Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 6
DÆTUR landsins lögðu í gær leið
sína inn á flesta vinnustaði lands-
ins og sköpuðu þar auð í krafti
kvenna – í einn dag til að byrja
með, en vonandi síðar um alla
framtíð. Stúlkur á aldrinum 9–15
ára fengu að fara í vinnunna með
mömmu, pabba, eða einhverjum
úr fjölskyldunni, og höfðu bæði
gagn og gaman af.
Þetta er annað árið í röð sem
slíkur dagur er haldinn, og segir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
verkefnastjóri Auðs í krafti
kvenna, að verkefnið stefni að því
að auka hagvöxt á Íslandi með
því að auka atvinnuþátttöku og
nýsköpun hjá konum, þar sem ný-
sköpun reiknist mjög lág hjá kon-
um í hlutfalli við karla.
Það hafi sýnt sig að stelpur fari
ósjálfrátt í ákveðin störf og þess
vegna sé dagurinn talinn góður
til að kynna þeim önnur störf.
Meira lagt upp úr
deginum nú en í fyrra
„Fyrirtækin leggja meira upp
úr deginum en í fyrra, og fleiri
fyrirtæki eru að koma inn,“ segir
Þorbjörg. „Tölvufyrirtæki eru að
ranka við sér því aðstandendur
þeirra sjá þörfina til að auka
þátttöku kvenna hreinlega til
þess að fá starfskrafta. Þátttakan
er mikil yfirhöfuð, því miður
fáum við ekki tölur yfir allar þær
stelpur sem eru með, en í fyrra
voru yfir 2.000 stelpur sem okkur
tókst að skrá.“ Auðarverkefnið
stendur í þrjú ár þannig að dag-
urinn verður haldinn aftur að ári
liðnu.
„Við vonumst til að geta haldið
þessu gangandi til frambúðar
með því að vera stuðningsaðili.
Þessi dagur hefur verið haldinn í
níu ár í Bandaríkjunum með mjög
góðum árangri.“
Þróttur í þágu karla
Í Landsbankanum komu dæt-
urnar í heimsókn í gær og í dag
verður haldinn svipaður dagur en
fyrir stráka einungis. Jakobína
Ólafsdóttir, sérfræðingur á mark-
aðsdeild Landsbankans, segir þau
hafa fundið upp nýtt kjörorð af
því tilefni: Þróttur í þágu karla.
„Við vildum gefa báðum kynj-
um tækifæri á að sjá hvað við er-
um að gera. Í dag komu um 33
stelpur í aðalbanka en í heildina
um 180 stelpur.“ Auk þess sem
þær fá að reyna fyrir sér í ýmsu
gefur Landsbankinn stelpunum
bankabók með ýmsum upplýs-
ingum eins og tölulegum stað-
reyndum um stöðu kvenna innan
bankans. „Svo hvetjum við þær
áfram og segjum þeim að allt sé
mögulegt ef áhugi er fyrir hendi.
Konur vinni hér í öllum deildum
og störfum,“ sagði Jakobína.
Þorbjörg segir daginn sér-
staklega hannaðan til þess að
stelpurnar fái að njóta sín við að
skoða fyrirtækið og spyrja sinna
spurninga. „Mér finnst frábært að
taka strákana líka með, en þá sér
daginn eftir. Það eru ólíkar
áherslur sem þarf að setja hjá
strákum og stelpum. Átakið sjálft
á við stelpur og við erum að
reyna að opna hugarheim þeirra
til þess að skoða annað en það
sem liggur beint fyrir. Þetta er
aldurinn þar sem þær eru að
horfa í kringum sig og pæla í
hvað strákarnir hugsa og hvernig
þær líta út og þær þurfa aðeins
að losna frá því til þess að hugsa
um framtíðina.“
Á auglýsingastofuna Gott fólk
kom hress hópur stelpna og fékk
að hanna auglýsingu þar sem
þemað var páskaeggjaleit. Þær
ungu vissu alveg hvað þær vildu
og voru öruggar þegar þær skip-
uðu grafísku hönnuðunum Þór-
hildi Elínu og Gunnari fyrir. Það
var svo gaman hjá þeim að Hild-
ur, 9 ára, sagðist hafa fengið illt í
bakið af hlátri.
„Þær skiptu liði og fóru í hug-
myndavinnu þar sem ákveða
þurfti myndefni, taka myndirnar
og semja textann. Þær settu aug-
lýsinguna upp og stýrðu öllu í
gegnum okkur hönnuðina. Ég
held að þær hafi lært nokkuð
mikið af þessu og það er búið að
vera mikið fjör,“ segir Þórhildur
Elín Elínardóttir.
Aðspurðar sögðust stúlkurnar
allar ætla að koma aftur eftir ár,
en þær vilja ekki hafa strákana
með. „Þeir eyðileggja allt!“ sögðu
þær og hlógu.
Brugðu sér í hlutverk
blaðamanna
Morgunblaðið er aðili að verk-
efninu Dæturnar með í vinnuna
og var mikið fjölmenni á blaðinu í
gær. Stúlkurnar mættu strax
klukkan 9 í gærmorgun og fengu
þá kynningu á sögu og starfsemi
blaðsins. Eftir skoðunarferð um
blaðið og hádegisverð brugðu
þær sér í hlutverk blaðamanna.
Heimsókninni lauk um klukkan
15.30 og voru stúlkurnar kvaddar
með gjöfum til minningar um
heimsóknina.
Dæturnar
fjölmenntu
í vinnuna
Ætli hér sjáist margir upprennandi flugumferðarstjórar?
Þær hugsuðu vel hver um aðra á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Það var fjör á auglýsingastofunni Gott fólk.
Í Ráðhúsi Reykjavíkur héldu ungu dömurnar ræðu og sögðu borg-
arstjórn hvernig þær vilja hafa Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn
Stelpurnar sem fóru í Landsbankann fengu bol sem á stóð „Landsbankinn…og ég.“ Stúlkurnar sem heimsóttu Morgunblaðið voru ánægðar með daginn.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ