Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær rúmlega þrítug- an karlmann til 14 mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnað, aðallega á kjöti. Maðurinn á all- langan sakaferill að baki og með brotinu nú rauf hann skil- orð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa frá því 5. febrúar til 2. desember í fyrra stolið tveim- ur páskaeggjum, tveimur galla- buxum og tveimur kjötlærum, fjórum framhryggjarvöðvum, sex hamborgarhryggjum auk annarra kjötvara. Verðmæti kjötsins var um 55.000 krónur. Þá var hann sakfelldur fyrir fíkniefnabrot en lögreglan fann eitt sinn lítilræði af hassi á manninum. Fyrir dómi veitti hann m.a. þá skýringu á þjófn- uðunum að hann hefði ætlað að selja kjötið til að borga fyrir fíkniefni. Maðurinn hefur frá 1996 hlotið 5 refsidóma fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefna- lagabrot og umferðarlagabrot. Síðast hlaut hann refsidóm fyr- ir tveimur árum, þriggja mán- aða fangelsi fyrir þjófnað. Hon- um var í desember 1999 veitt reynslulausn skilorðsbundið í tvö ár á 270 daga eftirstöðvum þess dóms og annars frá í nóv- ember 1998. Með brotunum sem hann var dæmdur fyrir í dag rauf hann skilorð reynslu- lausnarinnar. Dómara þótti, með hliðsjón af því að maðurinn olli ekki miklu tjóni með brotum sínum, hæfilegt að úrskurða hann í fangelsi í 14 mánuði. Valtýr Sigurðsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Kjötþjófur dæmdur til fangels- isvistar LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í fyrrakvöld tvo menn sem höfðu reynt að brjóta sér leið inn í íbúð í fjölbýlishúsi við Auðbrekku í Kópa- vogi. Annar mannanna veitti mikla mótspyrnu við handtöku og greip lögreglan til þess ráðs að sprauta á hann varnarúða. Hann fékk að gista fangageymslur lögreglunnar. Hinn fékk að fara heim að yfirheyrslum loknum en að sögn lögreglu tók hann ekki þátt í átökunum við lögreglu. Einn lög- reglumannanna tognaði lítillega við handtökuna. Lögreglan var kölluð að fjölbýlis- húsinu um kl. 23. Tilkynning var á þá leið að tveir menn, vopnaðir hnífi og hafnaboltakylfu, hefðu ruðst inn í húsið. Ákveðið var að kalla til liðs- auka frá Reykjavík en alls fóru sex lögreglumenn á staðinn. Að sögn lögreglu áttu mennirnir tveir, sem eru um tvítugt, óuppgerðar sakir við íbúa í húsinu. Lögreglan beitti varnarúða á mann Vopnaðir hafna- boltakylfu FERÐALAG hjónanna Evu Sig- urbjörnsdóttur og Ásbjarnar Þor- kelssonar frá Reykjavík til Djúpu- víkur tók sannarlega lengri tíma en venja er til. Þau lögðu af stað á mið- vikudaginn í síðustu viku og komu ekki til sín heima fyrr en aðfaranótt mánudags. Fleira fólk af Ströndum slóst í hópinn á leiðinni norður og voru þau orðin 14 talsins undir lok- in, bæði vegagerðarmenn og sveit- ungar hjónanna, og fóru hægt yfir. „Við reyndum bara að taka þessu létt,“ sagði Eva í samtali við Morg- unblaðið en þau Ásbjörn eru stað- arhaldarar á Hótel Djúpuvík. „Við hjónin vorum búin að vera fyrir sunnan um nokkurra vikna skeið á námskeiðum. Það var búin að vera einmunatíð í vetur en þegar fór að hilla undir það að við værum tilbúin að fara heim fór veðrið að versna,“ sagði Eva en þau hjónin ákváðu þrátt fyrir allt að leggja af stað frá Reykjavík síðasta miðviku- dag. Á tveimur bílum frá Reykjavík „Við keyrðum til Hólmavíkur í fyrstu atrennu og fengum gistingu þar. Við fórum og töluðum við vega- gerðarmenn en þá var búið að slá því föstu að byrjað yrði að moka daginn eftir,“ sagði Eva en bætti við að því hefði svo verið frestað um einn dag. Eva og Ásbjörn voru auk þess á tveimur bílum þar sem þau höfðu fest kaup á vörubíl í Reykja- vík. Vegagerðarmenn hófu mokst- urinn á föstudaginn sl. og lögðu Eva og Ásbjörn þá af stað norður á Strandir. „Við lögðum af stað á há- degi og náðum þeim um fjög- urleytið,“ sagði Eva en hjónin keyrðu á eftir þeim í nokkrar klukkustundir. Vegagerðarmennirnir voru komnir inn í Veiðileysufjörð og að sögn Evu var orðið útséð um að þau kæmust til Djúpuvíkur þann daginn. „Einn vegagerðarmanna, bóndinn á Bassastöðum við Steingrímsfjörð, bauð okkur gistingu,“ sagði Eva, og þau þáðu það. Ferðalagið gekk ekki mikið betur á laugardeginum en seinnipartinn létti eitthvað til. „Tækin voru á und- an okkur,“ sagði Eva sem bætti því við að þau hefðu vart ráðið við þenn- an mikla snjó. Sváfu í vörubílnum um nóttina Illa gekk í Veiðileysuhálsi og var snjórinn mikill. „Hann er svo erfiður og oftast nær þarf að moka hann upp í móti, sunnan megin frá,“ sagði Eva en moksturinn hélt áfram til klukkan tíu um kvöldið. „Þá ákváð- um við að sofa bara í vörubílnum um nóttina. Ég held að vegagerð- armennirnir hafi haft miklar áhyggjur af okkur. Þeir voru að minnsta kosti mættir klukkan níu á sunnudagsmorguninn.“ Bjartsýni ríkti hjá hjónunum dag- inn eftir og að sögn Evu töldu þau að þau yrðu jafnvel komin heim á há- degi á sunnudeginum. Þá var einnig stærri blásari kominn á svæðið sem er nokkuð stórvirkur. „En hann bara bilaði fljótlega og vann ekki nema á hálfum afköstum.“ Fjölgar í hópnum „Á sunnudeginum fóru að bætast við bílar og seinni part dags var komin bílalest á eftir okkur. Við vor- um komin upp á hálsinn upp úr há- deginu, þá fór að halla undan. Þá fannst okkur við nánast vera komin heim en það liðu heilir tólf tímar,“ segir Eva. „Við vorum ekki komin hingað niður til Djúpuvíkur fyrr en rúmlega tvö aðfaranótt mánudags,“ bætti hún við. „Maður var nú orðinn svolítið velktur þegar við loks komumst á áfangastað,“ sagði Eva og var fólkið að vonum orðið nokkuð svangt. „Við hituðum okkur súpu hérna þegar klukkan var að ganga þrjú um nótt- ina,“ sagði Eva. Allir gistu á hót- elinu hjá Evu og Ásbirni um nóttina og voru þar 14 manns alls. „Ég var síðust í rúmið og var að skríða upp í um klukkan hálffimm,“ sagði Eva hlæjandi. Hlutirnir eru nú að komast í sinn vanagang norður á Ströndum. „Þeir eru búnir að vera að hérna stans- laust,“ sagði Eva og er þá að vísa til vegagerðarmannanna. „Ég held að þetta sé að komast í lag núna fyrst,“ segir Eva en varahlutir í blásarann komu frá Hólmavík í gær. Allir ferðalangarnir komnir til síns heima Gestirnir eru þó komnir til síns heima þótt ekki hafi verið hægt að keyra alla leið. Þeir gistu í tvær næt- ur hjá Evu og Ásbirni og héldu til síns heima í dag. „Þeir fóru allir héðan á snjósleðum, yfir fjall, sem kallað er. Ferðin gekk vel hjá þeim en ég bað þá um að láta mig vita þegar þeir væru komnir í hús aftur. Allir eru búnir að láta vita af sér,“ sagði Eva. Eva er bjartsýn enda er veðrið að batna aftur. „Það er loksins komið almennilegt veður. Það sér til fjalla og sólin skín inn á milli,“ sagði hún að lokum. Voru lengur á leiðinni frá Reykjavík til Djúpuvíkur en áætlað var „Reyndum að taka þessu létt“ álitsgerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns kemur fram að tveir starfsmenn borgarskipu- lags sem valdir hefðu verið í nefndina hefðu verið vanhæfir til verksins þar sem yfirmenn þeirra tengdust tveimur af þeim arkitektstof- um sem skilað hefðu inn tillögum og síðan ver- ið valdar til að taka þátt í skipulagsvinnunni. Á grundvelli álitsgerðarinnar ákvað borg- arráð á fundi sínum í síðustu viku að skipa tvo nýja fulltrúa í forvalsnefndina í stað þeirra sem skipaðir hefðu verið af borgarskipulagi. Munu þeir, ásamt öðrum fulltrúum forvals- nefndarinnar, dæma að nýju þær tvær um- sóknir arkitektastofanna sem tengjast yfir- mönnum borgarskipulags og þær 19 sem ÞEIM 26 arkitektastofum, sem tóku þátt í for- vali Reykjavíkur vegna skipulags Halla- og Hamrahlíðalanda, var í upphafi raðað í sæti eftir einkunnagjöf þar sem meginviðmiðin voru skipulagsreynsla, starfsmannafjöldi og samkeppnisþátttaka. Forvalsnefndin breytti síðan röðinni að teknu tilliti til annarra þátta, eins og t.d. hæfileika til samvinnu. Árni Þór Sigurðsson, formaðurskipulags- og byggingarnefndar og forvalsnefndarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja rétt að gefa upp hver röðin hafi verið og hvernig hún hefði breyst. Nokkrir þátttak- endur í forvalinu hafa farið fram á þetta sem og fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði, en Árni Þór sagðist ekki viss um að arkitektastof- unum yrði mikill greiði gerður með því að birta nákvæmlega hvar þær hefðu lent í röð- inni Eins og kom fram í Morgunblaðinu á laug- ardaginn hefur nokkuð verið fjallað um málið í borgarráði, ekki síst vegna athugasemda arki- tekta við fjölskyldutengsl yfirmanna borgar- skipulags við tvær af þeim stofum sem valdar voru til að taka þátt í skipulagsvinnunni. Í hafnað var. Búist er við að hinar nýju tillögur verði lagðar fyrir skipulags- og byggingar- nefnd í dag. Röðin breyttist Eins og áður sagði voru þrjú meginviðmið höfð til hliðsjónar við einkunnagjöfina. Skipu- lagsreynsla, þar sem lagt var mat á viðkom- andi stofu við skipulagsvinnu, vó 40%. Starfs- mannafjöldi, þar sem lagt var mat á getu stofunnar til að takast á við stór verkefni, vó 35% og samkeppnisþátttaka, þar sem lagt var mat á fjölda verka sem viðkomandi stofa hefur unnið að í samkeppnum, vó 25%. Í minnisblaði frá Árna Þór segir: „Sérhver nefndarmaður gaf stofunum einkunn m.v. ofangreind viðmið. Þegar yfirferð umsókna var lokið með tilliti til þessara viðmiða var sá helmingur þeirra sem hæstu einkunnir hlaut, tekinn til frekari skoðunar. Stofunum var rað- að eftir einkunnagjöf. Til viðbótar við ofan- greind meginviðmið voru lögð til grundvallar önnur málefnaleg sjónarmið s.s. hæfileikar til samvinnu og stjórnunar, reynsla af verkefna- skilum o.þ.h. Við það breyttist röð umsækj- enda lítillega og á þeim grundvelli gerði for- valsnefndin tillögu til skipulags- og byggingarnefndar um þátttakendur í ramma- skipulagi vegna Halla- og Hamrahlíðalanda.“ Í álitsgerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlög- manns kemur fram að mat forvalsnefndarinn- ar hafi byggst jafnt á hlutlægum sem hug- lægum sjónarmiðum. Eins og áður kom fram sagðist Árni Þór ekki telja rétt að gefa það upp hvernig röðin hefði breyst. Aðspurður sagði hann að röð þeirra tveggja stofa sem meta þyrfti á ný ásamt þeim 19 sem ekki hefðu verið valdar upphaflega hefði ekki breyst. Hann sagði að þær hefðu í báðum til- fellum verið í hópi þriggja efstu stofanna. Forval Reykjavíkurborgar vegna skipulags íbúðabyggða í Halla- og Hamrahlíðalöndum Röð þátttakenda ekki gefin upp UNNIÐ hefur verið að því að opna veginn norður í Árneshrepp á Ströndum. „Það er búið að vera snjólétt í vetur en það gerði skot um daginn sem lokaði þessu,“ segir Úlfar Páls- son verkstjóri hjá Vegagerðinni. „Þetta er búið að vera meira eða minna opið í vetur, svona fyrir jeppa að minnsta kosti.“ Vegagerð- in notar tvo veghefla og snjóblás- ara til að ryðja veginn. Á myndinni sést að snjóhengja hefur fallið á veghefil þar sem hann var að ryðja veginn. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Snjóhengja féll á veghefil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.