Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 24

Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Verzlunarskóli Íslands leitar að ritara sem þarf að geta hafið störf 1. ágúst. • Starf ritara er einkum fólgið í þjónustu við skólastjórn og kennara auk sjálfstæðra verkefna á skrifstofu skólans. • Lögð er áhersla á góða íslensku- og tölvukunnáttu (word, exel og outlook). • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg, þar sem starfið krefst góðrar þekkingar á íslensku, ensku og einhverju Norðurlanda- málanna. • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt við margvísleg krefjandi verkefni. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri (habbi@verslo.is). Einnig er óskað eftir starfskrafti í símavörslu og afgreiðslu. Viðkomandi þarf einnig að geta hafið störf 1. ágúst. Starfið er einkum fólgið í þjónustu við nemendur og kennara. Umsóknir skulu berast fyrir 1. maí nk. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík, sími 5900 600, verslo@verslo.is RITARI/SÍMAVARSLA PEDRO Depestre, fiðluleikari kúb- versku hljómsveitarinnar Buena Vista Social Club, varð bráðkvaddur á sviði í Basel í Sviss í fyrrakvöld. Var hann 55 ára að aldri og yngstur hljómsveitarfélaganna. Depestre hafði rétt lokið við ein- leik á fiðluna er hann hneig niður. Reyndi læknir meðal áhorfenda að hjálpa honum en tilraunir hans komu fyrir ekki. Vegna þessa var fyrirhug- uðum tónleikum hljómsveitarinnar í Köln í Þýskalandi í gær aflýst. Buena Vista Social Club nýtur mikillar hylli víða um heim en lista- mennirnir eru flestir á áttræðis- eða níræðisaldri. Af síðasta geisladiski þeirra hafa selst um fjórar milljónir eintaka. Hljómsveitin verður með tvenna tónleika í Reykjavík um næstu mán- aðamót. Fiðluleikari Buena Vista bráðkvaddur í Sviss AFP. Basel. ÉG veitti því fyrst athygli hversu borgin er hrein. Ég íhugaði hvort ástæðan gæti verið sú að ég var að koma frá Sanaa sem hefur marga góða kosti en seint verður um hana sagt að hún sé hrein. Næstu áhrifin voru frá fólkinu, það var einhvern veginn frjálslegra í fasi, eins og öllum liði betur. Menn ræddu opinskátt að Bashar Assad forseti væri að gera ýmsar breytingar en hann yrði hins vegar að vara sig og fara ekki of geyst því þá mætti túlka það sem gagnrýni á föðurinn Hafez al Assad sem lést í júní í fyrra. Myndir og dýrindis málverk af honum prýða enn opinberar byggingar, skrifstofur og verslanir, að vísu ásamt með nýja forsetanum. Og ég tók líka eftir því að myndir af Basil Assad, sem lést fyrir sjö árum í óútskýrðu bílslysi og átti að verða arftaki föðurins, hafa nær alveg horfið. Bashar er sem sagt forseti og hann getur sætt sig við skugga föðurins en ekki bróðurins dána. Breytingar á bankalöggjöfinni Áður en lengra er haldið er vert að geta þess að svarti markaðurinn í landinu hefur verið upprættur og er horfinn eins og dögg fyrir sólu og far- ið hefur fé betra en það hlýtur hins vegar að auka mjög vinnu í bönkun- um og hefur svipt fjölda manns góð- um aur í vasann sem skiptu pening- um fyrir útlendinga. Nú er fast gengi á pundinu og það er 50 og er bundið dollaranum. Þessi nýju lög um banka voru sett með einni forsetatilskipun. Og ekki nóg með það, sýrlenska stjórnin er nýbúin að tilkynna, aftur með forsetatilskipun, sem ríkis- stjórnin samþykkti í hvelli, að erlend- ir einkabankar mættu starfa í land- inu, með 51% eignarhlut Sýrlendinga. Flestir þeir verða vænt- anlega líbanskir til að byrja með. Þessar ráðstafanir verða viðskiptum og verslun til framdráttar og blása lífi í staðnað efnahagslíf landins. Gerðir hafa verið nýir viðskipta- samningar við Írak, Íran, Jórdaníu og Tyrkland og í undirbúningi eru fríverslunarsvæði á landamærunum við Jórdaníu sem mér skilst að taki til starfa í næsta mánuði. Margir sögðu við mig að þetta væru fyrstu skrefin í umsvifamiklum efnahagsumbótum. „Þetta er góð byrjun en við þolum þó ekki að fara of geyst,“ sagði einn fjármálasérfræð- ingur við mig. Frúin er sýnileg Ekki löngu eftir að Bashar tók við gekk hann að eiga vinkonu sína sem hann kynntist er hann var við nám í Bretlandi. Hún er sýrlensk og tölvu- fræðingur að mennt og faðir hennar kunnur hjartaskurðlæknir í Eng- landi. Hún virðist bráðhugguleg í útliti og hefur lagt sig í framkróka við að kynnast fólki, farið í heimsóknir út og suður, heimsótt veik börn og fleira. Auk þess fylgir hún augnlækninum við opinberar athafnir, brosir og er hin hressasta að sjá. Þetta hefði verið óhugsandi með gömlu frúna sem nán- ast aldrei sást neins staðar og er vissulega eitt af mörgum táknum um breytta tíma hér í landi. Ekki er verra að hún er sunni- múslími en forsetinn tilheyrir ala- víta-hópnum sem er í miklum minni- hluta hér og hefur sætt gagnrýni fyr- ir að hirða ekki um íslamska helgisiði. Frúin notar ekki slæðu en hún klæðir sig hefðbundið þegar hún fer í heimsóknir út um landið. Hún hefur einnig lagt sig eftir að taka röggsam- lega á kvennasamtökum Sýrlands sem voru hálfgerð strengjabrúða As- sads gamla. Net og tölvupóstur í sókn Það eru varla meira en tvö ár síðan farsímar voru leyfðir hér með ýmsum takmörkunum, Netið var bannað með öllu og tölvupóstur þar af leið- andi. Fátt var um tölvur á stjórnarskrif- stofum og litu þær því út eins og skrifstofur frá sautján hundruð og súrkál. En nú blómstra farsímar hér, stjórnarskrifstofur eru að tölvuvæð- ast af kappi og þótt netkaffihúsin þar sem menn geta leigt sér tölvu í klukkutíma eða lengur spretti ekki upp eins og gorkúlur hér í Damaskus eru þau farin að sjást. Sumir þakka þetta áhrifum tölvufræðingsins sem þegar hefur tekið að sér að undirbúa þjálfun fjölda manns til tölvunotkun- ar og tölvufræði munu verða verða kennd í skólum hér eins fljótt og verða má. Unga fólkið sérstaklega telur þetta hið merkasta mál. Bashar hefur tekist að vinna sér tiltrú fólks Það er enginn vafi að Bashar Ass- ad ætlar sér stóran hlut. Hann er hægur maður í framkomu en hefur ekki langt að sækja einurð föður síns. Hann hefur sýnt seiglu og frumkvæði og töluverða tilburði í frjálsræðisátt. Hann hefur dregið stórlega úr því að öll blöð og aðrir fjölmiðlar tíundi rækilega hvert skref sem hann stígur dag hvern. Stórblaðid Tishrén birti nýlega grein þar sem hvatt er til stór- felldra umbóta í opinbera geiranum. Þetta var fyrsta gagnrýnin sem sést hefur og má túlka sem beina gagn- rýni á Hafez, föður hans. Margir hafa velt fyrir sér hvernig Bashar stóð sig á fundinum í Amman á dögunum þar sem hann þurfti reglulega að sanna sig. Ég horfði á hann flytja ræðuna í litlu kaffihúsi í Sanaa og sá ekki betur en hann væri taugaóstyrkur og hikandi í byrjun. En svo óx honum ásmegin smám saman og þegar á leið ræðuna gerði hann það sem arabaleiðtogar gera mjög sjaldan, hann veik frá skrifuð- um texta, fas hans varð öruggara þegar hann uppgötvaði að þetta tókst bara bærilega, varpaði fram spurn- ingum um einingu eða óeiningu araba og var dálítið heimspekilegur á stundum. Hann benti kollegum sín- um á að ekki þýddi bara að kvarta og kveina, menn yrðu að sýna sjálfs- skoðun og vera samkvæmir sjálfum sér. Hann svívirti Ariel Sharon á alla kanta og tókst það líka svo menn lof- uðu óspart og í litla kaffihúsinu klöppuðu menn ákaft. Þá er merkilegt að hann rétti fram sáttahönd til Arafats sem hefur verið meira og minna upp á kant við Sýr- lendinga síðan þeir gagnrýndu Ósló- arsamninginn. Þá hafa samskiptin við Jórdaníu breyst stórlega til hins betra og meira að segja stöku kristnir Líbanar segja að hann sé þó allavega skárri kostur en faðir hans. Bashar hefur þó ekki gengið svo langt að rýmka leyfi til að erlendir blaðamenn komi frjálsir og óhindrað inni landið. Ég var því námsmaður og kennari við komuna og maðurinn í vegabréfaskoðuninni hló mikið og sagði: „Ég hef þig nú hérna á blaði frá í fyrra, þá sögðu einhverjir að þú hefðir verið að skrifa um Sýrland.“ Það er ekki að spyrja að því að leyniþjónustan lifir góðu lífi hér. „Þú skalt ekki hafa hátt um að ég hafi sagt það. Maður veit aldrei,“ hvíslaði hann. „En það er margt gott að ger- ast hér og margt nýtt í sköpun. Það er allt til hins betra.“ Og ég fór inn brosandi og sagðist alltaf hafa talið mig Sýrlandsvin og skrökvaði engu um það. Leynilögga og öryggisverðir eru auðvitað úti um allt sem fyrr en niðri í gömlu borg sagði mér ónefndur kaupmaður sem Íslendingar þekkja úr síðustu Sýrlandsferð í október að skriffinnska hefði stórminnkað og nú þyrfti hann ekki að fylla út nema 5 skjöl miðað við 15 í fyrra. Og kennari nokkur sem settur var út í kuldann af fyrrverandi menntamálaráðherra hefur nú verið skipaður forstjóri í einum besta arabíska málaskólanum hér. Kennari þessi hefur alltaf greitt sitt atkvæði eins og skylda er en að öðru leyti fór hann dult með hrifn- ingu sína á stjórnkerfinu og yfirvöld- um menntamála. Bashar Assadson hafði verið for- seti í mánuð þegar hann skipaði nýj- an menntamálaráðherra og sá boðar margar nýjar breytingar í skólakerf- inu hér og ekki vanþörf á. Nýi forsetinn leyfir starfsemi umræðuhópa Öllum er ljóst að Bashar er afar ólíkur föður sínum og með ólíkan bakgrunn. Nútímamaður í ríki sem hefur staðnað. Hann hefur leyft að stofnaðir verði umræðuhópar sem eiga að gera tillögur um breytingar og þeir starfa nú af kappi um allt land. Hann hefur sett á stofn 35 sér- fræðingaráð fyrrverandi ráðherra og fjármálaspekinga til að koma með umbótatillögur í efnahagsmálum. Þetta er viðamikið verk og verður ekki hrist fram úr erminni á augna- bliki enda virtist mér af tali við fólk í Sýrlandi að menn væru tilbúnir að gefa honum tíma. Gert er ráð fyrir sjö prósenta hag- vexti í ár, einkum vegna ábata af ol- íuvinnslunni sem er einkum í höndum útlendra fyrirtækja. En 40% útflutningstekna koma til vegna akuryrkju og þar er hvað mestra úrbóta þörf, einkum á sviði tækni og áætlanir eru þegar komnar af stað um það. Engin stórbreyting Sýrlendingar eiga 60 milljarða dollara í erlendum bönkum. Fengjust þeir til að flytja þó ekki væri nema örlítið brot af þeim heim mundi það verða til stórmikillar hjálpar. Nýju bankalögin kunna að breyta þessu og laða þá til að koma hluta peninganna heim. Það verður engin skyndibreyting med Bashar augnlækni en það verð- ur þróun, sagði sérfræðingur einn við mig. Hann bætti við að metnaður Sýrlandsforseta væri að koma stökkvandi inn í hátækniheim 21. ald- ar með brúði sína, tölvufræðinginn, sér við hlið. „Og það sker úr um hvernig þjóðin mun pluma sig hvern- ig honum tekst það,“ bætti hann við. Er eitthvað gott að gerast í Sýrlandi? Reuters Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og eiginkona hans, Asma al-Akhras. Hún er borin og barnfædd í Bretlandi enda vestrænni í háttum en títt er með eiginkonur ráðamanna í arabaríkjunum. Það er engu líkara en komið sé til Evrópu- lands þegar lent er í Damaskus eftir að hafa verið röska 3 mánuði í Jemen, skrifar Jó- hanna Kristjónsdóttir frá Sýrlandi. Margs konar breytingar eru í gerjun en þótt óljóst sé hver útkoman verður er vissulega þess virði að fylgjast vel með þróuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.