Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNAR í Singapore luku í gær við að skilja að síamstvíburasystur frá Nepal sem voru samvaxnar á höfði. Aðgerðin stóð yfir í fulla fjóra sólarhringa en hún var mjög vanda- söm þar sem heilar systranna deildu að hluta til sama æðakerfi. Tuttugu manna teymi sérfræð- inga sá um aðgerðina sem hófst á föstudag en lauk ekki fyrr en í gær- morgun. Kjarnateymi nokkurra sér- fræðinga í taugaskurðlækningum og svæfingalækna unnu sér vart hvíldar allan tímann – 96 tíma – og héldu sér gangandi með koffínneyzlu og smá- blundum. Upprunalega var gert ráð fyrir að aðgerðin tæki allt að 36 tíma en hún var þetta miklu tímafrekari vegna þess að erfiðara reyndist en áætlað var að skilja í sundur aragrúa æða sem fluttu blóð að heilum beggja systranna. Læknateymið telur að aðgerðin sé einhver sú allra flókn- asta og erfiðasta sem nokkurn tím- ann hefur verið ráðizt í. Keith Goh, sem fór fyrir lækna- teyminu, sagði of snemmt að segja til um hvort systurnar, Ganga og Jam- una, myndu hljóta einhvern heila- skaða eða annars konar taugakerf- istruflanir í kjölfar aðgerðarinnar; það myndi koma í ljós á næstu dög- um. Goh sagði það fagnaðarefni að ekkert hefði farið úrskeiðis allan tímann. „Við erum hóflega bjartsýn- ir,“ tjáði hann blaðamönnum. Syst- urnar eru ellefu mánaða gamlar. Læknar í Singapore skilja að síamstvíbura frá Nepal Ein vandasam- asta aðgerð sem gerð hefur verið Singapore. Reuters, AP. AP Hjúkrunarfólk í Singapore með tvíburasysturnar fyrir aðgerðina. NÆR 60 breskir þingmenn skrifuðu í gær undir tillögu þar sem þess er krafist að viðskiptatengsl bresku konungsfjölskyldunnar verði gerð opinber. Tillagan var lögð fram af þingmanni Verkamannaflokksins, Gordon Prentice. Engar líkur eru á því að hún verði samþykkt en Prent- ice hélt því fram í gær að hún gæti orðið frekari hvati að opinberri um- ræðu um fjárreiður konungsfjöl- skyldunnar. Þau hafa verið í sviðs- ljósinu undanfarna daga í kjölfar hneykslismálsins í kringum Sophie Rhys-Jones, greifynju og eiginkonu Játvarðar jarls af Wessex, yngsta sonar Elísabetar Englandsdrottn- ingar. Ýmislegt er óljóst í sambandi við fjármál og tekjur konungsfjölskyld- unnar og hvatti dagblaðið The Times til meiri hreinskilni í kringum fjár- málin til að forðast hagsmuna- árekstra. Í tilllögunni, sem að mestu er studd þingmönnum Verkamanna- flokksins, sem er við stjórnvölinn í Bretlandi, er tilkynningu konungs- fjölskyldunnar um að vandlega verði farið í saumana í tengslum viðskipta og einkalífs konungsfjölskyldunnar, fagnað. Tillaga Prentice kemur í kjölfar hneykslisins í kjölfar ummæla Sophie um konungsfjölskylduna og ýmsa breska stjórnmálamenn við mann sem hún hélt vera arabískan fursta og hugsanlegan viðskiptavin almannatengslafyrirtækis hennar en reyndist vera blaðamaður í dular- gervi. Það sem hefur farið enn meira fyrir brjóstið á Bretum er að svo virðist sem Sophie hafi nýtt sér stöðu sína sem meðlimur konungs- fjölskyldunnar til að afla almanna- tengslafyrirtækinu, sem hún vinnur hjá og á reyndar stærstan hlut í, við- skipta. Eftir að ummælin voru birt í fjöl- miðlum tilkynntu talsmenn kon- ungsfjölskyldunnar að það myndi endurskoða umsvif meðlima kon- ungsfjölskyldunnar og er markmiðið að að lokinni þeirri yfirferð verði settar nýjar reglur til að tryggja að hliðstæður atburður muni ekki end- urtaka sig. Háttsettur embættismaður hirð- arinnar mun sjá um rannsóknina sem leiða á í ljós hvort hagsmunir konungsfjölskyldunnar og þátttaka sumra meðlima hennar í atvinnulíf- inu stangist á. Rannsóknin verður umfangsmikil og að sögn bresku blaðanna mun hún taka nokkrar vikur. Þrátt fyrir að hún sé almenns eðlis munu nið- urstöðurnar geta haft bein áhrif á þátttöku Wessex-hjónanna í at- vinnulífinu. Sophie hefur þegar sagt af sér stjórnarsetu í fyrirtæki sínu en hún mun halda áfram að starfa þangað til annað kemur í ljós. Ef í ljós kemur að um hagsmunaárekstra er að ræða gæti svo farið að hún og jafnvel eiginmaður hennar einnig yrðu að velja á milli vinnunnar og opinberra skyldustarfa konungsfjöl- skyldunnar. Einnig er talið að þær línur sem lagðar verði að lokinni rannsókninni muni geta haft bein áhrif á framtíð Harrys, bróður Vilhjálms krónprins. Þingmenn úr breska Verkamannaflokknum leggja fram tillögu um konungsfjölskylduna Viðskipta- tengslin verði gerð opinber London. AFP, Reuters. AP Vaktaskipti hjá lífverði Bretadrottningar við Buckingham-höll í London. Þingmenn vilja nú að tengsl konungsfjölskyldunnar við atvinnulífið verði könnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.