Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarhátíð um páskana Músík í Mý- vatnssveit TónlistarhátíðinMúsík í Mývatns-sveit verður haldin í fjórða sinn nú um páska. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur séð um undirbúning þessara tveggja daga tónleika, hún var spurð hvað væri á efn- isskránni að þessu sinni. „Á föstudaginn langa verður flutt tónlist sem hæfir stund og stað. Má þar nefna tónlist eftir Händel, Schubert, Scarl- atti, Biset og fleiri. Þeir tónleikar verða klukkan 21 í Reykjahlíðarkirkju. Á laugardag verða tónleik- arnir í Skjólbrekku og hefjast þeir klukkan 15. Þar verða flutt íslensk og ítölsk sönglög og Silunga- kvintettinn eftir Schubert, þetta dásamlega og vorlega verk – ég hef tekið eftir því hvað þessi ynd- islega tónlist hefur haft góð áhrif á okkur, en við höfum eðlilega ver- ið að æfa að undanförnu. Í ár koma frábærir flytjendur með mér. Það er sérstakt gleði- efni að minna á að Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari spilar nú á Íslandi eftir margra ára hlé, þess má geta að hún er ættuð úr Mývatnssveit. Hún hefur verið búsett í München í mörg ár. Jó- hann Friðgeir Valdimarsson ten- ór mun syngja, hann hefur vakið mikila athygli að undanförnu. Þar að auki leika Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Há- varður Tryggvason kontrabassa- leikari.“ – Hvað varð til þess að tónlist- arhátíð varð að árlegum viðburði í Mývatnssveit? „Pétur Snæbjörnsson, hótel- stjóri í Reynihlíð, hefur undanfar- in fjögur ár af miklum rausnar- skap boðið til sín tónlistarfólki og þess vegna er Hótel Reynihlíð stærsti styrktaraðili tónleikanna. Það er alltaf verið að tala um leng- ingu á ferðatíma og í boði eru ýmsir útivistarmöguleikar, þetta var hugsað sem afþreying af öðr- um toga fyrir heimamenn og gesti.“ – Hafa þessir tónleikar verið vel sóttir? „Já, mjög vel sóttir. Mývetning- ar eru afar tónelskir og upp til hópa „stemmningsmenn“, þannig að það er gaman að spila fyrir þá. Í mörg ár hefur svo margt ferða- fólk komið í Mývatnssveit og notið útiveru um páskana, gengið í kringum vatnið á föstudeginum langa og verið á snjósleðum og sótt svo tónleikana milli útiveru- stundanna.“ – Er þetta alltaf sami hópurinn af tónlistarfólki sem fer? „Nei, það hefur margt tónlist- arfólk komið að þessum tónleik- um, ég er sú eina sem hef spilað öll árin.“ – Er auðvelt að fá fólk til að fara í svona tónleikaferð? „Fólk hefur brugðist vel við og virðist hafa gaman af að fara og spila í Mývatnssveit, það er mín reynsla.“ – Er nægilega mikið gert af því að fara með tónleika út um land vetur sem sumar? „Sjálfri finnst mér í rauninni aldrei nóg af tónleikum. Sumir segja hins vegar að framboðið sé nægilegt. Aðalatriðið er þó auðvit- að hvernig til tekst. Ef tónleikarn- ir heppnast vel þá er þetta mjög ánægjulegt. Ef meira fjármagn væri fyrir hendi væri hægt að fara víðar og gera miklu meira.“ – Hvernig farið þið að því að fjármagna þessa tónleika? „Fyrir utan boð Hótels Reyni- hlíðar styrkir Skútustaðahreppur tónleikana og ýmis fyrirtæki.“ – Hvernig tónlist virðist þér heppilegast að fara með um land- ið? „Ekkert eitt er heppilegra en annað, aðalatriðið er að velja góða tónlist. Fólk vill þó mjög gjarnan heyra söngtónlist og nú syngur Jóhann Friðgeir heilmikið. Sólrún Bragadóttir og Sigrún Hjálmtýs- dóttir hafa komið fram á þessum tónleikum áður og frammistaða þeirra var öll með þeim glæsibrag að tónlistarhús um allan heim hefðu verið fullsæmd af.“ – Hvernig aðstaða er til tónlist- arflutnings í Mývatnssveit? „Það fer sérstaklega vel um okkur á hótelinu, við vöknum við ilminn af heimabökuðum brauð- um í góðum herbergjum. Aðstað- an í Skjólbrekku er góð, þar er fínn, gamall Petroff-flygill með „karakter“.“ – Hvað gerið þið tónlistarfólkið þegar þið eigið frí frá spila- mennskunni um páskana? „Sumir hafa farið og gengið á skíðum, rennt fyrir silung eða far- ið í gufubað en aðrir hafa eins og hljóðfæraleikara er siður „límst við“ hljóðfærin sín.“ – Hvernig reynsla er það fyrir tónlistarmenn að spila úti á landi? „Það er mjög gaman. Það er eins og við verð- um óþvingaðri og jafn- vel fegin að vera laus við streituna í Reykja- vík. Í Mývatnssveit er eins og allir vita annáluð náttúru- fegurð. Ein ástæðan fyrir þessum tónleikaferðum er sú að ég vil hafa afsökun fyrir því að fara í Mý- vatnssveitina á öðrum tímum en á sumrin, en þá er ég þar gjarnan. Ég er ættuð úr Mývatnssveit og fjölskylda mín á þar enn sumar- hús. Segja má að ég hafi alltaf heimþrá til Mývatnssveitarinn- ar.“ Laufey Sigurðardóttir  Laufey Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1974 og stund- aði framhaldsnám í Banda- ríkjunum hjá prófessor G. Neikrug og sótti einnig tíma hjá A. Grumiaux í Belgíu. Hún fékk seinna ítalska ríkisstyrkinn og var við nám í Róm. Nú er Laufey fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Laufey er í sambúð með Þorsteini frá Hamri og eiga þau eina dóttur en Þor- steinn á auk þess sex börn. Gaman að spila fyrir Mývetninga Hæstvirtur landbúnaðarráðherra verður að bíta í það súra epli að það er ekki allt vænt sem vel er grænt. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára pilt í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir tilefn- islausa og fólskulega líkamsárás sem hann framdi í starfi sínu sem dyra- vörður á áramótadansleik í Laugar- dalshöll fyrir rúmu ári. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa slegið manninn í andlitið með þeim afleiðingum að fjórar fram- tennur hans losnuðu. Pilturinn neitaði sök. Hann lýsti atburðum þannig að hann hefði verið að fara með manninn út úr húsinu þegar maðurinn féll við. Þeir hefðu báðir dottið og hann fallið ofan á hann. Hann hefði þá spurt hann hvort ekki væri í lagi með hann og maðurinn þá kinkað kolli. Í niðurstöðum dómsins segir að þrjú óvilhöll vitni að atvikinu, sem ekki voru undir áhrifum áfengis, séu sammála um að pilturinn hafi slegið manninn í andlitið þar sem hann lá á bakinu. Telst með framburði þeirra sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Við mat á refsingu var tekið tillit til þess að árásin var tilefnislaus og fólskuleg. Fórnarlambið hefði verið mikið ölvað og varnarlaust. Refsing- in þykir því hæfileg tveggja mánaða fangelsi, en haldi pilturinn skilorð fellur refsing niður að tveimur árum liðnum. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þá var hann dæmdur til að greiða manninum 202.240 krónur í bætur auk alls sakarkostnaðar. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dyravörður dæmdur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.