Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„JHARNA – kala“ eða list frá upp-
sprettunni, nefnir friðarboðberinn
heimskunni, Sri Chinmoy, sköpunar-
ferli sitt á myndfletinum. Gerandann
þarf ekki að kynna svo oft sem hann
hefur komið til Íslands, hins vegar
veit ég ekki til þess að hann hafi hald-
ið myndlistarsýningu hér fyrr.
Friðarsinnanum og fyrirlesaranum
Sri Cinmoy er margt til lista lagt, ekki
síst á tónlistarsviðinu og er afkasta-
mikið tónskáld. Leikur nær eingöngu
eigin tónlist á þau mörgu hljóðfæri
sem hann er vígur á, svo sem esraj,
flautu, fiðlu og selló. Býður jafnaðar-
lega upp á ókeypis friðartónleika á
ferðum sínum í þeirri von að vitund
fólks um þörfina fyrir frið, sátt og
samlyndi í heiminum eflist og dafni,
eins og það heitir. Chinmoy mun einn-
ig afkastamikill á myndlistarsviði eft-
ir sýningu hans í gryfju ráðhússins að
dæma, og myndsköpunin af mörgum
toga, frá blekteikningum á handunn-
inn pappír og vatns- og gvasslita á
vatnslitapappír til litmynda og túsk-
teikninga. Meðal þess sem telst ein-
kennandi fyrir stíl listamannsins og
vinnubrögð eru verk unnin í akrýl
með alheimslegu, kosmísku, yfir-
bragði. Loks fer Chinmoy óvenjuleg-
ar leiðir í verkfæravali sínu, notast við
sérhannaða svampa og óhefðbundin
áhöld.
Þetta eru almennar upplýsingar
sem getur að lesa í vel hannaðri og
skilvirkri skrá og þar kemur einnig
fram að Chinmoy hefur haldið fjölda
sýninga frá árinu 1975, bæði á þekkt-
um söfnum og listamiðstöðvum sem
óhefðbundnum stöðum svo sem
heimsþekktum byggingum, ráðhús-
um, alþjóðaflughöfnum og virðuleg-
um háskólum. Jafnvel heldur Balraj
Channa, listmálari og rithöfundur, því
fram, að Chinmoy hljóti að vera af-
kastamesti listamaður heims. Og
heimsþekktir persónuleikar, svo sem
tónlistarmennirnir Leonard Bern-
stein og Yehudi Menuhin, hafa mært
myndverk hans.
Það má vera alveg rétt sem stendur
í skrá, að handbragð fjöllistamanns-
ins ber vott um léttleika en ákveðni,
jafnt í formi sem litavali. Hins vegar
nokkuð orðum aukið að tala um aug-
ljósan frumleika og snilldartakta.
Chinmoy á með ólíkindum auðvelt
með að skila frá sér þyngdarlausum
og svífandi myndheildum, en allt er
þetta mjög tengt austrænni hefð í
form- sem litasýn og iðulega er út-
koman líkust lausmótuðum rissum.
Að vísu gædd miklu áreynsluleysi og
léttleika, svífa með vængjum fiðrild-
isins á yfirborði grunnflatarins en
tengjast síður dýpri og flóknari lífæð-
um hans. Hér ræður hjartað, með
ívafi bernskra kennda, nær alfarið
för, minna yfirveguð hugsun. Vinnu-
ferlið mjög í ætt við litríkt og glað-
hlakkalegt austurlenzkt skreyti, eink-
um tengt ýmiss konar trúarathöfnum
og gleðileikjum, með ákveðin tákn í
formi og lit sem burðarása og kenni-
leiti. Fyrir öllum þesssum fyrirbær-
um ber skrifari mikla virðingu, þó vís-
ast nokkur skilsmunur á athöfnum
sem tengjast innri lífæðum myndflat-
arins, eins og slíkt er meðtekið og
skilið í vestrinu, og þessum léttu loft-
kenndu línum, doppum og yndis-
þokkafullu pensilstrokum, óskil-
greinda tónahryni og söng. Um
trúarlegt inntak, sannfæringarhita og
friðarboðskap skal þó ekki efast eitt
augnablik.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Mynd unnin ofan í almanak og þannig með hugmyndafræðilegu inntaki.
„List frá upp-
sprettunni“
MYNDLIST
R á ð h ú s i ð
Sýningunni er lokið.
MYNDVERK –
SRI CHINMOY
Bragi Ásgeirsson
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ frumsýnir
einleikinn Leikur án orða eftir Sam-
uel Beckett, í Edinborgarhúsinu á
Ísafirði, á morgun, skírdag, kl. 20.30.
Leikurinn verður sýndur í nýja leik-
hússalnum sem nú er í smíðum og er
þetta fyrsta verkið sem flutt er í leik-
húsinu og eru áhorfendur beðnir um
að koma í skjólgóðum fatnaði. Leikari
er Elfar Logi Hannesson, höfundur
tónlistar er Kristinn Níelsson og leik-
stjóri er Guðjón Ólafsson.
Leikur án orða fjallar um mann
sem er fyrirvaralaust og án nokkurra
útskýringa kastað út í eyðimörk og
þar bíða hans mörg óvænt ævintýr.
Að sýningu lokinni verður haldið mál-
þing um Samuel Beckett. Rakin verð-
ur ævi hans í stuttu máli og ungir leik-
arar á Ísafirði flytja ljóð Becketts og
lesa úr þekktasta leikverki hans, Beð-
ið eftir Godot. Önnur sýning verður
nk. laugardag, á sama tíma.
Beckett-kvöld
í Edinborg-
arhúsinu
Daily Vits
FRÁ
Apótekin
Stanslaus orka
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla