Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlanda telja stöðu efnahagsmála á Norðurlöndum áfram trausta þrátt fyrir að útlit sé fyrir hægari hag- vöxt í helstu iðnríkjum á næstunni. Þetta kom fram á fundi ráð- herranna í Helsinki á föstudag. Ráðherrarnir töldu nauðsynlegt að hafa hemil á kostnaðarþróuninni og að áfram verði fylgt aðhalds- samri stefnu í ríkisfjármálum. Búist er við að heldur dragi úr hagvexti á Norðurlöndunum á næstunni, en á þessu ári er reikn- að með að hagvöxtur verði að með- altali tæp 3% á Norðurlöndunum og 2,5% á næsta ári. Á öllum Norðurlöndunum er gert ráð fyrir verulegum afgangi á fjárlögum á þessu ári og því næsta, sem gefur færi á að lækka skuldir hins op- inbera enn frekar á næstu árum. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, benti á að töluverðar breyt- ingar hefðu orðið á sviði efnahags- mála á Íslandi að undanförnu. Þar bæri hæst breyttar áherslur í stjórn peningamála sem ótvírætt myndu styrkja stöðu efnahagsmála þegar fram í sækir. Þá hefði ríkis- stjórnin ákveðið sölu á Landssím- anum, Landsbanka og Búnaðar- banka og að horfur væru á því að hafist yrði handa um frekari upp- byggingu álvera hér á landi. Ráðherrarnir fjölluðu einnig um ýmis skattamál og staðfestu sam- komulag milli Norðurlandanna um gagnkvæm upplýsingaskipti og aukið samráð á því sviði. Enn- fremur var á fundinum rætt um ýmis málefni á vettvangi Evrópu- sambandsins, meðal annars með tilliti til fyrirhugaðs leiðtogafundar í Gautaborg síðar í þessum mán- uði. Afmælisfundur Norræna fjárfestingarbankans Samhliða fundi fjármálaráðherra Norðurlanda var haldinn ársfund- ur Norræna fjárfestingarbankans sem jafnframt var afmælisfundur bankans í tilefni þess að aldar- fjórðungur er nú liðinn frá stofnun hans. Í ávarpi sínu gerði Geir H. Haarde að umtalsefni þær miklu breytingar sem orðið hefðu á al- þjóðafjármagnsmarkaði frá því að bankinn var stofnaður. Það hefði kallað á stöðuga endurskoðun á starfsemi bankans sem væri í senn til marks um styrk norræns sam- starfs og þann sveigjanleika sem væri nauðsynlegur við ríkjandi að- stæður. Nú væri til dæmis mun meiri áhersla lögð á starfsemi bankans í Eystrasaltsríkjunum og öðrum ríkjum Austur- og Mið-Evr- ópu en áður og framlag Norður- landanna til uppbyggingar efna- hagslífs þessara ríkja væri bæði mikilvægt og mikils metið, þrátt fyrir að Norðurlöndin teldust ekki til stórvelda á þessum markaði. Fundur fjármálaráðherra Norðurlanda og ársfundur Norræna fjárfestingarbankans í Helsinki Þróun efnahagsmála á Norðurlöndum áfram fremur hagstæð UNNIÐ er að undirbúningi og upp- setningu vinnupalla við Háteigs- kirkju vegna umfangsmikilla við- gerða á turnum kirkjunnar. Að sögn Flosa Ólafssonar, múrarameistara hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun og umsjónarmanni verksins, er ver- ið að endursteypa súlurnar undir turnunum vegna frostskemmda. „Það er svona eins og gengur, “ segir Flosi og bætir við að það þætti nú kannski ekki ósanngjarnt eftir 40 ár. „En þetta er þó nokkuð mikil aðgerð og erfið framkvæmd. Það er ekki hægt að steypa nema fáar súl- ur í einu því ekki getum við treyst því að almættið haldi í turnana á meðan við endurnýjum undirstöð- urnar.“ Flosi segir að framkvæmdir hefjist á þriðjudag en stefnt sé að því að verkinu ljúki 15. ágúst. Ljósmynd/Tómas Tómasson Gert við Háteigskirkju VEIÐI í Mývatni hefur verið í lægð undanfarin ár og að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun, er allt útlit fyrir að svo verði einnig í sumar. Guðni segir að menn séu nýfarnir að leggja net sín í Mývatni í sumar- veiði og að fyrstu veiðitalna sé að vænta fljótlega. „Ég vissi bara að veiði var léleg í vetur og í fyrra og útkoman úr rannsóknarveiðunum sem ég gerði í fyrra var döpur. Samkvæmt þeim mælingum voru horfurnar fyrir sumarið ekki mjög bjartar,“ segir Guðni og bætir við að tvær dýfur hafi átt sér stað í Mývatni frá árinu 1986, önnur 1988 og hrun árið 1997 sem stofninn hefur ekki enn náð sér eftir. „Kísilvinnslan hefur ekki fjarvistarsönnun“ Guðni segir að í lífríki Mývatns séu þekktar sveiflur sem útskýri þessa lægð. „Það verður átubrestur og hafi silungurinn ekki nóg í sig um sumartímann verður fellir yfir þann tíma, hann brennur hreinlega upp.“ Guðni segir að menn viti ekki hvað kemur þessum átubresti af stað en sjónir hafi beinst að botn- inum og setinu. Spurður um áhrif kísilvinnslunnar á þessar sveiflur segir hann erfitt að fullyrða nokkuð. „Það er ljóst að kísilvinnslan hefur ekki fjarvistarsönnun og er búin að vera þarna um býsna langan aldur. Vandræðin eru þau að ekki eru til rannóknir fyrir þann tíma, viðmiðun áður en vinnsla hófst er ekki til, þannig að menn hafa ekki beinar upplýsingar um hvort eitthvað hafi verið öðruvísi þá.“ Guðni segir það yfirleitt þannig að röskun af mannavöldum hafi áhrif á lífríkið. Það sé því vel hugs- anlegt að um tengsl sé að ræða þótt hann viti ekki hver þau eru. „Reyndar er ákveðin gáta sem við höfum ekki svör við, en veiðin í vatninu hefur verið að sveiflast um lægra meðaltal og hefur verið að minnka síðastliðin 30 ár,“ segir Guðni. Slælega horfir fyrir sumar- veiði í Mývatni JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skip- að þriggja manna nefnd til að fara yf- ir og leggja fram tillögur um stað- setningu og hvernig standa beri að uppbyggingu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Í starfsnefndinni eiga sæti þau Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigð- isráðherra, og er hún formaður, Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Starfsnefndinni er gert að skila heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra greinargerð sinni fyrir lok nóvember 2001. Ritarar starfsnefndarinnar eru Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri. Framtíðaruppbygging Landspítalans undirbúin ÍSLENSKIR framleiðendur sýn- ingarinnar Litla hryllingsbúðin, sem sett var upp í Chat Noir-leikhúsinu í Ósló í febrúar, hafa höfðað mál gegn rekstraraðilum leikhússins, ABC Teaterdrift, vegna brots á samningi þar sem rekstraraðilar hússins eru sakaðir um að hafa ekki skilað allri innkomu sýningarinnar til framleið- enda. Sýningin var sett upp um miðjan febrúar og hlaut góðar við- tökur á frumsýningu en áhorfendur létu sig hins vegar vanta í kjölfarið. Nokkurt tap varð því á sýningunni og m.a. hafa laun leikara ekki ennþá verið greidd að fullu. Baltasar Kormákur stóð að sýn- ingunni og segir hana alls ekki hafa gengið vel, en þar að auki hafi síðan komið í ljós þegar uppgjörstölur voru skoðaðar að tölur yfir fjölda sýningargesta og innkomu stóðust ekki. Þá hafi einnig komið í ljós að leikhúsið lagði allar debetgreiðslur inn á eigin reikning, sem þeim var ekki heimilt að gera samkvæmt samningi. Þá segir Baltasar að í ljós hafi komið að leikhúsið hafi hand- skrifað út miða, sem væri stórmál gagnvart skattayfirvöldum í Noregi. Baltasar segir framleiðendur hafa staðið við allar fjárskuldbindingar fram að þeim tíma að uppvíst varð um samningsbrot rekstraraðila leik- hússins. Þá hafi verið tekin ákvörð- un um að frysta allar greiðslur þar til búið væri að leysa málið. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt gagnvart leikurunum en þeir geta ekki ætlast til að við borgum enda- laust út á meðan við fáum ekki pen- ingana sem við eigum. Þetta eru um 6 milljónir í launaskuldir en þeir halda eftir þarna a.m.k. helmingn- um af þeirri upphæð.“ Í frétt norska blaðsins Dagens Næringsliv segir Knud Dahl, sem sér um daglegan rekstur leikhúss- ins, að engir samningar hafi verið brotnir og leikhúsið haldi engum peningum eftir sem ekki tilheyri því. Hann segir þetta erfiðan rekst- ur þar sem áhættan sé mikil, upp- setningin hafi gengið illa og fram- leiðendur verði að axla ábyrgðina á því. Deilur vegna upp- gjörs Hryllings- búðarinnar í Ósló REKSTUR sýkla- og veirudeilda Landspítalans í Fossvogi hefur verið sameinaður rekstri sýkla- og veiru- fræðideilda Rannsóknastofnunar Landspítala – háskólasjúkrahúss, en reksturinn í Fossvogi var á ábyrgð smitsjúkdómadeildar sjúkrahússins þar. Sýkladeild verður áfram rekin með óbreyttu sniði í Fossvogi og verða notendur ekki varir við breyt- ingar fyrst um sinn. Unnið er að því í samvinnu við upplýsingatæknisvið spítalans að taka upp samtengt tölvukerfi fyrir sameinaða sýklafræðideild, þannig að hægt verði að hringja í eitt síma- númer og fá þar svör, án tillits til þess hvar sýni eru rannsökuð, sem hefur hagræði í för með sér fyrir not- endur þjónustunnar. Prófessor Karl G. Kristinsson, yfirlæknir, mun veita þeim hluta sýkladeildar sem starf- ræktur verður í Fossvogi forstöðu, líkt og öðrum sýklarannsóknastofum sem reknar eru á vegum Rannsókna- deildar LSH. Veirudeild hefur verið lögð niður í Fossvogi og veirugreiningar, sem áður fóru fram þar, verða nú gerðar á veirufræðideild Rannsóknastofn- unar Landspítalans að Ármúla 1a. Arthur Löve, yfirlæknir og dósent í veirufræðum, veitir veirurannsókna- stöðinni í Ármúla forstöðu. Sýkla- og veirudeildir LSH sameinaðar TILRAUN var gerð til vopnaðs ráns í söluturninum Spesíunni í Garðabæ um tíuleytið í fyrra- kvöld. Grímuklæddur maður kom inn í söluturninn og ógnaði starfsfólki með hnífi, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki vitað hvers vegna maður- inn hætti við. Hans er nú leitað af lögreglunni. Þá var ölvun einnig nokkuð áberandi í Hafnarfirði og voru nokkrir færðir í fangageymslur um tíma og töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt vegna ölvunar. Alls gistu sextán manns í fanga- geymslum í fyrrinótt, flestir vegna ölvunar á almannafæri og pústra. Skemmdarverk voru unnin í Hafnarfirði þegar átján rúður voru brotnar í Rafha-húsinu við Lækjargötu seint í fyrrakvöld. Lögregla hafði hendur í hári tveggja drengja sem játuðu á sig skemmdarverkin og telst málið upplýst. Tilraun til vopn- aðs ráns Erill hjá lögreglunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.