Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG var stödd í Bret- landi fyrir nokkrum ár- um þegar þar var verið að birta opinberlega, í fyrsta sinn, upplýsingar um niðurstöður úr sam- ræmdum prófum 9 og 12 ára barna í ensku og stærðfræði. Fyrst var því slegið upp í fjölmiðl- um hvaða skólar voru með hæstu, og lægstu, meðaleinkunn. En í framhaldinu fór í gang viðamikil umræða um skólamál þar sem reynt var að grafast fyrir um það hvað réði úrslitum um niðurstöður ein- stakra skóla, hvort þeir skólar sem væru með hæstu meðaleinkunnir ættu eitthvað sameiginlegt og þá hvað, og einnig hvort eitthvað ein- kenndi þá skóla sem sýndu lökustu meðaleinkunnir. Ekki aðeins dag- blöðin tóku þátt í þessari umfjöllun heldur var fjallað ítarlega um þessi mál í fréttum og fréttatengdum þátt- um sjónvarps, dag eftir dag, þar sem rætt var við menntamálayfirvöld; ráðherra, skólastjóra, kennara, námsráðgjafa og ýmsa aðra sérfræð- inga sem kunnu skil á rannsóknum og kenningum. Auk þess var auðvitað rætt við foreldra. Reynt var að upp- lýsa hverjar kynnu að vera ástæður þess að gengi nemenda var svo mis- munandi eftir skólum og skólahverf- um. Það var augljóst að skólamál voru alvörumál sem fengu alvörusess í opinberri umræðu. Og niðurstaðan af umræðunni var nokkurn veginn á þá leið að þeir skólar sem sýndu hæstu meðaleinkunn ættu það sam- eiginlegt að vera í félagslega stöðugu umhverfi og að foreldrar voru virkir þátttakendur í skólastarfinu. Mér verður hugsað til þessarar umfjöllun- ar hvert sinn sem hér eru birtar sam- bærilegar upplýsingar og mig undrar jafnan að ekki skuli vera meiri áhugi hér á að grafast fyrir um orsakir þess að munur á meðaleinkunnum milli skóla, jafnvel í sama sveitarfélagi, getur verið svo mikill sem raun ber vitni. Nú nýlega voru opinberaðar nið- urstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Því var að venju slegið upp hvaða skóli var með hæstu meðaleinkunn og síðan rakið hvernig einstaka landshlutar og skólar stóðu í þeim samanburði. Það var fréttin. Eina tilraunin til umfjöll- unar var í Morgunblaðinu sem reyndi að fylgja þessum upplýsingum eftir með umfjöllun, m.a. í leiðara, og er það vel. Stundum, í kjölfar birtingar á nið- urstöðum prófanna, hefur spunnist tæknileg umræða um gerð þeirra, einkum ef talið er að mistök hafi átt sér stað við samningu eða fyrirlögn. En lítil opin- ber umræða um aðra þætti er líklega átakan- legur vitnisburður um það hve umræðan er al- mennt grunn um þenn- an þó stóra þátt í lífi einstaklinga og fjöl- skyldna, og á fjárlögum sveitarfélaga og ríkis. Er öll sagan sögð? Þegar birtar eru tölur yfir gengi nemenda í skólum landsins í sam- ræmdum prófum og tekið saman hvaða skólar eru með hæstu eða lægstu meðaleinkunnir þarf auðvitað að ganga lengra; umfjöllunin þarf að vera ágengari ef draga á einhverja lærdóma af niðurstöðunum. Er eitt- hvað sameiginlegt með þeim skólum hér á Íslandi sem skila hæstu með- aleinkunnum? Er hægt að draga af því einhvern lærdóm um skólastarf al- mennt? Segja meðaleinkunnir á sam- ræmdum prófum alla söguna um gæði skólastarfsins? Eða vísa niðurstöðurn- ar e.t.v. á eitthvað allt annað en skóla- starfið? Hvað með félagslegan bak- grunn nemenda? Hvað með þátt foreldra? Er munur eftir gerð sveit- arfélaga? Og svo má lengi telja, og spyrja. Svörin gætu varpað ljósi á ým- islegt af því sem þeir sem ábyrgir kall- ast velta vöngum yfir þegar saman- burðurinn hefst að aflokinni birtingu einkunnanna. Birting meðaleinkunna skólanna hefur einkum verið talin hafa það sér til ágætis að: 1. Foreldrar geti séð hvernig barnið og skólinn þess standa í samanburði við aðra á þessu þrönga sviði. Gallinn er bara sá að þessi „samkeppni“ á milli skóla er fullkomlega gagnslaus því for- eldrar flytja börnin ekki svo glatt úr einum skóla í annan, nema þá að flytja búferlum. Það er semsagt ekki sam- keppnisgrundvöllur. 2. Sveitarstjórnarmenn geti séð stöðu skólans. Vandinn er þó áfram sá að um þröngt mat á skólastarfinu er að ræða og ekki hlaupið að því að fá upp- lýsingar um það á hverju skuli taka til bóta. Mörg sveitarfélög hafa á undan- förnum árum eytt miklum peningum í það að bæta skólastarfið án þess að þess sjáist staður í niðurstöðum sam- ræmdra prófa. Og hvað þá? 3. Kennarar og skóli fái aðhald. Já, heldur betur, ekki síst þar sem allt starf skólans, og starfslið, á það á hættu að verða dæmt út frá niðurstöð- um í þessum tveimur greinum. Og þessi próf setja sannarlega orðið svip sinn á skólastarfið sem aðrar greinar og skólastarfið almennt má líða fyrir. Í dag sýnist mér samanburður meðal- einkunna skólanna á samræmdum prófum fyrst og fremst vera ófrjór streituvaldur. Samræmd próf í ósamræmdu umhverfi Í þeirri umfjöllun sem Morgunblað- ið hefur reynt að þoka áfram í kjölfar nýjustu birtingar á meðaltali skólanna á samræmdum prófum hefur áherslan á ábyrgð skólanna og þess starfs sem þar fer fram verið áberandi. Fram kemur sá skilningur að í meintum gæðum þess sé helst að leita skýringa á mismunandi gengi barnanna, og þá skólanna. Og er þá hinn íslenski veru- leiki svo einfaldur að það dugi til skýr- inga? Eða er orsakasamhengið flókn- ara hér á Íslandi, rétt eins og fundið hefur verið út annars staðar þar sem skýringanna hefur verið leitað af al- vöru? Fyrir tveimur árum var gefin út BA-ritgerð þeirra Elsu Reimarsdóttur og Hildar Svavarsdóttur um sam- ræmd próf: Hvaða þættir í skóla og umhverfi skipta máli? Til skoðunar voru þættir sem lúta að innra starfi skóla og námsstuðningi við nemendur í 10. bekk í tuttugu skólum í Reykja- vík. Að auki voru ýmsir bakgrunns- þættir íbúa skólahverfanna bornir saman, s.s. menntun, starfsstétt og vinnutími foreldra, fjölskyldutekjur og barnafjöldi á heimili. Og það er skemmst frá því að segja að niðurstöð- ur þeirra benda til þess að munur á bakgrunni fólksins í hverfunum skipti meira máli fyrir gengi nemenda (les; árangur skólans á samræmdum próf- um) en munurinn á innra starfi skól- anna. Á sínum tíma birti Morgunblaðið frétt, sem ekki vakti verðskuldaða at- hygli, um niðurstöður þessarar rann- sóknar sem unnin var í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur undir leiðsögn Guðbjargar Andreu Jóns- dóttur. Niðurstöðurnar eru ekki langt frá því sem menn hafa þóst finna út annars staðar, og raunar í fullu sam- ræmi við ýmsar erlendar rannsóknir. Einhvers staðar liggja fleiri rannsókn- ir með svipuðum niðurstöðum, þ.e. að orsakir mismunar á meðaleinkunnum skóla á samræmdum prófum kunni að vera fleiri, eða jafnvel að stórum hluta aðrar en skólinn sjálfur. Og ef nánar er að gáð þá má jafnvel spyrja sig þeirrar spurninga hvort samspil skólanna við umhverfi sitt gefi ekki alls staðar bestu niðurstöðu. Eða hvort staða skólanna og það samfélag sem þeir eru í séu e.t.v. svo ólík að „samræmt mat“ hljóti alltaf að gefa afar takmarkaða mynd. Það er afar mikilvægt þegar verið er fjölga samræmdum prófum og birta niðurstöður þeirra að unnt sé að læra af því þannig að skólarnir og umhverfi þeirra geti haft gagn af. Til þess þarf meiri umfjöllun og breiðari svo að um- ræðan verði almennari og dýpri. Það þarf að leita svara við fleiri spurning- um og læra af svörunum. Einungis þannig verður hægt að þróa samspil skólans og þess samfélags sem hann á að þjóna þannig að allir hafi gagn af. SAMRÆMD PRÓF – OG HVAÐ SVO? Svanfríður Jónasdóttir Í dag sýnist mér sam- anburður meðalein- kunna skólanna á sam- ræmdum prófum, segir Svanfríður Jónasdóttir, fyrst og fremst vera ófrjór streituvaldur. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Þ ótt maður hafi ekki áhuga á pólitík og þjóðmálum (sem er að vísu óþægilega óljóst hugtak) er ekki þar með sagt að maður sé sinnu- laus um það sem máli skiptir í mannlífinu. Og þótt maður hafi ekki áhuga á pólitík og þjóðmálum er ekki þar með sagt að maður hafi bara áhuga á eigin nafla og hafi gengið markaðsgildunum á vald. Þessu viðhorfi til stuðnings er einfaldast að nefna að maður get- ur haft mestan áhuga á að taka þátt í þjóðfélaginu, sinna sínu hlutverki, fremur en að vera að tala mikið um það. Maður getur auð- veldlega kom- ist að þeirri niðurstöðu að framlag manns til þess verkefnis að bæta sam- félagið, sem maður lifir í, sé best fólgið í framkvæmdum, fremur en umræðu. Svo má bæta því við að það eru sumir vel fallnir til þjóðmála- umræðu, en ekki allir. Öðrum lætur betur eitthvað annað – til dæmis að syngja eða ala upp börn (án þess að þar með sé verið að halda því fram að söngvarar og fóstrur ættu ekki að skipta sér af þjóðmálum). Þeir eru til dæmis áreiðanlega margir á Íslandi sem hafa ekki neina skoðun á öryrkjamálinu; hafa ekki kynnt sér það, ekki fylgst með umræðunni (þótt sennilega sé alveg vonlaust að komast hjá því að verða var við hana), en það blasir ekki beinlínis við að íslenskt samfélag sé verra fyrir vikið. Það má jafnvel ganga lengra og segja að það sé skynsamlegra af manni að taka ekki afstöðu til einhvers tiltekins máls, ef manni sýnist maður ekki hafa forsendur (og/eða skilning) til þess, en að taka afstöðu á hæpnum for- sendum eða jafnvel engum, bara af því að manni finnst að maður verði að hafa skoðanir á þjóð- málum. Það er nefnilega oft svo, að manns eigin skynsemi segir manni að ráðlegast sé að treysta betur visku og dómgreind ann- arra en manns sjálfs í ein- hverjum málum. Að taka ekki af- stöðu sjálfur getur því verið mjög skynsamlegt. En megin rökin fyrir því, að maður þurfi ekki að hafa áhuga á pólitík og þjóðmálum til að vera virkur mannfélagsþegn, eru þau, að mörg svið mannlífsins snerta ekki beinlínis pólitík eða svo- nefnd þjóðmál. Til dæmis vísindi. Vísindi og stjórnmál eiga alls ekki vel sam- an. Þar kemur einkum tvennt til: Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vísindamenn geti sinnt störfum sínum án þess að vera plagaðir af pólitík, og eins líklegt að góður vísindamaður leggi mun meira af mörkum til mannlífsins með því að sinna fagi sínu en með því að blanda sér í þjóðmálin svo- nefndu. Í öðru lagi er það beinlínis ein af undirstöðum vísindalegrar hugsunar að hún sé óháð hags- munapoti. Að vísu er sennilega nokkuð löngu orðið ljóst að hags- munaþættir vilja laumast inn um bakdyrnar, en vísindamenn geta verið sér meðvitandi um það án þess að þeir séu þar með beinlín- is orðnir þátttakendur í hags- munabaráttu. Í þessu samhengi má bæta því við, að það eru ekki bara þjóð- málaforkólfar sem hafa áhyggjur af dvínandi sinnu fólks – og þá einkum ungs fólks – á því sem þeim finnst máli skipta. Vís- indamenn hafa margir orðið áhyggjur af sinnuleysi fólks um vísindi, og jafnvel andspyrnu gegn vísindalegri hugsun. Og eitt af því sem manni sýnist að geti staðið vísindum fyrir þrif- um er pólitík. Dugar að nefna hlutskipti þýskra háskóla á tím- um nasistastjórnarinnar, sem kvað upp úr með að öll vísindi og fræði skyldu miðast að því að auka veg Þúsundáraríkisins. Það er því aldeilis fráleitt að halda því fram að stjórnmál séu lífið sjálft. Mætti ekki fremur segja að vísindin séu lífið sjálft? Nei, reyndar væri það jafn frá- leitt, því lífið verður ekki skil- greint með einu orði. En það er kannski ekki nema von að maður ruglist í ríminu. Í fjölmiðlum eru öll svið mannlífs- ins núorðið skilin og skilgreind út frá tveim grundvallarforsendum: Pólitík og peningum. Það er að segja, fjölmiðlar virðast líta svo á að allt sé á endanum spurning um annaðhvort pólitík eða pen- inga eða hvort tveggja, og því séu hinar pólitísku eða fjárhagslegu hliðar málanna ætíð hin „raun- verulega“ hlið málanna. Til dæmis: Vís maður benti á það fyrir skömmu að umfjöllun fjölmiðla um sjávarútveg á Ís- landi (og sennilega víðar) hefði gerbreyst á bara fáum árum, og snerist nú ekki lengur fyrst og fremst um aflabrögð, heldur um gengi hlutabréfa í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Með þessum hætti eru fjöl- miðlar í raun að gefa villandi mynd af mannlífinu, því að það hefur í raun fleiri hliðar en bara þessar tvær, og hægt að skilja það og skoða út frá öðrum for- sendum. Til dæmis má halda því fram að með þessum hætti hafi íslenskir fjölmiðlar beinlínis átt stóran þátt í því að vinna gegn framgangi vísinda á Íslandi, og hafi gegnum tíðina gefið Íslend- ingum aldeilis fáránlega einfald- aða mynd af heiminum. Kannski þess vegna sem það getur verið fast í manni að pólitík sé upphaf og endir alls. En við nánari skoðun hefur þó komið í ljós að lífið er (sem betur fer) fjölbreyttara en svo, og maður er ekki sinnulaust fórnarlamb markaðsgildanna þótt maður láti sig pólitík engu varða og meira að segja geri í því að forðast hana. Auk þess má ekki gleyma hinu, að markaðsgildin eru ekki í sjálfu sér slæm gildi. Það sem er slæmt er þegar þau verða hin einu gildi sem allt er skilgreint út frá. En pólitík er ekki eina flóttaleiðin. Á flótta frá pólitík Manns eigin skynsemi segir manni oft að ráðlegast sé að treysta betur visku annarra en manns sjálfs í einhverjum málum. Að taka ekki afstöðu sjálfur getur því verið mjög skynsamlegt. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.