Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 46
SKOÐUN 46 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR nokkur fylgdist með undrun með tveimur mönnum við vinnu sína. Annar gróf myndarlega holu en hinn fylgdi honum fast á eftir, fyllti hol- una og þjappaði vel yfir. Hann innti þá eftir því hvað þeir væru að gera. Þeir voru að gróðursetja. En hvar eru plönturn- ar? Ja, við erum raun- ar þrír í hópnum, en sá sem vanalega sér um græðlingana er lasinn svo við klárum þetta bara tveir. Það gengur raun- ar prýðilega, svona gröfum við fleiri holur ótruflaðir af þeim með plönturnar. Ekki er alltaf auðvelt að finna mælikvarða á afköst og vinnufram- lag. Ekki trúi ég að ég hafi verið einn um að brosa svolítið út í ann- að þegar þingmaður nokkur hélt á dögum framhaldsskólakennara- verkfallsins þrumuræðu yfir tóm- um þingsal um það, að víst ættu kennarar kannski skilda einhverja launahækkun, en þá yrði að gera „viðveru þeirra sýnilegri“. Ein- hvern tíma kom fram, að þingmönnum sjálf- um, sem sitja þingið varla lengur en á þeim tímum, þegar hestur- inn var helsta sam- göngutækið, þætti súrt í broti að afköst þeirra væru einvörð- ungu metin eftir við- veru í þingsölum. Lögfræðingum þætti líklega jafnslæmt ef afköst þeirra væru einungis mæld eftir viðveru í réttarsal, – og þann- ig mætti vitaskuld lengi telja. Í umræðu um heilsugæsluna undanfarið hefur því verið haldið fram að í kjölfar kjarabreytinga 1996 hafi afköst minnkað. Verður ekki annað séð en þar sé verið að telja holur en ekki hirt um inni- hald. Umræddar kjarabreytingar fólust í því að umbun til heim- ilislækna breyttist að mestu úr taxtagreiðslum fyrir unnin verk í föst laun. Leysti það lækna undan því ófaglega og óvirðulega hlut- verki að reyna að pota sjúklingum sínum sem hraðast í gegnum hver samskipti en hljóta verri launakjör ella. Margar holur, lítið innihald. Ég held satt að segja að heim- islilæknar hafi undir þessum kring- umstæðum yfirleitt sýnt ágæta fagmennsku og ekki freistast um of til að stunda „fimm mínútna lækn- isfræði“ eins og þekkist í einstaka öðrum nálægum löndum. Til voru einmitt læknar sem leystu oft fjölda vandamála í einu viðtali í stað þess að gera sjúklingum að koma aftur og aftur til þess eins að framleiða fleiri reikninga („græna seðla“). Þeir sem þannig unnu samviskusamast hlutu minnst úr býtum. Í þessu sambandi verður að fara nokkrum orðum um aðferða- fræði í heimilislækningum. Heimilislækningar Í heimilslæknisfræðinni er lögð megináhersla á heildarsýn, sam- fellda þjónustu og ráðgjöf og sam- ræmingu allra þátta heilbrigðisum- sjár, sem yfirleitt er veitt í bútum hér og þar í kerfinu. Heimilislækn- irinn styður með viðtölum virkjun sjúklings og fjölskyldu hans til sjálfshjálpar, meðferðarheldni og forvarna, linar áhyggjur. Í um- hverfi hratt vaxandi sérhæfni með tilheyrandi vélgengi og niðurbútun viðfangsefnisins – þeirrar mann- eskju sem í þessu samhengi nefnist sjúklingur, er síst minni þörf fyrir lækni, sem skoðar hann í heild sinni og tengslum við sína fjöl- skyldu, umhverfi og raunar allt samfélagið. Heimilislæknisfræðin hefur með ótvíræðum hætti sýnt fram á með rannsóknum, að lækn- ing, hvort sem er í líki lyfjameð- ferðar, aðgerða, eða annarrar hefð- bundinnar tæknibeitingar, gengur hraðar fyrir sig og er endingar- betri og varanlegri ef nýtur stuðn- ings og nærveru læknis sem þekkir til heildarsögu sjúklings, fjöl- skylduaðstæðna, styrk þeirra og veikleika. Þessar aðferðir eru ekki til orðnar fyrir kurteisissakir einar heldur hafa þau beint hagnýtt gildi fyrir viðhald heilbrigði og lækn- ingar. Einnig hefur verið sýnt fram á í heimilislæknisfræði, að upp að vissu marki eru viðtöl gagnlegri að þessu leyti því lengri sem þau eru. Viðtalið er meginverkefni heimilis- læknisins og þrátt fyrir allt virðast enn flestir sammála því að „góð saga“ sé kjarni lækninga sem byggja ekki alfarið á notkun tækja og tóla. Fyrir um 35 árum hófst sk. end- urreisn heimilislæknisfræðinnar þar sem þessi viðhorf voru sett í forgrunn og sýnt fram á læknandi slagkraft sambandsins milli heim- ilislæknis og sjúklings, mátt lækn- isins sem „lyfs“ til að efla í viðtali sjúkling í rimmu sinni við heilsu- brest og virkja hann til meðferð- arinnar á ábyrgan hátt, hvort sem væri í bráðum eða langvinnum kvillum. Vitaskuld var sú hugsun í sjálfu sér ekki ný af nálinni, en hún var skilgreind, rannsökuð og ástunduð á markvissari og meðvit- aðri hátt en áður. Fyrr hafði meira verið um svonefnda tilfellalæknis- fræði að ræða, þ.e. að bregðast við tilfallandi kvilla einum og sér hverju sinni (e: episodic). Læknavaktin Í grein í Morgunblaðinu 08.03. sl. fer kollegi minnn, Atli Árnason, formaður Læknavaktarinnar í Reykjavík, býsna fögrum orðum um fyrirtæki sitt, og það að verð- leikum. Læknavaktin er prýðilega vel rekin. Þar er stunduð sértæk- asta tegund tilfellalækninga. Fólk með brýn vandamál mætir á stað- inn, fær afgreiðslu fljótt og vel. En ég get ekki verið Atla sammála um að starfsemi vaktarinnar sé sér- stakur sýnigluggi fyrir heimilis- læknisfræðina. Skyndiafgreiðsla UM AFKÖST, EINKUM Í HEILSUGÆSLU Ólafur Mixa Heilsugæslan, segir Ólafur Mixa, er talin framvörður heilbrigðis- þjónustunnar. ÝMISLEGT XVI. Vornámskeið Greiningarstöðvar: Þroska og hegðunarfrávik barna - frá greiningu til meðferðar Háskólabíói 10. og 11. maí 2001 Fimmtudagur 10. maí Fundarstjóri: Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Kl. 9:00 - 9:10 Námskeiðssetning. Kl. 9:10 - 9:50 Meðferð þroska- og hegðunar raskana - til hvers? Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir. Kl. 9:50 - 10:25 Er hægt að móta miðtaugakerfið? Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir. Kaffi Kl. 10:55 - 11:25 Hvernig rúmast meðferð innan leikskóla? Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur. Kl. 11:25 - 12:00 Fagfólk og foreldrar – sameiginleg ábyrgð, Maggý Magnúsdóttir, félagsráðgjafi. Matarhlé Kl. 13:15 - 13:50 Málörvun í skóla og leikskóla. Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur. Kl. 13:50-14:25 Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Sigrún Grendal Magnúsdóttir, talmeinafræðingur. Kl. 14:25 -15:00 Málörvunarkerfi Irene Johansen. Ásta Sigurbjörnsdóttir, talmeinafræðingur. Kaffi Kl. 15:20 -16:00 Eilíf kraftaverk (um meðferðarúrræði á miðöldum). Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Föstudagur 11. maí Fundarstjóri: Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar. Kl. 9:00 - 9:40 Helstu meðferðarleiðir hreyfihaml- aðra barna. Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir. kl. 9:40 -10:20 Tölvur sem þjálfunartæki. Sigrún Jóhannsdóttir, f orstöðumaður Tölvumiðst. fatlaðra. Kaffi Kl. 10:40 -11:20 Þáttur sjúkraþjálfunar. Áslaug Jónsdóttir, sjúkraþjálfari. Kl. 11:20 -12:00 Þáttur iðjuþjálfunar. Þóra Leósdóttir, iðjuþjálfi. Matarhlé Kl. 13:15 -13:50 Hegðunarfrávik fatlaðra og meðferðarleiðir. Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur. Kl. 13:50 - 14:25 Atferlismeðferð vegna erfiðrar hegðunar. Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur. Kl. 14:25 -15:00 Lyfjameðferð við hegðunarröskunum. Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir. Kaffi Kl. 15:20 - 16:00 Foreldrahlutverk – meðferðar- hlutverk – hvar eru mörkin? Andrés Ragnarsson, foreldri. Skráning 23. apríl - 4. maí í síma 564 1744, á fax 564 1753, eða á netfang: fraedsla@greining.is Forval Umsýslustofnun varnarmála, Sala varnarliðseigna, f.h. Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á verki innan varnarsvæðisins á Keflavíkur- flugvelli: Viðgerðir og breytingar á byggingu 635, Bachelor Officers Quarters. Nánari verklýsing fylgir forvalsgögnum. Tilkynn- ing þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnarmála, Sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík, og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur forvalsnefnd utan- ríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögn- um sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvals- frestur rennur út. Umsóknum skal skilað til Umsýslustofnunar varnarmála, Sölu varnarliðseigna, Grensás- vegi 9, Reykjavík, eða Brekkustíg 39, Njarð- vík, fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 25. apríl nk. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna. TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Umsýslustofnun varnarmála, Sala varnarliðseigna f.h. Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á þjónustusamningi um akstur á starfs- mönnum Varnarliðsins. Samningurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í senn. Samningstími er frá 1. júlí nk. Nánari verklýsing fylgir forvalsgögnum. Tilkynn- ing þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnarmála, Sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur forvalsnefnd utan- ríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögn- um sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvals- frestur rennur út. Umsóknum skal skilað til Umsýslustofnunar varnarmála, Sölu varnarliðseigna, Grensás- vegi 9, Reykjavík, eða Brekkustíg 39, Njarð- vík, fyrir kl. 16:00, föstudaginn 20. apríl nk. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.