Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLAN í Hafnarfirði
stöðvaði í fyrrakvöld bifreið
vegna gruns um fíkniefni, sem
fundust við leit í bílnum. Í
kjölfarið var gerð húsleit á
tveimur stöðum í Hafnarfirði
og fannst þar nokkurt magn
fíkniefna og áhöld til neyslu.
Um tíu manns á miðjum aldri
tengjast málinu og telst það
upplýst. Þá voru tvær aðrar
bifreiðar með ungu fólki stöðv-
aðar í fyrrakvöld og fundust í
þeim fíkniefni og telst það mál
einnig upplýst.
Fíkniefni
fundust í
bifreiðum
VEGAGERÐIN er setja upp nýja
kynslóð af tæknibúnaði á þjóðvegi 1
við Esjumela sem safna á margs
konar upplýsingum um umferð.
Með honum er unnt að skoða álag á
vegakerfið og er ætlunin að koma
þessum nýja búnaði upp á nokkrum
stöðum í vegakerfinu á næstu ár-
um.
Eldri gerð svokallaðra umferð-
argreina hefur verið á fimm stöðum
á þjóðvegum landsins og er nýi
búnaðurinn samstarfsverkefni
Vegagerðarinnar og erlendra aðila.
Nicolai Jónasson, deildarstjóri
hjá Vegagerðinni, tjáði Morgun-
blaðinu að búnaðurinn væri annars
vegar skynjarar sem komið er fyrir
í sjálfri akbrautinni og nema þeir
fjölda ökutækja, hraða þeirra, bil
milli bíla, bil milli öxla og þyngd
hvers þeirra um sig og geta skynj-
ararnir jafnframt numið heildar-
þyngd ökutækja. Hins vegar er um
að ræða hugbúnað sem les úr upp-
lýsingunum og er unnið úr þeim á
aðalskrifstofu Vegagerðarinnar í
Reykjavík.
„Þetta er fullkomnari búnaður en
við höfum haft til þessa og gerir
okkur kleift að fá meiri og ná-
kvæmari upplýsingar um álag á
vegakerfið á ákveðnum stöðum,“
segir Nicolai. Hann segir mikilvægt
að safna upplýsingum sem þessum,
ekki síst um umferð flutningabíla
sem sífellt fari fjölgandi með aukn-
um flutningum um þjóðvegakerfið.
Segir hann umferðarþungann af
fólksbílum nánast ekki skipta máli
hvað varði þungaálag á vegum,
þungaflutningarnir, bílar með 10 til
11 tonna öxulþunga, hafi mesta
álagið í för með sér. Mestur leyfi-
legur heildarþungi flutningabíla er
49 tonn.
Kostar 6 til 7 milljónir
Upplýsingarnar úr umferðar-
greinunum má nota til að kanna og
meta atriði eins og umferðaröryggi
út frá bili milli bíla, skoða umferð-
arhraðann og hvort grípa þurfi til
ráðstafana vegna hans og gögnin
má líka nota til að meta áhrif
mengunar frá umferðinni, en þau
geta gefið vísbendingu um þau um-
hverfisáhrif sem umferðin veldur.
Má með rannsóknum á sambandi
þyngdar ökutækis og útblásturs
ýmissa mengandi efna ráða í hver
mengunin er sem umferðin veldur.
Nicolai segir að Vegagerðin og aðr-
ir aðilar sem sinna umferðarmálum
geti nýtt sér þennan gagnagrunn.
Nýi búnaðurinn kostar milli 6 og
7 milljónir króna og segir Nicolai
ráðgert að koma honum upp á 6 til
10 stöðum á landinu á næstu árum.
Verður það við helstu þéttbýlis-
svæðin á hringveginum í öllum
landshlutum, svo og á Suðurnesj-
um. Lokið verður við að setja upp
búnaðinn á Esjumelum eftir hvíta-
sunnu.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Búið er að koma nýja umferðargreininum fyrir á annarri akrein þjóðvegar 1 við Esjumela og verður búnaður-
inn settur í hina akreinina eftir hvítasunnu. Slíkum búnaði verður komið upp víðar á næstu árum.
Álag á vegakerfið metið
með umferðargreinum
HLUTAFÉLAGIÐ Orkubú Vestfjarða var
stofnað með formlegum hætti á fundi á Ísafirði á
föstudag. Samkvæmt lögum sem Alþingi sam-
þykkti á síðustu dögum fyrir þingfrestun, er
veitt heimild til að stofna hlutafélag um rekstur
Orkubúsins, en áður var það rekið sem sameign-
arfélag eftir sérstökum lögum. Kristján Har-
aldsson var ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja
fyrirtækis, en hann hefur verið orkubússtjóri frá
upphafi.
Stofnfundur OV hf. var haldinn í Hömrum á
Ísafirði í beinu framhaldi af síðasta aðalfundi
sameignarfélagsins. Á aðalfundinum kom m.a.
fram að 82,7 milljóna kr. tap varð á rekstri fyr-
irtækisins á síðasta ári, en það er ríflega 21
milljón kr. verri afkoma en árið áður. Rekstr-
arhagnaður fyrir afskriftir nam 163,9 milljónum,
en ríflega 240 milljónum árið á undan, að því er
segir í rekstrarreikningi.
Í árslok 2000 voru eignir fyrirtækisins tæp-
lega 4,4 milljarðar kr. og höfðu aukist um 117
milljónir milli ára. Heildarskuldir námu í árslok
323 milljónum og eigið fé ríflega fjórum millj-
örðum króna.
Orkubú Vestfjarða hf. yfirtekur sameignar-
félagið ásamt öllum eignum, réttindum og skuld-
um hinn 1. júlí nk. og segir Kristján Haraldsson
að tíminn þangað til verði nýttur til undirbún-
ings. Hann segir allar líkur á því að allt starfs-
fólk sameignarfélagsins fáist til starfa hjá nýju
félagi, en starfsmenn OV hafa verið tæplega 60.
Á stofnfundinum var ný stjórn skipuð og var
Þorsteinn Jóhannesson á Ísafirði kjörinn for-
maður. Aðrir í stjórn eru Kristinn Jón Jónsson,
Ísafirði, Björgvin Sigurjónsson, Tálknafirði,
Haraldur V. Jónsson, Hólmavík og Ólafur Þ.
Benediktsson, Bolungarvík. Varamenn eru
Ragnheiður Hákonardóttir, Ísafirði, Jón Þórð-
arson, Bíldudal, Smári Haraldsson, Ísafirði,
Guðmundur S. Björgmundsson, Önundarfirði, og
Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri.
Kristinn Jón og Guðmundur S. eru tilnefndir
af iðnaðarráðherra, þeir Björgvin og Þórir Örn
af fjármálaráðherra en aðrir í stjórn og vara-
stjórn voru kjörnir á stofnfundi.
Ríkissjóður býður í hlut
allra sveitarfélaganna
Hlutafé hins nýstofnaða Orkubús Vestfjarða
hf. er að nafnvirði ríflega 3 milljarðar kr. Hlut-
hafarnir eru þrettán talsins, ríkissjóður og öll
sveitarfélög á Vestfjörðum og skiptist eignar-
hlutur í hlutfalli við íbúafjölda í einstökum sveit-
arfélögum.
Fyrir liggur yfirlýsing um að ríkissjóður muni
í kjölfar stofnunar hlutafélagsins gera öllum
sveitarfélögunum kauptilboð í eignarhluta þeirra
í félaginu. Hefur verið gengið út frá því að heild-
arverðmæti fyrirtækisins sé 4,6 milljarðar kr.
Taki sveitarfélögin því boði mun andvirði hlut-
ar Ísafjarðarbæjar nema hálfum öðrum milljarði
kr., Vesturbyggð fengi tæplega 400 milljónir,
Bolungarvíkurkaupstaður 338 milljónir, Hólma-
víkurhreppur 150 milljónir, Tálknafjarðarhrepp-
ur 124 milljónir, Reykhólahreppur 104 milljónir,
Súðavíkurhreppur 77 milljónir, Kaldrananes-
hreppur 44 milljónir, Bæjarhreppur 31 milljón,
Broddaneshreppur 28 milljónir, Árneshreppur
20 milljónir og Kirkjubólshreppur 17 milljónir,
að því er fram kemur í Bæjarins besta á Ísafirði.
Kristján Haraldsson segir bjartsýni ríkja á
Vestfjörðum um framhaldið, enda sé ljóst að
Orkubú Vestfjarða sé stórt og öflugt fyrirtæki
með mikið hlutafé og stöðugan rekstur. Hann
býst við að innan skamms muni sveitarfélögin
gera upp hug sinn varðandi sölu á hlutafé til rík-
isins.
Fram hefur komið að í ljósi bágrar fjárhags-
stöðu margra sveitarfélaga á Vestfjörðum sé lík-
legt að flest sveitarfélögin taki tilboði ríkisins og
losi sinn hlut í Orkubúinu.
Hlutafélagið Orkubú Vestfjarða stofnað á Ísafirði í framhaldi af lagasetningu
Hlutaféð verður liðlega
þrír milljarðar króna
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir auglýsingablað frá Út-
gáfufélaginu Heimsljósi sem
dreift verður á landsbyggðinni.
UNNIÐ er að endurskoðun á fast-
eignamati húsnæðis um allt land og
lóða í þéttbýli og verður eigendum
fasteigna send niðurstaðan eftir
miðjan mánuðinn. Gera má ráð fyrir
að endurskoðunin leiði til einhverrar
hækkunar á fasteignamati eigna í
landinu að meðaltali, þó það sé mis-
munandi eftir aldri eigna, staðsetn-
ingu og stærð, að sögn Hauks Ingi-
bergssonar, forstjóra Fasteignamats
ríkisins, en ekki liggja enn fyrir tölur
í þeim efnum.
Haukur sagði að forsaga málsins
væri sú að flest sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu hefðu beint erindi
þess efnis til Fasteignamatsins á síð-
asta ári, að allar eignir í sveitarfélög-
unum eða stærstur hluti þeirra yrði
endurmetinn og í kjölfarið hefði fjár-
málaráðuneytið beðið um endurmat
á öllum eignum hér á landi. Tilgang-
urinn væri að samræma matið og þar
með að auka jafnræði þannig að sam-
bærilegar húseignir yrðu með hlið-
stæðu mati, en fasteignamat ætti að
endurspegla gangverð fasteigna í
nóvember ár hvert. Við matið væri
notast við upplýsingatæknina og töl-
fræði og byggt á skráðum upplýsing-
um um hverja fasteign í landinu, auk
upplýsinga úr 12 þúsund kaupsamn-
ingum frá síðustu tveimur til þremur
árum.
Frestur til 15. september
Eins og fyrr sagði verða tilkynn-
ingarseðlar um nýja fasteignamatið
sendir út seinni hluta mánaðarins og
hafa fasteignaeigendur frest til 15.
september í haust til að gera athuga-
semdir við það, en eftir þann tíma
gengur hið nýja fasteignamat í gildi.
Haukur sagði aðspurður að hann
gerði ráð fyrir að endurmatið leiddi
fremur til hækkunar á mati eigna en
lækkunar. Almennt mætti búast við
að það myndi hækka eitthvað að
meðaltali, en ekki væri hins vegar
hægt að nefna tölur í því sambandi
að svo komnu. Fasteignamat hefði
verið ákveðið á mismunandi tímum
og því mætti að líkindum búast við
því að fasteignamat gamalla húsa
hækkaði meira en nýlegra húsa og
eins mætti búast við að fasteignamat
minni eigna hækkaði meira en stærri
eigna. Þá mætti einnig reikna með að
fasteignamat lóða hækkaði meira en
fasteignamat húsa, en kjarni málsins
væri sá að fasteignamatið endur-
speglaði gangverð eigna hverju
sinni.
Fasteignaskattar sem renna til
sveitarfélaganna eru grundvallaðir á
fasteignamati og taka mið af því og
sama gildir um eignaskatta, þar sem
húseignir eru taldar til eignar sam-
kvæmt fasteignamati.
Haukur sagði að það væri hlutverk
Fasteignamatsins að ákvarða mat
sem væri eins rétt og kostur væri og
tryggja samræmi í mati þannig að
allir sitji við sama borð, en það væri
annarra aðila að taka ákvörðun um í
hvaða tilvikum þetta mat væri notað
sem skattstofn og þá um hvaða
álagningarprósentu væri að ræða.
Endurskoðað fasteignamat verður
sent út síðari hluta júnímánaðar
Líklegt að end-
urskoðun leiði
til hækkunar
ROSKIN kona var hætt komin þeg-
ar eldur kom upp í íbúð hennar í fjöl-
býlishúsi við Skarðshlíð á Akureyri
aðfaranótt laugardags. Nágranni
konunnar varð eldsins var og tókst
að sparka upp hurð á íbúðinni og
draga konuna út. Konan var sofandi
og hlaut snert af reykeitrun og var
flutt á sjúkrahús. Nokkrar skemmd-
ir urðu af völdum reyks og þurfti að
reykræsta íbúð konunnar, en ekki
aðrar íbúðir í húsinu. Að sögn lög-
reglu er talið að eldurinn hafi kvikn-
að út frá sígarettuglóð.
Kona hætt komin eftir
eld í íbúðarhúsi á Akureyri