Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sótti 8. apríl annan utan-
ríkisráðherrafund Evrópusam-
bandsins og samstarfsríkja þess um
hina svokölluðu Norðlægu vídd
ESB.
Norðlæga víddin er samheiti fyrir
áhersluatriði og verkefni sem ESB
stendur að á norðurslóðum og var
hrundið úr vör árið 1999 þegar Finn-
land gegndi formennsku í Evrópu-
sambandinu. Samstarfsríki ESB um
Norðlæga vídd eru, auk Íslands,
Eystrasaltsríkin, Noregur, Pólland
og Rússland. Fundinn sóttu einnig
áheyrnarfulltrúar frá Bandaríkjun-
um og Kanada auk fulltrúa frá nor-
rænum og evrópskum fjármála-
stofnunum.
Í ávarpi sínu á fundinum lagði ut-
anríkisráðherra áherslu á mikilvægi
svæðisbundins samstarfs á norður-
slóðum. Hann lýsti ánægju með þær
áherslur og þá vinnu sem Evrópu-
sambandið leggur af mörkum á
norðurslóðum, ekki síst á sviði um-
hverfismála með sérstakri áherslu á
varnir gegn mengun frá kjarnakljúf-
um og kjarnorkuúrgangi.
Þá hvatti utanríkisráðherra til
þess að aukin áhersla yrði lögð á að
koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúk-
dóma og að barátta gegn alþjóðlegri
glæpastarfsemi yrði efld. Loks lagði
utanríkisráðherra áherslu á mikil-
vægi öflugs samstarfs milli ESB og
svæðasamtaka á norðurslóðum, þ.e.
Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins
og Norðurskautsráðsins um Norð-
lægu víddina. Mikilvægt væri að allt
starf að málefnum norðurslóða væri
samræmt eins og kostur væri til að
komast hjá tvíverknaði og auka
þannig á skilvirkni.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar,
Anna Lindt, stjórnaði fundinum en
Svíþjóð gegnir nú formennsku í
ESB.
Utanríkisráðherra á fundi ESB og samstarfsríkja um hina Norðlægu vídd
Svæðisbundið samstarf mikilvægt
EINSTAKLINGAR sem þýski her-
inn hneppti í þrældóm eða nauðung-
arvinnu í síðari heimsstyrjöldinni
geta nú lagt fram kröfu um skaðabæt-
ur á hendur þýska ríkinu og hefur ut-
anríkisráðuneyti Þýskalands beðið ís-
lensk stjórnvöld að koma á framfæri
upplýsingum um skaðabætur sem
einhverjir íbúar á Íslandi telja sig
eiga rétt á. Sé viðkomandi ekki á lífi
geta aðstandendur eða afkomendur
krafist þess að fá skaðabæturnar
greiddar.
Bæturnar eru fyrst og fremst ætl-
aðar þeim sem hnepptir voru í þræl-
dóm eða nauðungarvinnu en einnig
geta þeir krafist bóta sem urðu fyrir
óbætanlegu heilsustjóni af völdum
illrar meðferðar eða eignamissi í
seinni heimsstyrjöldinni sem rekja
má til kynþáttaofsókna nasista.
Stríðsfangar eiga hins vegar ekki rétt
á bótum.
Þýska ríkisstjórnin og nokkur fyr-
irtæki í Þýskalandi hafa stofnað sjóð
sem ætlað er að koma til móts við þá
sem sannanlega sættu grimmilegri
meðferð af hálfu nastistastjórnarinn-
ar á stríðsárunum. Jafnframt því hef-
ur ríkisstjórnin stofnað til samstarfs
við nokkur alþjóðleg mannúðarsam-
tök og stofnanir sem hafa tekið að sér
að meta hugsanlegar kröfur. Greidd-
ar verða bætur til þeirra sem sannað
geta sitt mál og nema greiðslur allt
frá 2.000 þýskum mörkum upp í
15.000 mörk, sem eru ríflega 600.000
krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá utan-
ríkisráðuneytinu eru íslensk stjórn-
völd að bregðast við þeirri ósk utan-
ríkisráðuneytis Þýskalands um að
miðla upplýsingum til þeirra sem
telja sig eiga rétt á skaðabótum, en
ekki er vitað til þess að einhverjir að-
ilar hér á landi telji sig eiga rétt á slík-
um bótum. Skaðabótakröfum þarf að
skila fyrir 1. ágúst á þessu ári en nán-
ari upplýsingar fást hjá alþjóðaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins.
Leita fórnar-
lamba nasista
hérlendis
GÆÐAVERÐLAUN Ferðaskrif-
stofu Íslands voru í veitt í fyrsta
skipti á mánudag, en markmið
þeirra er að auka gæði í ferðaþjón-
ustu innanlands. Í flokki hótela
hlutu Hótel Framtíð á Djúpavogi
og Hótel Flúðir viðurkenningu. Af-
þreyingarstaðir sem verðlaunaðir
voru eru Sögusafnið á Hvolsvelli,
Jökulsárlón og Byggðasafn Skag-
firðinga í Glaumbæ. Þá voru bíl-
stjórarnir Gunnar Valur Jónsson
og Steinn Sigurðsson verðlaunaðir
og leiðsögumennirnir Hinrik
Bjarnason, Laufey Helgadóttir og
Árni Magnússon.
Valið á verðlaunahöfum er byggt
á gæðakönnun á íslenskri ferða-
þjónustu utan höfuðborgarsvæðis-
ins sem gerð var síðastliðið sumar.
Gerð var könnun á 68 gististöðum,
23 afþreyingaraðilum, 34 leiðsögu-
mönnum og 43 bílstjórum. Í úrtak-
inu voru 1.400 ferðamenn sem tóku
þátt í hringferðum um landið í rút-
um yfir sumartímann. Svarhlutfall í
könnuninni var 80%. Ferðamenn
skiptust þannig eftir málsvæðum að
550 voru enskumælandi, 450 þýsku-
mælandi, 200 frönskumælandi, 100
ítölskumælandi og 100 tóku þátt í
blönduðum ferðum á þýsku og
ensku. Úrtakið er í sama hlutfalli
og heildarfjöldi ofangreindra ferða-
manna sem sækja Ísland heim.
Ráða má af niðurstöðum úr könn-
uninni að farþegar séu almennt
mjög ánægðir með Íslands sem
áfangastað og er náttúrufegurð
helsta aðdráttaraflið. Það sem helst
er fundið að Íslandi er að gæði gist-
ingar sé ekki nógu góð og að verð-
lag sé of hátt. Í könnuninni kemur
einnig fram að Frakkar kvarta
helst yfir því að fá ekki eftirrétt,
Bandaríkjamenn vilja hafa vika-
pilta á hótelum til að bera tösk-
urnar og Norðurlandabúar leggja
mest upp úr því að burstar séu á
klósettum til að þrífa þau eftir
notkun.
Gæðaverðlaun Ferðaskrifstofu Íslands veitt í fyrsta skipti
Markmiðið að auka
gæði ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
Í flokki afþreyingarstaða hlutu verðlaun Byggðasafn Skagfirðinga Glaumbæ, Jökulsárlón og Sögusetrið Hvols-
velli. Við verðlaunum tóku Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Glaumbæjar, Einar Björn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Jökulsárlóns, og Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins.
FYRRVERANDI forsetafrú
Bandaríkjanna, frú Hillary Rod-
ham Clinton, gaf nýverið meðferð-
arheimili fyrir börn með geðræn
vandamál hestana tvo sem henni
voru færðir í heimsókn sinni hér á
landi í október 1999 þegar hún tók
þátt í ráðstefnunni um konur og
lýðræði við árþúsundamót.
Hestarnir voru gjöf íslenskra
barna til barna í Bandaríkjunum
og hafa þeir nú fengið heimili á
meðferðarheimilinu Green Chimn-
eys í Putnam-sýslu í New York.
Frá þessu er sagt í Lögbergi-
Heimskringlu, fréttablaði Vestur-
Íslendinga í Kanada.
Hestarnir, Spaði og Reimar,
hafa vakið athygli í fjölmiðlum þar
vestra undanfarnar vikur og eru
börnin á Green Chimneys sögð
himinlifandi með hina nýju fer-
fættu íbúa. Fram kemur í Lög-
bergi-Heimskringlu að hvor hest-
ur sé metinn á 25 þúsund dollara
eða sem samsvarar um 2,3 millj-
ónum króna.
Gagnast vel í nýju hlutverki
Skarphéðinn Steinarsson, skrif-
stofustjóri í forsætisráðuneytinu,
segir í samtali við Morgunblaðið
að þessi ákvörðun hafa verið
tekna í fullu samráði við ráðu-
neytið. „Við nutum síðan aðstoðar
Félags hrossabænda og fleiri við
þessa ráðstöfun. Þeir eru komnir
þarna á sinn stað og við höfum
heyrt að það sé mikil ánægja með
þá og að þeir gagnist vel í með-
ferðinni á krökkunum sem þarna
eru. Þannig að það gekk alveg eft-
ir sem menn ætluðu sér með
þetta.“
Hillary Clinton gaf
börnum á meðferðar-
heimili íslensku hestana
Hillary og Davíð á Þingvöllum.
RÚMLEGA sextugur maður hefur
verið sviptur ökurétti í ár og
dæmdur til 60.000 króna sektar í
ríkissjóð í héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir ölvunarakstur. Jafnframt var
hann dæmdur til að greiða allan
sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnar-
laun skipaðs verjanda síns, 40.000
krónur. Vitni tilkynntu lögreglu
akstur mannsins sem þau töldu
vera drukkinn, en þau fylgdu bif-
reiðinni að heimili hans og sögðu að
lögregla hefði verið komin á vett-
vang 5–10 mínútum eftir að hann
stöðvaði bifreið sína. Maðurinn við-
urkenndi að hafa ekið bifreiðinni
umræddan dag úr vesturborginni í
Breiðholt. Hann neitaði aftur á móti
að hafa verið undir áhrifum áfengis
við aksturinn en kvaðst hafa drukk-
ið allmikið áfengismagn eftir að
heim kom. Niðurstaða alkóhólrann-
sóknar sýndi magn alkóhóls í blóði
ákærða 2,17 ‰ en í þvagi 2,68 ‰.
Samkvæmt áliti Lyfjafræðistofn-
unar Háskóla Íslands, sem aflað
var vegna málsins, segir að hlutfall
etanóls í blóði og þvagi bendi til
þess að ákærði hafi ekki neytt
áfengis svo nokkru nemi í að
minnsta kosti klukkustund áður en
sýnin voru tekin, sem var kl. 19. Þá
sagði í álitinu að fræðilega væri
nánast útilokað að ná því magni af
etanóli í þvagi á þeim stutta tíma
sem leið frá því að akstri lauk þar
til maðurinn var færður til sýn-
istöku.
Hefur oft hlotið dóma
Maðurinn hefur margsinnis hlotið
dóma og gengist undir sátt vegna
brota á áfengis- og umferðarlögum.
Ekkert þeirra hafði þó ítrekunar-
áhrif á refsingu hans fyrir brotið
sem hann var dæmdur fyrir í dag.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Dæmdur fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjavíkur
Kvaðst hafa sest að drykkju
að loknum akstrinum
GÆSLUVARÐHALD yfir
karlmanni sem tollgæslan á
Keflavíkurflugvelli handtók 25
mars sl. með ígildi 2.000 e-
taflna sem hann hafði falið í
buxnastreng og í úðabrúsa
hefur verið framlengt til 30.
apríl nk. að kröfu fíkniefna-
deildar lögreglunnar í Reykja-
vík.
Gæslu-
varðhald
framlengt