Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
MIKIÐ tjón varð á húsinu Granda-
vegi 8, þar sem Bæjarútgerð
Reykjavíkur var áður til húsa, þeg-
ar eldur varð laus í húsinu árla
laugardagsmorguns. Talið er að
tjónið nemi tugum milljóna króna.
Eldurinn kom upp á annarri hæð
hússins þar sem staðið hafa yfir
endurbætur síðustu mánuði og stóð
til að tölvufyrirtækið Stefja ehf.
flytti starfsemi sína þangað eftir
helgi. Allt tiltækt slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kvatt út og
réð það niðurlögum eldsins að
mestu á rúmri klukkustund. Mik-
inn reyk lagði yfir vesturbæinn frá
eldinum og fékk slökkviliðið nokkr-
ar tilkynningar um að reykur hefði
komist inn í híbýli manna.
Að sögn Þorsteins Ingimundar-
sonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu,
var mikill eldur í húsinu þegar
slökkvilið kom á staðinn. Eldurinn
var bundinn við syðsta hluta húss-
ins og logaði þar út úr gluggum.
Jafnframt náði eldurinn að læsa sig
í áfast, bárujárnsklætt útskot.
Talsverðar skemmdir urðu einnig
vegna reyks og hita á þriðju hæð
hússins, þar sem Ásatrúarfélagið
hefur bækistöðvar. Í áfastri bygg-
ingu til norðurs, þar sem áður voru
fiskvinnslusalir Granda hf., er
tölvufyrirtækið Gagarín með sína
starfsemi.
Maður í fastasvefni á jarðhæð
Ekki urðu miklar skemmdir í
þeim hluta hússins enda eldvarn-
arveggur á milli húsanna.
Maður, sem hafðist við á jarð-
hæð hússins, var vakinn af fasta-
svefni af slökkviliðinu. Hann sakaði
ekki. Eins var í fyrstu talið að ann-
ar tveggja iðnaðarmanna, sem
höfðu verið við störf í húsinu að-
faranótt laugardagsins, væri þar
enn þegar eldurinn kom upp. Svo
reyndist þó ekki vera. Iðnaðar-
mennirnir höfðu verið við störf
fram til kl. 3 en bíll annars þeirra
var ennþá við húsið þegar slökkvi-
lið kom á staðinn. Maðurinn reynd-
ist hins vegar vera heima hjá sér
við bestu heilsu.
Unnið hafði verið að endurbótum
á annarri hæð hússins í nokkra
mánuði og stóð til að fagna verklok-
um í gær og afhenda forsvarsmönn-
um Stefju lykil að húsnæðinu. Fyr-
irtækið átti að vera á 1.000
fermetra gólffleti á annarri hæð
hússins. Allar innréttingar voru
fullbúnar en tölvubúnaði og tækjum
fyrirtækisins hafði þó ekki verið
komið fyrir. Að sögn Heimis Björg-
vinssonar, fjármálastjóra Stefju,
mun bruninn ekki raska starfsemi
fyrirtækisins.
Slökkvistarfi var að mestu lokið
um kl. 9 en eldur gaus upp að nýju
um hádegisbilið. Slökkvilið náði þó
fljótt að slökkva í glæðunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það skíðlogaði í húsinu, þegar slökkvilið kom á staðinn, laust eftir klukkan 7 í gærmorgun. Upptök eldsins eru óljós.
Tugmilljóna tjón í bruna
í gamla BÚR-húsinu
Tölvufyrirtæki átti að flytj-
ast í húsnæðið eftir helgi
Til stóð/43
LIÐUR í því að efla Ísfélag Vest-
mannaeyja til dáða í þágu eigenda og
íbúa Vestmannaeyja kann að vera
sameining við annað fyrirtæki til að
styrkja stöðu þess, að mati Gunn-
laugs Sævars Gunnlaugssonar, eins
stjórnarmanns fyrirtækisins. Gunn-
laugur Sævar segir engar slíkar við-
ræður þó í gangi og harmar að eig-
endur Vinnslustöðvarinnar skuli
tvisvar hafa horfið frá samþykktum
um sameiningu.
„Í dag á fyrirtækið ekki í neinum
viðræðum við önnur félög um samein-
ingu. Sé hins vegar horft til framtíðar
hygg ég nú að þessar einingar muni
stækka,“ segir Gunnlaugur í viðtali
við Morgunblaðið og kveðst taka und-
ir með þeim sem hafi lýst þeirri skoð-
un. Hann segir að sjávarútvegsfyrir-
tækin verði í framtíðinni fá og öflug
þar sem ýtrustu hagkvæmni verði
gætt við veiðar, vinnslu og markaðs-
setningu og vonar að Ísfélagið verði í
framtíðinni hluti af slíku fyrirtæki.
„Ég sé ekki að Ísfélagið muni endi-
lega standa eitt og sér, þegar horft er
til framtíðar með þeim hætti sem er í
dag. Ég held að hag eigenda og
starfsfólks sé betur borgið með því að
styrkja þessar einingar.“
Gunnlaugur Sævar segir það alltaf
hafa verið markmið Ísfélagsins að
treysta búsetu í Eyjum. Það sé hins
vegar glapræði að ætla að byggja nýtt
frystihús fyrir bolfiskvinnslu þar sem
kvóti félagsins sé of lítill. Önnur fyr-
irtæki í bænum séu hins vegar fengin
til að vinna úr hluta bolfiskaflans og
sjálft sinnir félagið saltfiskvinnslu.
Stjórnarmaður Ísfélags Vestmannaeyja
Sameining hugsanlega
liður í að efla fyrirtækið
Glapræði/42
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra mun í ræðu á fjarskipta-
þingi nk. fimmtudag gera grein
fyrir þeirri tillögu sem hann
hyggst gera varðandi leyfisveiting-
ar á þriðju kynslóð farsíma. Sturla
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann myndi leggja fram frum-
varp um þetta mál á Alþingi í vet-
ur.
Talverðar umræður hafa verið
um hvaða leið ætti að fara við að
veita þessi nýju farsímaleyfi.
Sturla sagði að hann hefði látið
skoða ítarlega útboðsleið og svo-
kallaða samanburðarleið. Á fjar-
skiptaþinginu myndi hann gera
grein fyrir þessari vinnu og hvaða
aðferð hann myndi gera tillögu um.
Leyfi vegna þriðju
kynslóðar farsíma
Ákvörðun
kynnt á fjar-
skiptaþingi
VEGAGERÐIN hyggst færa síma-
þjónustu stofnunarinnar til Ísafjarð-
ar á næstunni. Jón Rögnvaldsson,
aðstoðarvegamálastjóri, segir að
ráðið verði í fjögur störf á Ísafirði
vegna þessa.
Einnig komi til greina að flytja
a.m.k. hluta af upplýsingaþjónustu
Vegagerðarinnar til Ísafjarðar. Þau
mál séu í sérstakri athugun hjá
stofnuninni
Jón segir þessar breytingar í sam-
ræmi við stefnu þá sem ríkisstjórnin
hefur markað um fjölgun starfa á
landsbyggðinni. Hann segir að ekki
þurfi að koma til uppsagna starfs-
fólks í Reykjavík heldur muni Vega-
gerðin ekki ráða í þau störf sem
losna.
Þegar fram í sækir muni starfs-
fólki þó væntanlega fækka til jafns
við fjölgun starfsmanna á Ísafirði.
Nýtt símkerfi verður
tekið í notkun
Forsenda fyrir flutningi símaþjón-
ustunnar er endurnýjun á símakerfi
Vegagerðarinnar. Jón segir að end-
urnýjun kerfisins hafi víða verið
mjög brýn. Unnið er að útboði á nýju
símakerfi og verður verkið boðið út
þegar þeirri vinnu er lokið.
Símaþjón-
usta verð-
ur flutt til
Ísafjarðar
Vegagerðin
♦ ♦ ♦