Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ZORAN Djindjic, forsætisráð- herra Serbíu, segir í viðtali við þýska vikublaðið Bunte að hann búist við því að Mira, eig- inkona Slobodans Milosevic, verði handtekin innan tíðar. Í viðtalinu, sem birtist á morgun, segir Djindjic að Mil- osevic og eiginkona hans hafi í sameiningu stýrt ríkinu með harðri hendi um tíu ára skeið, og fyrirskipað handtökur og morð á andstæðingum sínum. Vilja flytja úr landi BRESKU hjónin sem í fyrra- dag töpuðu forræðismáli yfir tvíburum sem þau ættleiddu gegn greiðslu um Netið sögðu í gær að þau vildu flytjast búferl- um til Bandaríkjanna vegna þeirrar meðferðar sem þau hafa þurft að sæta af hendi fjöl- miðla og dómstóla. „Ég hef tap- að öllu. Ég hef tapað landi mínu,“ sagði Judith Kilshaw í samtali í morgunþætti á sjón- varpsstöðinni CBS. Tvíburarnir sem deilt er um voru í fyrstu ættleiddir í Bandaríkjunum og síðan til Kilshaw-hjónanna í Bretlandi. Börnin verða nú sett í umsjá Missouri-ríkis en dómstólar þar munu taka endanlega ákvörðun um forræðið. Bush beiti sér fyrir stækkun NATO HÓPUR bandarískra öldunga- deildarþingmanna úr röðum repúblikana og demókrata hef- ur skrifað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann er hvattur til að beita sér fyrir stækkun Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Þetta kemur fram í pólska dag- blaðinu Gazeta Wyborcza í gær. Í bréfinu segir að Bush ætti að beita sér fyrir því að á leiðtogafundi bandalagsins í Prag á næsta ári verði stækk- unin samþykkt. Í bréfinu segir ekki hvaða ríki það eru sem ættu að fá inn- göngu. Rússar hafa verið því mjög andvígir að Eystrasalts- ríkjunum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, verði boðin innganga. Engisprettur í Afganistan ENGISPRETTUFARALDUR í norðurhluta Afganistan ógnar nú gróðurfari landsins sem var mjög viðkvæmt fyrir vegna stöðugra þurrka. Að sögn af- ganskra embættismanna er er- lend aðstoð nauðsynleg ef tak- ast á að stemma stigu við faraldrinum. Sahibdad Pak- been, háttsettur embættismað- ur í landbúnaðarráðuneytinu, sagði í gær að milljónir engi- sprettulirfa væri nú að finna í norðurhlutanum en þar er helsta ræktarsvæði grænmetis og ávaxta í landinu. Að sögn Pakbeen hefur stjórn Talibana í Afganistan falast eftir aðstoð Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna í baráttunni við engispretturnar. STUTT Mira hand- tekin inn- an tíðar? Á MORGUN verða liðin 40 ár frá því að fyrsti maðurinn fór út fyrir gufuhvolfið í geimferð og verður þess minnst víða um heim en ekki síst í Rússlandi. Júrí Gagarín, fyrsti geimfarinn, fór þrjá hringi um- hverfis jörðu 12. apríl 1961 og var tekið með kostum og kynjum er hann kom til Moskvu að afrekinu loknu. Níkíta Krústsjof, aðalritari kommúnistaflokksins og forsætis- ráðherra, faðmaði að sér 27 ára gamla flugmanninn sem honum fannst hafa sannað yfirburði sov- étkerfisins. Ekki var verra að Sov- étmenn skákuðu bandarísku keppi- nautunum nú aftur eins og gerðist 1957 þegar Sovétríkin urðu fyrsta ríkið sem sendi á loft gervihnött, Spútnik. Gagarín var ein vinsælasta hetja Sovétríkjanna gömlu og fjöldi drengja var skírður í höfuðið á hon- um, aðdáendabréfin streymdu til hans. Hann fór í fjölda ferða til ann- arra landa og kom meðal annars við á Íslandi. Í fyrirsögnum dag- blaða hér var honum meðal annars líkt við Leif heppna. Gagarín fórst í flugslysi árið 1968. 12. apríl hefur um áratugaskeið verið geimfaradagurinn í Rússlandi og þar áður Sovétríkjunum. Efnt verður til hátíðarhalda í Moskvu, heimaborg Gagaríns, einnig í Smol- ensk og ýmsum útibúum rúss- neskra geimferðarannsókna. Vladí- mír Pútín forseti mun taka á móti nefnd fremstu geimvísindamanna og embættismanna á því sviði í Kreml. Einnig verða haldnir fyr- irlestrar, kynntar nýjar bækur um Gagarín og sýndar sjónvarps- myndir um geimferðir og líf fyrsta geimfarans. Vegna efnahagserfiðleikanna í Rússlandi hefur þurft að draga mjög úr fjárveitingum til geim- rannsókna og fyrir nokkru var geimstöðin gamla, Mír, kvödd og látin brenna upp í gufuhvolfinu. Í vefritinu The Russia Journal er afreks Gagaríns minnst en jafn- framt bent á að íbúar landsins hafi aðeins fengið ritskoðaða frásögn af manninum og geimferðinni. Öll geimferðaáætlun Sovétríkjanna hafi eins og annað verið umlukin leynd og það sé ekki fyrr en á allra síðustu árum sem raunveruleikinn hafi komið í ljós. Sagt er frá nýrri bók um goðsögnina Júrí Gagarín eftir Jamie Doran og Piers Bozony þar sem lýst sé á heiðarlegan hátt atburðum án þess að svamla í hneykslismálum en Gagarín mun hafa verið ótrúr eiginkonu sinni og nokkuð vínhneigður. Höfundarinir rekja hvernig geimrannsóknirnar fléttuðust saman við stjórnmál og persónuleg átök milli geimfara en segja auk þess frá hugrekki þeirra og fórnarlund. The Russia Journal bendir á að á sovétskeiðinu hafi aldrei mátt lýsa „heimsku kerfis sem stundum gekk svo langt að mannslífum var fórnað til að halda andlitinu“. En afrek Gagaríns hafi í meiri mæli en aðrir atburðir í reiptogi risaveldanna í kalda stríðinu verið sigur mann- kynsins alls fremur en átök tveggja kerfa. Ferðar Rússans Gagaríns árið 1961 minnst víða um heim Var fyrstur manna út í geiminn Reuters Júrí Gagarín ræðir við aðdáendur sína í Moskvu 1962. Geimferð hans í apríl árið 1961 tók 108 mínútur. Hann varð þegar í stað heimsfrægur fyrir afrek sitt og var mjög hampað af ráðamönnum Sovétríkjanna. Moskvu. AFP. JAPANIR samþykktu í gær tíma- bundnar hömlur á innflutning á grænmeti, sem að mestu bitnar á innflutningi frá Kína. Kínversk stjórnvöld gagnrýna ákvörðunina harðlega og segja að viðskiptadeilur eigi ekki að leysa á slíkan hátt. Að sögn Yasuo Fukuda, yfir- manns í japanska stjórnarráðinu, var afráðið að grípa til aðgerðanna til að vernda bændur. Að sögn Yohei Kono, utanrík- isráðherra Japans, eru aðgerðirnar í samræmi við reglur Heimsvið- skiptastofnunar, WTO, og gildandi lög í Japan. WTO varar Japana við Samkvæmt reglum WTO er leyfi- legt fyrir aðildarríki að setja inn- flutningshömlur á ákveðnar vörur til að framleiðendur í viðkomandi landi geti lagað sig að erlendri sam- keppni. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum, en í júlí verður kosið til efri deildar japanska þingsins. Frjálslyndi lýðræðisflokk- urinn, sem er við stjórnvölinn í Jap- an, sækir fylgi sitt mjög til sveita- héraða. Framkvæmdastjóri WTO, Mike Moore, varaði Japana við því í janú- ar sl. að verndarmúrar þeirra utan um landbúnaðinn myndi kalla á mótmæli annarra aðildarríkja. Inn- flutnings- hömlur á grænmeti Tókýó. AFP. Japanska stjórnin angrar Kínverja TALSMENN demókrata á Banda- ríkjaþingi spá því að George W. Bush forseta muni ekki takast að fá í gegn hugmyndir sínar um sam- drátt á ýmsum sviðum ríkisútgjalda en stjórn Bush lagði fram fjárlaga- tillögur sínar á mánudag. Í liðinni viku samþykkti öldungadeild þings- ins að skattar yrðu lækkaðir um 1,3 trilljónir dollara á næstu ellefu ár- um sem er talsvert minni lækkun en Bush hafði lagt til. Repúblikana- flokkur Bush hefur meirihluta í full- trúadeild þingsins en í öldunga- deildinni eru flokkarnir jafnstórir, hafa 50 sæti hvor. Í tillögum Bush er gert ráð fyrir 5,6% hækkun fjárlaga á næsta ári og eru niðurstöðutölur um 1,96 trilljónir dollara. Gert er ráð fyrir aukningu á framlögum til varnar- mála, menntamála og rannsókna í læknavísindum en demókratar full- yrða að útgjöld til menntamála hækki ekki nóg til að halda í við verðbólgu og segja tölurnar lag- færðar með brellum til að niður- stöðurnar líti betur út en ella. Bush sagði fréttamönnum á mánudag að hann teldi tillögur sín- ar í góðu samræmi við stefnu „íhaldsstefnu náungakærleikans“ sem legði áherslu á áætlanir sem bæru árangur en útrýmdi bruðli. Hann sagði stjórn sína vilja fjar- lægja þúsundir útgjaldatillagna sem þingmenn hefðu borið fram með sérhagsmuni kjördæma sinna í huga. „Fjárlagatillögur okkar munu fjármagna þarfir okkar en ekki fitu- söfnun,“ sagði forsetinn. Meðal þess sem ætlun stjórnarinnar er að skera burt eru alríkisframlög til lögreglu- eftirlits í borgum, orkusparnaðar, þjálfunar barnalækna og skatta- legra ívilnana fyrir svæði í vanda. Demókratar eru á öðru máli og segja að Bush stefni hagsmunum fjölmargra fátækra Bandaríkja- manna í hættu með tillögum sínum. „Skattar auðugra vina hans eru lækkaðir en í fjárlögunum er veitt allt of lítið fé til menntamála, heilsu- gæslu, aðgerða til að tryggja hreint vatn og umhverfi,“ sagði David Bonior, leiðtogi demókrata í full- trúadeildinni. Búast demókratar við að fá stuðning nokkurra þingmanna repúblikana en er öldungadeildin samþykkti hugmyndir sínar um skattalækkanir náðist eining um málamiðlun milli samanlagt 65 hóf- samra demókrata og repúblikana. Fulltrúadeildin hafði áður sam- þykkt tillögur Bush og verður á næstunni reynt að finna leið til að samræma hugmyndir þingdeild- anna tveggja en hugmyndirnar eru ekki bindandi. Þær skipta hins veg- ar miklu fyrir ríkisstjórnina sem tekur mið af þeim þegar hún mótar stefnu sína. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði á mánudag að fjárlagatillögurnar væru dauða- dæmdar áður en þær kæmu til um- ræðu. Aðrir spáðu hörðum átökum í þingnefndum þegar fundastörf hefj- ast á ný eftir tveggja vikna hlé. Rod Paige menntamálaráðherra fullyrti að stjórnin hygðist hækka framlög til menntamála meira en nokkurra annarra málaflokka. Hann sagði að ljóst væri að með gildandi stefnu yrðu allt of margir nemendur útundan og ráða þyrfti bót á því. Ekki nóg að auka fjárveitingar „Lausnin er ekki að auka einfald- lega fjárveitingar til að framkvæma sömu stefnuna,“ sagði Paige. Hann sagði nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á góðan árangur með því að beita prófum af kappi og heimta að peningarnir til menntamála skiluðu sér með bættum námsárangri. Þrátt fyrir tveggja áratuga umbótavið- leitni væri árangur nemenda úr röð- um blökkumanna og fólks með upp- runa í spænskumælandi löndum enn sem fyrr lélegri en hvítra. Kannanir benda til að lestrar- kunnátta bandarískra 9–10 ára grunnskólanemenda sé léleg og sama er að segja um færni nemenda almennt í stærðfræði og náttúruvís- indum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum leggja fram fjárlagatillögur sínar Hugmyndum Bush forseta spáð skipbroti á þingi Reuters George W. Bush forseti á ráðherrafundi um fjárlagatillögurnar. Lengst t.v. er Colin Powell utanríkisráðherra, þá Bush, síðan Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og loks Don Evans sem fer með viðskiptamál. Washington. Reuters, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.