Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það verður að leggja hann niður og salta vel, Dóra mín. Norrænt æðaskurðlæknaþing Tæknifram- farir kynntar NORRÆNT þingæðaskurðlæknaverður haldið í Reykjavík í Odda, húsnæði HÍ, dagana 7. til 9. júní. Það er Æðaskurðlækningafélag Íslands sem hefur staðið að undirbúningi þingsins en samtímis því verður nám- skeið fyrir verðandi æða- skurðlækna Norðurlanda í sama húsnæði. Dr. Stefán E. Matthíasson er formað- ur Æðaskurðlækninga- félags Íslands. Hann var spurður hvað efst yrði á baugi á þinginu? „Meginviðfang þessa þings verður annars vegar ítarleg umfjöllun um nýj- ungar í meðferð æðakölk- unar, og mun prófessor Bauer Sampio frá Yale-há- skóla í Bandaríkjunum verða aðal- fyrirlesari á þeim hluta þingsins ásamt prófessor David Bergquist frá háskólanum í Uppsölum og prófessor Mauri Lëppentalo frá Helsinki o.fl., og hins vegar tækni- nýjungar í innæðaaðgerðum og mun prófessor Amman Bolia frá háskólanum í Lechester á Eng- landi leiða þá umfjöllun.“ – Eru margir sérfræðingar á þessum sviðum gestir þingsins? „Allir fremstu sérfræðingar Norðurlandanna á þessu sviði verða á þinginu, sem er einstak- lega ánægjulegt. Æðaskurðlækn- ingafélag Íslands hefur ekki áður haldið svona þing hér en þetta er fimmta þingið af þessum toga sem er haldið.“ – Hvað verður fjallað um á fyrr- nefndu námskeiði? „Það er liður í ítarlegri þjálfun æðaskurðlækna. Gríðarlegur skortur er á sérfræðingum á þessu sviði á öllum Norðurlöndunum og mikið áhyggjuefni að ungir læknar virðast síður leggja á sig fram- haldsnám í þessari sérgrein og öðrum, þar sem langs sérnáms er krafist og vaktavinnu. Með þessu námskeiði er Félag norrænna æðaskurðlækna að reyna að glæða áhuga á þessari sérgrein.“ – Er mikil þróun að eiga sér stað núna í þessari grein lækninga? „Undanfarið hafa átt sér stað miklar tækninýjungar sem gera okkur kleift að meðhöndla sjúk- dóma á mun einfaldari hátt en áð- ur. Sumir sjúklingar geta jafnvel farið heim samdægurs eða daginn eftir sem áður þurftu að gangast undir langar og strangar skurðað- gerðir. Mjög ánægjuleg þróun hef- ur orðið á Íslandi við stofnun einn- ar æðaskurðlækningadeildar við Landspítalann í Fossvogi. Þar var nýverðið tekið í notkun mjög full- komið æðaþræðingatæki sem nýt- ist til innæðaaðgerða. Nú er einnig hafin bygging sérhæfðrar skurð- stofu fyrir æðaskurðlækningar á sama sjúkrahúsi. Mun þetta gera læknum deildarinnar mögulegt að meðhöndla æðasjúkdóma með allri þeirri hátækni sem fyrirfinnst í dag.“ – Eru æðasjúkdómar mikið vandamál? „Æðasjúkdómar eru verulega vaxandi vandamál, að hluta til afleiðing hækk- andi meðalaldurs þjóð- arinnar, svo og vegna áhrifa lífshátta, svo sem reykinga, sem enn þann dag í dag eru stærsti áhrifavaldur æðakölkunarsjúk- dóma.“ – Hvenær var Æðaskurðlækn- ingafélag Íslands stofnað? „Það var stofnað 1997 og er félagsskapur æðaskurðlækna, svo og æðaröntgenlækna. Hlutverk félagsins er að standa að kynningu á æðasjúkdómum og meðferð þeirra, svo og að vera ráðgefandi fyrirtækjum og heilbrigðisyfir- völdum um álitamál þessa mála- flokks. Einnig er á vegum félagsins stundað öflugt rannsóknarstarf í tengslum við Íslenska erfðagrein- ingu um erfðaþætti æðasjúk- dóma.“ – Verður sagt frá rannsóknum af þessu tagi á komandi þingi? „Á þinginu verða kynntar vel á annan tug nýrra rannsókna frá Ís- landi og Norðurlöndunum á sviði æðaskurðlækninga. Kynnt verður m.a. íslensk rannsókn á vegum Æðaskurðlækningafélags Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar á erfðum útæðasjúkdóms, þar sem staðfest hefur verið að ætt og upp- runi einn og sér getur verið sjálf- stæður áhættuþáttur fyrir æða- kölkunarsjúkdóm. Á þinginu verður einnig fjallað um genameð- ferð við æðakölkunarsjúkdómi og mun prófessor Sampio, sem er meðal fremstu vísindamanna á þessu sviði, greina frá stöðu þess- ara mála í dag. Á þessu þingi verð- ur einnig velt upp gömlum með- ferðarformum, svo sem gildi gamalgróinna húsráða við meðferð á æðasjúkdómum og líka verður ít- arlega fjallað um forvarnir við sjúkdómnum. Loks má geta þess að hluti þingsins fjallar um gagnabanka varð- andi eftirlit og meðferð æðasjúkdóma, en slíkir gagnabankar hafa verið settir á laggirnar á öll- um Norðurlöndunum og er nú slíkur banki í undirbún- ingi hér á landi á vegum Æða- skurðlækningafélags Íslands ef nægjanlegt fjármagn fæst. Bankar sem þessir hafa sýnt sig að vera hafsjór af fróðleik og þekkingu sem nýtast til vísindarannsókna og gerðar gæðastaðla á þessu sviði.“ Stefán E. Matthíasson  Stefán E. Matthíasson fæddist á Akureyri 4. maí 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1978 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1985. Hann stundaði sérnám í almennum skurðlækningum í Svíþjóð og í framhaldi af því sérnám í æðaskurðlækningum í háskólasjúkrahúsinu í Málmey. Hann lauk sérfræðidiplómu frá því sjúkrahúsi og doktorsprófi í skurðlækningum frá háskól- anum í Lundi. Hann starfaði eftir það við æðaskurðlækn- ingar og líffæraflutninga í Málmey en flutti svo til Íslands og hóf störf á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í byrjun árs 1997 og hefur starfað á því sjúkra- húsi síðan, eftir sameiningu við æðaskurðlækningadeild Land- spítala í Fossvogi. Æðasjúkdóm- ar eru veru- lega vaxandi vandamál OPINBERRI heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigurjónu Sigurð- ardóttur, til Ungverjalands lauk á föstudag. Í heimsókninni hitti utan- ríkisráðherra m.a. utanríkismála- nefnd ungverska þingsins, efna- hagsmálaráðherra og utanríkisráð- herra Ungverjalands. Í viðræðum við utanríkismála- nefnd var einkum rætt um stöðu að- ildarumsóknar Ungverjalands að Evrópusambandinu og fjallað um áhrif stækkunar ESB á EES-samn- inginn. Á fundinum með efnahags- málaráðherra Ungverjalands var m.a. fjallað um samstarf um nýt- ingu jarðhita en ónýttur jarðhiti er víða í Ungverjalandi. Voru ráðherr- arnir einhuga um að kanna ætti rækilega möguleika á viðskiptum landanna í þessu sambandi. Mun efnahagsmálaráðherra Ungverja- lands, dr. György Matolcsi, heim- sækja Ísland í júlí til að ræða við- skiptasamstarf á sviði orkumála og hitta íslenska ráðamenn, m.a. Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á fundinum með János Martonyi utanríkisráðherra var einkum rætt um niðurstöður nýafstaðins ráð- herrafundar NATO og framtíðar- fyrirkomulag á samstarfi NATO og ESB í öryggismálum. Voru ráð- herrarnir sammála um að samstarf ESB í öryggis- og varnarmálum mætti ekki verða til þess að veikja Atlantshafsbandalagið. Þá voru Evrópumál rædd í víðu samhengi og gerði Halldór Ásgrímsson grein fyrir mikilvægi EES-samningsins fyrir Íslendinga og áherslum ís- lenskra stjórnvalda varðandi stækkun ESB. Heimsókn utanríkisráðherra til Ungverjalands lokið Rætt um samvinnu um nýtingu jarðhita ÞAÐ var glatt á hjalla við skólaslit Rimaskóla í síð- ustu viku. Kætast nú kennarar jafnt sem nemendur og hlaupa út í sumar og sól. En sumarið og sólin eru ekki einu gleðiefni nemenda Rimaskóla. Við skólaslitin mættu fulltrúar Frjálsíþróttasambandsins og færðu þeim bikara fyrir frábæra frammistöðu á frjáls- íþróttamóti grunnskóla 2001. Hér fagna nemendur ásamt liðstjóra sínum, Jónínu Ómarsdóttur kennara. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nemendur Rimaskóla fagna við skólaslit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.