Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANN er kominn á ní-ræðisaldur en beinn íbaki, grannur oghraustlegur, alvarleg-ur, öðru hverju brosir hann snöggt og yngist þá um marga áratugi. Heyrn á öðru eyra er farin að bila og hann ber merki stríðsins: Vinstri þumalfingur var skotinn af honum í loftorrustu við bandarískar P-47 vélar í um 8.000 metra hæð árið 1944 en honum tókst með naumindum að steypa vélinni niður og varpa sér loks út í fallhlíf. Günther Rall var þýskur flugmaður þegar stríðið skall á haustið 1939 og tveim árum síðar var hann orðinn flugsveitarforingi í Luftwaffe, aðeins 23 ára gamall. Hann særðist nokkrum sinnum og í fyrsta skiptið svo illa að ferillinn virtist á enda. „Þetta var haustið 1941 á aust- urvígstöðvunum, ég var skotinn niður en þýskir hermenn björguðu mér meðvitundarlausum út úr flak- inu. Síðan var ég sendur heim á spítala í Vín. Bakið brotnaði á þrem stöðum, ég lamaðist um hríð ogþurfti að liggja með allan búkinn í gifsi í fimm mánuði sem var mikil þolraun,“ segir Rall. „En ég var staðráðinn í að fljúga aftur og það tókst níu mánuðum síðar þó að læknirinn væri á öðru máli þegar hann skoðaði mig. Og eitt var líka gott við dvölina, ég kynntist kon- unni minni, Herthu á spítalanum en hún var læknir þar og hjúkraði mér. Hún dó fyrir 16 árum en við eignuðumst tvær dætur og fjögur barnabörn.“ Rall er frá Baden, fæddur í þorp- inu Gaggenau í Svartaskógi 1918 en býr nú í gömlu húsi í bæverskri sveit með útsýni yfir til Salzburg. Hann tók þátt í uppbyggingu vest- ur-þýska flughersins þegar Þjóð- verjar gengu í Atlantshafsbanda- lagið (NATO) 1955 og fór til Bandaríkjanna að læra að fljúga orrustuþotum. Hann ber Banda- ríkjamönnum vel söguna og hýrnar yfir honum þegar hann minnist ár- anna við æfingar í Arizona. Hann varð yfirmaður v-þýska flughersins og síðustu árin fulltrúi landsins hjá aðalstöðum NATO í Brussel. Rall fór á eftirlaun 1976 en hefur síðan verið ráðgjafi hjá ýmsum stórfyr- irtækjum og ferðast um allan heim. Hann kom hingað til lands í heim- sókn í liðinni viku í boði Fyrsta flugs félagsins, samtaka flugáhuga- manna og hitti meðal annars að máli gamlan andstæðing úr orrust- unni um Bretland, Þorstein Jóns- son flugstjóra. Á föstudeginum flutti hann fyrirlestur í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir mörg hundruð flugáhugamönnum. „Ég fór í liðsforingjaskóla og var nýbúinn að ljúka tveggja ára námi og flugþjálfun þegar stríðið byrj- aði. Ég var tilbúinn.Við vorum á réttum aldri til að nota í árásar- stríð 1939,“ segir Rall, „ungir menn eru ekki gagnrýnir á slíka hluti og skilja ekki alltaf nógu vel hvað er að gerast á bak við tjöldin. Við vor- um kynslóðin sem var misnotuð og svikin. Hver dagur reyndi mjög á mann og við þoldum erfiðið. Við vorum hraustir.“ Vildi ekki berjast gegn Japönum Hann segir aðspurður að Hitler hafi reynst vera „brjálaður glæpa- maður“ og leitt ógæfu yfir alla Þjóðverja, fortíðin sé þeim alltaf erfið viðfangs vegna stríðsins og kynþáttahatursstefnu nasista. „Við förum alltaf öfganna á milli,“ segir hann angurvær á svip og minnist þess að eftir stríð hafi hann átt erf- itt með að fá vinnu vegna þess að fyrrrverandi liðsforingjar og ekki síst stríðshetjur voru illa séðir. „Ég var handtekinn í stríðslok og yfirheyrður í bandarískum her- búðum Bretlandi, þar var ég spurð- ur hvort ég vildi taka þátt í að byggja upp herþotudeild fyrir Bandaríkjamenn og sá ekkert því til fyrirstöðu. Við vorum búnir að gefast upp, stríðið var búið en það var samt ekki fyrr en 1956 að ég fór til Bandaríkjanna ásamt nokkr- um öðrum þekktum þýskum flug- mönnum og það var á vegum hins nýja flughers Vestur-Þýskalands. Ég var líka spurður hvort ég vildi berjast með þeim gegn Jap- önum sem gáfust ekki upp fyrr en í ágúst. Þá sagði ég nei. Japanar höfðu verið bandamenn okkar Þjóðverja og mér fannst eins og ég væri að svíkja ef ég gerði þetta. Ég sá fyrir tilviljun dagblað Bandaríkjahers, Stars and Stripes, í herbúðunum og á forsíðunni var mynd af fólki í útrýmingarbúðum nasista. Ég man enn að fyrsta hugsunin var að þetta væri ekkert annað en áróður gegn Þjóðverjum, maður var svo vanur að tortryggja allt sem stóð í blöðum. Þeir vildu fá allar hugsanlegar upplýsingar út úr okkur um þýska flugherinn, allar flugvélategundirn- ar og ég flaug mörgum þeirra. Meðal annars flaug ég í lok stríðs- ins fyrstu herþotunni sem fór í fjöldaframleiðslu, Messerschmitt Me-262, og hún var mjög vel heppnuð þótt við værum í vanda með ýmislegt. Það vildi kvikna í hreyflunum og fleira var að en hún var eins og ný vídd í flugi. En best kunni ég við Messerschmitt Bf- 109F vélina, henni flaug ég lang- mest frá 1941.“ Hann segir að stefna Hitlers hafi verið byggð á svo mikilli útþenslu- og árásarhyggju að deila megi um hvort nægilega margir flugmenn hafi verið til reiðu þegar haft er í huga hver takmörkin voru. „Ljóst er að þeir vanmátu að einhverju leyti þörfina á orrustuflugmönnum til að nota í varnarskyni. Við fund- um mjög fyrir þessu frá 1943 og allt til loka átakanna. Við vorum ekki með nógu marga til að ráðast á flota sprengjuflugvéla sem bandamenn sendu til árása á Þýskaland og þetta var mikill veik- leiki.“ Rall skaut niður alls 275 vélar, flestar á austurvígstöðvunum og var þriðji sigursælasti flugmaður Þjóðverja. Hann er spurður hvort flugmennirnir hafi verið dáðir með- al almennings en segir að þeir hafi ekki verið það umfram aðra. En að sjálfsögðu hafi þeim sem sköruðu fram úr í bardögum verið mikið hampað í áróðri. „Maður varð þekktur en mér finnst rangt að tala um dýrðar- ljóma, alla þessa hluti verður að setja í samhengi við ástandið, sjálf- an raunveruleika stríðsins. Ég vann stöðugt fleiri loftbardaga en samtímis gekk stríðið verr fyrir okkur. Þegar lýst var yfir stríði 1939 var það áfall fyrir þjóðina, engu skipti hvar fólk var í pólitík. Næst- um því hver einasta fjölskylda hafði misst einhvern í fyrri heims- styrjöld og hún var enn í fersku minni hjá svo mörgum, aðeins tveir áratugir voru liðnir. Þegar fyrra stríð hófst árið 1914 fögnuðu marg- ir ákaft en ekki 1939. „Drottinn minn, aftur!“ sögðu menn innra með sér. Fólk vissi hvað stríð merkti. En hermaður varð að hlýða skipunum, það var grundvöllur siðareglna hans. Bretar segja líka að föðurlandið hafi alltaf rétt fyrir sér og þetta er á sinn hátt sann- leikur fyrir hermanninn.“ Harmleikur þjóðarinnar Hafðirðu efasemdir um nasista- stjórnina? „Það er of mikil einföldun að spyrja þannig. Þýskaland þjáðist af völdum skilmála Versalafriðarins 1919, þetta var eins og meitlað í huga okkar og gerði Hitler kleift að ná völdum. Atvinnuleysi hafði herjað, við þurftum að borga stríðsskaðabætur, efnahagurinn var í rúst, stjórnkerfið virkaði ekki. Lýðræðið var ungt, flokkaflóran allt of stór. Fólki fannst að einhver þyrfti að kippa öllu í lag og þá birt- ist Hitler. Fyrst í styrjöldinni náði hann hernaðarlegum árangri, Pólverjar og Frakkar voru sigraðir og þá fylltist fólk eldmóði og margir studdu nú hugmyndir Hitlers en þetta breyttist fljótt. Undir lokin jókst gagnrýnin en flestir þurftu að hugsa um það eitt að komast af. Baráttuviljinn var horfinn, fólk vildi bara lifa þetta af en enginn vissi hvernig. Þegar fólk missir foreldra sína í stríði slokknar hugsjónaeldurinn, líka þegar mönnum verður ljóst að markið hefur verið sett hærra en svo að því verði náð. Það sem gerði út af við okkur var Rússland. Úti- lokað var að ná undir sig öllu þessu stóra landi, álagið á okkur var of mikið, það var rugl að reyna það. Þetta voru nú einu sinni örlög okkar. En fólk fylgir leiðtoganum og við þessar hörmulegu aðstæður getur einstaklingur ekki breytt rás viðburðanna. Menn eru með, nauð- ugir eða viljugir. Sumir fylgdu hon- um af því að þeir trúðu því sem hann sagði, létu sannfærast, aðrir vissu að þjóðin var á villigötum en hlýddu. Þetta var harmleikur þýsku þjóðarinnar. Sjálfur var ég félagi í kristileg- um skátasamtökum þegar ég var unglingur en nasistar innlimuðu þau einfaldlega með því að leggja undir sig allt þýska æskulýðssam- bandið, Hitlersæskan yfirtók allt. En ég var aldrei flokksbundinn, það mátti enginn liðsforingi í fasta- hernum í Þýskalandi vera í stjórn- málaflokki. Það var bannað með ákvæðum í stjórnarskránni og átti ákvæðið sér rætur í Weimarlýð- veldinu, fyrir valdaskeið Hitlers. Síðar voru auðvitað margir flokksmenn kallaðir til herþjónustu en við sem vorum liðsforingjar í stríðsbyrjun vorum ekki flokks- menn. Sumir æðstu hershöfðingj- arnir voru þó gerðir að heiðurs- félögum í nasistaflokknum. Ekki var spurt um flokksaðild og innst inni hötuðum við flokkinn sem lagði til borgaralegu embættismennina Að skjóta eða vera skotinn Morgunblaðið/Þorkell Günther Rall, fyrrverandi flugmaður í Luftwaffe: „Við ræddum lítið stjórnmál og þá eingöngu undir fjögur augu. En það var togstreita milli flokksins og heraflans, við fundum það vel þótt það væri ekki rætt en það kom fram í svo mörgu.“ Günther Rall er 83 ára gamall, fyrrverandi hers- höfðingi og um skeið yfirmaður vestur-þýska flug- hersins. Hann var einn af sigursælustu orrustu- flugmönnum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld. Í samtali við Kristján Jónsson segir Rall frá reynslu sinni í stríðinu, frá Hitler og Göring. Ég man enn að fyrsta hugsunin var að þetta væri ekkert annað en áróður gegn Þjóð- verjum, maður var svo vanur að tortryggja allt sem stóð í blöðum. Günther Rall í einkennisbúningi sín- um á stríðsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.