Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Furuvöllum 5, 600 Akureyri
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -19 • LAUGARDAGA KL. 10 -16
590,-
– ekki bara s
tundum!Alltaf ód
ýrir
Sími 550 4100
295.-
100%
Verð hjá Pennanum
SONY disklingar
hærra verð hjá
Pennanum!
j
Egilsstöðum - Heilbrigðisráðherra
undirritaði á fimmtudag samning um
árangursstjórnun við stjórnendur
Heilbrigðisstofnunar Austurlands
(HSA). Í fréttatilkynningu segir að
markmið samningsins séu m.a. að
auka gagnkvæmar skyldur heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytisins og
HSA, efla áætlanagerð og eftirlits-
þátt ráðuneytisins og auka jafnframt
sjálfstæði og ábyrgð HSA á rekstri
sínum og þjónustu.
Samkvæmt samningnum skal
stofnunin meta þörf fyrir heilbrigð-
isþjónustu á starfssvæði sínu og
hvernig henni verði best mætt. Í því
skyni skal stofnunin setja fram í áætl-
unum sínum til ráðuneytisins skýr
markmið, m.a. töluleg, um leiðir að
settu marki, árangur og mat á honum.
Samningurinn er í samræmi við
gæðaáætlun ráðuneytisins frá sl. ári.
Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að
allar heilbrigðisstofnanir móti sér
áætlanir um gæðaþróun og hafi lokið
því fyrir árslok.
Við sama tækifæri og samningur-
inn var undirritaður var ný viðbygg-
ing heilsugæslustöðvarinnar á Egils-
stöðum tekin í notkun. Ingibjörg
Pálmadóttir opnaði bygginguna
formlega með því að aka sjúkrabifreið
fagmannlega inn í hana. Ingibjörg
hrósaði rekstri heilsugæslustöðvar-
innar og benti á mikilvægi hennar
fyrir byggðarlagið.
Viðbyggingin er 500 m² að stærð, á
tveimur hæðum og kostnaður við
hana um 50 milljónir króna. Henni er
ætlað að hýsa sjúkrabíla HSA, stór-
slysa- og almannavarnabúnað, röntg-
enstofu og aðgerðastofu. Í framtíð-
inni verður á neðri hæðinni aðstaða
fyrir mæðra- og ungbarnavernd, sér-
fræðiskoðun og ýmislegt fleira en
mjög var farið að þrengja að vaxandi
rekstri stofnunarinnar.
Nýr rekstrarstjóri hefur verið ráð-
inn til Heilbrigðisstofnunar Austur-
lands en það er Ólafur Als. Hann er
Reykvíkingur og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Póst-
miðlunar. Ólafur er rekstrarfræðing-
ur og landfræðingur að mennt.
Samið um gæðastjórnun og við-
byggingu við Heilsugæslustöðina
Heilbrigðisráð-
herra við stýrið
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Trítlukórinn úr Tónlistarskóla Fellabæjar tók lagið á opnunarhátíðinni.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ók sjúkrabifreið inn í nýja
viðbyggingu Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum og tók hana þann-
ig formlega í notkun.
Borgarnesi - Lokahátíð stóru
upplestrarkeppninnar var hald-
in í Borgarnesi 29. mars og tóku
ellefu keppendur þátt í henni.
Þeir komu úr sex skólum á
Vesturlandi: Grunnskólanum í
Borgarnesi, Búðardal, Varma-
landsskóla, Heiðarskóla, Anda-
kílsskóla og Laugargerðisskóla.
Sigurvegararnir voru Rakel
Guðjónsdóttir í fyrsta sæti og
Magnús Brynjólfsson í öðru
sæti, bæði nemendur í 7. bekk
Varmalandsskóla, og í þriðja
sæti hafnaði Ágústa Hrund Þor-
geirsdóttir, nemandi í Andakíls-
skóla.
Lokahátíðin var í umsjón
Grunnskóla Borgarness og fór
hátíðlega fram í Borgarnes-
kirkju. Keppendur lásu bæði
texta og ljóð og í hléum léku
nemendur frá Tónlistarskóla
Borgarfjarðar á hljóðfæri. Snorri
Þorsteinsson, fyrrverandi
fræðslustjóri, ávarpaði gesti og
hafði orð á því hversu mikilvægt
það væri að temja sér rétt og
skýrt málfar og að lestrarkeppni
væri ein leið til að örva málvitund
ungmenna. Á meðan dómararnir
báru saman bækur sínar var
gestum boðið í kaffi og meðlæti.
Allir keppendur fengu bókina
Þjóðsögur við sjó í viðurkenning-
arskyni og skólarnir viðurkenn-
ingarskjal fyrir þátttöku. Sigur-
vegararnir fengu að auki tösku
og peningaverðlaun frá Spari-
sjóði Mýrasýslu.
Upplestrarkeppni
í Borgarnesi
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Rakel Guðjónsdóttir úr Varmalandsskóla lenti í fyrsta sæti, Magnús
Brynjólfsson, einnig úr Varmalandsskóla, í 2. sæti og í þriðja sæti
varð Ágústa Hrund Þorgeirsdóttir úr Andakílsskóla.
Grindavík - Nýr veitinga- og
skemmtistaður var opnaður nú í
lok mars. Þessi nýi staður á líka
að gegna því hlutverki að vera
kaffihús, að sögn eigenda. Eig-
endurnir eru þrír, þeir Jón Hall-
dór Jónsson, Einar Björn Bjarna-
son og Guðmundur Karl
Tómasson.
„Hérna á að vera allt til alls,
búið að panta húsið töluvert, m.a.
fyrir fermingar. Þetta er búið að
vera mikil törn að koma þessu
öllu í stand og síðasti iðn-
aðarmaðurinn fór hér fimm mín-
útum áður en fyrstu gestirnir
komu. Bygging hússins hófst 26.
október síðastliðinn og ætli
kostnaðurinn sé ekki eitthvað um
32 milljónir?“ sagði Jón Halldór
Jónsson, einn af eigendunum.
Þetta hús er allt hið glæsileg-
asta og kærkomin búbót í
skemmtanalíf og menningu
Grindvíkinga. Tveir salir eru í
húsinu, á efri hæð er salur sem
tekur um 120 manns í sæti og
niðri er salur sem tekur 80
manns í sæti. Þess utan er koní-
aksstofa sem er hin glæsilegasta
og fer vel í þessu glæsilega
bjálkahúsi frá Eistlandi.
„Gólfflöturinn er 320 fermetrar
niðri og svo eru 180 fermetrar
uppi. Afgreiðslutíminn er ekki
fullmótaður en líklega opnum við
kl. 12 og höfum opið til 1 á virk-
um dögum en 3 um helgar,“ sagði
Jón Halldór.
Sjávarperl-
an opnuð
í Grindavík
Morgunblaðið/GPV
Eigendur Sjávarperlunnar. Frá vinstri: Sæunn Kristinsdóttir, Einar
Björn Bjarnason, Jón Halldór Jónsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Guð-
mundur Karl Tómasson og Kristrún Bragadóttir.
Hellnum - Nýlega var haldið mál-
þing á Hótel Borgarnesi þar sem
fjallað var um menningartengda
ferðaþjónustu og mikilvægi hennar í
ferðaþjónustu. Gunnar Sigurðsson,
formaður Sambands sveitarfélaga á
Vesturlandi, setti þingið. Margir fyr-
irlesarar fluttu erindi um ýmsa þætti
menningartengdar ferðaþjónustu.
Karitas Gunnarsdóttir, skrifstofu-
stjóri skrifstofu menningarmála í
menntamálaráðuneytinu, kynnti
stefnumótun ráðuneytisins í menn-
ingarmálum og forsendur samninga
ríkis og sveitarfélaga um þau mál.
Magnús Sigurðsson, minjavörður á
Vesturlandi, fjallaði um mikilvægi
fornleifaskráningar og benti á mik-
ilvægi hennar fyrir menningar-
tengda ferðaþjónustu. Bergur Þor-
geirsson, forstöðumaður Snorra-
stofu í Reykholti, fjallaði um
menningarminjar, rannsóknir og
miðlun í sínu rétta umhverfi. Rögn-
valdur Guðmundsson ferðamála-
fræðingur fjallaði um sagnalist og
ýmsa möguleika til kynningar og
miðlunar á sögu og hefðum en hann
er í forsvari fyrir verkefni í sagna-
hefð á Vesturlandi.
Í framhaldi af framsögu Rögn-
valdar kynnti málþingsstjóri, Sigríð-
ur Finsen, oddviti Eyrarsveitar,
óvæntan dagskrárlið. Var þar kom-
inn einn besti sagnamaður Vestur-
lands, Ingi Hans Jónsson úr Grund-
arfirði, sem sagði málþingsgestum
svo magnaðar sögur að allir sátu
heillaðir. Var þar komið lýsandi
dæmi um ágæti sagnahefðarinnar í
ferðaþjónustu.
Þegar Ingi Hans hafði lokið sög-
um sínum tók Jón Jónsson, þjóð-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Sögusmiðjunnar, við og leiddi ráð-
stefnugesti í allan sannleika um
Strandagaldur og kynnti fyrir
mönnum hvernig þeir Strandamenn
göldruðu upp fyrsta áfanga galdra-
safnsins þar. Í lokin fjallaði Guðrún
G. Bergmann, formaður Ferðamála-
samtaka Vesturlands, um kraft ein-
staklingsins í menningartengdri
ferðaþjónustu og benti máli sínu til
stuðnings á ýmsa einstaklinga sem
hafa með áhuga sínum, elju og krafti
byggt upp söfn og sögustaði sem
njóta virðingar og vegsemdar. Sam-
eiginleg niðurstaða málþingsins var
að það hefði vakið menn til umhugs-
unar og væri vissulega hvati til frek-
ari dáða í þessum málaflokki á Vest-
urlandi.
Málþing á Hótel Borgarnesi
Mikilvægi menningar-
tengdrar ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Gestir á málþingi um menningartengda ferðaþjónustu í Borgarnesi.