Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 33 með þessum hætti í fótspor langafa síns, Páls J. Árdal, sem á sínum tíma lék með leikfélaginu og skrif- aði leikrit. „Það er svo mikill kraftur og fjör í þessu leikhúsi, leikararnir eru svo glaðir þegar þeir koma í vinnuna og það hefur verið mjög skemmti- legt hjá okkur. Mér finnst allir svo duglegir og góðir og til í allt.“ Ætlaði að skrifa bók Upphafið að því að leikritið Mid- night sun eða Ball í Gúttó varð til segir Maja að hún hafi verið byrjuð að skrifa bók um djasstónlistar- mann sem tengdur var föður henn- ar og jafnan var kallaður Jonni í Hamborg. Hann lék á píanó og klarinett og var vinsæll hljóðfæra- leikari. Hann dó ungur í Kaup- mannahöfn en Maja segir að eng- inn viti nákvæmlega hvernig það hafi borið að. „Ég hafði heyrt margar sögur af honum og fór að ímynda mér hvernig líf hans hefði verið. Þegar fólk í kringum mig heyrði að ég var að skrifa bók fór það að spyrja af hverju ég skrifaði ekki heldur leikrit, ég sem væri öll í leiklistinni. Fyrst sagði ég auðvit- að að ég kynni það ekki, en fór svo að vinna að þessu verkefni með leikhúsfólki, en það tók mig rúm tvö ár að skrifa þetta leikrit. Það er erfitt að skrifa leikrit og tekur mikinn tíma, það er langur vegur frá því að hugmyndin fæðist og þar til leikritið er sýnt fullbúið á sviði,“ segir Maja. Uppgjör óumflýjanlegt Leikritið gerist sumarið 1942, á þremur dögum í kringum Jóns- messuna. Þetta er flókin og falleg ástarsaga um ungt fólk og ham- ingjuleit þess á merkum tímum þegar þjóðfélagið allt umturnaðist á örskotsstundu og öll gildi mann- lífsins voru tekin til rækilegrar endurskoðunar. Kreppan senn að baki og nýr tími í uppsiglingu, nýtt líf með nýjum tækifærum og Ísland eins og það var brátt að baki. Leik- urinn gerist þannig á einu mesta umbrotaskeiði Íslandssögunnar og litli bærinn úti við nyrsta haf verð- ur aldrei samur. Hermenn flykkjast í bæinn með tilheyrandi umróti og í uppsiglingu er dansleikur í Samkomuhúsinu Gúttó. Hermennirnir boða til gleð- innar og eru hinir akureysku karl- menn lítt hrifnir af uppátækinu, en einungis stúlkum er boðið að sækja gleðina. Uppgjör er því óumflýj- anlegt, það slær í brýnu. Mamma sagði sögur við uppvaskið „Sagan gerist á þremur dögum og við fylgjumst með einni fjöl- skyldu, móður og tveimur dætrum hennar, en synirnir eru á sjónum. Eldri dóttirin er fallegasta stúlk- an í bænum, en hin er bara 14 ára gömul og það má segja að hún sé alin upp af eldri systur sinni. Þessi stúlka sem kölluð er Príla er dreymin og hún trúir á huldufólk og Hollywood,“ segir Maja en nafn- ið segist hún hafa sótt til móður sinnar sem kölluð var Príla af því hún var iðin við að príla upp í tré í garðinum heima hjá sér, í Norð- urgötu 31, en það hús reisti móð- urafi Maju. Hún segir stúlkuna viðkvæma og amerísku hermennirnir á götunum séu fyrir henni einhvern veginn eins og af öðrum heimi. „Þetta leik- rit fjallar um ástir og afbrýði og í því er líka stríð í tvöföldum skiln- ingi, annað háð úti í heimi en hitt í bæjarfélaginu.“ Hún segist líka vera femínisti og finna megi skoð- unum af því tagi stað í leikritinu. „Er hægt að segja kvenfólki hvern- ig það eigi að haga sér?“spyr hún en bætir strax við að sér finnist að íslenskt kvenfólk hafi alltaf verið sjálfstætt. Maja segir að mamma hennar hafi verið iðin við að segja henni sögur af lífinu á Akureyri á þessum tíma. „Þegar ég hjálpaði henni að þvo upp var hún alltaf að segja mér sögur, alls konar sögur, en flestar frá þessum tíma þegar hún var ung stúlka á Akureyri á stríðs- áratímanum.“ Leikritið var frumsýnt í janúar í Toronto og hlaut góða dóma, en síðan hefur það verið sett upp í Þjóðleikhúsinu í Ottawa þar sem verið er að sýna það um þessar mundir. Þá verður leikritið einnig sett upp í leikhúsi skammt utan við Boston í Bandaríkjunum og kvaðst Maja afar ánægð með þær viðtökur sem leikrit hennar hefði fengið. „Nú hlakka ég mikið til að fá fólkið í leikhúsið hér á Akureyri,“ segir Maja. Hún sagði að önnur leið væri að nokkru farin við uppsetninguna á Akureyri en gert var í Toronto. Mikill munur væri á sviðunum, ytra hefði það nánast verið tómt en á Akureyri væri það ríkulega búið hinum ýmsu munum. Þar hefði einnig verið lögð meiri áhersla á tónlistina, „það var dálítið djass- legra þar,“ segir hún. Uppfærsla LA segir hún að sé að sumu leyti dýpri og meiri áhersla lögð á per- sónurnar, „þær eru sterkari og við gerum meira úr ástinni og afbrýði- seminni“. Leikarar í sýningu LA eru Þór- anna Kristín Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Hinrik Hoe Har- aldsson, Skúli Gautason, Saga Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann, en einnig taka nokkrir dansarar þátt í sýningunni. Valgeir Skag- fjörð sem þýddi leikritið sér einnig um tónlistarstjórn. Helga Rún Pálsdóttir sér um leikmynd og búninga og lýsingu annast Alfreð Sturla Böðvarsson. Þrjú leikrit í vinnslu Fjölskylda Maju ætlar að samgleðjast henni á frumsýningu leikritsins, en móðir hennar er þeg- ar komin til Akureyrar og þá eru eiginmaðurinn og sonurinn vænt- anlegir. Inga dóttir þeirra ætlaði einnig að koma til Íslands af þessu tilefni, en fékk nýlega hlutverk í þátttaröð sem verið er að taka upp fyrir sjónvarp í Bandaríkjunum. Fjölskyldan ætlar að dvelja hér yf- ir páskana, en bregða sér að þeim loknum í stutt frí til Parísar. „Svo liggur leiðin heim til Toronto þar sem ég ætla að fara að skrifa aft- ur,“ segir Maja en hún vinnur nú að þremur leikritum. Eitt þeirra gerist á dvalarheimili fyrir aldraða og fjallar um líknarmorð, annað fjallar um lofthræðslu, en Maja kveðst sjálf vera afar lofthrædd og það þriðja er um konu sem lendir í þeirri aðstöðu að bjarga syni sínum frá því að verða óargadýri að bráð og spurninguna um það hvor hafi meiri rétt til lífsins. Söngleikur um þunglyndi Næsta haust verður sett upp í Þjóðleikhúsinu leikrit eftir hana, Söngleikur um þunglyndi. Það var sett upp í leikhúsi sem starfar í tengslum við stórt geðsjúkrahús í Kanada og gekk mjög vel. Hún sagðist hafa verið beðin um að skrifa þetta leikrit en í því tóku þátt bæði atvinnuleikarar og eins fólk sem átti við geðræn vandamál að stríða og var á sjúkrahúsinu. „Þetta gekk eiginlega ævintýralega vel,“ segir hún. Þegar hún tók verkið að sér las hún sér til um sjúkdóminn, talaði við fólk sem til hans þekkti og lærði heilmikið. „Ég reyndi að horfa á heiminn þeim augum sem þunglynt fólk gerir, reyndi að upplifa hann á sama hátt og það. Þetta var mjög skemmti- legt verkefni og gefandi. Það hefur reynst vel fyrir fólk með geðsjúk- dóma að taka þátt í leiklist og mér þótti líka gaman að búa til leikrit um þetta alvarlega og viðkvæma málefni sem jafnframt er á léttu nótunum.“ „Mér fellur afar vel að skrifa, ég fer oft í sumarbústað sem við eig- um utan við borgina, hann stendur við vatn og umhverfis hann er skógur. Þar get ég verið dögum saman ein og skrifað. Þar er svo mikil ró og friður. Mér gengur vel að skrifa við slíkar aðstæður,“ seg- ir Maja. Frumsýningin á Balli í Gúttó verður í kvöld en verkið verður sýnt í Samkomuhúsinu yfir pásk- ana, á skírdag, laugardag fyrir páska og annan páskadag. maggath@mbl.is Á FÖSTUDAGINN langa verður Sálu- messa (Requiem) eftir Wolfgang Amadeus Mozart flutt í Ísafjarð- arkirkju. Tónleikarnir eru tileinkaðir minn- ingu Jónasar Tómas- sonar, organista, tón- skálds og bóksala á Ísafirði. Jónas var fæddur 13. apríl 1881 og því ber tónleikana upp á þann dag þegar 120 ár eru liðin frá fæð- ingu hans. Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarð- ar undir stjórn Beötu Joó og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna undir stjórn Ingvars Jónas- sonar hafa tekið saman höndum um þetta stóra verkefni og þannig fá kraftar landsbyggðar og höfuðborgar að njóta sín í samhljómi. Sálumessa Mozarts þykir eitt fegursta og stórbrotnasta verk kirkjulegra tónbók- mennta sem samið hef- ur verið. Tilurð verks- ins var einnig mjög dramatísk og hefur orðið ýmsum umfjöll- unarefni. Tónleikarnir hefjast í Ísafjarðarkirkju klukkan 20.30 að kvöldi föstudagsins langa. Þeir verða end- urteknir í Neskirkju í Reykjavík í lok apríl. Hátíðarkór Tónlistarskól- ans er skipaður um 60 manns, fyrr- verandi og núverandi nemendum og kennurum, auk annars söngáhuga- fólks. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna er skipuð um 35 hljóðfæra- leikurum, áhugamönnum og at- vinnumönnum. Fjórir einsöngvarar taka þátt í flutningnum: Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona, Ingunn Ósk Sturludóttir altsöngkona, Snorri Wium tenór og Ólafur Kjart- an Sigurðarson bassi. Öll framkvæmd og undirbúningur tónleikanna eru í höndum Tónlistar- skóla Ísafjarðar og Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna, sem njóta til þess stuðnings bæjarsjóðs, mennta- málaráðuneytis og ýmissa fyrir- tækja hér vestra og í Reykjavík. Má fullyrða, að hér sé um að ræða eitt metnaðarfyllsta menningarverkefni, sem í hefur verið ráðist hér vestra. Forsala aðgöngumiða er í Hamra- borg. Sameina krafta lands- byggðar og borgar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hátíðarkór Ísafjarðarkirkju á æfingu fyrir tónleikana á föstudaginn langa. Ísafirði. Morgunblaðið. Jónas Tómasson Requiem Mozarts á minningartónleikum á Ísafirði HEILL þér kross, heita tónleikar sem Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir til í kvöld klukkan átta. „O, crux ave“ eru upphafsorð í lat- neskum söng sem við á þessa viku, en tónleikarnir fjalla um daga hennar, frá pálmasunnudegi til föstudagsins langa. Valin íhugun- arefni dymbilvikunnar verða þýska organistanum Hans-Dieter Möller efni til að leika af fingrum fram á orgelið í Hallgrímskirkju, en Möll- er sat í nefnd um það mikla hljóð- færi og hefur allnokkrum sinnum notað það á tónleikum. Þessi læri- meistari Harðar Áskelssonar org- anista í kirkjunni leikur tónlist eft- ir Bach, Nivers, Tournemire og Messiaen, auk spunans yfir greg- orsk stef föstunnar. Í honum svar- ar sönghópurinn Voces Thule með helgisöngvum. Erbarm dich nicht mein Herr heitir fyrsta stef tónleikanna og Hósíanna, söngur pálmasunnudags tekur svo við. Möller leikur þar af fingrum fram og Voces Thule syngja. Þá leikur Möller þekkt verk eftir Olivier Messiaen, um síðustu kvöldmáltíðina, og þar næst Pange lingua eftir Gabriel Nivers. Spuni fylgir á eftir, um föstudaginn langa og svo hugleið- ing Bach um fyrirgefninguna. Kór- inn syngur síðan Miserere frá 15. öld, Möller leikur brot úr verki Tournemire um sjö orð Krists á krossinum og endar tónleikana frægum gregorskum sálmi um sig- ur krossins. Möller lærði orgelleik og tón- smíðar í Essen og fór til Parísar í framhaldsnám. Það stundaði hann hjá Jean Langlais í kirkjunni St. Clotilde, þar sem Cesar Franck og Charles Tournemire voru einnig organistar. Þá vann Möller í kirkj- um þar til hann varð prófessor í orgelleik og spuna við Robert- Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf 1977. Frá 1986 hefur hann verið orgelráðgjafi í erkibisk- updæminu Köln. Hann hefur víða farið vegna tónleika og námskeiða og leikið inn á margar hljómplöt- ur. Dymbilvikan íhuguð með orgeli og söng Morgunblaðið/Ásdís Hans-Dieter Möller við orgelið í Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.