Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 42

Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 42
UMRÆÐAN 42 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í kjölfar skynsamlegrar ákvörðunar stjórnvalda í málefnum Seðlabanka Ís- lands á dögunum hefur athygli manna beinst að frekari aðgerðum sem eflt gætu viðskiptalífið og komið hreyfingu á markaðinn. Sú gífurlega niðursveifla sem einkennt hefur hlutabréfamark- aðinn og úrvalsvísitöluna sýnist að baki, miðað við spár markaðs- aðila, en allsendis er hins vegar óvíst hvort uppsveifla er í nokk- urri nánd. Kunnugir segja að lík- lega verði að bíða með einhvern umtalsverðan bata til haustsins, en fram að þeim tíma muni nokk- ur ládeyða einkenna markaðinn og forsvars- menn fyr- irtækja fara sér hægt í flestum efn- um, s.s. ný- ráðningum. Þannig kemur fram í nýju riti greiningardeildar Kaupþings um þróun og horfur fyrir apríl það mat að nú styttist í að botninum sé náð á hlutabréfamörkuðum og að verðþróun verði jákvæð á ný. Eflaust vilja flestir að þessi spá rætist, en þeir eru til sem telja að stjórnvöld geti gert sitt til þess að efla atvinnulífið með bein- skeyttum aðferðum og virkja þannig innlenda frumkvöðla til frekari dáða og laða um leið að er- lent fjármagn. Til dæmis með lækkun skatta á fyrirtækin í land- inu. Nú þegar kjörtímabil núver- andi ríkisstjórnar er nálega hálfn- að og Davíð Oddsson fagnar bráð- lega tíu ára afmæli sínu í stól forsætisráðherra, gætu valdhafar gert margt vitlausara en taka stefnu sína í skattamálum til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að koma á fót gegnsæju kerfi sem er aðlaðandi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta og gerir ekki út á tíund- argreiðslur fyrir afmarkaðar arð- greiðslur, heldur sækir fjármagn fremur til aukinnar atvinnu- uppbyggingar, fjölgunar starfa og frekari umsvifa í efnahagsmálum. Á það er bent í nýlegu frétta- bréfi Samtaka atvinnulífsins að þó með sanni megi segja að ekki veiti af að draga aðeins andann eftir hið mikla hagvaxtarskeið sem virðist að baki, sé tími ákvarðana sem skjóta muni stoðum undir aukna arðsemi í atvinnulífinu og tiltrú á efnahagslífið runnin upp. M.a. felist tækifærin í að skapa fyrirtækjum hagstæðara rekstr- arumhverfi, sérstaklega í skatta- málum, í einkavæðingu ríkisfyr- irtækja og með því að laða erlent fjármagn til landsins. Undir þetta skal tekið. Það er algeng bábilja þeirra sem þekkja lítið til lögmála markaðarins að hvetja til skattalækkunar almenn- ings og hækkunar skatta á at- vinnulífið. Vissulega skal hér því ekki mótmælt að lækkun tekjuskatts er aðkallandi, en víst er að lækk- un skatta á atvinnulífið skilar sér einnig í vasa launafólks, þar sem þeir fjármunir sem ella rynnu í ríkissjóð myndu fara til frekari uppbyggingar og verða þannig til hagsbóta fyrir þjóðarbúið í heild. Í þessu sambandi er vert að benda á mjög jákvæða reynslu granna okkar Íra af breyttri skattastefnu á undanförnum ár- um. Hin írska leið hefur vakið at- hygli víða um heim, en í henni hef- ur falist almenn áhersla á samkeppnishæf starfsskilyrði fyr- irtækja, m.a. með lágum sköttum á atvinnulífið og hreint gríð- arlegum hagvexti, ekki síst vegna uppbyggingar svonefnd hátækni- iðnaðar þar í landi á síðustu árum. Erlend fyrirtæki hafa semsé séð hag sinn í að flytja starfsemi sína til Írlands, ellegar byggja hana enn frekar upp í landinu í skjóli ákjósanlegra skilyrða stjórnvalda. Við slíkar aðstæður hafa menn ekki endalausar áhyggjur af viðskiptahalla. Hvað þá að hann sé tifandi tíma- sprengja! Það er því ljóst að augu margra munu beinast að stjórnvöldum á næstu mánuðum og misserum. Nú er lag til að koma með raun- verulegar breytingar í þessum efnum, enda þótt ekki verði dreg- ið úr þeim margvíslegu aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu stjórnvalda. Í því sambandi, er hins vegar forvitnilegt að kynna sér hugleið- ingar Samtaka atvinnulífsins, sem reifaðar voru í fyrrnefndu frétta- bréfi. Þar er því nefnilega haldið fram að ekki sé rétt, sem oftlega sé fullyrt á opinberum vettvangi, að skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir á undanförnum árum. Rétt sé að afnám aðstöðugjaldsins á fyrri hluta síðasta áratugar hafi lækkað skatta á útflutningsfyr- irtæki, en skatturinn hafi að lang- mestu leyti verið borinn af neyt- endum gegnum vöruverð. Hins vegar sé misskilningur að skattar á hagnað fyrirtækja hafi verið lækkaðir, jafnvel þótt skatthlut- fall hafi lækkað úr 50% í 30%. Ástæðan sé m.a. sú að tekjuskatt- ur fyrirtækja sé greiddur eftir á og skatthlufallið hafi verið lagað að minnkandi verðbólgu. Þá hafi skattstofninn verið breikkaður með lækkun og afnámi frádrátt- arheimilda sem hækkuðu þannig virkjan tekjuskatt á móti lækkun hlutfallsins. Allt að einu megi með ákveðn- um útreikningum fá þá nið- urstöðu að raunvirði tekjuskatts lögaðila hafi heldur farið hækk- andi á síðasta áratug, þvert ofan í það sem haldið hafi verið fram. Höfum einnig í huga að það eru ekki stærstu fyrirtækin sem fara verst út úr skattheimtu ríkissjóðs. Þau hafa ótal leiðir til að lækka skattgreiðslur sínar, t.d. með af- skriftum, frekari fjárfestingum og margskonar frádrætti. Það eru hins vegar aðrir aðilar í viðskipta- lífinu sem fara verr út úr núver- andi skattkerfi. Þeir sem virki- lega hafa fyrir því að láta enda ná saman og koma rekstrinum yfir núllið. Fyrir þá er þessi skattur hamlandi og kemur í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Var sá tilgangurinn? Skattar á fyrirtæki Það eru hins vegar aðrir aðilar í við- skiptalífinu sem fara verr út úr núver- andi skattkerfi. Fyrir þá er þessi skattur hamlandi og kemur í veg fyrir nauðsyn- lega uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Var sá tilgangurinn? VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is Í SÍÐUSTU alþing- iskosningum boðuðu stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Fram- sóknarflokkurinn að nú yrði tekið mynd- arlega á, til að styrkja atvinnulífið í dreifbýl- inu. Hver er staða Framsóknar í dag og hver er staða dreif- býlisins eftir sex ára stjórnarsetu Fram- sóknar með Sjálfstæð- isflokknum? Fram- sókn og dreifbýlið eiga eitt sameiginlegt: hvort tveggja er að hruni komið. Framsóknarflokkur- inn er að mála sig út í horn í ís- lenskri pólitík, með svokallaðri byggðastefnu, sem er að taka lífs- björgina frá sjávarbyggðunum. Sjávarútvegsstefna flokksins hefur valdið meiri röskun og tjóni fyrir íbúa sjávarbyggðanna en náttúru- hamfarir hafa valdið frá því land byggðist. Búferlaflutningar hafa slegið öll fyrri met og fólk er í orðsins fyllstu merkingu á flótta undan byggðastefnu Framsóknar. Til að hafa ofan í sig og á verður fólk að skilja eftir fasteignir sem eru óseljanlegar og halda á suð- vesturhornið og byrja baslið upp á nýtt. Það eitt að kaupa eða byggja á suðvesturhorninu (svipað hús- næði og fólk yfirgaf) kostar tólf til átján ára basl hjá meðalfjölskyldu (vísitölufjölskyldunni), miðað við að launin hækki um 100% frá því sem áður var í gamla plássinu. Einn stjórnarsinni sagði að það þyrfti að aðstoða þetta fólk úti á landi til þess að það geti flutt á suðvesturhornið svo því færi að líða vel. Sá hinn sami var í sama viðtali að dásama hvað það væri yndislegt að fá að búa í sinni heimasveit, sem gæti líka átt við um þetta ágæta fólk, sem flýr heimabyggð vegna forræðishyggju stjórnarflokkanna. Þessi forræðis- hyggja er mesti kommúnismi sem rekinn hefur verið í Evrópu nú síð- ari ár og allt tal um frelsi ein- staklingsins til athafna byggir á því, að það séu bara örfáir ein- staklingar sem átt er við. Hin svo- nefnda einkavæðing ríkisstjórnar- innar er sama marki brennd og er ekkert annað en einkavinavæðing. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar eru allar því marki brenndar að höfuðið hefur aldrei stjórnað ganglimun- um í aðgerðum til sjós og lands. Viðskipta- halli í mesta góðæri þjóðarinnar hefur slegið öll met, og allar framkvæmdir hins op- inbera fara langt fram úr áætlun. Í stjórn- sýslunni hafa stjórn- völd hnoðað saman sveitarfélögum, með vafasömum tálbeitum um betri tíð. Í stað betri tíðar fá íbúarnir dýrari rekstur í þjón- ustugeiranum og ósætti milli dreifbýlis og þéttbýlis. Hreppamörkum átti aldrei að breyta, en sameiginlegum rekstri, svo lengi sem hann skilar hagræð- ingu, átti að stuðla að. Sameining sveitarfélaga á að þróast innan frá, en ekki eftir pöntun félagsmála- ráðuneytis, til þess að það losni við afskipti af erfiðum rekstri margra sveitarfélaganna. Stækkun kjör- dæma er enn ein aðgerð þar sem þjóðin er ekki spurð; fyrst er framkvæmt, svo á að sjá til. Algjört stjórnleysi blasir við í sjávarútvegsmálunum, þar sem arðsemin af fiskveiðum stóru út- gerðanna er besta lýsingin á nú- verandi stjórnarfari. Þessar út- gerðir eru að greiða í útsvar frá 0,2% til 0,4% af brúttóveltu, ásamt botnlausri skuldasöfnun; svo hamrar ríkisstjórnin á að engu megi breyta, vegna arðsemi og hagræðingar. Þessu ástandi má líkja við að verkamaður í víngarði Drottins, sem skilar einni af hverj- um fimmhundruð flöskum í vín- kjallara himnaríkis, væri örugg- lega færður í trúboðsstörf vegna hæfileika sinna, að gefa frá sér. Eins er komið fyrir ríkisstjórninni, hún verður að fá nýtt hlutverk og þá liggur leið hennar helst út til öryrkja og aldraðra, til að veita þeim af hjartahlýju sinni. Þá yrði starfsheitið postuli aflagt og upp tekið starfsheitið Blöndal á þessari nýju kynslóð miskunnsama Sam- herjans. Engan hef ég hitt, sem veit hver stjórnar sjávarútvegs- ráðuneytinu, Fiskistofu eða Haf- rannsóknastofnun. Oftast finnst greinarhöfundi þessar stofnanir vera innan LÍÚ. Það er líka spurn- ing hver stjórnar Framsóknar- flokknum eftir að Davíð tók yfir heilbrigðisráðuneytið eftir hæsta- réttardóminn í öryrkjadeilunni og hóf stríð við öryrkja. Halldóri og Ingibjörgu Pálma og öðrum fram- sóknarmönnum á þingi líkaði þessi yfirtaka bara vel, enda mæddi bar- áttan fyrst og fremst á Pétri Blön- dal, sem greinarhöfundi finnst líkj- ast meir og meir hluta af því gamla fólki, sem hann hefur lýst svo gjörla í ræðu og riti að und- anförnu, miðað við þann málflutn- ing sem hann hafði í frammi. Fyrir skömmu fóru forystumenn launþega á fund forsætisráðherra og tjáðu honum að sjávarbyggð- irnar væru að hruni komnar, ef engin breyting yrði á sjávarút- vegsstefnu ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu var þessi fundur tímasó- un, eins og allt annað gott sem lagt hefur verið fram til að bæta stöðu byggðanna við ströndina. Stjórn- arþingmenn þessara byggðarlaga hafa þagað þunnu hljóði og eru eins og barðir hundar undir járn- aga valds, sem þjónar örfáum fyr- irtækjum í sjávarútvegi. Það er al- veg ljóst að þessum þingmönnum eru hugleiknari þeir fjármunir sem greiddir eru í sjóði flokkanna en kjósendurnir sem kusu þá á þing, þegar um hagsmunaárekstra þess- ara aðila er að ræða. Þegar svo er komið, eiga þingmenn að segja af sér, í stað þess að standa yfir heimabyggðum sínum í dauða- teygjunum. Flestar greinar um sjávarútveg sem birst hafa í dag- blöðunum undanfarin misseri gætu rúmast í eftirfarandi málsgrein: Fyrst kom Halldór Ásgrímsson, svo kvótinn, síðan Davíð Oddsson – og þá hrundu sjávarbyggðirnar. Framsókn og dreifbýlið Pálmi Sighvatsson Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn er að mála sig út í horn í íslenskri pólitík, segir Pálmi Sighvatsson, með byggðastefnu sem er að taka lífsbjörgina frá sjávarbyggðunum. Höfundur er félagi í Frjálslynda flokknum og býr á Sauðárkróki. Í FALLEGA orð- aðri þingsályktun sem lögð er fram af ríkis- stjórninni þessa dag- ana stendur: „Tryggt verði að þeir sem vegna æsku, fötlunar eða öldrunar eiga erf- itt með að gæta réttar síns njóti jafnræðis við aðra.“ Án efa verð- ur þessi þingsályktun samþykkt og í kjölfar- ið fylgir sjálfsagt hug- arfarsbreyting! Já, hugarfarsbreyting því að öryrkjar skrifuðu bænarbréf um úrbæt- ur á kjörum sínum til yfirvalda í mörg ár án bænheyrnar. Að lokum þurfti hæstaréttardóm til þess að hagur þeirra batnaði. Stjórnvöld tóku ekki dómi þessum fagnandi. Kröfum eldri borgara hefur ekki verið vel mætt. Eldri borgarar undirbúa nú innheimtubréf sem fylgt verður eftir með lögsókn, ef kröfur verða ekki virtar. Ef svo fer verða tvær lögsóknir í gangi til þess að eldri borgarar nái rétti sín- um. Á nýlegri ráðstefnu ASÍ um vel- ferðarmálin staðfestu þrír virtir fræðimenn í lífskjaramálum eftir- farandi niðurstöður eldri borgara um stöðuna í kjaramálum: 1) Lífs- kjaravandi á Íslandi er umtalsverð- ur meðal vissra hópa, þ.e. margra einstæðra og eldri borgara. 2) Þessi vandi er meiri og út- breiddari á Íslandi en hjá grannþjóðunum. Hin Norðurlöndin hafa náð betri árangri en Íslendingar í bar- áttunni við fátækt og ójöfnuð. 3) Aðalorsakir þessa vanda á Íslandi eru lágur lífeyrir og víð- tækar tekjutengingar. Þetta gerist þrátt fyr- ir að við fyllum hóp tekjuhæstu þjóða í heimi. Reiknimeistar- ar sem hafa fyllt skýrslu ríkis- stjórnarinnar með gagnstæðum upplýsingum hafa enn og aftur fall- ið á prófinu – kolfallið. Jafnframt kom fram, að þótt lífeyrissjóðs- tekjur hefðu smám saman orðið stærri hluti tekna lífeyrisþega væru þær enn of lágar til þess að vera meginstoð framfærslu þeirra. Í ofanálag fer hlutur atvinnutekna minnkandi sem og hlutur almanna- tryggingalífeyris. Þar af leiðandi er ellilífeyrir lágur og kaupmáttur rýr. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því í desember er núverandi lágmarksframfærsla of lág. Eldri borgarar sitja því eftir með minnst- an kaupmátt og skertan hlut í góð- ærinu. Titillinn á grein þessari er úr „Andvökum“ eftir Stefán G. Stefánsson og speglar líðan margra eldri borgara nú. Á ráðstefnunni voru einnig lagðar fram niðurstöð- ur umfangsmikillar rannsóknar á velferðarmálum í V-Evrópu (dr. J. Palme). Þar kom fram að í þeim ríkjum þar sem bætur eru lág- tekjumiðaðar (einungis þeim fá- tækustu veitt aðstoð) næst minnst- ur árangur í því að draga úr ójöfnuði. Einskonar vetrarhjálpar- andi svífur þar yfir vötnum. Þau ríki sem styðja einnig við þá sem standa nokkuð betur en þeir fátækustu búa við minni ójöfnuð, meiri velferð og betri hag. Vonandi hefur 15. apríl-nefndin þessar nið- urstöður í huga. Sífellt sneiðist af oss Ólafur Ólafsson Kröfur Reiknimeistarar sem hafa fyllt skýrslu rík- isstjórnarinnar, segir Ólafur Ólafsson, með gagnstæðum upplýs- ingum hafa enn og aftur fallið á prófinu – kolfallið. Höfundur er formaður FEB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.