Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK 64 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Amime Maleen og Akraberg koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fuglberg og Evans komu í gær, Ramnes og Tunsnes fóru í gær, Lagarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrif- stofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataút- hlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði, frá kl. 14–17 s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040, frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/ útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrt- istofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefn- aður. Bingó og dans föstudaginn 20. apríl kl. 14. Vinabandið skemmtir með hljóð- færaleik og söng. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanuddi, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- og handavinnustofurnar opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11 apríl kl. 20. Rúta frá Kirkjulundi kl. 19.15. Miðar afgreiddir mánu- daginn 9. apríl kl. 11-13 í Kirkjulundi. Næst verður spilað í Kirkju- lundi 17. apríl kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. mynd- mennt kl. 13 og píla kl.13.30. Á morgun fimmtudag eru púttæf- ingar í Bæjarútgerð kl. 10-11.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rigning- unni“ 4. maí, skráning í Hraunseli. Dansleikur verður 18. apríl síðasta vetrardag. Cabrí tríó leikur fyrir dansi. Sig- urbjörn Kristinsson verður með mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45 í dag. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB í dag kl. 10.30–11.30. Panta þarf tíma. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. dagana 27.-29. apríl verður 3 daga ferð á Snæfellsnes. Gisti- staður: Snjófell á Arn- arstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun kl. 13.30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Næst er opið þriðjudaginn 17. apríl. Veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 kera mikmálun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13– 16 myndlistarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Sýn- ing á vatnslitamyndum (frummyndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verður frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9–16.30. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja. Starf aldraðra fellur niður í dag, miðvikudaginn 11. apríl. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í bókmennta- klúbbi Hana-nú á Les- stofu Bókasafnsins í kvöld kl. 20. Verið er að safna ljóðum, kvæðum, sögnum og sögum af mat og þar með græn- meti og ávöxtum. Fólk er minnt á að miðarnir á „Syngjandi í rigning- unni“ í Þjóðleikhúsinu hinn 11. maí eru komn- ir í afgreiðsluna. Örfáir miðar lausir. Upplýs- ingar í Gjábakka, s. 554-3400 og Gullsmára, s. 564-5260. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Lauf- ásvegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Í dag er miðvikudagur 11. apríl 101. dagur ársins 2001. Leon- isdagur. Orð dagsins: En ver þú al- gáður í öllu, þol illt, gjör verk trú- boða, fullna þjónustu þína. (II. Tím. 4, 5.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... HVERS konar rannsóknir eru nústundaðar á Íslandi í mjög auknum mæli frá því sem verið hefur síðustu áratugina. Hefur Víkverji gert þetta efni að umtalsefni áður og vogar sér að gera það enn á ný. Hon- um finnst nefnilega sífellt vera að aukast umfang rannsóknastarfs og umfjöllun og fréttir af slíku starfi. Ekki þarf að rifja upp umræður um lækningarannsóknir og hvernig ýmis sjónarmið hafa verið á lofti gagnvart nýjum aðilum og umsvifamiklum á því sviði. Hafa þær ekki síst snúist um skráningu upplýsinga og hvernig með þær er farið. Ekki deila menn um nauðsyn lækningarannsókna og hvernig þær geta einatt haft í för með sér framfarir í læknismeðferð. Og til að svo megi verða þurfa ýmsir að leggja fram skerf, vísindamenn þekk- ingu sína, sjúklingar sjálfa sig sem efnivið og aðstandendur sem tengla og ættingja til að unnt sé að huga að ættlægni sjúkdóma. Allt er þetta gott og blessað og nauðsynlegt og í stórum dráttum ættu menn að geta verið sammála um að svona starfsemi þarf að vera fyrir hendi. Enda hefur hún verið það í áratugi, læknar og aðrir vísindamenn hafa rannsakað hitt og þetta og gert margs konar athuganir án þess að farið hafi mjög hátt. Rannsóknir kosta drjúgan skilding og á síðustu árum hefur verið veitt æ meira fé til þeirra. Þar hefur Rann- sóknarráð komið til skjalanna með styrki og ýmsir sjóðir eru til á ákveðnum sviðum raunvísinda og hugvísinda. Jafnvel eru fjársterk fyr- irtæki farin að auglýsa (sig) og styrkja málefni á sínum sviðum. Allt miðar þetta starf að því að menn auki þekkingu sína og allt hlýtur það að leiða til framfara – fyrr eða síðar. Sá er alltaf tilgangur rannsóknastarfs. x x x PÁSKAR eru á næsta leiti og þáleggja menn land undir fót á ein- hvern hátt. Stíga á skíði, ferðast í næsta byggðarlag til að heimsækja ættingja eða fara á fjöll á bílum og tækjum. Ætli hinn helmingurinn af þjóðinni sitji ekki heima við til að sinna fermingarveislum og öðrum boðum sem menn finna uppá til að eyða öllum þessum frídögum. Svo má jafnvel fara í kirkju því ekki eru pásk- arnir síðri kirkjuhátíð en jólin og raunar aðalhátíðin þótt menn hafi kannski ekki alltaf þá tilfinningu fyrir páskunum. Enn aðrir hljóta líka að sitja bara heima og hafa það náðugt. Ekki þarf að gera annað en finna sér góða bók, safna dálitlum matarbirgð- um og færa sig síðan reglulega milli hægindastóla og eldhúss eða borð- stofu. Þetta er kannski langbesti kosturinn og sá fyrirhafnarminnsti. Ef mönnum leiðist bóklestur eða mat- argerð og át má kannski kveikja á út- varpi eða jafnvel sjónvarpi og láta mata sig þar. Svo endast páskablöðin líka talsvert. Páskar eru nokkuð seint á ferðinni í ár og stutt í að sumarið heilsi. Það þýðir þó ekki að veður geti ekki skjótt skipst í lofti og sjálfsagt er að ferða- langar hugi að spám á fyrirhuguðum ferðaslóðum, athugi búnað sinn og tæki vel og láti einhverja vita af fyr- irætlunum sínum. En hvað sem menn kjósa óskar Víkverji lesendum páskafriðar og vonandi koma menn sælir og hvíldir eða þreyttir til starfa og verkefna hversdagsins á ný þegar þar að kem- ur. Flestir fá hið hefðbundna fimm daga frí, sumir þurfa að vísu að þræla í verslunum suma dagana og enn aðr- ar stéttir þurfa ekki að hugsa um vinnuna í tíu daga eða hálfan mánuð. HINGAÐ til lands er kom- inn norskur listamaður að nafni Odd Nerdrum til að sýna verkin sín og er það mjög fínt, en það er ekki efni þessar greinar heldur auglýsing listamannsins, það er að segja sjálfsmynd hans, sem sýnir vissan lík- amspart. Þetta fór víst fyr- ir brjóstið á mörgum og var brugðið á það ráð að setja svart strik yfir þennan vissa líkamshluta. Hefði þetta verið nakinn kven- mannslíkami þá efast ég stórlega um að einhver hefði kippt sér upp við það og örugglega hefði það ekki farið fyrir brjóstið á mörg- um. Því í ósköpunum er ekki einn einasti staður þar sem karlmenn strippa? Áhugaleysi hjá konum? Það efast ég um, það hafa þessi svokölluðu kvenna- kvöld sýnt, þar er allt vit- laust þegar karlstripparar koma fram. Hugsið ykkur, hér eru nokkrir staðir þar sem konur strippa en ekki einn einasti staður þar sem karlmenn strippa, skrýtið ekki satt? Ég hugsa að ef þessu væri öfugt farið, eng- inn staður þar sem konur strippa heldur einungis karlmenn, þá væru karl- menn örugglega búnir að loka þeim stöðum. Hvernig er nú fjallað um íslenskt kvenfólk í erlendum blöð- um, ekki er það nú til að hrópa húrra yfir. Konur, er ekki kominn tími til að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar! Við höfum meira til brunns að bera en bara flottan líkama, stór brjóst og alltaf til í tuskið, ég held að flestar okkar hafi fæðst með heila. Hvernig væri að við færum að vakna? Hilda. Tapað/fundið Tvö hlaupahjól hurfu á hátíð í Smáranum SUNNUDAGINN 8. apríl sl. var opnunarhátíð Spari- sjóðs Kópavogs í Select í Smáranum. Viðskiptavin- um, ekki síst börnum, var boðið að koma og fylgjast með skemmtiatriðum, fá andlitsmálun og ókeypis gos og sælgæti. Systkinin Ásdís Rósa og Mímir, sem eru 7 og 9 ára, og búa í Lindahverfinu brugðu sér á hlaupahjólunum sínum á hátíðina. Þar var þeim meinað að fara með hlaupa- hjólin sín inn og urðu því að geyma þau fyrir utan á meðan þau þáðu veitingar. Þegar þau komu út skömmu síðar voru bæði hjólin horfin. Þrátt fyrir mikla leit hafa þau ekki fundist. Systkinin gengu niðurbrotin heim af skemmtuninni. Bæði hjólin er vel merkt að neðan. Ef einhverjir for- eldrar verða varir við að börnin þeirra eru með hlaupahjól sem þeir kann- ast ekki við eru þeir vin- samlegast beðnir að skoða undir hjólin og hringja í símanúmerið 554-1917 sem þar er skráð. Nú þegar vor- ið er loksins að ganga í garð þarf vart að lýsa þeirri sorg sem leiðindaatburður sem þessi veldur börnum á þessum aldri. Næla tapaðist NÆLA tapaðist laugar- daginn 31. mars sl., annað hvort í Laugardalshöll eða nágrenni hennar eða í Ís- lensku óperunni. Nælan er úr ofnum silfurvír með gylltu mynstri. Sá sem hef- ur fundið næluna er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 862-0014 eða 588-3889. Fundarlaun. Hjól í óskilum GRÆNT karlmannshjól er í óskilum á Suðurlands- braut. Upplýsingar í síma 568-4755. Brúnir Teva-sandalar teknir í misgripum BRÚNIR Teva-sandalar nr. 40 voru teknir í misgrip- um fyrir minni, í Sundlaug Grafarvogs, sunnudaginn 8. apríl sl. Vinsamlegast hafið samband við Sól- björgu í síma 586-1232 eða Sundlaug Grafarvogs. Lítil svört hliðar- taska tapaðist LÍTIL svört hliðartaska með járnhandfangi tapaðist á Gauk á Stöng aðfaranótt laugardagsins 7. apríl sl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band við Katrínu í síma 554-6206. Dýrahald Tómas er týndur TÓMAS er bröndóttur inniköttur með bláa hálsól með nafni og símanúmeri. Hann hvarf frá Rimahverfi í Grafarvogi þriðjudaginn 26. mars sl. Ef einhver hef- ur orðið var við hann eða veit hvar hann er niður- kominn, vinsamlegast hafið samband við Rikka í síma 863-0180 eða 557-2549. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nekt 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 rakka, 4 kletts, 7 dáin, 8 hegna, 9 óhróður, 11 skylda, 13 ímyndun, 14 svínakjöt, 15 legubekkur, 17 ótta, 20 hvíldi, 22 bár- ur, 23 borga, 24 konung- borinn maður, 25 nes. LÓÐRÉTT: 1 falin, 2 veiðarfærið, 3 bráðum, 4 húsgagn, 5 skott, 6 stólpi, 10 kýli, 12 skyldmenni, 13 keyrðu, 15 greind, 16 ól, 18 ekki djúp, 19 vitri, 20 atlaga, 21 vont. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 renningur, 8 eyjan, 9 yndis, 10 náð, 11 nýrna, 13 annar, 15 hatts, 18 öflug, 21 tin, 22 fiska, 23 unnur, 24 saklausar. Lóðrétt: 2 erjur, 3 nunna, 4 neyða, 5 undin, 6 senn, 7 ás- ar, 12 net, 14 nef, 15 hafs, 16 tuska, 17 stagl, 18 önuðu, 19 lunga, 20 garð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.