Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 43 MIKILL viðbúnaður var þegar eld- ur kom upp í húsinu á Grandagarði 8, þar sem Bæjarútgerð Reykjavíkur var til húsa, snemma í gærmorgun. Eldurinn kom upp á annarri hæð í syðsta hluta hússins en breiddist lít- ið út. Hins vegar urðu miklar skemmdir á húsinu vegna reyks og vatns. Til stóð að fagna verklokum við endurbæturnar í dag en fram- kvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Ráðgert var að flytja starf- semi tölvufyrirtækisins Stefju ehf. á hæðina þar sem eldurinn kom upp strax eftir helgi. Mikinn reyk lagði yfir vesturbæ- inn frá eldinum. Í nokkrum tilfellum hringdi fólk er býr í nágrenni við Grandagarð til slökkviliðs þar sem reykur hafði komist inn í íbúðir þess. Maður í fastasvefni á jarðhæð Unnið var að endurbótum á hús- inu og þar stóð til að opna nýjar höf- uðstöðvar tölvufyrirtækisins Stefju með formlegum hætti í gær, laug- ardag. Fyrirtækið átti að vera á 1.000 fermetra gólffleti í húsinu og voru allar innréttingar fullbúnar en tölvubúnaði og tækjum fyrirtækisins hafði þó ekki verið komið fyrir. Tveir iðnaðarmenn voru við vinnu í húsinu allt fram til kl. 3 aðfaranótt laugardagsins en tilkynnt var um eldinn klukkan 6.55 að morgni. Fyrsta verk slökkviliðs var að bjarga manni sem hafði verið í fastasvefni á jarðhæð hússins út úr því. Manninn sakaði ekki. Hann hafði haft þarna svefnaðstöðu þótt ekki sé þar um íbúð að ræða. Um tíma var talið að annar iðnaðarmannanna væri ennþá inni í húsinu en reykkafarar leituðu strax af sér allan grun. Maðurinn reyndist heill á húfi á heimili sínu. Milljónatjón á húsinu Þorsteinn Ingimundarsson, varð- stjóri hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, segir að mikill eldur hafi verið í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Eldurinn var staðbundinn við syðsta hluta hússins. Þetta er þrí- lyft steinhús og sambyggt við það eru gamlir fiskvinnslusalir Granda hf. Jafnframt náði eldurinn að læsa sig í lítið bárujárnsklætt útskot sem er áfast suðurgafli hússins og þar logaði mikill eldur þegar að var kom- ið. Slökkvistarfi var lokið um kl. 9. Ekki er ljóst hver upptök eldsins eru. Eigandi þeirrar hæðar þar sem eldurinn kom upp er Guðjón Bjarna- son arkitekt. Hann sagði ljóst að þarna væri um milljónatuga tjón að ræða. Þriðja hæð hússins er í eigu Ásatrúarfélagsins og urðu þar tals- verðar skemmdir vegna reyks og hita. Í sambyggðri norðurálmu, þar sem áður voru fiskvinnslusalir Granda, hefur tölvufyrirtækið Gag- arín starfsemi sína á jarðhæð og annarri hæð. Þar kom eldtraustur veggur í veg fyrir skemmdir. Þessi hluti hússins er í eigu eignarhalds- félags sem tengist sjávarútvegsfyr- irtækinu IceMac. Heimir Björgvinsson, fjármála- stjóri Stefju, sagði að formlega hefði staðið til að taka við lykli að húsnæð- inu í gær. Hann sagði að eldsvoðinn raskaði ekki mikið starfsemi fyrir- tækisins og eldsvoðinn hefði óveru- legt tjón í för með sér fyrir Stefju. Lán í óláni hefði verið að ekki hefði verið búið að flytja búnað fyrirtæk- isins í húsið. Hann segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort hús- ið verði endurbyggt. Eldur gaus upp aftur kl. 12 Eldur gaus aftur upp á sama stað í húsinu um kl. 12, eða einni klukku- stund eftir að svokölluð eftirvakt slökkviliðsins taldi sig hafa lokið störfum að fullu. Svo virðist sem glæður hafi leynst í húsinu og taldi varðstjóri líklegt að fljótlegt yrði að slökkva eldinn að þessu sinni þar sem húsið væri allt opið. Eldur kom upp í gamla BÚR-húsinu á Grandavegi snemma í gærmorgun Til stóð að opna tölvu- fyrirtæki í húsinu í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn og réði niðurlögum hans á rúmri klukkustund. Eldur gaus upp aftur síðar um morguninn en hann var slökktur fljótlega. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á húsinu Grandavegi 8 eftir eldsvoðann. Maðurinn sem vakinn var af svefni á jarðhæð hússins fékk teppi sér til skjóls hjá lögreglu. Guðjón Bjarnason, arkitekt og eigandi hæðarinnar, á tali við rannsóknarmann í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.