Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 51 ✝ Finnbogi Einars-son pípulagn- ingameistari, fæddist 14.7. 1921 í Hjarðar- nesi á Kjalarnesi. Hann lést 3. apríl síð- astliðinn á Landsspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar hans voru þau Einar Gottsveinsson, á Ár- velli á Kjalarnesi,f. 9.6.1867, d. 13.1. 1941, og Guðný Höskuldsdóttir frá Stóra-Klofa í Land- sveit, f. 26.3. 1881, lést í nóvember 1960. Systkini Finnboga eru Jón Helgi, f. 25.10. 1913, látinn; Magnús Guðnýr, f. 25.10. 1913, látinn; Gróa, f. 31.10. 1914, látin; Indriði, f. 20.10. 1916, búsettur á Melum Kjalarnesi; Ást- sæll, f. 4.11. 1917, látinn; Haraldur, f. 4.11. 1917, búsettur í Reykjavík; og Arndís f. 27.8. 1919, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Finnboga frá fyrra hjónabandi Einars og Gróu Ingimundadóttur voru Ingi- mundur, f. 23.3. 1898; Guðrún, f. 13.4. 1899; Birgitta, f. 18.6. 1900; Þeirra börn eru Berglind sjúkra- liði, f. 4.10. 1968; Hólmfríður nemi, f. 13.4. 1976; og Finnbogi tækni- stúdent, f. 10.10. 1980. Barnabörn Einars eru 3. 3) Ágústa Hafdís sjúkraliði, f. 14.10. 1950, gift Jóni Karli Kristjánssyni múrarameist- ara, f. 23.9. 1948. Börn þeirra eru Finnbogi rafvirki í tækninámi í Danmörku, f. 3.3. 1969; Lilja kenn- ari, f. 24.12. 1970; og Laufey, f. 17.6. 1988. Barnabörn Hafdísar eru 4. 4) Guðmundur Hörður pípulagn- ingameistari, f. 14.12. 59. Eigin- kona hans er Júlía Árndís Árna- dóttir húsmóðir, f. 3.3. 1968, barn hennar og uppeldissonur Harðar er Hallur Víkingur Þorsteinsson. 5) Trausti sveinn í pípulögnum, f. 6.3.1963. Fyrrverandi eiginkona hans er Sesselja Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Friðberg og Lena Dís. Afkomendur Finnboga og Hólmfríðar eru orðnir 27. Ungur að árum fór Finnbogi að heiman og stundaði ýmis störf og gekk einnig í Íþróttaskólann í Haukadal 1939–40. Á árunum 1954–57 fer hann í nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lærði pípulagn- ir. Eftir að hann varð meistari starfaði hann sem sjálfstæður at- vinnurekandi og var umfangsmik- ill í sínu starfi í Reykjavík. Útför Finnboga fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Karitas Sigurlína Björg, f. 14.10. 1901; Sveinn, f. 4.1. 1903; Guðbjörn, f. 18.6. 1904; og Júlíana f. 8.7. 1906. Finnbogi kvænt- ist 13.7. 1952 eftirlif- andi eiginkonu sinni Hólmfríði Bergey Gestsdóttir, f. 13.7. 1923. Foreldrar henn- ar voru Gestur Óskar Friðbergsson og Krist- ín Andrésdóttir. Börn Finnboga og Hólm- fríðar eru 1) Margrét Kristín vefnaðarkenn- ari, f. 11.4. 1943. Eiginmaður henn- ar Hafþór Óskarsson atvinnurek- andi, f. 18.6.1943, lést 1978. Þeirra börn eru Óskar vélfræðingur, f. 5.9. 1966; Bergey húsmóðir, f. 26.5.1969; og Finnbogi nemi, f. 17.7.71. Sambýlismaður Margrétar er Björn S. Benediktsson sendibíl- stjóri, f. 23.10 1948, og eiga þau eitt barn, Benedikt, f. 22.8. 1984. Barnabörn Margrétar eru 3. 2) Guðni Einar pípulagningameistari, f. 6.6. 1946. Eiginkona hans er Þór- hildur Magnúsdóttir, f. 31.05. 1949. Það verður allt öðruvísi að koma niður í Logaland og sjá þig ekki og mömmu saman í dyragættinni, að taka á móti okkur opnum örmum eða að hafa þig ekki á þínum stað við eldhúsborðið, að drekka kaffi saman og ræða um lífið og til- veruna. Þótt þú værir ekki alltaf margmáll þá varstu alltaf svo öruggur og traustur og tilbúinn að leysa úr flækjum og vandamálum ef maður leitaði til þín. Ég veit að lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá ykkur og þú gast ekki alltaf fengið að stjórna ferð- inni eins og þú vildir en þú varst sterkur og ákveðinn og vannst markvisst að hverju verki. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Elsku pabbi, guð blessi minn- ingu þína og styrki og styðji mömmu. Margrét Kristín. Mig langar að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum. Það eru komin yfir 30 ár síðan ég kom inn á heimili tengaforeldra minna, og er mér minnisstætt hvað vel var tekið á móti mér. Samband okkar tengdapabba hefur alltaf verið gott í gegnum ár- in, við áttum margt sameiginlegt. Honum þótti mjög vænt um fjöl- skyldu sína. Þegar rætt var um barnabörnin og langafabörnin þá var alltaf stutt í brosið, og áhuginn mikill um þeirra hag. Hann hafði mikinn áhuga á sinni starfsgrein og var mjög vinnusam- ur. Hann var mjög greiðvikinn við fólk ef illa stóð á hjá því þótt það væri í hans frítíma. Ég minnist þess líka hvað gaman var að ferðast með þeim hjónum og hvað hann var jákvæður og tók öllu vel. Ég mun sakna nærveru hans og geyma minningar mínar djúpt í mínu hjarta. Elsku Fríða mín, guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímamótum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þórhildur Magnúsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum kveðja tengdaföður minn og vin, Finnboga Einarsson, er lést á Landspítalanum 3. apríl síðastlið- inn. Það er gæfa sérhvers manns að ávinna sér velvild og virðingu sam- ferðamanna sinna, en þá gæfu hafði Finnbogi í ríkum mæli til að bera. Hann var glaðsinna en hóg- vær og lagði aldrei illt til nokkurs manns, þolinmæði og þolgæði átti hann í ríkum mæli og þann hæfi- leika að geta hlustað þegar undir hann voru borin mál eða hann beð- inn um ráð. Hann mátti ekkert aumt sjá og var alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum þótt hvíldartími væri oft lítill fyrir vikið. Mörg voru kvöldin sem við sát- um og ræddum um ferðalög og sjó- ferðir en þar lágu áhugamálin í seinni tíð, húsbíllinn og báturinn. Stutt er síðan draumurinn um ferðalagið til útlanda á húsbílnum var ræddur, hann skyldi farinn í sumar en margt fer öðruvísi en ætlað er, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Það ferðalag sem þú ert nú lagður af stað í er hvorki um grýtta né þyrnum stráða vegi, það vitum við sem næst þér stóðum. Löngu og ströngu ævistarfi er nú lokið og erfitt er að skila því betur af sér en þú gerðir með þeirri elju og þeim dugnaði sem þér var í blóð borinn. Ég kveð kæran tengdaföður minn og vin með þakklæti fyrir að hafa verið honum samferða í rúm 30 ár. Ég vil senda tengdamóður minni, Hólmfríði Gestsdóttur, börnum, barnabörum og vensla- fólki öllu mínar dýpstu samúðar- kveðjur, megi Guð vera með ykkur. Í Hávamálum stendur: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. Jón Karl Kristjánsson. Okkur langar, elsku afi, að kveðja þig í hinsta sinn með þess- um orðum. Þú varst okkur mjög kær. Það var eitthvað við þig sem fékk mann til að þykja ótrúlega vænt um þig. Sömuleiðis fann maður væntum- þykjuna á móti. Allar minningar okkar um þig eru svo yndislegar. Þú varst alltaf svo rólegur og góð- ur og þú gafst öllum svo góðan tíma. Þú hafðir gaman af því að ferðast og það var gaman að taka þátt í því með þér. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa í Logalandi og þá sérstaklega á sumrin því þá var svo sérstök stemmning í garðinum. Þegar þú, afi, varst að slá grasið og við krakkarnir rökuðum það saman endaði það oftast á grillveislu. Við trúum því ekki að þú sért farinn frá okkur. Við komum til með að sakna þín mikið en við huggum okkur við það að þú ert nú í góðum höndum og að þér líður vel. Guð blessi þig, afi, og megi guð gefa ömmu og börnum ykkar styrk í sorginni. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín barnabörn Laufey, Lilja og Finnbogi. Elsku langafi, mér þykir svo vænt um þig. Afhverju þurftir þú að deyja? Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Ég mun alltaf sakna þín og ég mun alltaf hugsa fallega til þín, góði afi minn. Margrét Indra Daðadóttir. Langafi var góður við mig. Afi var góður að lifa. Afhverju þurftir þú að fara til guðs? Og ég ætla að perla íslenska fánann fyrir þig og senda þér hann. Þorsteinn Skúli Daðason. Elsku afi, í öllum heiminum var enginn eins og þú. Af öllum dögum ársins var enginn eins og dagurinn í dag. Dagurinn sem þú ert jarð- aður, afi minn. Í dag hugsa ég til þín með enn meira þakklæti, fyrir þá tíma og hamingju sem við áttum með þér. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Ég man allar skemmtilegu stundirnar í Logalandi hjá þér og ömmu. Ég man eftir öllum skemmtilegu útilegunum sem við fórum saman fjölskyldan. Pípara- mótunum í Hrafnadal, þar sem þú tókst alldeilis á í reiptogi. Ég man þegar ég gifti mig og þú, elsku afi, leiddir mig til altaris. Ég man þeg- ar þú, Daði, Óskar og Steini fóruð að skaka á bátnum þínum og kom- uð heim með fullt af fiski. Þær minningar og svo margar margar aðrar mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Þú, afi minn, varst svo hlýr og yndislegur maður, sem vildir allt fyrir alla gera og okkur öllum allt það besta. Hvíl í friði, elsku afi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma, mamma, Einar, Hafdís, Hörður og Trausti, ég votta ykkur dýpstu samúð mína. Bergey Hafþórsdóttir. Elsku afi. Mig langar að segja svo margt við þig en það er svo erfitt. Það er svo skrýtið að hugsa um þig og vita að þú ert ekki á meðal okkar. Ekki grunaði mig að síðasta heim- sókn mín í Logalandið væri í síð- asta sinn sem ég sæi þig. Skarð er fyrir skildi. Það er erfitt að sjá það autt og vita að það verður aldrei fyllt. Þegar ég frétti að afi væri kominn á spítala hugsaði ég með mér að hann myndi nú jafna sig fljótt aftur og allt mundi verða eins og það ætti að vera, en það fór á annan veg en ég hélt og þú fórst svo snöggt að ég fékk ekki að kveðja þig eins og ég vildi. Þegar ég var lítil voru heimsókn- ir mínar til afa og ömmu í Loga- landi í mestu uppáhaldi hjá mér. Það var allt látið eftir mér og alltaf fékk ég hrós frá afa hvað ég hefði stækkað frá því ég kom síðast í heimsókn. Eftir því sem árin liðu fækkaði heimsóknum mínum til afa og ömmu, en þær stundir sem við hittumst voru alltaf góðar og alltaf var hrósið hjá afa fyrir hendi sem hlýjaði mér um hjartarætur. Elsku amma mín, ég veit að þú ert að ganga í gegnum erfitt tíma- bil án Finnboga afa sem hefur staðið við hlið þér eins og klettur. En við munum öll standa með þér á þessum erfiðu tímamótum í lífi þínu. Hólmfríður Dögg Einarsdóttir. Genginn er til feðra sinna góður maður og er mér ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Finnbogi reyndist okkur í fjöl- skyldunni í gegnum árin góður vin- ur, félagi og ekki síst mikil hjálp- arhella. Ekki síst á þeim stundum þegar ýmsir hlutir á heimili okkar eða foreldra minna fóru úrskeiðis og þumalputtar skrifstofublókanna náðu ekki að lagfæra þá sem skyldi. Finnbogi var ætíð reiðubúinn til aðstoðar. Jafnvel þótt vinnudagar hans væru langir og strangir, þá átti hann ávallt stund aflögu. Við fengum að njóta handlagni hans og góðra ráða ef við þurftum á því að halda. Við nutum ætíð vel nærveru hans. Hógværð, lúmskt skopskyn og mörg fleiri góð lyndiseinkenni, auk þess að vera þúsundþjalasmið- ur, gerðu það að verkum, að börnin okkar og margir meðlimir stórfjöl- skyldunnar höfðu gjarnan að orði ef eitthvað bilaði eða þurfti lagfær- ingar við: „Hann Finnbogi lagar þetta fyrir okkur,“ og þá áttu þau í vændum að hitta fyrir þennan ró- lyndismann sem allt lék í hönd- unum á og mundi tímana tvenna. Ég kýs að kveðja kæran vin minn og fjölskyldunnar með hluta úr ljóði Davíðs Stefánssonar: „Höfðingja smiðjunnar“, þar sem höfundurinn lýsir svo vel kostum þeirra manna sem lifðu lífinu líkt og Finnbogi Einarsson: Hann réð sínum ráðum sjálfur. Hann rækir sín skyldustörf. Þó líkaminn sortni af sóti er sálin hrein og djörf. Fast er um tangirnar tekið en tungunni lítið beitt. Hart dynja höggin á steðjann unz höndin er dauðaþreytt. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið. Ef þúsundir gerðu eins. Hvíl þú í friði. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda Finnboga Ein- arssonar. Friðþjófur K. Eyjólfsson. FINNBOGI EINARSSON              A  5<   . !& $'&'B <! 3 ,C  "6   7     (8       !   "  D 9 ! $,& +9 ! $,& & ,-&9 ! $,&) 4              '  "  %4 0   $ <,'$7@ %(    *    " ,%  *    15 122 9-&4 #$$  *6 %   #$$  ; '# ! %   E  *6 <&#: &3( ! % &  #$$    3'4 ! 9&F ' #$$  %- ' #' &' !)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.