Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 59

Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 59 BJÖRN Þorfinnsson er einn efst- ur í áskorendaflokki á Skákþingi Ís- lands þegar fjórum um- ferðum af níu er lokið. Björn hefur unnið allar skákir sínar og hefur vinnings forystu á næstu menn. Staðan er þessi: 1. Björn Þorfinnsson 4 v. 2.-8. Lenka Ptacni- kova, Páll Agnar Þór- arinsson, Sævar Bjarnason, Róbert Harðarson, Sigurbjörn Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Guð- mundur Kjartansson 3 v. 9.-11. Halldór Garð- arsson, Sigurður Daði Sigfússon, Eiríkur K. Björnsson 2½ v. 12.-19. Arnar E. Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Sigurjón Har- aldsson, Baldur Möller, Jón Árni Halldórsson, Rafn Jónsson, Svein- björn Jónsson, Sigurður Páll Stein- dórsson 2 v. o.s.frv. Alls tefla 30 keppendur í áskor- endaflokki að þessu sinni, sem er aukning frá síðustu árum. Fyrstu þrjár skákirnar voru atskákir, en í síðustu sex umferðunum verða tefld- ar kappskákir. Mörg óvænt úrslit urðu í atskákunum og í fjórðu um- ferð bar það helst til tíðinda, að Guð- mundur Kjartansson bar sigurorð af Arnari Gunnarssyni. Aðalviðureign fimmtu umferðar verður skák þeirra Sigurbjörns Björnssonar og Björns Þorfinnssonar. Í opnum flokki eru keppendur 18, þar af 3 með skákstig, sem er óvenju lítið. Þar er Hjalti Freyr Halldórs- son efstur og hefur líkt og Björn sigrað alla fjóra andstæðinga sína. Röð efstu manna í opnum flokki er sem hér segir: 1. Hjalti Freyr Halldórsson 4 v. 2.-5. Hilmar Þorsteinsson, Páll Gunnarsson, Birgir Berndsen, Trausti Eiríksson 3 v. 6. Gylfi Davíðsson 2½ v. 7.-12. Örn Stefánsson, Grímur Daníelsson, Árni Jakob Ólafsson, Helgi Brynjarsson, Arnar Sigurðs- son, Aron Ingi Óskarsson 2 v. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur og eru áhorfendur vel- komnir. Á fimmtudaginn er frídagur, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar föstudag-sunnudag og hefj- ast klukkan 14. Rúnar Sigurpálsson skákmeistari Norðlendinga Skákþing Norðlendinga fór ný- lega fram í 67. skipti. Að þessu sinni var teflt á Þórshöfn. Þetta var í ann- að sinn sem skákþingið fer fram í Norður-Þingeyjarsýslu, en árið 1987 var það haldið á Raufarhöfn. Keppt var í fjórum flokkum og voru kepp- endur alls 22, þar af 15 frá Akureyri og 7 heimamenn. Í opna flokknum voru tólf keppendur og voru tefldar sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Rúnar Sigurpálsson Akureyri sigraði glæsilega, fékk 6½ vinning, og var þetta í sjötta sinn sem Rúnar verður skákmeistari Norðlendinga. Röð keppenda varð annars þessi: 2. Þór Valtýsson 5 v., 3.-5. Gylfi Þór- hallsson, Halldór Brynjar Halldórs- son og Stefán Steingrímur Bergsson 4½ v., 6. Sveinbjörn O. Sigurðsson 4 v., 7.–9. Eymundur Eymundsson, Haukur Jónsson og Ásgrímur Ang- antýsson 3 v., 10. Óli Ægir Þor- steinsson 2 v., 11. Jón Stefánsson 1½ v. 12. Kristján Úlfarsson ½ v. Í unglingaflokki sigraði Jón Birkir Jónsson frá Akureyri glæsilega, vann allar sínar skákir og fékk 9 v. Annar varð Hjálmar Freyr Valdi- marsson með 7 v. og í þriðja sæti varð Ragnar Heiðar Sigtryggsson með 6½v. Fjórði varð Daníel Starra- son hlaut 5 v. og fimmti Þorsteinn Þór Tryggvason með 3½ v. Í drengjaflokki sigr- aði Ágúst Bragi Björnsson með 7 v. af 9, 2. Davíð Arnarsson 3½ v., 3. Ísak Þór Ívarsson 1 v. Í barnaflokki varð sigurvegari Ólafur Ólafsson með 2 v. Rúnar Sigurpálsson sigraði á hraðskákmóti Norðurlands, hlaut 11 v. af 11. Er þetta í tí- unda sinn sem hann verður hraðskákmeist- ari Norðlendinga. Í öðru sæti var Gylfi Þórhallsson með 9 v. og þriðji varð Halldór Brynjar Halldórsson með 8 v. Skákstjóri á Norðurlandsmótinu var Angantýr Einarsson. Í mótslok fór fram verðlaunaaf- hending þar sem Magnús Már Þor- valdsson sveitarstjóri Þórshafnar- hrepps afhenti verðlaun. Í öllum flokkum er keppt um farandbikara. Í opna flokknum er keppt um bikar sem gefinn var af Kaupfélag Eyfirð- inga. Í unglingaflokki var bikarinn gefinn af Knattborðsstofunni á Siglufirði. Í mótsstjórn voru Ásgrímur Ang- antýsson, Angantýr Einarsson og Óli Ægir Þorsteinsson. Þórshafnarhreppur var aðalmóts- haldari á þessu móti, aðrir styrkt- araðilar voru Hraðfrystistöð Þórs- hafnar HF., Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis og Lónið ehf. Eftirfarandi skák var tefld á Skák- þingi Norðlendinga. Einn af efnileg- ustu skákmönnum Norðlendinga stýrir hvítu mönnunum, en hinum megin borðsins situr einn af mátt- arstólpum skáklífs Akureyringa til margra ára. Hvítt: Stefán Bergsson Svart: Þór Valtýsson Caro-Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. f3!? – Hvítur fórnar peði til að opna sér sóknarlínur. Hvítur leikur venjulega 4. Rxe4 í stöðunni. 4. – exf3 5. Rxf3 Bg4 6. Bc4 e6 Ekki gengur 6. – Rf6? 7. Re5! Bh5? 8. Dxh5! Rxh5 9. Bxf7+ mát. 7. 0-0 Rf6 8. Bg5 Be7 9. Dd2 Bxf3 10. Hxf3 b5!? Önnur leið er 10. – Rbd7 11. He1 0-0 12. De2 Rd5? (12. – Rb6) 13. Bxe7 Dxe7 14. Rxd5 cxd5 15. Bxd5 Rf6 16. Bb3 Hfd8 17. c3 með betra tafli fyrir hvít (Berg-Davy 1991) 11. Bd3 b4 12. Re2 a5 13. Haf1 Rbd7 14. Rg3 h6 15. Bf4 Db6 16. c3 c5! Það hefur lítið orðið úr sókn hvíts og nú leggur svartur til atlögu á mið- borðinu. 17. dxc5 Bxc5+ 18. Kh1 Hd8! 19. Re4? – Tapar skiptamun. Hvítur hefði getað barist áfram með 19. De2 Rd5 (19. – 0-0 20. Re4 Rxe4 21. Bxe4 Rf6 22. Bc2 Rd5 23. cxb4 Rxb4? 24. Bxh6!) 20. Bd2 0-0 21. Bc2 með sóknarfærum. 19. –Rxe4 20. Bxe4 Re5 21. De2 – Hvítur hefði getað reynt 21. Dxd8+ Dxd8 22. Bxe5 0-0, en hann hefði ekki getað gert sér miklar von- ir um að bjarga þeirri stöðu. 21. –Rxf3 22. Dxf3 0-0 23. Bxh6 – Hvítur gerir lokatilraun til að opna svörtu kóngsstöðuna, því hann sér að taflið er tapað ef hann teflir rólega, t.d. 23. Dg3 Bd6 24. Be3 Db5 25. Df3 bxc3 26. bxc3 f5 27. Bc2 De5! o.s.frv. 23. –gxh6 24. Dh5 – Eða 24. Dg4+ Kh8 25. Hf6 Be3 26. Dh5 Dc7 27. Hxh6+ Kg7 28. Hh7+ Kf6 29. Dh4+ Ke5 30. Bc2 Bf4 31. Hh5+ f5 32. De1+ Kd6 33. Bb3 e5 o.s.frv. 24. –Be3 25. Hf6 Dc7 26. h4 Dg3! 27. Bg6 Hd1+ og hvítur gafst upp, því að hann verður mát eftir 28. Dxd1 Dxh4+ Úr mótaáætlun Skáksambandsins 12.4. SA. 15-mín. mót 14.4. SA. Páskahraðskákmót 19.4. SA. Fischer-klukkumót 20.4. Hellir. Klúbbakeppni Hellis Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r SKÁKÞING ÍSLANDS 7.–15.4. 2001 SKÁK Björn Þorfinnsson Björn Þorfinns- son efstur í áskorendaflokki A L D REI L ÉT TA RA LÉTTA fæst nú í 100 grö mmum létt ari öskjum og því meðfæ rileg ra en áður. Í LÉTTA er hlut fall ómettað rar fitu með því hagstæðasta sem býðst í viðb iti á markað num. Þessvegna er LÉTTA kjö rið handa þeim sem vilja for ðast óho lla fitu en jafn fram t njó ta góða bragðsins og lét ta með því t ilveruna. Lét ta er hollur og góð ur kostur alla daga. f í t o n / s í a F I 0 0 1 8 4 9 HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð með strönd Kópavogsbæjar í kvöld, miðvikudagskvöld. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og með AV suður að Nesti við Fossvogslækj- arósi. Þaðan gengið kl. 20.30 vest- ur með ströndinni út að Kópavogs- höfn og síðan inn með strönd Kársnessins að sunnanverðu að Kópavogshálsi. Þar er val um að ganga til baka niður að Nesti eða fara með AV til Reykjavíkur og að Hafnarhúsinu. Allir eru velkomnir. Gengið með strönd Kópavogs STYTTRI ferðir Útivistar um páskana eru um gamlar þjóðleiðir. Á skírdag 12. apríl er gengið um ströndina milli Þorlákshafnar og Selvogs og annan í páskum 16. apríl er gengið um Skógfellaveg, úr Vogum til Grindavíkur. Brott- för er kl. 10.30 frá BSÍ. Þetta eru 4 – 5 klst. gönguferðir. Á skírdag kl.10.30 er einnig far- in öku- og skoðunarferð þar sem Strandarkirkja verður heimsótt ogfarið víðar um Selvoginn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu: utivist.is og textavarpi. Páska- göngur um gamlar þjóðleiðir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.