Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RUNÓLFUR Runólfssonhefur búið í Fljótsdal frá1966. Hann flutti þangaðfrá Bakkakoti í Meðal-landi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Runólfur segir að sér hafi ekki þótt neitt sniðugt að eiga alltaf heima þar og því ákveðið að flytja sig um set. „Ég var svo hneigður fyrir sauðkindur og að stunda fjárbú- skap. Þá var þetta nokkuð heppilegur staður, að lenda á þessari jörð hér.“ Þegar Runólfur kom í Fljótsdal var einn maður með jörðina. Af og til í ald- anna rás hefur verið þar tvíbýli og þar staðið tvö íbúðarhús. Runólfur bjó ein fimmtán ár í gömlum bæ. Þá reisti hann núverandi íbúðarhús, eininga- hús frá Hvolsvelli, 200 metrum austan við gamla bæinn og nær afréttinum. Veturinn eftir brann gamli bærinn sem hann hafði búið í. Hann segir að smiðurinn hafi viljað láta nýja húsið snúa þannig að stofuglugginn vissi í suður. Það vildi Runólfur ekki. Hann þekkti sín heimatún og sá að þá myndu austanveðrin, sem geta orðið hörð, blása bleytunni upp eftir þakinu. Glugginn snýr því í austur. Runólfur bauð okkur til sætis við stofugluggann og sagði: „Þetta er málverk sem ég hef daglega fyrir aug- unum. Að sjálfsögðu eitthvað mis- munandi eftir árstíðum.“ Útsýnið er óviðjafnanlegt. Við aug- um blasa Þórólfsfellið og Þórsmörkin. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull ramma sjóndeildarhringinn af. Næst bænum blasa við túnin og fjárhúsin. Bæjarstæðið í Fljótsdal er ákaflega fallegt. Fyrir framan bæinn eru Markarfljótsaurar og tignarlegur Eyjafjallajökull gnæfir til suðurs. Til vesturs rís Stóri-Dímon upp úr flatneskju sandanna. Það var einmuna blíða daginn sem við heimsóttum Run- ólf. Fjöllin skörtuðu sínu fínasta og náttúran öll að lifna. Nýbornar lamb- ær að kroppa nýgræðinginn og syngj- andi mófuglar um öll tún. Út um stofugluggann sjást greini- lega tveir skriðjöklar sem falla úr Eyjafjallajökli, Falljökull og Stein- holtsjökull. Runólfur var spurður hvort henn héldi að Eyjafjallajökull ætti eftir að gjósa? Hætt að hugsa um vetrarbeit „Þetta er bara möguleiki sem er fyrir hendi,“ segir Runólfur. „Annars er talið nú að jöklarnir séu að minnka. Það eina sem ég sé í sambandi við það er við vestari skriðjökulinn, Falljökul. Þú sérð kambinn sem er fast upp við jökulinn. Fyrir þremur árum var skriðjökullinn upp fyrir kambinn alla leið niður, nú er þarna svæði sem hann hefur skroppið saman og nær hann ekki lengur yfir malarkambinn að neðanverðu héðan séð. Það er eins efst. Þegar ég kom hingað var smá- slakki milli hnjúkanna fyrir ofan Fall- jökulinn. Nú er orðið þarna gjögur niður, jökullaust.“ Runólfur segir að Fljótsdalurinn hafi verið mjög góð fjárjörð á árum áð- ur þegar hún átti Þórólfsfellið ein. Hreppurinn keypti síðan þann part úr jörðinni og gerði að beitarlandi allra í hreppnum. „Ég hef aðgang að því eins og aðrir hreppsbúar. Svo hefur þróun- in verið þannig að það er hætt að hugsa um vetrarbeit, eins og siður var í fyrri daga. Eftir að farið er að sýna skepnunum hey á haustin þá nenna þær ekki að fara fram til beitar. Vilja bara sína gjöf.“ Kindurnar tók Runólfur að stofn- inum til með sér úr Meðallandinu. „Árið sem ég flutti er held ég eina árið sem leyft var að fara með líflömb á milli landshluta,“ segir Runólfur. „Ég kom með lömb af stofni sem ég átti fyrir austan. Núna lengi hef ég notað sæðingar og sælist eftir að fá hrúta til ásetnings úr því sem þær gefa. Þannig kemur nýtt blóð inn í hjörðina.“ Runólfur segist hafa heldur sóst eftir því að eiga hyrnt fé. „Það þróað- ist út af því að þegar ég var barn voru leikföngin hornin af kindunum. Mér þótti svo eðlilegt og sjálfsagt að kind- urnar væru hyrndar. Svo hefur það haldist við. Eftir að þessar sæðingar komust í gang eru hyrndu ærnar sæddar frá hyrndum hrútum og koll- óttar frá kollóttum.“ Runólfur segir ekki að horn, eða hnýflar, á lömbum valdi neinum erf- iðleikum þegar ærnar bera. „Yfirleitt hafa mínar ær getað borið úti í nátt- úrunni vandræðalaust.“ Flestar kindurnar eru hvítar, en eitthvað af mislitu. Ef dæma má af ull- inni sem lögð er inn heldur Runólfur að um þriðjungurinn sé mislitur. Runólfur segist ekki vera með stórt bú, um 200 ær. Rétt eitthvað til að lifa af. En er hægt að lifa af 200 ám? „Ég veit það bara ekki,“ svarar Runólfur. „Frúin er í vinnu og ég bara velkist við þetta einhvern veginn. Svo er ég kom- inn á þann aldur að ég fæ orðið ellilíf- eyri eitthvað.“ Skógur frá fornu fari Ofan við bæinn eru tveir trjáreitir. Nýbúið er að girða af annan reitinn og planta í hann. „Það er myndarlegur blettur sem fær að vaxa það sem ég á ólifað,“ segir Runólfur. – Sumu skógræktarfólki er heldur illa við fé, hvað finnst þér um það? „Ég veit það ekki. Ég er að hluta til kindadellukarl – hef gaman af kind- um.“ Runólfur segir að Þórólfsfell hafi verið vaxið skógi um landnám. Það hafi allt blásið af þar sem féð náði í skóginn. Í gljúfrum má enn sjá birki- hríslur sem eru leifar af gamla skóg- inum. Búið er að friða í Þórsmörk fyrir sauðfé. Runólfur segir að þar hafi gengið fé fram á síðustu öld. „Það voru Runólfur markaði nýborið lamb. Ærin og Kolur fylgdust með. Eftir að blaðamenn kvöddu bar ærin öðru lambi, alveg óvænt! Á milli gamla og nýja bæjarins rennur lítill lækur og yfir hann er trébrú. Í baksýn gnæfir Eyjafjallajökull. Síbreytilegt málverk Fljótsdalur er innsti bær í Fljótshlíð. Þar býr Runólfur Runólfsson með óviðjafnanlegt útsýni fyrir augum. Guðni Einarsson og Ragnar Guðni Axelsson heimsóttu fjárbóndann í Fljótsdal. Runólfur gægist út um gluggann á farfuglaheimilinu. Kolur spókar sig í garðinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.