Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 13 VÍNARDRENGJAKÓRINN mun halda tvenna tónleika í Garðabæ í október næstkom- andi og er heimsókn hans lið- ur í hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis bæjarins. Þá heldur kórinn eina tónleika á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem kórinn kemur hingað til lands en hann söng hér á listahátíð í Reykjavík árið 1990. Að þessu sinni eru 26 drengir og fjórir fullorðnir í hópnum en að sögn Lilju Hallgrímsdóttur, formanns menningarmálanefndar Garðabæjar marka tónleikar kórsins hér á landi upphaf tónleikaferðar hans um Ís- land, Skandinavíu og Írland. Lilja segir nálægðina við Reykjavík gera það að verk- um að bærinn verði að vera með eitthvað vandað og öðruvísi menningarefni á boðstólunum og því hafi ver- ið ráðist í að fá kórinn hingað til lands vegna afmælis bæj- arins. Ástæða þess að drengirnir halda tónleika á Akureyri er sú að einn af fararstjórum þeirra að þessu sinni var í drengjakórnum sem kom hingað fyrir ellefu árum og í þeirri ferð fóru drengirnir til Akureyrar. Honum hafi orðið sú ferð eftirminnileg og því vildi hann að drengirnir nú fengju að njóta þess líka. Sund á bannlista Það var þó ekki allt sem drengirnir gerðu hér síðast sem féll stjórnendunum í geð. „Þá var þeim boðið í sund hér í Garðabæ en það var víst ekki voðalega vin- sælt því þeir mega ekki fá kvef,“ segir Lilja og bætir því við að passað sé upp á að ekkert slíkt verði gert að þessu sinni. „Við höfum fengið sendar reglur upp á 10 síður um það hvernig við eigum að haga okkur því þetta eru sko ekki neinir venjulegir drengir. Þeir eiga t.d. að hafa bún- ingsherbergi þar sem eru 30 stólar og 30 snagar og þar verður að vera vatn og djús við stofuhita. Þeir verða að fá þrjár hollar máltíðir á dag og verða að fá algera hvíld milli 15 og 17 og svona mætti lengi telja.“ Þá eru gerðar töluverðar kröfur um aðbúnað drengj- anna og fararstjóra þeirra og til dæmis er það gert að skil- yrði að þeir gisti á fyrsta flokks hóteli, drengirnir tveir og tveir í herbergi en far- arstjórarnir í sérherbergjum. Lilja segir þessar kröfur skiljanlegar þegar tekið er mið af því að þeir búi nánast í ferðatöskum alla sína æsku. Miðasala hefst með haust- inu en tónleikarnir í Garða- bæ verða þann 11. og 12. október í nýjum sal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ sem mun taka um 600 manns þegar hann verður tilbúinn. En óttast menn ekkert að aðsóknin verði mun meiri en salurinn rúmar? „Það er aldrei neitt skemmtilegra en þegar húsið er of lítið fyrir menninguna,“ segir Lilja að lokum. Tvennir tónleikar Vínardrengjakórsins hér á landi í haust liður í afmælishaldi Garðabæjar Tíu síður af reglum fylgja drengjunum Garðabær LEIKSKÓLAR Reykjavíkur brýna fyrir starfsmönnum allra leikskóla í höfuðborginni að hreinsa burt nálar og sprautur úr leikskólagörðum áður en börnum er hleypt út í leik enda hafi orðið vart við slíkt á leikskólum víða í borg- inni. Starfsmenn á leikskólan- um Austurborg finna færri sprautur eftir að lyfjaverslun í nágrenninu hætti að hafa opið á næturnar en nokkuð kvað að slíku áður. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist vita til þess að leikskólakennarar á Austurborg hafi kvartað und- an nálum og sprautum í um- hverfi skólans og segir þetta hið hvimleiðasta mál. Hann segir þetta þó ekkert eins- dæmi því það hafi orðið vart við slíkt á leikskólum í nánast öllum hverfum bæjarins. „Við höfum brýnt fyrir okkar fólki á öllum okkar leikskólum að starfsmenn fari út og hreinsi til, sérstaklega eftir helgar en margir gera það á hverjum einasta morgni. Síðan höfum við látið lög- reglu vita en hún er vanbúin til að gæta að þessu. Ef það kveð- ur mjög rammt að þessu og leikskólasvæðin verða að sam- komustað unglinganna í hverfinu þá höfum við líka lát- ið öryggisvakt hjá Securitas fara sérstakar ferðir á þessa staði.“ Þá nefnir Bergur að í einum leikskólanna hafi verið sett upp öryggismyndavél til að hafa eftirlit með svæðinu en það komi ekki síður til vegna þess að mikið hefur verið um skemmdarverk í þeim skóla. Hann segir að aldrei hafi komið upp dæmi þar sem börn hafi skaðað sig eða veikst vegna sprautunála á leikskóla- svæði. „Það hafa aðeins einu sinni komið upp veikindi barns sem rekja mátti, samkvæmt upplýsingum lækna, til ein- hverrar óþverrapillu. Þá var það spurning um hvort barnið hefði fundið þetta í leikskóla- garðinum eða einhvers staðar annars staðar en það sannað- ist ekki neitt í þeim efnum.“ Eftir að apótekið Lyf & heilsa, sem er til húsa í Aust- urveri, hætti að hafa opið á næturnar verða starfsmenn á Austurborg minna varir við sprautur og nálar á leikskóla- lóð og í nágrenni leikskólans en áður. Að sögn Öllu Dóru Smith aðstoðarleikskólastjóra gerð- ist það af og til að starfsmenn skólans rákust á nálar og sprautur í nánasta umhverfi skólans og af þeim sökum hef- ur það verið gert að vana að fara rækilega yfir leikskóla- lóðina á morgnana áður en börnunum er hleypt út í leik. Hins vegar hefur ekki fundist nál á leikskólalóðinni síðan í haust og þeim hefur fækkað mjög í nánasta umhverfi skól- ans. „Það virðist vera mun minna um þetta núna og við tengjum það við að næturopn- un í apótekinu var hætt,“ segir Alla Dóra. Koma á öðrum tíma Bergur segist ekki áður hafa heyrt slíkan nálafund tengdan við opnunartíma lyfjaverslana. „Ég hef heyrt þetta frekar í tengslum við ákveðin samkomusvæði og þá reynum við að brjóta þetta upp með Securitasvörslu því það er eins og löggæslan hafi ekki nægan mannafla til að hjálpa okkur mikið þarna.“ Lyf & heilsa í Austurveri var um skeið eina apótekið á höfðuborgarsvæðinu sem hafði opið allan sólarhringinn en um síðustu áramót var því hætt og er nú aðeins opið til klukkan 2 á næturnar. Guð- mundur Örn Guðmundsson apótekari þar segir að starfs- fólk sitt hafi orðið vart við að mikið var sóst eftir sprautum og nálum á næturnar þegar næturopnunin var enn við lýði. „Þetta var mikið selt hérna. Hins vegar hefur engin breyt- ing orðið á þessu því fólk kem- ur bara á öðrum tíma.“ Hann bendir á að ekki sé um óvenjulega mikla sölu á þessum varningi að ræða hjá honum því sömu sögu sé að segja af öðrum lyfjaverslun- um, enda séu fleiri apótek opin til klukkan 24 á kvöldin. Sprautunálar finnast í nágrenni leikskóla í flestum hverfum borgarinnar Starfsmenn leikskóla hvattir til að hreinsa til í görðunum Reykjavík FYRIRHUGAÐ er að stofna hlutafélag um rekstur hótelskips á hafnarsvæðinu í Arnar- nesvogi í Garðabæ, þar sem áður var athafna- svæði Stálvíkur. Farið hefur verið fram á við- ræður við hafnarstjórn- ina í bænum um leigu á leguplássi fyrir skipið vegna þessa. Bjarni Magnússon sem vinnur að því að koma hótelinu upp segir hugmyndina vera þá að skipið liggi við bryggju allan ársins hring. „Ég held að þetta myndi fara vel þarna enda er þetta miðsvæðis en þó aðeins út úr þannig að þetta er ekki í skarkala miðborg- arinnar. Mér finnst stað- urinn að mörgu leyti henta vel, til dæmis eru Bessastaðir þarna í bak- sýn. Auðvitað þarf að snyrta svæðið í kring að- eins til og kannski breyta áætlun strætisvagna þannig að þeir stoppuðu þarna við.“ Hann segir hugmynd- irnar ekki komnar mjög langt á veg en þó sé hann með þýskt skip í sigti sem sé töluvert stórt og er með um 150 herbergi. Gangi allt eftir vonast hann til að hótelskipið verði að veruleika strax næsta sumar. „Helst hefði ég viljað drífa í þessu því ég held það komi til með að vanta gistirými í sumar. Það er til dæmis mikið um leigu- flug hingað til lands og væntanlega og vonandi verður aukning í því.“ Hann segir kostnað við það að koma skipinu upp vera töluverðan en þó hafi hann trú á því að rekstur þess muni ganga upp. „Erlendis hafa slík hótelskip gengið mjög vel og þetta er mjög víða í Evrópu, til dæmis í Stokkhólmi en þangað fór ég nýlega til að kynna mér þetta þar.“ Hótel- skip við höfnina í Garðabæ? Arnarnesvogur HRAFN er búinn að verpa efst í sementsturninum á Ár- túnshöfða. Hreiðrið er aust- an megin á turninum, og hef- ur verið þar æði lengi, eða í rúmlega 15 ár, að sögn Ein- ars Þorleifssonar nátt- úrufræðings. „Hrafnar urpu áður í klettunum utan í höfð- anum, en þegar vegurinn var færður aðeins nær klett- unum en verið hafði fluttu þeir sig upp í sementsturn- inn. Það er næstum því ár- visst að hrafnar verpi þarna. Ég kom að turninum 4. apríl síðastliðinn, og þá var hrafn- inn lagstur á nokkrum dög- um áður, var mér sagt af manni sem þekkti til fuglanna. Ég hef ekki frétt af neinu öðru hrafnshreiðri, sem er orpið í núna, en ég veit reyndar ekki hvort það hafi verið athugað sér- staklega,“ sagði Einar. Íslenski hrafninn er ein- dreginn staðfugl. Einkvæni ríkir og tryggð er haldið við maka ævilangt. Aðalvarptím- inn hér á landi er í apríl, en getur þó verið bæði fyrr og síðar. Hreiðrið nefnist dyngja, bálkur eða laupur og er byggt úr sprekum, lyngi, beinum og þara og stundum er gaddavír bætt í; síðan er fóðrað með ull, grasi eða mosa. Þetta getur orðið mikil smíð, náð allt að 150 cm að hæð og verið 150 cm í þver- mál. Hreiðrið er oftast á stöðum þar sem erfitt er að komast að, yfirleitt á klettasyllum, en víða erlendis eru tré vin- sæl hreiðurstæði. Íslenski hrafninn er á ein- um af svokölluðum válistum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, en það eru skrár yfir þær tegundir íslenskra fugla, dýra og plantna sem eiga undir högg að sækja hér á landi, eru í útrýmingarhættu eða hefur verið útrýmt. Á þeim lista sem hefur með fugla að gera er hrafninn sagður í yfirvofandi hættu; á síðustu 10 árum hefur orðið meira en 20% fækkun í stofn- inum á norðausturlandi en er ókannað annarsstaðar. Hrafn er orpinn í laupinn í sementsturninum á Ártúnshöfða Næstum árvisst síðastliðin 15 ár Morgunblaðið/Ómar Hrafnarnir virðast ánægðir með hreiðurstæðið í sementsturninum á Ártúnshöfða, enda er hann nánast sem ókleifur klettaveggur. Ártúnshöfði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.