensk fjárfesting erlendis sem
samsvarar 11,7 milljörðum króna og þar af voru
7,5 milljarðar fjárfestingar í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. 85% af þessari fjárfestingu tengdist
sjávarútvegi.
Árið 1998 var íslensk fjárfesting í öðrum ríkjum
komin í 23,5 milljarða og hlutur Bandaríkjanna og
Bretlands orðinn 42%.
Það eru fyrst og fremst stóru fisksölufyrirtæk-
in, ásamt Eimskip og Marel, sem eiga hlut að máli
þegar þarna er komið sögu en Þór bendir á að í lok
ársins 1998 hafi alls 72 íslenskir aðilar fjárfest
beint í 141 erlendu fyrirtæki. Lengi vel var yfir-
leitt um smáar fjárfestingar að ræða en stöðugt
fjölgar dæmum um stórar og miklar fjárfestingar,
s.s. kaup Össurar á Flexfoot í Bandaríkjunum og
Pharmaco á Balkanpharma í Búlgaríu.
Önnur vísbending um alþjóðavæðingu íslenskra
fyrirtækja er fjöldi starfsmanna dótturfélaga ís-
lenskra fyrirtækja erlendis. Þeir voru um 3.400
fyrir fimm árum en eru nú orðnir tíu til ellefu þús-
und. Lítil fjölgun hefur orðið hjá fisksölufyrir-
tækjunum og jafnvel fækkun vegna hagræðingar.
Hins vegar vega kaup Pharmaco á lyfjaverksmiðj-
um, þar sem starfa um 4.200 manns, þungt.
Þór bendir á að tæpur helmingur 20 öflugustu
útrásarfyrirtækjanna er nú með meirihluta starf-
semi sinnar erlendis og ætla megi að sjö til átta til
viðbótar muni brátt bætast í þann hóp. „Flest
þessara fyrirtækja eru því að verða mun minna
háð íslensku efnahagslífi en áður. Um leið eykst
aðhald á stjórnvöld þar sem þessi fyrirtæki
minnka enn frekar starfsemi sína hérlendis ef
starfsumhverfi þeirra er ekki samkeppnishæft við
önnur lönd. Helsta hættan hér er þó sú að fyrir-
tækin dragi smám saman úr starfsemi sinni hér-
lendis vegna óviðunandi rekstrarskilyrða og
smæðar íslenska gjaldmiðilssvæðisins en það fari
svo hljótt að stjórnvöld grípi ekki í taumana fyrr
en starfsemin er meira eða minna á brott af land-
inu.“
Gull og grænir
skógar
Í bókinni er einnig
fjallað um ýmsar goð-
sagnir tengdar erlend-
um fjárfestingum og
má nefna sem dæmi þá viðteknu skoðun að mikil
tækifæri sé að finna á vanþróuðum mörkuðum.
Höfundur bendir hins vegar á að bestu útrásar-
fyrirtækin á alþjóðavísu séu enn að leita tækifæra
í nágrannalöndum sínum. „Þegar litið er á stað-
reyndir þá kemur í ljós að alþjóðavæðingin kemur
aðallega fram í stóru iðnríkjunum og langstærstur
hluti fjárfestinga yfir landamæri er ennþá bund-
inn við iðnríkin.“
Hann segir íslensk fyrirtæki er hafi starfrækt
fyrirtæki í þróunarríkjunum lenda í gamalkunn-
ugum vandamálum. Grunngerð atvinnustarfsem-
innar sé bágborin og það sem við lítum á sem sjálf-
sagða hluti, s.s. rafmagn, sími og vegakerfi, sé víða
munaður. Tollar og ýmis gjöld á innflutning séu
yfirleitt mjög há í þessum ríkjum og ofan á það
bætist að mútuþægni er viðtekin venja og getur
kostnaður við mútur til embættismanna hæglega
numið sömu upphæð og heildarlaunagjöld lítilla
fyrirtækja.
Þá geti verið varasamt að mikla fyrir sér þau
tækifæri sem er að finna erlendis. „Útrásarfyrir-
tæki í sjávarútvegi hafa margoft bent á að miklir
möguleikar séu til aukinna veiða við ýmis lönd. Þá
skorti víða þekkingu og tækni sem Íslendingar
geti bætt úr. Stundum eru lýsingarnar orðnar í
anda Einars Benediktssonar skálds sem hafði lýst
nokkrum veiðiám á Íslandi fyrir útlendum fjár-
festum á þann veg að hægt væri að ganga þurrfóta
á laxatorfum milli bakka sumra þeirra. Það er allt
morandi í fiski við strendur Afríku, í Mexíkóflóa,
við Kamsjatka og við strendur Suður-Ameríku
svo eitthvað sé nefnt. ... Reynslan af útrás ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja er sú að sá sem á
bát og frystihús hér heima hefur engan sérstakan
bakgrunn til þess að fást við þau margvíslegu
vandamál, sem steðja að þegar komið er á fót eða
keypt starfsemi í öðrum löndum. Þessi fyrirtæki
eru þrátt fyrir allt tiltölulega lítil, enda þótt þau
þyki jafnvel stór í sjávarútvegi víða í heiminum, og
hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka umtals-
verða áhættu eða leggja verulegt fé í áhættustarf-
semi eða að halda úti taprekstri í nokkurn tíma.“
Nágrennið
vænlegast
til árangurs
Þór rekur hins vegar
einnig fjölmörg dæmi
um velheppnaða útrás
fyrirtækja. Hann spáir
því að tíu til tuttugu
fyrirtæki muni áfram
verða burðarásar fjárfestinga erlendis, þó svo að
heildarfjöldi fyrirtækja er ræðst í slíkar fjárfest-
ingar aukist. Sú sé til dæmis raunin á hinum
Norðurlöndunum.
Hann kemst einnig að þeirri niðurstöðu að lík-
legt sé að útrásin verði nær okkur en fjær í fram-
tíðinni. „Í nágrannalandinu eru útrásarfyrirtækin
í svipuðu umhverfi og í heimalandinu, það ríkir
traust á milli einstaklinga og leikreglurnar eru
þær sömu ... Um helmingur þeirra fyrirtækja sem
eru á listanum yfir 20 öflugustu útrásarfyrirtæki
landsins hafa beint sjónum sínum að Norðurlönd-
unum að meira eða minna leyti, en hinn helming-
urinn hefur annars vegar horft til annarra
Evrópulanda eða Bandaríkjanna. Árangur
margra samstarfsverkefna við nágranna okkar á
Norðurlöndunum virðist góður.“
Landvinningar íslenskra fyrirtækja skipta
miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf og því er
fagnaðarefni hversu markviss og árangursrík út-
rásin er orðin. Nokkur af helstu íslensku útrásar-
fyrirtækjunum eru orðin leiðandi á sínu sviði í
heiminum og má nefna Össur og Marel í því sam-
bandi. Allt eykur þetta breidd íslensks efnahags-
og atvinnulífs og það þekkingarstreymi er leikur
um viðskiptalífið.
Að sama skapi veitir þetta stjórnvöldum ákveð-
ið aðhald við að tryggja að rekstrarumhverfi og
aðstæður séu sambærileg við það sem gerist í ná-
grannalöndunum. Hraðinn í þróuninni í viðskipta-
lífinu eykst stöðugt sem gerir alveg nýjar kröfur
til stjórnvalda og þeirra, sem sjá um opinbera
stefnumótun. Til að halda rekstri fyrirtækja í
landinu verður að fylgjast grannt með því hver
þróunin er í helstu samkeppnislöndum okkar og
aðlaga aðstæður og starfsumhverfi fyrirtækja
þeirri þróun. Við erum nú ekki einungis í sam-
keppni við önnur lönd um sölu á afurðum okkar
heldur ekki síður hvar fyrirtæki okkar og sérhæft
starfsfólk ákveður að starfa og greiða skatta sína.
Í mörgum atvinnugreinum er fjarlægðin á milli
landa ekki lengur nein hindrun.
Morgunblaðið/Rax
Til að halda rekstri
fyrirtækja í landinu
verður að fylgjast
grannt með því hver
þróunin er í helstu
samkeppnislöndum
okkar og aðlaga að-
stæður og starfsum-
hverfi fyrirtækja
þeirri þróun. Við er-
um nú ekki einungis
í samkeppni við önn-
ur lönd um sölu á af-
urðum okkar heldur
ekki síður hvar fyr-
irtæki okkar og sér-
hæft starfsfólk
ákveður að starfa
og greiða skatta
sína.
Laugardagur 27. janúar