Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ A Ð undanförnu hafa birst frásagnir hér í blaðinu frá mál- þingi um þýðingar sem fram fór í Prag fyrir skömmu. Á þinginu var staða bókmennta frá litlum málsvæðum rædd sérstaklega og var meginniðurstaðan sú að þýð- ingar skiptu miklu fyrir viðgang þeirra. Það væri því mikilvægt að efla alþjóðleg menn- ingarsamskipti og þýðing- arstarfsemi en það tækist varla öðruvísi en með aukinni sam- vinnu málsvæða á milli. Staða flestra hinna litlu mál- svæða er þó afar erfið. Ekki aðeins markaðslega heldur eiga þau sum hver í vanda með að komast yfir ýmis menningarleg landamæri sem skap- ast hafa í samskiptum við skyld eða nálæg margmennismál. Í sumum til- fellum hefur þetta leitt til eins konar sjálfsmyndarkreppu í bókmenntum þessara tungumála sem skapað hefur þeim sérstöðu, oft óþýðanlega sér- stöðu. Gott dæmi um þetta eru kata- lónskar bókmenntir sem eiga sér að mörgu leyti merkilega sögu. Saga þeirra er löng en einkennist hins veg- ar fyrst og fremst af rofum og eyðum sem skapast af því hvernig þrengt hefur verið að katalónskunni af kast- iljönskunni á valdatímum hrokafullra Spánarkonunga og fasista. Kata- lónska hefur verið bönnuð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í Spán- arveldi. Hún var til dæmis bönnuð á átjándu öld er Búrbónar ríktu með Felipe V í fararbroddi, einu mesta niðurlægingartímabili í sögu kata- lónsku þjóðarinnar. Með þjóðern- isvakningu nítjándu aldarinnar var varðveisla og efling tungunnar hins vegar gerð að meginmáli sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar, eins og víðar, og raunar má segja að allt frá því hafi tungan verið rauður þráður í sögu katalónskra stjórnmála. Nú á ári tungunnar berjast Katalónar þannig fyrir því að tunga þeirra verði jafn- rétthá kastiljönskunni og öðrum þjóðtungum á Evrópuþinginu. Katalónska og kastiljanskaeiga sameiginlegar ræturí latínu en eru annars ekkimikið meira skyldar en katalónska og franska. Fyrstu bók- menntirnar á þessu tungumáli voru þýðingar helgar frá þrettándu öld. Ramon Llull, sem var uppi á árunum 1235 til 1316, er hins vegar oftast tal- in upphafsmaður katalónskra bók- mennta. Á löngum æviferli skrifaði hann 256 verk eða texta á katalónsku, latínu og arabísku sem þekja um 27.000 blaðsíður en enn er unnið að heildarútgáfu verka hans. Hann var fyrstur til þess að skrifa heim- spekileg verk á þjóðtungu sinni en vitanlega þýddi hann þau á latínu svo aðrir ný-arestótelískir fræðimenn samtíma hans gætu kynnt sér verkin. Hann orti einnig ástarljóð og tvær „skáldsögur“ í rómönsustíl en fræg- asta verk hans er sambland af ljóð- rænum íhugunum og guðfræði í ætt við játningar Ágústínusar kirkju- föður er nefnast Llibre de Con- templació de Déu (1282). Annar þráður katalónskra bók- mennta liggur frá trúbadúrum þrett- ándu og fjórtándu aldar sem ortu á próvensölsku sem er rómanskt tungumál, talað í Suður-Frakklandi, og náskylt katalónsku. Einnig er skáldsaga Joanots Martorells, Tirant lo Blanc, frá fimmtándu öld eitt kunnasta verk katalónskra bók- mennta fyrr og síðar. Það er hins vegar ekki fyrr en á nítjándu öld sem sjá má að sérstök katalónsk hefð mótist í bókmenntum enda urðu bók- menntirnar þá eitt af meginverkfær- um katalónskra þjóðernissinna. Kunnastir hinna þjóðernispólitísku höfunda þessa tíma voru ljóðskáldin Jacint Verdaguer og Joan Maragall, höfundur þjóðsöngsins, og í kjölfarið fylgdu fjölmörg skáld í byrjun síð- ustu aldar sem öll ortu á þjóðtung- unni. Katalónska var hins vegar bönnuð á valdatíma Francos, fasíska einræðisherrans frá Galisíu sem ríkti á árunum 1939 til 1975. Kom þá fram ný kynslóð ungra katalónskra höf- unda sem skrifaði á kastiljönsku, sem nú var kölluð spænska enda eina tungumálið sem Franco leyfði í ríki sínu, um pólitíska kúgun, frelsissvipt- ingu, missi og útskúfun. Fremstir í flokki voru bræðurnir Lluís og Juan Goytisolo ásamt Eduardo Mendoza, Manuel Vásquez Montalbán, Ana María Matute, José Agustin og fleir- um sem nú teljast meðal fremstu höf- unda á kastiljanska tungu. Óhætt er að segja að þarna hafi orðið vendipunktur í katalónskum bókmenntum. Klofningurinn sem varð milli katalónskra bókmennta skrifaðra á katalónsku annars vegar og kastiljönsku hins vegar er enn til staðar og myndar eins konar gjá í bókmenntalandslaginu. Bókmenntir skrifaðar á katalónsku áttu sér litla lífsvon á Francotíma. Árið 1939 var ekkert verk gefið út, 1942 voru þau fjögur og 1950 þrettán. Neðanjarð- arútgáfa var þó til staðar allan tím- ann sem hélt hefðinni vakandi og á dánarári Francos voru opinberar út- gáfur á katalónska tungu 611. Upp úr því tók þeim að fjölga mikið enda var katalónska lýst opinbert tungumál héraðsins er það hlaut sjálfstjórn í lok áttunda áratugarins eins og önn- ur héruð Spánar. Nú eru gefnir út um sjö þúsund titlar á katalónskri tungu ár hvert. Á sama tíma eiga Katalónar einnig marga af fremstu höfundum Spánar sem skrifa á kast- iljönsku en auk fyrrnefdra höfunda má nefna að Maruja Torres sem hlaut Plánetuna, virtustu bók- menntaverðlaun Spánar, á síðasta ári er Katalóni er skrifar á kastiljönsku. Málið er hins vegar ekki svona ein- falt. Á sama tíma og margir telja að katalónskir höfundar sem skrifa á kastiljönsku hafi auðgað mjög hinn spænskumælandi bókmenntaheim og jafnvel markað söguleg skil þá eiga bókmenntir ritaðar á katalónsku erf- itt uppdráttar þrátt fyrir mikla út- gáfu. Smæð markaðarins er ekki ein- ungis um að kenna (um fjórar milljónir manna geta þó altjent lesið katalónsku) heldur virðist hinn spænski bókmenntaheimur varpa stórum skugga sem erfitt er að stíga út úr. Ólík staða þessara tveggja hópa katalónskra höfunda – og raun- ar ólík staða bókmennta fámennis- og margmennistungna yfirleitt – end- urspeglast skýrt í því að þeir sem skrifa á kastiljönsku hafa hlotið mun meiri útbreiðslu og viðurkenningu á alþjóðavísu en hinir. Höfundar á borð við Salvador Espriu, Mercé Rodor- eda og Pere Calders, sem eru af sömu kynslóð og Goytisolo-bræður og meðal fremstu rithöfunda á kata- lónska tungu, eru ekki mjög þekktir utan heimalands síns. Í Barselóna- borg má finna enskar þýðingar á flestum ofannefndum höfundum sem skrifa á kastiljönsku en engin ensk þýðing fannst í bókabúðum á þeim höfundum er skrifa á katalónsku, þrátt fyrir mikla leit. Á þessu kunna þó að vera aðrar skýringar en smæð katalónsks málsvæðis. Ísamtali sem undirritaður áttivið Francesc Parcerisas, for-mann Katalónska rithöfunda-sambandsins, í Barselóna fyr- ir skömmu kom fram margs konar núningur milli þessara tveggja mál- hópa. Athygli vakti að Parcerisas sagði Katalónska rithöfundasambandið skilgreina katalónskar bókmenntir sem bókmenntir skrifaðar á kata- lónsku. Þetta er þjóðernisrómantísk skilgreining og afsprengi áratuga- langrar menningarlegrar sjálfstæð- isbaráttu Katalóna. „Þessi skilgrein- ing er vissulega takmörkuð,“ segir Parcerisas, „en hún liggur hins vegar beint við og er í samræmi við það hvernig aðrar Evrópuþjóðir skil- greina bókmenntir sínar, einkum er þetta þó gert í þeim ríkjum þar sem mörg tungumál eru töluð.“ Eru bókmenntir sem eru skrifaðar af Katalónum á kastiljönsku þá ekki katalónskar bókmenntir? „Í bókmenntasögulegum skilningi eru þær það ekki. Menningin er mál- ið, að okkar mati, við erum ekki af öðrum kynstofni en aðrir íbúar spænska ríkisins, við erum heldur ekki annarrar trúar, við tölum hins vegar annað tungumál. En þetta er réttmæt spurning sem við höfum velt mikið fyrir okkur. Á sama hátt mætti velta því fyrir sér hvort Joseph Con- rad, sem skrifaði á ensku, hafi verið enskur höfundur eða pólskur? Ég myndi telja hann enskan. Paul Bowls var líka bandarískur höfundur þótt hann byggi alla sína tíð í Marokkó og skrifaði um þann heim. En auðvitað erum við alltaf að fara yfir þessi landamæri tungumáls og menningar- heima og kannski verjum við mestum tíma í að dansa á þeim.“ Parcerisas segir að katalónsk tunga skapi bókmenntunum sérstöðu sem skilji þær frá öðrum bók- menntum rituðum af Katalónum. „Ég held að það hafi mikla merk- ingu í sjálfu sér að velja að skrifa á katalónsku en ekki kastiljönsku en flestir katalónskir höfundar eru tví- tyngdir. Með því að velja katalónsk- una er valin allt önnur og fátækari bókmenntahefð en ef kastiljanska er valin. Kastiljanska hefur afar ríka hefð á bak við sig, ekki síst frá end- urreisnartíma og barokktíma. Höf- undar sem skrifa á kastiljönsku geta leikið sér með tungumálið á mun fjöl- breyttari hátt en við með katalónsk- una. Við höfum ekki ríka hefð til að vinna úr eða skrifa gegn. Katalónsk- ur rithöfundur þarf í raun að búa til tungumál í skrifum sínum, hann hef- ur ekki á svo miklu að byggja. Við er- um því að gera allt annars konar til- raunir með okkar tungumál en þeir sem skrifa á kastiljönsku og hvað þá ensku. Við erum jafnvel að berjast við að ljá tungunni klassískan blæ í verkum okkar, við erum að leita að hefð. Við erum að glíma við allt aðra hluti en höfundar sem skrifa á tungu- málum með ríka hefð. Eduardo Mendoza er til dæmis Katalóni sem skrifar á kastiljönsku. Í verkum sín- um vísar hann mjög til opinberrar orðræðu og tungumáls Francotím- ans, orðræðu valdsins sem birtist til dæmis í fréttum og öðrum áróðri. All- ir spænskir lesendur átta sig á þess- ari vísun. Þetta gæti Mendoza ekki gert ef hann skrifaði á katalónsku því hún var ekki leyfð á opinberum vett- vangi á þessum tíma. Þetta er ein af eyðunum í katalónskri tungu sem veldur því að við eigum til dæmis afar stutta hefð í tungutaki fjölmiðla og í tungutaki opinberrar stjórnsýslu. Við höfum verið að finna upp þetta tungutak síðustu tvo áratugi. Höfundar sem skrifa á katalónsku eru því að skrifa inn í eyður, þeir eru að skapa sér tungumál og hefð. Þetta setur mark sitt á bókmenntir okkar en við erum í sjálfu sér ekki að fjalla um aðra hluti en flestir aðrir evr- ópskir höfundar samtímans, stöðu mannsins í síbreytilegum heimi.“ Yngri höfundar eru í æ ríkarimæli að snúa sér að kata-lónskunni enda eru yngrikynslóðirnar aldar upp í skólum þar sem kennt er á kata- lónsku, auk þess sem katalónskir fjöl- miðlar hafa komið til sögunnar. Yngra fólki er því katalónskan tam- ari en kastiljanskan. Ákveðinn hópur ungra höfunda velur þó enn að skrifa á kastiljönsku en líklega ekki af sömu ástæðu og þeir sem voru þvingaðir til þess á Francotíma. Nú er það frekar hinn stóri markaður spænskra bók- mennta sem heillar. Þjóðernis- hyggjan fer líka dvínandi. „Það var aldrei neinn efi í mínum huga að velja katalónskuna þegar ég var að hefja feril minn á miðjum sjö- unda áratugnum,“ segir Parcersisas. „Ég var raunar alinn upp á heimili þar sem katalónska var töluð en að velja katalónskuna hafði líka póli- tíska merkingu. Ég var í hópi ungra háskólastúdenta sem voru að fást við bókmenntaskrif og dreifa þeim neð- anjarðar, ef svo má segja. Í raun vor- um við að vinna í tómarúmi því við höfðum ekki á neinu að byggja, það voru nánast engar eldri bækur fáan- legar og þar að auki höfðum við ekki hlotið neina formlega þjálfun í beit- ingu tungumálsins. Við vorum inn- blásnir af anda þeirra sem héldu úti andófi gegn valdhöfum með því að skrifa á katalónsku en gátum hins vegar aðeins leitað til tveggja manna innan háskólans um yfirlestur og leiðsögn. Fæstir vildu láta bendla sig við svo vafasama starfsemi. Nú eru tímarnir breyttir. Kata- lónskar bókmenntir taka ekki lengur virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Kata- lóna.“ Katalónskar bókmenntir á mærunum Morgunblaðið/Þröstur HelgasonFrancesc Parcerisas á skrifstofu sinni hjá Katalónska rithöfundasambandinu í Barselóna. AF LISTUM Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.