Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur Hlutabréfamarkaðarins hf.
verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl nk.
í höfuðstöðvum Íslandsbanka-FBA á
Kirkjusandi og hefst kl. 17.30.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2000.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á
reikningsárinu.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og til
endurskoðanda fyrir liðið starfsár.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðanda og endurskoðunarfélags.
7. Tillaga um heimild til félagsins vegna kaupa á
eigin hlutabréfum.
8. Önnur mál.
Stjórn Hlutabréfamarkaðarins hf.
Hlutabréfamarkaðurinn hf.
AÐALFUNDUR 2001
Rekstraraðili Hlutabréfamarkaðarins hf.
er Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, Kirkjusandi,
sími 560 8900, fax 560 8910, www.vib.is.
LISTMÁLARINN Odd Nerdr-
um, sem er án efa meðal þekktustu
listamanna frænda okkar Norð-
manna, er fæddur árið 1944, sama
ár og landi hans, Edvard Munch –
vafalaust þekktasti listamaður
Norðurlanda fyrr og síðar – lést.
Ef til vill væri það ekki í frásögur
færandi ef ekki vildi svo sérkenni-
lega til að Munch var einn af eft-
irtektarverðustu brautryðjendum
módernískrar listar, þeirrar teg-
undar sem Nerdrum er svarinn
andstæðingur.
Lengi vel héldu menn að allur
tilbúnaðurinn utan um persónu
þessa óvenjulega sérvitrings væri
ómerkileg auglýsingamennska ein-
ungis til þess gerð að draga fjöður
yfir heldur smekklausa þörf til að
apa eftir gömlu meisturunum. Það
er alkunna að annar hver andstæð-
ingur módernískrar myndlistar ber
fyrir sig Rembrandt heitinn og tel-
ur sér trú um að hann sé að rækta
stíl meistarans gamla. Meira að
segja höfum við Íslendingar átt
listamenn sem álitu sig beina læri-
sveina hans þótt ekki birtist það í
málverkum þeirra með eins skýr-
um hætti og það hraut af vörum
þeirra. Eitt er að vera en annað að
segjast vera.
Togstreitan sem skapaðist milli
Nerdrum og norska listheimsins á
níunda áratugnum stafaði ekki síst
af ásökunum listamannsins á hend-
ur Akademíunni í Ósló, sem hann
vændi um að sniðganga sig og
áhangendur sína með því að neita
sér um prófessorsstöðu. Í þessari
rimmu skiptust landar hans í al-
menning, ásamt valinkunnum góð-
borgurum, sem studdu Nerdrum,
og annars konar og nútímalegri
listamenn studda hvers kyns list-
frömuðum sem töldu þennan
merkilega aldahlaupsmann og
nemendur heldur ómerkilega tíma-
skekkju.
Þótt langt sé frá að öldurnar hafi
lægt efast fæstir lengur um ein-
lægni Nerdrums. Heimspekileg
staða hans hefur skýrst til muna
og þar með einnig sérstaða hans og
þeirra lærisveina, sem hafa kosið
að sniðganga Norsku Listakadem-
íuna fyrir einkaleiðsögn meistara
síns. Þeir halda áfram andófi gegn
því sem þeir telja vera módernískt
alræði í norsku listalífi og upp-
skera gjarnan gagnárásir af hálfu
gagnrýnenda, listfræðinga og sýn-
ingastjóra sem væna þá um ófor-
betranlega tilfinningahyggju.
Þessa tilfinningahyggju kallar
Nerdrum kitsch – listlíki, hnoð eða
smekkleysu – og meinar að hann
sé kitsch-málari en ekki listamað-
ur. Ásamt Jan-Ove Tuv setur hann
fram spurningalista í tuttugu og
fjórum liðum, í nýútkominni bók
sinni Um kitsch, sem hann hvetur
lesendur til að svara svo þeir geti
áttað sig á því hvorum megin þeir
standa, með módernismanum eða
þeirri tegund listar sem hann telur
að hafi liðið undir lok með tilkomu
nútímahyggjunnar.
Að mati Nerdrum var það Kant
sem skipti sköpum. Með honum
telur hann að list fyrri alda – list
handverks, hörunds og sólseturs-
stemmningar – hafi lotið í lægra
haldi fyrir listinni sem heimspeki-
legu viðfangsefni; sem hugmynd
um sannleik í stað munúðar. En er
Nerdrum ekki að hengja bakara
fyrir smið með því að gera Kant
ábyrgan fyrir raunhyggju okkar
tíma? Ætti hann ekki frekar að
ásaka vísindamenn nýaldarinnar –
Kópernikus, Galileo og Newton –
fyrir að hafa smám saman svipt
okkur frelsinu til að álykta hvað-
eina út frá persónulegri skynjun
okkar?
Það er nefnilega eitthvað bogið
við sögulegt val Nerdrums á bar-
okk-öld Rembrandts sem útgangs-
punkti. Ármenn þeir sem hann lýs-
ir í verkum sínum og búa eins og
hirðingjar í íslenskri eyðimörk eiga
sér miklu fremur stílrænar for-
sendur í hellaristum Magdalenu-
skeiðsins en fáguðu borgarsam-
félagi hollenska sambandsríkisins á
sautjándu öld. Kitschið í verkum
Nerdrum hefur nefnilega ekkert
með frábært handbragð hans að
gera heldur ósamræmið milli frum-
stæðs myndefnisins og þróaðrar
fágunar barokkstílsins. Meistarinn
norski gerir sig sekan um sams
konar söguskekkju – anakróníu –
og Pre-Rafaelítarnir ensku sem
vísa aftur til miðalda – aftur fyrir
Rafael – en fylgja afturhvarfi sínu
ekki með stílrænum hætti. Ef vel
ætti að vera mundi Odd Nerdrum
tileikna sér miklu frumstæðari stíl.
En hann vill mála eins og Rem-
brandt og því fær enginn breytt.
Einnig bregður hann fyrir sig
björtum raunsæisstíl 19. aldar í
anda Courbet þar sem ljósið fellur
jafnt yfir allan flötinn. Í barokk-
stílnum kemur birtan líkt og utan
frá, og uppsetningin á Kjarvals-
stöðum – grængráir veggir og
spottlýsing – undirstrikar upphaf-
inn anda sýningarinnar. Við göng-
um líkt og inn í heilög vé og lækk-
um ósjálfrátt róminn. Við blasir
klassísk tækni Nerdrum, hnökra-
laus en aldrei auðveld, aldrei ein-
föld, en þó svo mjúk og merkilega
nærfærin, einkum þegar hann mál-
ar hörund og fatnað. Það er ástæða
til að vera þakklátur fyrir slíkan
sérvitring og einfara í listinni. En
það er líka þakkarvert hve fáir
treysta sér til að feta í fótspor
hans í því augnamiði að hafa enda-
skipti á þróuninni.
Málari hinnar
horfnu menningar
MYNDLIST
K j a r v a l s s t a ð i r
Til 27. maí. Opið daglega
frá kl. 10–18.
MÁLVERK –
ODD NERDRUM
„Vandrer imiterer en sky“, 1990. Olíulitir á léreft, 229 x 197 cm. Í eigu
Astrup Fearnley Museet for Moderne Kunst, Ósló.
Halldór Björn Runólfsson
„Reifabarn“, frá 1982–1995. Olíulitir á striga, 58 x 85 cm.
Á FÖSTUDAGINN langa munu
leikarar lesa Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar í Grafarvogs-
kirkju og hefst lesturinn kl. 13:30
og lýkur um 18:30. Hörður Braga-
son leikur á orgelið.
Lesarar eru Gunnar Eyjólfsson,
Jón Símon Gunnarsson, Pálmi
Gestsson, Þóra Friðriksdóttir, Guð-
rún Stephensen, Bryndís Péturs-
dóttir, Baldvin Halldórsson, Helga
Bachmann, Kjartan Guðjónsson,
Sigurður Skúlason, Jóhanna Vigdís
Arnardóttir, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Halla Margrét Jóhann-
esdóttir, Guðjón Davíð Karlsson
(leiklistarnemi) og Herdís Þor-
valdsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Kjartan Guðjónsson og Helga Bachmann eru meðal leikara sem lesa
Passíusálmana í Grafarvogskirkju eftir hádegi á föstudaginn langa.
Leikarar lesa
Passíusálmana